Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 03.10.1928, Side 2

Lögrétta - 03.10.1928, Side 2
LOGRJKTTA LÖGSJSTTA I ' -i | LÖG-RJETTA Út^efandi t>g ritotjóri Kritiiia Oiilaioi ÞingholtMtrwti 17. Slmi 178. Innhelata og if^raiMi i Miðitrwti 8. tt---- iii., | heft er hin glæsilega von um æf- intýrið, Síðustu fregnir. Stjómarmyndun í Svíþjóð hef- ur gengið treglega. Lindmann að- míráli hefur verið falin myndun hægri stjómar. Rússar hafa sleg- ið eign sinni á Franz Jósefsland. Hnippingar eru milli Bandaríkja- manna og Breta út af fransk- enska flotasamningnum og telja Bandaríkjamenn hann svo ófull- nægjandi, að samkepni um flota- aukninguna geti haldið áfram eftir sem áður. 1 Mexico hefur Portez Gil verið kjörinn forseti. 1 enska íhaldsflokknum em um þessar mundir skæmr út af toll- málum. Flokksþingið heimtaði, gegn vilja stjómarinnar, vemdar- toll fyrir jám- og stáliðnaðinn. Búist er við að þetta hafi mikil áhrif á næstu kosningar. I spænsku vígi í Melvilla varð ný- lega mikil sprenging og fómst margir. 1 Hankow í Kina brunnu nýlega 20000 ús og fómst 70 manns. Kommúnistar era reknir úr enska verkamannaflokknum. ----------------o---- Jóhannes Velden heitir þýskur hljómlistarfræðingur, sem hingað kemur í haust til að leiðbeina Hljómsveit Reykjavíkur og mun einnig stjóma hjer hljómleik. Steingrímur Steinþórsson er skipaður skólastjóri á Hólum. Æfisaga Krists EFTIRMÁLI. Bók þessi hefur birtst í smá- köflum í Lögrjettu við og við á síðastl. missimm, upphaflega fyr- ir tilmæli Odds heitins Hermanns- sonar skrifstofustjóra. Höfundur- rnn er Itali og er talinn helsti brautryðjandi hinnar svokölluðu „fútúrista“-stefnu í bókmentun- um, sem hin yngri kynslóð í Italíu og víðar hefur hneigst mjög að. Hann skrifaði bókina fyrir nokkr- um ámm, eftir allsnögga breyt- ingu, sem orðið hafði á hugarfari hans og lífsskoðunum. Hann var frægur fyrir ýmisleg ritverk, eink- um skáldrit, og hafði verið and- vígur kirkju og kristindómi, svo að bókin vakti þess vegna enn meiri athygli en ella hefði mátt búast við, þegar hún kom fyrst fram. Segist hann hafa skrifað bókina að mestu leyti uppi í sveit, í fjallabygð í Toskana, en hann er ættaður frá Florens og upp al- inn þar. Hann kveðst gera ráð fyrir, að bókin nái öðram lesenda- hópi en venjuleg rit um sama efni, með því að hún sje hvorki skrifuð af guðfræðingi nje vísindamanni. Hún sje skrifuð til samvitsku- friðunar og yfirbótar, eftir lang- vint hugarstríð, af manni, sem áður hafi flestum fremur hæðst að Kristi og óvirt hann. En slíkt hafi oft áður átt sjer stað, að Jesús hafi verið heitast elskaður af þeim, sem í fyrstu hafi hatað hann. Það sje löng saga og erfið frásagnar, hvemig hann hafi ráf- að einförum marga vegi, en allir hafi þeir að lokum legið til fjalls- ins, þar sem Kristur flutti fagn- aðarerindi sitt. Margir hafi snúið sjer frá honum af því að þeir hafi aldrei lært að þekkja hann, og það sjeu einkum þeir menn, sem þessi bók eigi að hjálpa. Til þess að minna á þá at- hygli, sem Æfisaga Krists vakti í Italíu, þegar hún kom fyrst fram, má vísa til greinar, sem Halldór Kiljan Laxness rithöf- undur skrifaði um hana í Lög- rjettu 5. nóv. 1923, en hann dvaldi þá suður í löndum. Hann segir þar m. a.: „1 syndamyrkri tískumenningarinnar kveður þessi ítali sjer hljóðs til að tala ein- mitt um þann hlut, sem raunar lengst af, og þá ekki síst nú, er „Gyðingum hneyksli og Grikkj- um heimska“, nefnilega um ríki himnanna. ölvaður af la folie de la Croix byrjar hann mitt í hinni brjáluðu ringulreið 20. ald- arinnar að syngja: Upp, upp mín sál!“ — Og hann syngur þetta fullum rómi. Eftir að hafa árum saman verið í milli kvamarsteinanna: vilst úr einu heimspekiskerfi í annað, og án þess að hafa nokk- urstaðar fengið annað en salt vatn við þorstanum, byrjar Gio- vanni Papini loks á sama hátt og Englendingurinn G. K. Chester- ton að „efast um efasemdimar“. Nýhorfinn aftur til hinnar heil- ögu kaþólsku kirkju skrifar hann síðan þessa „sögu Krists“. Bókin er þannig guðspjall týnds sonar, sem er aftur fundinn“. íslenska þýðingin er töluvert stytt og dregin saman, en þó ekki svo að nokkm vemlegu at- riði sje burtu hleypt. Þ. G. ----o---- Sýningu hefur Jón Þorleifsson nú á málverkum hjer í bænum og selst allmikið á hennl Bankahrun í Danmörku Einum helsta banka Danmerk- ur, Privatbankanum í Kaup- mannahöfn, var lokað vegna fjár- hagsörðugleika 28. f. m. Höfðu þá um hríð staðið yfir árangurs- lausir samningar um rekstur ( bankans. Nokkur misklíð hefur einnig komið upp innan ríkis- stjómarinnar um málið og hafði verslunarráðherrann við orð að segja af sjer, en gegnir samt em- bætti sínu áfram eftir ósk for- sætisráðherrans. Ekki er enn kunnugt um það nákvæmlega hjer hvemig í málum þessum liggur, en aðalerfiðleikar bankans munu stafa af illum hag stór- fyrirtækis eins í Árósum, (Aar- hus Oliefabrik) og er nú verið að reyna að koma fótum undir það og þá von um, að bankinn geti haldið áfram störfum sínum. Privatbankinn var stofnaður ár- ið 1857 mest fyrir fmmkvæði Tietgens og kom hann á mestu blómaárum sínum fótum undir ýms helstu atvinnufyrirtæki Dana, s. s. Mikla norræna ritsíma- fjelagið, Sameinaðafjelagið og , Skipasmíðastöð Burmeister og Wain. Hann hafði ýms útibú í Kaupmannahöfn, en hvergi annars staðar. Hann var þriðji stærsti banki Dana. Hlutafje hans var 60 miljónir kr. Velta hans var, um áramót 1926—27 uppundir 419 millj. kr. varasjóðir 167 millj. kr. Innlán til hans á sama tíma námu 220 milj. kr. og netto reksturs- hangaður þá talinn 3,6 millj. kr. Bankastjórar hafa verið Clausen, Reyn og Eigtved. Islendingar áttu um langt skeið allmikið saman við Privatbankann að sælda, einkum Islandbanki, sem Privatbankinn átti um skeið hjá nm 10 milj. kr. En nú kváðu við- skifti þeirra vera jöfnuð, segir stjóm Islandsbanka og gerður fastur samningur um skuld Is- landsbanka við hann og segir bankastjómin að erfiðleikar Pri- vatbankans hafi engin áhrif á hag . Islandsbanka, en hann er nú far- inn og skifta við „Handels- banken“ í Khöfn. Póstsjóður Is- lands á inni í Privatbankanum um 100 þús. kr. Síðustu fregnir segja að bankinn sje opnaður aftur. ----o---- Dr. Alexander Jóhannesson 1 síðasta hefti af „Deutsche Literaturzeitung" ritar G. Neckel prófessor við Berlínarháskóla um fylgirit árbókar Háskólans: Die Suffixe im Islándischen eftir dr. Alexander Jóhannesson. Þessi rit- gerð dr. Alexanders er þegar fyr- ir nokkra komin út í sjerprentun hjá hinu kunna bókaforlagi Max Niemeyers í Halle. Ritdómur Neckels er mjög lofsamlegur; seg- ir hann, að hin fyrri málfræðirit höf. beri vott um, að hann sje gagnmentaður, lærður og fundvís málfræðingur í germönskum fræð- um og sje hann einkum að góðu kunnur fyrir ýmsar uppruna- skýringar íslenskrar tungu. Kveð- ur hann ritgerð þessa gagnlega germönskum málfræðingum, því að þar sjeu margskonar upplýsingar til samanburðar í öðrum skyldum málum. Aðferð höf. að raða við- skeytum eftir stafrófsröð sje bæði hentug og lærdómsrík. Loks lýkur Neckel lofsorði á hinn vandaða frágang árbókarritgerðanna. 1 málfræðaritinu „Neophilologus", sem gefið er út í Hollandi hefur einnig nýlega verið minst lofsam- lega á „Hug og tungu“ eftir dr. Alexander. En þá bók ættu ís- lenskukennarar að fá sjer nú þeg- ar skólaárið er að byrja. ---o-- Háskólinn Rektorsræða dr. Ág. H. Bjamason. Háskólinn hóf starf sitt í gær og fór þá fram innritunarathöfn nýrra stúdenta með venjulegum hætti. Sungin vom háskólaljóð j Þorst. Gíslasonar, en þessa árs rektor prófessor Á. H. Bjamason flutti ræðu. Lögrj. hefur haft þann sið að flytja á hverju hausti rektorsræðuna og verður nú enn sagt frá ræðu núverandi rektors, en hún var ítarleg og skömlega flutt. Fyrst mintist hann fyrverandi rektors, Har. Nielssonar, og mint- ust allir viðstaddir hans með því að standa upp. Að því búnu bauð rektor velkominn eftirmann hans, Ásmund Guðmundsson og sneri sjer síðan að því að skýra frá ástandi og horfum í málum há- skólans. Fyrst gat hann dánar- gjafar Vestur-Isl. Jóh. Jónssonar verkamanns, en af henni er nú stofnaður rúml. 20 þús. kr. sjóður til styrktar efnalitlum íslenskum stúdentum, sem koma úr sveit, einkum Skagafjarðar og Húna- vatnssýslum. Var gefanda vottuð virðing og þakklæti með því að stúdentar og kennarar stóðu upp. Síðan skýrði rektor frá fyrirlestr- um erlendu sendikennaranna hjer á síðastliðnu ári, dr. Fagginger- Auers frá Eddy Foundation og dr. Knud Rassmussen frá Hafnar- háskóla og Danastjóm. Ennfrem- ur skýrði hann frá því, að á þessu ári væri von á prófessor Magnus Olsen frá Osló til fyrirlestrahalds, en hann er einhver kunnasti fræði- maður Norðmanna á norsk og ís- lensk fomfræði og talar og skrif- ar íslensku ágætlega. Síðan sneri rektor máli sínu að ýmsum innanskólamálum. Sagði hann að stjómskipulag háskólans væri að ýmsu leyti þannig, að það stæði skólanum fyrir þrifum og mætti ekki við svo búið standa. Taldi hann einkum til þessa skipu- lag háskólaráðsins, eða það að rektor og deildarforsetar væra kosnir árlega. Af þessu hefði staf- að ýmislegt festuleysi í stjóm skólans og ósamræmi í fram- kvæmdum. Taldi rektor nauðsyn- legt, að fá kjörtímabilið lengt, annaðhvort með lagabreytingu eða með frjálsum samtökum pró- fessoranna um endurkosningu rektors og dekana. Sagði hann að nú væri verið að semja efnisskrá, tvöfalda spjaldskrá, um mál þau, sem háskólaráðið hefði til með- ferðar til þess að gera það auð- veldara, að fylgst yrði með þeim. Þá talaði rektorinn allmikið um húsnæðisvandræði háskólans og skoraði á þing og stjóm að hefj- ast handa um það, að sjá honum fyrir betra húsnæði, en nú hefði hann. Sagði hann að því mundi alment fagnað, ef satt reyndist, sem flogið hefði fyrir að alþingis- hátíðamefndin ætlaði að leggja það til, að ríkið gæfi veglegt hús yfir háskólann í minningu þúsund ára afmælis alþingis. Viss er jeg um það, að minsta kosti, sagði rektor, að háskólinn getur ekki þroskast á sjer eðlilegan hátt, nema hann fái bæði meira húsrúm og betri rannsóknar og kenslu- tæki en hann nú hefur og stjóm hans sjálfs verði fastari í rásinni og afkastameiri en verið hefur. Því næst sneri rektor sjer að því máli, sem hann sagði að orð- ið hefði háskólakennurum og stúd- entum hvað mest áhyggjuefni í seinni tíð, hin sívaxandi stúdenta- viðkoma, en þó einkum aðstreym- ið í embættadeildimar. Sagði hann frá nefndarskipuninni í fyrra og störfum kennaranefndarinnar til að finna orsakir stúdentafjöldans og ráð við aðstreyminu. Sú nefnd taldi það meginorsök stúdentafjölgunarinnar, hversu nýja skólaskipunin frá 1904 og 1907 hefði gert mönnum auðvelt og jafnvel tælt menn til að leggj a inn á lærdómsbrautina. Af þeim, sem luku gagnfræðaprófi 1907— 16 hjeldu 93.5% áfram alla leið til stúdentsprófs og jafnvel eftir að lágmarksákvæðið um 5.67 einkunina, var sett sem inntöku- skilyrði í lærdómsdeild hjeldu 75% af öllum fjöldanum áfram. Að vísu þótti nefndinni það ekki ámælisvert í sjálfu sjer, þótt menn vildu verða stúdentar, en aðstreymið að háskólanum þótti henni varhugaverðara, einkum embættanáminu. Þegar háskólinn hófst 1911 vom í honum 46 stúd- entar, 1918—19 voru þeir orðnir 86, 1920—21 vom þeir 94 og taldi rektor það skaplegt. Lágmarks- ákvæðið frá 1923 hafði engin veruleg áhrif á aðstreymið, því 1922—23 voru nemendur orðnir 113, 1924—25 vora þeir 119 og haustið 1927—28 voru þeir 150. Sagði hann að annarsstaðar þætti hæfilegt að l%o af landslýðnum stundaði háskólanám, en í fyrra- haust hefðu þeir verið orðnir hjer á landi rúmlega lV2°/oo> eða um 2°/oo ef þeir væra taldir með, Y. Hugo: VESALINGARNIR. yrði töfraður og hrærður í senn. Varir hans hreyfðust á einkennilegan hátt, eins og hann væri að tala við ein- hverja ósýnilega persónu. Hann brosti og gekk eins hægt og hann gat. Svo hefði mátt halda, að jafnframt því að hann langaði til þess að komast þangað kviði hann fyrir því að nálgast markið. Þegar ekki voru nema fáein hús milli hans og þessarar götu fór hann að ganga svo hægt, að oft hefði mátt halda að hann stæði kyr. Hann star- blíndi, en vaggaði höfðinu. En hvemig sem hann dró það á langinn kom að því að lokum, að hann kom í Filles du Calvaire götu. Þá nam hann staðar og gægðist fyrir götuhornið. Hann leit angurværum augum ofan eftir göt- unni. Það var eins og úr augum hans glampaði endurskin hins ómögulega eða geislar hinnar glötuðu paradísar. Því næst rann tár, sem hafði smástækkað í hvörmum hans, niður vanga hans og stöðvaðist stundum í munn- vikinu. Gamli maðurinn fann hið beiska bragð af því og stóð kyr eins og hann væri úr steini. Svo sneri hann aft- ur við sömu leið, hægt og seint og eftir því sem hann fjarlægðist varð hann dapurri til augnanna. En smám- saman hætti öldungurinn að ganga alveg að götuhominu. Hann fór að ganga skemmra og skemmra, en lagði samt af stað á sama tíma á hverjum degi. Manni datt í hug stofuklukka sem ekki er dregin upp, svo að dingullinn gengur skemmri og skemmri sveigjur uns hann stansav alveg. Það skein út úr andliti hans að hann spurði: Til hvers er þetta? Augun vom blælaus og dauf. Tár hans var þomað. En altaf gekk gamli maðurinn álútur. Stöku sinnum hreyfist hakan. Það var raun að sjá hrukkumav á hörundinu. Stundum, þegar slæmt var veðrið, hafði hann regnhlíf undir handleggnum, en spenti hana ekki upp. Kvenfólkið í hverfinu sagði að hann gengi í bam- dóm og bömin eltu hann hlæjandi. Níunda bók: Morgunroðinn. Hamingjan er hættuleg. Fólk verður værugjarnt. Þegar menn hafa náð hinu falska takmarki lífsins, ham- ingjunni, gleyma menn hinu sanna marki þess, skyld- unni. En samt væri það rangt, að ámæla Maríusi. Eins og fyr segir hafði Maríus einskis spurt Fauchelevent áð- ur en hann giftist og var síðan smeykur við það að spyrja Jean Valjean nokkurs. Hann sá eftir loforðinu, sem hann var svo óforsjáll að gefa og sagði oft við sjálfan sig, að það hefði verið rangt að láta svona eftir honum. Hann hafði látið sjer það nægja að koma Jean Valjean smámsaman út úr húsi hjá sjer og að má minningu hans eftir föngum úr huga Cósettu. Hann tróð sjer ávalt milli hennar og Jeans Valjean í þeirri vissu að þannig mundi hún verða afhuga Jean Valjean. Og hann skygði alveg á hann. Maríus fór í þessu eftir því einu, sem hann áleit nauðsynlegt og rjett. Hann áleit, að hann hefði til þess alvariegar ástæður, sem lesandinn hefur þegar sjeð, og aðrar sem enn verður lýst, að stinga Jean Val- jean þannig af stokki, hörkulaust en einnig hlífðar- laust. Af hendingu hitti hann í málarekstri mann einn, sem verið hafði við verslun Lafittes og hafði fengið hjá honum ótilneyddum ýmsar upplýsingar, sem hann hafði samt ekki kynt sjer út í æsar vegna loforðsins um það, að þegja um leyndarmálið og vegna þeirrar hættu, sem Jean Valjean var í. Hann gerði sjer það þá í hugarlund, að hann hefði mikilli skyldu að gegna, þeirri að skila aftur sexhundruð þúsund frönkunum til einhvers, sem hann reyndi að leita uppi eins rólega og unt var. Fyrst um sinn ætlaði hann ekki að nota þessa peninga. Cósettu var ókunnugt um þessi leyndarmál. Það hefði einnig verið erfitt að fyrírdæma hana líka. Milli hennar og Maríusar var furðulegur kraftur sem olli því, að hún varð næstum því ósjálfrátt við öllum óskum Maríusar. Tilfinningar hennar fyrir „hr. Jean“ voru eins og Maríus vildi hafa þær og hún fór eftir þeim. ti Á Maður hennar þurfti segja henni neitt. Hún beygði sig undir hið r* en greinilega ok ætlana hans og hlýddi í blÍB^'JvSni hennar var í þessum efnum í því fólgin að ’v^t þess ekki, sem Maríus gleymdi. Það var áreraf hennar hálfu. Án þess að hún vissi sjálf á því stóð, og án þess að ástæða værí til þess $ hana fyrir það, var sál hennar runnin svo sál hans, að skuggi sem lagðist á hans sál skyerhig 4 hana. Samt má ekki gej’a of mikið úr þesS11' W er Jean Valjean snerti var gleymska þessi að^1!^ yfirborðinu. Hún var öllu heldur kærulaus en gle)^1 /■ faun og veru þótti henni mjög vænt um manni^’j.111 hún hafði kallað föður sinn í langan tíma. ? Unni manni sínum ennþá meira og þess vegna K°%jarta hennar úr jafnvægi og hallaðist til annarar ^’^Uar. Það kom stöku sinn-‘ um fyrir, að Cósetta lje undrun sína þegar hún mintist á Jean Valjean. talaði þá um fyrir henni og sagði — Jeg held $ Jj1* sje farinn. Hann sagðist sjálfur ætla í ferðala/ , er satt, hugsaði Cósetta. Hann hefur einlægt v«%a,úir því. Hann hvarf altaf svona, en aldrei svona * £ í einu. Nokkrum sinnum sendi hún Nicolettu í ^ Armé götu, til þess að spyrja hvort hann væriV ^ aftur úr ferðalaginu, en Jean Valjean ljet svaP . ■^eitandi. Cósetta spurði þá ekki annars, þar sem 1 J^r augum var aðeins eitt nauðsynlegt, sem sje Þar að auki höfðu þau Maríus sjálf farið að hí^S6m sje til Vemon. En þar sýndi Maríus henni gröf . f síns. Maríus hafði smám- saman laðað Cósettu Jean Valjean og hún Ijet sjer það lynda. Það se$ ® alt of mikilli harðneskju er kallað óþakklæti bah1^ ’ 6r að vísu ekki ávalt eins ámælisvert og haldið óþakklæti náttúrunnar. Náttúran er vön því, é ,,a »fram á leið“. Hún skiftir lifandi verum í tvo fr sem koma og þær sem fara. Þær sem fara ganí^ skugganum, hinar sem koma, gegn ljósinu. Af f' emur munur, sem er örlög- þmnginn fyrir þá gömlu, en ósjálfráður þeim ungu. Þessi munur, sem fyrst er svo, að hans verður ekki vart, eykst. smámsaman, eins og þegar tvær greinar vaxa hvor í sína áttina. Greinarnar fjarlægjast stofninn án þess að verða viðskila við hann. Þær geta ekki að því gert. Æsk- an stefnir þangað, sem gleðin er, til leiks og Ijóss og ásta. Ellin fer til endalokann'a. Menn missa ekki sjónar hverjir á öðmm, en faðmast ekki. Unga fólkið finnur kulda lífsins, gamla fólkið kulda grafarinnar. Þessum börnum á ekki að hallmæla. Dag nokkum gekk Jean Valjean ofan stigann hjá sjer og nokkur skref eftir götunni og settist svo á horn- steininn þar sem Gavroche litli hitti hann sokkinn niður í hugsanir sínar nóttina milli fimta og sjötta júní. Þar sat hann í nokkur andartök og fór svo aftur inn. Þetta var í síðasta sinn. Daginn eftir fór hann ekki út og hinn dag- inn lá hann í rúminu. Dyravarðarkonan, sem var vön að elda hinn fátæklega mat hans, kálögn og nokkrar kartöfl- ur með ketbita, leit ofan í brúnu leirskálina og sagði — Guð komi til, þjer hafið ekki bragðað matinn vesalingur- inn? Ójú, svaraði Jean Valjean. — En skálin er full. — Lítið þjer á vatnsflöskuna, hún er tóm. — Já, það er af því að þjer hafið drukkið, en það sannar ekki að þjer hafið borðað neitt. — Jæja, hvað um það. Jeg hef ekki verið svangur heldur þyrstur. — Þegar maður borðar ekki, en drekkur samt, þá er það vottur þess, að maður hafi hita. — Jeg borða sjálfsagt eitthvað á morgun. — Ójá, á páskunum eða jólunum. En því ekki í dag? Er nokkur skynsemi í því, að segjast ætla að borða á morg- un. Að hugsa sjer það, að þjer skuluð ekki hafa hreyft. matinn, jeg hafði einmitt svo einstaklega góðar kartöflur handa yður í dag. Jean Valjean tók í hönd gömlu kon- unnar og sagði ástúðlega — Jeg lofa yður því að jeg skal áreiðanlega borða þær. — Jeg er ekki ánægð með yður, svaraði dyravarðarkonan. Hún var hjerumbil .eina mann- eskjan, sem hann sá. í París era til götur, sem enginn gengur og hús, sem enginn kemur inn í. I slíkri götu og í þvílíku húsi átti Jean Valjean heima. Hann hafði keypt sjer messingkrossmark hjá katlasmið einum og hengt það á nagla yfir rúmið sitt. Maður hefur einlægt gott af því að horfa á það. Vika leið án þess að Jean Valjean hreyfði sig úr rúm- inu. Dyravarðarkonan sagði við manninn sinn — Gamli karlhólkurinn þama uppi liggur altaf í rúminu án þess að borða nokkuð. Hann gerir það ekki lengi. Hann býr yfir einhverri sorg, það bregst mjer ekki. Jeg er viss um það, að dóttir hans er illa gift, það er ekki um það að villast, Dyravörðurinn svaraði með óskeikulleika eiginmannsins — Ef hann er ríkur, þá er best að hann fái sjer lækni, ef hann er ekki ríkur, þá getur hann látið það vera. En fái hann ekki lækni, þá deyr hann. — En ef hann fær lækni ? — Þá deyr hann líka, svaraði maðurinn. — Konan fór að rífa upp með gömlum hníf gras, sem greri á gangstjett- inni og tautaði við sjálfa sig — Það er annars leiðinlegt. Þetta er allra hreinlegasti karl. Hún kom í sömu svipan auga á einn af læknum hverfisins, sem gekk þar fram hjá, og tók það á sig að leita til hans. — Það er uppi. Farið þjer bara beint inn. Gamli maðurinn hrærist ekki úr rúm- inu. Lykillinn stendur altaf í. Læknirinn leit upp til Jeans Valjean og talaði við hann. Þegai- hann kom ofan aftur. spurði konan, hvað hann hjeldi um sjúklinginn. — Hann er mjög slæmur, svaraði hann. — Hvað gengur að hon- um? — Alt og ekkert. Sennilega hefur hann mist ein- hvem, sem honum þótti vænt um. Það getur vel dregið menn til bana. — Hvað sagði hann við yður? — Hann sagði að sjer liði vel. — Komið þjer aftur, hr. læknir? — Já, svaraði læknirinn, en annar ætti heldur að koma. Kvöld eitt var Jean Valjean erfitt um að rísa upp/við dogg. Hann tók um hönd sjer, en fann ekki lengur til líf- æðarinnar. Hann andaði stutt og slitrótt. Hann fann að hann var veikari en nokkuru sinni áður. Þá neytti hann allrar orku, sjálfsagt af áhyggjum út af líðan sinni, sett-

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.