Lögrétta


Lögrétta - 09.01.1929, Blaðsíða 2

Lögrétta - 09.01.1929, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA LÖGRJETTA 3 ------——----------—7 LOGRJETTA Utgefandi og ritstjóri: porsteinn Gíslason þingholtsstræti 17. Sími 178. Innheimta og afgreiðsla í Lækjargötu 2. Sími 185. I ,-----————----------«--- I góður. En þeir hjeldu illa á máli sínu og óviturlega. Þeir fóru með offorsi og oflæti og egndu herinn upp á mótLsjer. Ringulreiðina og æsinguna, sem af hreyfingu þeirra leiddi, notaði Mussolini sjer, þótt áður hefði hann sjálfur verið æstur jafnaðarmaður. Foscisminn spratt upp af ítalskri nauðsyn. En það, að hann brautst fram í byltingu, markaði hann mjög. Og fascisminn er exmþá ekki full- myndaður og hefur breytst all- mikið, t. d. afstaðan til konungs- dæmisins. Fyrst var fascisminn á móti því, nú er hann með því og hefur þannig styrkt áhrif sín í hemum, sem er konunghollur. Þungamiðja fascismans er sú á- hersla, sem hann leggur á vald ríkisins og á það, að koma á þjóð-. lífið skipulagi, þar sem hags- munir einstaklingsins lúti í lægra haldi fyrir heill heildarinnar. ítalska ríkið á ekki að vera stjettaríki með stjettavaldi. Skipulag ríkisins á að vera bygt á atvinnuflokkum, „korporation- um“. Þetta „korporativa ríki“ er allflókið. Ýmsir (þ. á m. dr. E. R.) telja að það muni verða heið- ursvarði Mussolinis í sögunni, að hafa fyrstur reynt að fram- kvæma þetta ríkisskipulag. En andstæðingar hans telja hinsveg- ar gallana á framkvæmdum þess svo áberandi og tilraunina svo dýru verði keypta, í frelsisspjöll- um og yfirgangi, að æskilegast væri, að veldi Mussulinis færi sem fyrst forgörðum. Annars leggja menn oftast út í frá fullmikla áherslu á afstöðu Mussolinis sjálfs og á einræði hans. Mussolini hefur verið mik- ill höfuðkraftur stefnunnar, en hún er vaxin upp úr því, að vera komin undir honum einum per- sónulega og nú orðið eru það margir aðrir kraftar en hann, sem ráða henni og móta hana. Stefnan styðst að vísu við einn sjerstakan flokk, sem ekki er öll þjóðin og á meira að segja harð- vítuga andstæðinga. En samt eru fascistar öflugasti stjórnmála- flokkur sem starfað hefur í Italíu langa lengi og mun verða bið á því lengi enn, að annar myndist öflugri. Þess vegna mun fascism- inn verða rótgróinn í Italíu ef ekki kemur upp óeining innan flokksins sjálfs. Hann er ennþá ekki fullskapaður og á sjálfsagt eftir að breytast. Hann á ýmis- legt ófagurt á samvitskunni en hefur líka gert gagn, en um sumt í fari hans verður enn ekki dæmt með vissu og það því síður, sem að stefnunni standa ýmsir há- vaðamenn, sem með orðum sínum og athöfnum gera hana hvorki skýrari nje skemmtilegri út á við, en hún kann að vera heimafyrir. En eins og hún birtist heima- fyrir í Italíu verður að dæma hana fyrst og fremst. Fascisminn er þjóðleg ítölsk stefna. Hún er ekki útflutningsvara segir Musso- lini sjálfur. Síðustu fregnir. í Indlandi er nú allmikil æsing út af sjálfstjómarmálunum. Landsfundur þjóðemissinna í Kal- kútta hefur krafist þess, að Ind- land verði „dominion“ (eins og t. d. Kanada) og hótar að öðrum kosti neitun á skattgreiðslu. Hins- vegar feldi fundurinn tillögu um það, að krefjast algerðs skilnaðar. Talið er líklegt, að bretska þing- nefndin, sem hefur indversku mál- in til meðferðar (Simon-nefndin) muni verða andvíg nokkurri veru- legri takmörkun á veldi Breta þar eystra. En innbyrðis í land- inu eru miklir flokkadrættir milli Hindúa og Múhamedstrúarmanna. I Afganistan kvað Amanulla kon- ungur eða mágur hans hafa sigr- ast á uppreisnarmönnum. I Man- sjúríu eru viðsjár og hafa nú þjóðernissinnar völdin þar og þyk- ir Japönum svo sem ráðin gangi sjer um of úr greipum þar og hef- ur Tanaka forsætisráðherra orðið fyrir miklu ámæli út af þessu. Sættir hafa tekist milli Boliviu og Paraguay. Viðsjár eru enn í Kína og óttast ýmsir, að stjóm þjóð- eraissinna takist ekki að vera við völd, vegna ósamlyndis innan flokksins, einkum af völdum kom- munista. Ford hefur ráðið sjer 30 þúsund nýja verkamenn í smiðjur sínar í Detroit og býst við því að auka framleiðslu sína um fimt- ung eða svo að smíðaðar verði 8750 bifreiðar á dag. Nankin- stjómin í Kína ætlar að lögleiða 8 stunda vinnudag. Poinearé hef- ur við orð að segja af sjer. Norski málarinn Eilef Petersen er dáinn. Bretakonungur er sífelt hættu- lega veikur. Byrd er byrjaður að rannsaka Suðurpólssvæðið og kveðst hafa athugað skekkjur á landabrjefum um svæðið. Loft- skipið Zeppelin greifi á að fljúga umhverfis jörðina næsta sumar. Væg innflúensa breiðist út víða um Evrópu. Enn er deila um skaðabótamálin. Parker, umsjón- armaður með greiðslum Þjóð- verja, segir þá hafa greitt skil- víslega og hafi Dawes-samþyktin reynst vel. Þýsk blöð segja, að hann geri of mikið úr gjaldþoli Þjóðverja, en frönsk blöð krefj- ast fullrar greiðslu. Nikulás stór- fursti er látinn. Alexander kon- ungur í Jugoslavíu hefur gert stjórnlagarof og gerst einvaldur. I landinu hafa verið viðsjár og flokkadrættir og segir konungur, að þingið hafi alið á slíku og sendi það því heim, skipaði nýja stjórn og gerði konungsvaldið að einræðisvaldi. ---o-- Sag'an. Sagan, sem nú hefst hjer í blað- inu er frægasta saga rússneska þjóðskáldsins Dostojewski’s og talin af bókmentafræðingum önd- vegisrit í rússneskum bókment- um og í sagnaskáldskap Evrópu. Lýsingin á sálarlífi söguhetjunn- ar er annáluð og viðbrugðið af hinum vandlátustu smekkmönn- um á þá hluti. En jafnframt hef- ur sagan víða erlendis hlotið mikla lýðhylli fyrir hinar átakan- legu lýsingar sínar á lífi sögufólks ins og fyrir hina spennandi frá- sögn. I sumum erlendum þýðing- um er sagan kend við aðalpersón- una, Raskolnikof. En í Lögrjettu- þýðingunni er haldið hinum upp- haflega titli höfundarins sjálfs. Höfundurinn skiftir sögunni í nokkura þætti, ekki langa. En öll er sagan allstórt verk, en samt miklu styttri en Vesalingamir, en verður væntanlega ekki síður vinsæl en þeir, hjer á landi eins og víða annarsstaðar, hjá bók- hneigðu fólki. Kaupdeilur •• verkfðll Samningar hafa ekki tekist í kaupdeilum sjómanna og útgerð- armanna togaranna og ákváðu sjó- menn verkfall um nýárið, en það hefst ekki fyr en skipin koma inn næst. En þau eru nú öll úti, en koma flest kringum miðjan mánuð. Hinsvegar hefur orðið samkomulag um kjör sjómanna á línuveiðaskipunum. Þar eiga há- setar að fá, samkvæmt boði út- gerðarmanna, 8 kr. af smálest línuveiddri, en 6 kr. af smálest annars fiskjar, en höfðu áður 7 kr. og 5 kr., en lýsisuppbót er óbreytt, kr. 1.25 af tunnu og enn- fremur fá skipverjar þriðjung af nettóverði gotu, hausa og hryggja. Hásetamir þar fæða sig sjálfir. Á línuveiðaskipum er því engin vinnustöðvun. Togaramenn, sem verkfallið gera, höfðu áður en þeir sögðu upp samningum sínum kr. 196.70 á mánuði á saltfiskveiðum og kr. 23.50 premíu af lifrarfati. En á síldveiðum höfðu þeir kr. 211.50 mánaðarkaup og uppbót eftir afla. Þeir kröfðust 230 kr. mánaðar- kaups, 40 kr. af lifrarfati á salt- fisksveiðum. En útgerðarmenn vildu borga 200 kr. á mánuði og 24 kronur af lifrarfati. — Þeg- ar ekki gekk saman með aðiljum gerði sáttasemjari rlkisins dr. Björn Þórðarson miðlunartillögur og . skyldi lágmarkskaup háseta vera 212 kr. á mánuði en 12 kr. hærra á ísfisksveiðum og auk þess frítt fæði. En aukaþóknun fyrir lifur skyldi vera 28 kr. Við al- menna atkvæðagreiðslu feldu sjó- ! menn þessar tillögur sáttasemjar- ans með allmiklum meirihluta og útgerðarmenn einnig með öllum þorra atkvæða og þar með var verkfallið ákveðið. Ekkert verður enn sagt um það með vissu hvem- ig deilum þessum reiðir af, eða hver áhrif þær og verkfallið kann ! að hafa, enda er það ekki hafið fyrir alvöru enn. Á einn togara enskan frá Hafnarfirði hafa jafn- vel ráðist nokkurir íslenskir sjó- menn fyrir sama kaup og í fyrra, eftir að sjómannafjelagsstjórn- in hafði lýst yfir verkfallinu. Lög- rjetta mun síðar skýra nánar frá deilunni og gangi málsins. ——1,1 ■ Þýdd Ijóð. 1 blöðum og tímaritum hafa undanfarið birtst ýmsar þýðingar á erlendum kvæðum eftir Magnús Ásgeirsson. Þær hafa vakið at- hygli margra Ijóðelskra manna og hefur þýðandinn nú safnað hinum helstu þeirra og nokkmm nýjum í dálitla bók, sem hann kallar blátt áfram „Þýdd ljóð“. I kverinu eru tæplega 30 kvæði, þ. á m. kafli úr síðara hluta Faust eftir Goethe og nokkur er- indi úr Rubaiyat Omar Khayy- ams, en sá bálkur hefur tvisvar verið þýddur áður. Af öðrum kvæðum 1 kverinu má nefna Sannleikaxm eftir Alexei Tolstoy, Riddarann eftir Gripenberg, Skáldið Wennerbóm eftir Fröd- ing, Syni Mörtu eftir Kipling og Gral eftir Wagner. Kvæðin em ekki þýdd til þess að mynda neitt úrvalssafn með heildarsvip. Þau em sitt úr hverri áttinni. En við það verður safnið allfjölbreytt og flest era kvæðin vel valin verk góðskálda, sem gróði er að og gaman að fá á íslensku. Þýðing- amar eru vandvirknislega gerðar og smekkvíslega . Magnúsi Ás- geirssyni láta svo vel ljóðaþýð- ingamar, að hann ætti að halda þeim áfram og bæta við þetta safn sitt. ---o--- Vestan um haf. Samtýningur eftir Guðmund Jónsson frá Húsey. Frh. ------- Þess skal getið, að það sem jeg skrifa um búnaðarháttu og á- stæður manna hjer vestra, er að- allega miðað við Manitobafylki, og sjerstaklega við bygðir íslend- inga við Manitopavatn og Winni- pegvatn, því á þeim svæðum er jeg kuimugastur, enda munu það vera mannflestu bygðir Islend- inga vestan hafs. Griparækt er aðalatvinnuvegur þeirra sem búa á þessum svæð- um. Mest em það nautgripir, en þó hafa margir nokkuð af sauð- fje, og þykir borga sig vel; en ekki er það næi'ri allsstaðar að hentug lönd sjeu fyrir sauðfjár- rækt. Úlfurinn gerir oft tjón á sauðfje, og í'eynist erfitt að eyða honum, einkum í skógarlöndum. Akuxyrkjulönd eru hjer óvíða, en beitilönd og heyskaparlönd all- góð. Margir hafa kúabú góð, og selja rjóma á smjörgerðarhús, sem sum eru fjelagseign bænda, en flest eign einstakra manna eða auðfjelaga. Það er því tals- verð samkeppni um rjómakaup. Mikið er líka selt hjeðan af slát- urgripum, og veltur á ýmsu um verðlag á þeim. Fiskiveiðar er annar aðalat- vinnuvegur þeirra er við vötnin búa, eða í nánd við þau. Flestir em það landar sem þá veiði stunda, því öðrum þykir sú vinna kulsöm og harðsótt. Mest er veið- in stunduð á vetrum, enda ex Manitobavatn lokað fyrir veiði aðra tíma árs. Menn fara að búa sig undir veiðitímann í október, Flytja þá margir út í eyjar eða tanga sem vel liggja við veiði- stöðvum. Net eru sett upp, og alt búið undir sem best má verða, en ekki má leggja net fyr en 10. nóv. Þá er unnið af kappi við að leggja, því oft eru margir á sömu stöðvum, og miklu varðar að vera fyrstur, því þá er oftast mest fiskignægð. Oft er byrjað að leggja á næturgömlum ís, og er það áhætta mikil, en verður sjaldnar að tjóni en vænta mætti. Oftast era tveir saman við að leggja, svo þó að annar lendi niður, þá hepnast hinum því nær ætíð að bjarga. Netin em lögð þannig: Höggvin er vök á ísixm, og langri stöng úr þunnum borð- við rennt þar niður. Við stöngina er festur strengur, og henni svo ýtt áfram gegnum smávakir, þar til netlengd er komin (40 faðm- ar). Þá er netið dregið undir á strengnum. Oft em lögð 10—20 net á þann hátt í einni lengju. Þetta er furðu fljótunnið fyrir vana menn á þunnum ís; en sein- legt er það og örðugt þegar ís er orðinn 2—3 feta þykkur og enda meira; en oft þarf að færa net um hávetur undan svo þykkum ís. Á síðustu ámm eru margir famir að nota vjelar til að draga strenginn undir ísinn. Það er ódýrt verkfæri, sem hver hagur maður getur smíðað. Því er hleypt ofan í vökina og vinnur sig sjálft áfram undir ísnum, með því að kipt er í strenginn smám saman. Þarf því ekki nema 2 vakir fyrir netið, en vandi er að Glæpur og refsing (Rodion Raskolnikof). Saga eftir FJODOR DOSTOJEWSKI. Vilhjálmur Þ. Gíslason þýddi. Fyrsti þáttur. I. Þetta var um hásumarið, í júlí. Ungur maður gekk út úr herbergi sínu í einu stóra leiguhúsinu í S-stræti. Hann gekk hægt og hikandi niður götuna í áttina til H-brúar. Hann hafði verið svo heppinn að rekast ekki á hús- móður sína í stiganum. Herbergið hans var uppi undir rjáfri á frmm hæða húsi og líktist fremur homskáp en íbúð. Húsmóðirin bjó á næstu hæð fyrir neðan og hjá henni fjekk hann einnig fæði og þjónustu. í hvert skifti þegar hann þurfti ofan á götuna varð hann að ganga framhjá eldhúsdymm hennar, sem altaf stóðu upp á gátt. Og í hvert sinn sem ungi maðurinn gekk fram hjá þeim kom yfir hann einhver uggur og ógleði, sem hann skammaðist sín fyrir. Hann skaut sjer ávalt á hlið fram- hjá til þess að mæta ekki matmóður sinni. Ástæða þessa var ekki sú, að hann væri hræddur eða mannfælinn. Hann var þvert á móti. En skap hans hafði um skeið verið í taugaóstyrkum æsingi, sem nálgaðist geðbilun. Hann hafði sökt sjer svo niður í sjálfan sig og einangrað sig svo, að hann forðaðist alt samband, ekki einungis við húsmóður sína, en við hvem sem var. Hann var fátæk- ur, en jafnvel ok örbyrgðarinnar hafði hann ekki látið á sig fá á síðkastið. Daglegum störfum sínum hafði hann varpað frá sjer, varpað þeim frá sjer fyrir fult og alt. 1 raun og vera var hann ekki vitund smeikur við húsmóð- ur sína, hvemig svo sem henni var til hans. En hann þoldi það ekki að þurfa að stansa í stiganum, hlusta á einhverja hversdagslega þvaðursögu, sem var honum alveg óvið- komandi, láta krefja sig um ógreidda húsaleigu, þola kvartanir hennar og hótanir og finna upp á undarbrögð- um og ósannindum. Nei, þá vildi hann heldur læðast eins og köttur niður stigagatið og sneypast burtu ósjeður. En í þetta skifti var hann samt svo gagntekinn af óttanum við það að rekast á húsmóðurina, að skap hans var í áköf- um æsingi þegar hann var kominn niður á götuna. — Já, sjer er nú hver sjervitskan. 0g hjer hríðskelf jeg af þessum smámunum, hugsaði hann og brosti í kampinn. Jæjaþá, alt er eiginlega undir mönnunum sjálf- um komið, alt, alt getur gloprast út úr lúkunum á okkur af einskærri ragmensku, það er deginum Ijósara. Mjer þætti fróðlegt að vita hvað maðurinn óttast mest af öllu. Nýtt spor, ný sjálfstæð hugmynd kemur hverri einustu sál í áköfustu angist. Jeg veð elginn alt of mikið. Jeg kem engu í verk fyrir eintómum þvættingi. Ef til vill finn jeg einmitt upp á öllum þessum þvættingi til að komast hjá því að aðhafast nokkuð. Jeg hef nú gefið mig þessum heilaspuna á vald í heilan mánuð, legið dreymandi dag eftir dag í skotinu mínu og dreymt út í bláinn um ekki neitt. En hversvegna legg jeg nú eiginlega af stað? Er jeg tilbúinn til þess, sem jeg ætla að gera? Er mjer þetta alvara? Nei, mjer er það alls ekki alvara. Jeg sóa kröft- um mínum og tíma í heilaspuna — jeg leik mjer. Já, leik mjer. Á götunni var ennþá glóandi heitt. Upp af ysmikilli ösinni stóð þykk þoka. Hvergi bryddi á öðm en kalki, bjálkum, múrsteinum og ryki og svo þessu einkennilega molluþunga sumarlofti, sem hver Pjetursborgari þekkir, sem ekki getur leigt sjer sumarhús uppi í sveit. Alt þetta smaug með deyfandi valdi uih veiklaðar taugar unglings- ins. Viðbjóðslegur ódaunninn upp úr kjallaraknæpunum, sem vom mjög margar í þessu hverfi og ölvaðir menn, sem einlægt urðu á vegi hans, þótt enn væri vinnutími, gerðu áhrifin ennþá ömurlegri og óþokkalegri. Viðbjóð- inum brá alt í einu fyrir i sUpnum á fínlegu andliti unga mannsins. Hann var ábé811^ laglegur, augun fallega dökk, hárið jarpt, vel me^ma^nr á hæð, beinvaxinn og liðlegur. Hann sökk bráðlef3 aftur í einhverskonar djúp- ar hugsanir, eða öllu heldtt ^inskonar sjálfgleymi. Hann gekk hægar og gaf ekki fwn umhverfi sínu. Endur og eins muldraði hann eitthvíð í barm sjer, því honum var töm íhyglin og það, að hhn fór einn og þuldi. Hann vaknaði nú skyndilega til fteðvitundar um það, að hugs- anir hans fóm í gönur mð hann og að hann var mjög veiklaður. Hann hafði ekkibragðað mat í tvo sólarhringa. Hann var svo illa til hra, að jafnvel þeir, sem ekki vom góðu vanir, hefðu skrf^ast sín fyrir það, að sýna sig í slíkum tötmm á götuá uti nm ljósan dag. En hverf- ið var reyndar ekki þesshdtar, að nokkur gerðist hissa á klæðnaði. Heymarkaðuriirf sem var á næstu grösum, stóru verksmiðjumar, sem voru þar í kring og þjettbýl verkamannahúsin lögðu til á götumar svo gegndarlaust einkennilegan lýð, að enguh ^att í hug að undrast nýjan mann. En ungi maðurinn vi* sokkinn niður í ömurlega beiskju huga síns, að þráti allan hjegómaskap æsk- unnar, hirti hann síður en 3°hkur annar um ræflana, sem hann klæddist. En þegar h3®11 hitti kunningja eða gamla fjelaga var öðm máli að gð£na- Uann gekk oftast á snið við þá. En þegar dmkkinn ha^ur> sem °k framhjá í stóm bóndakerm, benti á hann æPti að honum hástöfum háðsyrði fyrir höfuðbúnaðDn’ há þreif hann óttalostinn í hattinn sinn. Hatturinn 1** °S kringlóttur, eins og timburmannahattur, en sliih111’ götóttur og blettóttur og dreginn á ská ofan jrfir auí°' tlann skammaðist sín samt ekki, en hann skelfdist — jeg ekki á von, muldraði hann vandræðalega. Fjandiá0 fjarri mjer. Þvílík heimska. Svona hlægilegir smámunií €yðilagt alt saman. Þessi hattur er alt of áberandi, h^1111 er hlægilegur og áberandi. Það er áreiðanlegt. Við tðtrana mína verð jeg að hafa litlu húfu, einhverja eldgai^a kollu, hvað sem er annað en þennan óskapnað. Enginn i°a^Ur gengur með svona hatt. menn sjá hann í mílu fjarska og taka eftir honum, muna aftur eftir honum undir eins og þá er komið upp um mig. Jeg verð að komast yfir eitthvað hversdagslegt. Smámun- ir em það reyndar. En smámunimir em mergur málsins. Þessir smámunir eyðileggja venjulega alt. Hann þurfti ekki langt að fara. Hann vissi meira að segja hversu leiðin var löng frá útidyrum hans: nákvæm- lega sjö hundmð og þrjátíu skref. Hann taldi þau einu sinni, þegar hann gekk leiðina altekinn hinni nýju hug- mynd sinni. Þá trúði hann ekki sjálfur á þessa hugmynd. Hann hafði aðeins fundið til ákafrar æsingar yfir hinni gegndarlausu, en samt seiðandi dirfsku hennar. En nú, eftir einn mánuð, var hann farinn að venjast henni. Og þrátt fyrir sjálfsáhyggjur sínar út af vanmætti sínum og hiki vandist hann þvi smámsaman að álíta þessa afskap- legu hugmynd framkvæmanlega, en hafði samt undir niðri sífelt ósigrandi ótrú á sjálfum sjer. Nú ætlaði hann einmitt að fara að gera tilraun með fyrirætlun sína og hann varð æstari við hvert fótmál, sem hann fór. Hann stóð á öndinni og skalf þegar hann nálgaðist skuggalegt húsbákn milli götunnar og síkisins. Þessu húsi var öllu skift í eintómar smáíbúðir og bjó í þeim allskon- ar fólk, skraddarar, smiðir, eldabuskur, nokkrir Þjóð- verjar, einhleypar sjálfsmenskustúlkur, láglaunaðir em- bættismenn og margir aðrir. Þeir, sem komu og fóru urðu að ganga gegn um tvö hlið og yfir húsagarðinn, en þar önnuðust tveir eða þrír húskarlar eftirlitið. Ungi maður- inn varð feginn því að enginn þeirra sá hann og smaug snarlega upp stigann hægra meginn. Stiginn var dimmur, þröngur og óhreinn. En hann var honum kunnugur. IJon- um þóttu þetta líka góð einkenni: í þessu myrkri voru jafnvel forvitnisaugu . honum óskaðleg. — Fyrst jeg er svona hræddur núna, hvemig skyldi það þá verða, ef eitt- hvað kæmi fyrir þegar á á að herða? Svona hugsaði hann ósjálfrátt meðan hann gekk upp á fjórðu hæð. Þar var leiðinni lokað af nokkrum hermönnum, sem unnu að flutn- ingum í orlofi sínu og vom að bera húsgögn út úr einni íbúðinni. Hann vissi að þar bjó giftur embættismaður, Þjóðverji. — Nú flytst hann burtu, þessi Þjóðverji. Ef til vill verður kerlingin þá ein um tíma á f jórða lofti. Það væri heppilegt, svona til vonar og vara, hugsaði hann og hringdi dyrabjöllu kerlingar. Það hringlaði lágt í bjöll- unni, eins og hún væri ekki úr málmi. Hann hafði næst- um gleymt því, hvemig bjölluhljóðið var, en nú kannað- ist hann við þennan einkennilega hljóm og áttaði sig. Skarpri hugmynd skaut upp í honum. Hann hrökk við. Sannarlega vora taugar hans orðnar mjög veiklaðar. And- artaki seinna opnuðust dvraar og sú sem innifyrir bjó gægðist fram í gættina og hafði auðsjáanlega illan bifur á komu manni. I myrkrinu sáust ekki nema lítil, tindrandi augu hennar. Þegar hún tók eftir flu-tningamönnunum opnaði hún alveg. Ungi maðurinn steig yfir þröskuldinn og inn í dimt anddyri, sem hólfað var úr eldhúsinu með þunnu þili. Konan stóð þögul fyrir framan hann og horfði spyrjandi í augu honum. Hún var smávaxin og skorpin kerling kringum sextugt, berhöfðuð, augnaráðið illgim- islegt og stingandi og nefið hvast. Þunt og grátt hárstríið var gljáandi af olíu. Um háan, magran hálsinn, sem var eins og hænulöpp, var bundið óhreinum flónelsklút og á herðunum hafði hún, þrátt fyrir hítann, gamlan meljet- inn og trosnaðan skinnkraga. Endur og eins í-æskti hún sig eða kjölti þyrkingslega. Ungi maðurinn hlýtur að hafa virt hana einkennilega fyrir sjer, því alt í einu skein úr augum hennar sama tortrygnin og áður. — Raskolnikof, stúdent, sagði ungi maðurinn fljót- lega og af því að hann fann, að hann þurfti að vera vin- gjarnlegri, hneigði hann sig dálítið. — Jeg hef komið til yðar einu sinni áður, fyrir einum mánuði. — Jeg man það, vinur minn, jeg man það ósköp vel, að þjer komuð hingað, sagði gamla konan dálítið íbygg- in, en horfði sífelt spyrjandi framan í hann. — Nú, jæja þá — jeg kem aftur í svipuðum erind- um, sagði Raskolnikof ennfremur, en dálítið raglaður og forviða á tortrygni kerlingar. Skyldi hún halda þessu á-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.