Lögrétta


Lögrétta - 23.01.1929, Page 3

Lögrétta - 23.01.1929, Page 3
4 LÖGRJETTA fjöldi manna hirðir ekki um að vita meira. Af sögu þessari eru nú komin út 16 hefti; segir í síðustu heft- unum frá bókmentum Frakka og Englendinga frá 18. öldinni. Það er gert ráð fyrir því, að saga þessi verði alls 38 til 40 hefti, og hvert hefti er 32 bls. í stóru broti, en auk þess eru allmargar myndir á sjerstökum blöðum. I allri bókinni eru fjölda margar myndir, og þær flestar vel vand- aðar. Hvert hefti kostar eina krónu með gullgildi. Menn geta sjeð bókmentasögu þessa hjá Snæbirni Jónssyni bók- sala. 8. des. 1928. B. M. ---o---- Stórhátídir og giaiunur og gtæpir. Jólin og nýárið eru helstu há- tíðir ársins í kristnum löndum um víða veröld, þótt lítið kristilegur j sje blærinn orðinn á jólunum ær- : ið víða. Þau eru, ekki síst í marg- j menni stórborganna, skemtana- kvöld hin mestu og allskonar ærsla- og prangarahátíð, svo að sjaldan eða aldrei mun meiru só- að en þá, í tilgangslitla vitleysu, þótt margt verði að vísu einnig að gagni og góðu gamni. í ger- mönskum löndum eru jólin víðast talin aðalhátíð ársins, en Frakkar t. d. halda mest upp á nýárið. Bretar hafa mikinn gleðskap á að- fangadagskvöld, en halda mjög kyrru fyrir á heimilum sínum á jóladag. Sem dálítið sýnishom þess, hvemig jólin og nýárið fóru fram nú seinast má geta hjer um nokk- ur atvik og tölur. Það 3ýnir nokk- uð hverjar matarhátíðir jólin em, að t. d. í Lundúnaborg einni voru um jólin seldar 3 miljónir kal- kúna og IV2 miljón gæsir. En þessari ketögn skoluðu Lundúna- búar niður í sig með ca. 16 milj. pottum af víni og ca. 115 miljón pottum af öli. Þar að auki torg- uðu Lundúnabúar á jólunum 30 miljón „plumbúðingum“ og 60 miljón „pies“ (en „pæ“ eins og það er framborið er þjóðarrjettur þeirra við slík tækifæri). t Berlín voru borðaðar 300 þúsund gæsir á jólunum og 20 miljónir kíló af ávöxtum og grænmeti, 100 þús- und pund af marsipan (sælgæti) og miklu meira af súkkulaði, en bakaramir seldu 1 miljón og 200 þúsund jólakökur. Berlínarbúar borða mikinn fisk á jólunum, nú 1 miljón kiló. Parísarbúar borða helst kalkúna og hænsn og seld- ust nú fyrir jólin af þeim 100 þús. kíló í París. Á gamlárskvöld og nýársdag er einnig alstaðar mikill gleðskapur, glaumur og há- vaði á götum úti og þrengsli á öllum skemtistöðum, einkum veit- ingahúsunum, sem fína fólkið svonefnda sækir. Aðsóknin var svo mikil nú síðast t. d. í London, að veitingahúsin seldu sæti á 100 til 150 kr., enda mikið gert til skrauts og skemtunar. Eitt stærsta veitingahúsið í Londop, Savoy, ljet t. d. á gamlárskvöld gera úr danssal sínum hinn furðu- legasta frumskóg, þar sem alls- konar undrafuglar flögruðu yfir höfði dansendanna, sem snarsner- ust þar milli trjánna í ýmiskonar töfrabirtu við dillandi hljóðfæra- slátt. Hjá Þjóðverjum var einnig glatt á hjalla, í einu veitingahús- inu dönsuðu 8000 pör, í „Haus Vaterland" sátu 3000 manns og sungu ættjarðarsöngva við undir- spil sjö hljómsveita, og allar stjettir skemta sjer og borða góða máltíð, fyrir 2 mörk eða 50 mörk, eftir því hvað veitingahús- in eru „fín“. Á þessum hátíðum rignir einnig blómum, því þau eru mjög notuð til skrauts og gjafa einkum handa kvenfólki. Það var t. d. haft á orði 1 París nú um ný- árið, að blómasalamir í Made- leine-hverfinu þættust hafa 3-—4 miljónir franka minni tekjur ár- lega fyrir það, að núverandi for- seti Frakklands, Doumergues, er piparkarl, og hefðarfólkið þarf því ekki að hafa fyrir því, að send a forsetafrúnni nýársóskir sínar með blómvendi. En það er ekki eintóm skemt- un, sem hátíðum þessum fylgir hjá öllum. Alstaðar eru fátækling- ar og vesalingar, sem útundan verða, þótt einstaka auðmaður, eins og Vanderbilt í Ameríku, hafi gefið syni sínum 1 miljón dollara í jólagjöf. Og alstaðar fara eihhverjir „út fyrir strikið“ í ærslunum. í Berlín voru t. d. 238 manns teknir fastir á síðasta gamlárskvöld. Og í New York ljet Iögreglu8tjórinn á jólunum greip- ar sópa um dónahverfi stórborg- arinnar og tók fasta 325 glæpa- menn. Á jólum var einnig óvenju- mikill drykkjuskapur í New York. M. a. kom það fyrir skipshöfnina á tollbát einum, sem leita átti á- fengis í fiskiskútu, að allir toll- verðimir voru svo útúrfullir, að þeir skullu margir í sjó- inn, þegar þeir þeir ætluðu að I stíga útí skútuna, en einn skaut úr fallbyssu á skútuna og hefði , sökt henni, ef hann hefði ekki ver- i ið svo dauðadrukkiim, að hann , hæfði ekki. En í skútunni var ekki dropi af áfengi. Þetta þykir and- banningum góð jólahugleiðing. Slys, sem koma fyrir á stórhár- tíðum vekja oft sárari tilfinning- ar en ella. Núna á jólunum kom það t. d. fyrir í Montreux í nánd við París, að kona ein fór útí bæ, að loknum heimilisstörfum sínum, frá fjórum smábömum, því elsta 5 ára og því yngsta 7 mánaða, er hún hafði háttað þau ofan í rúm. 1 ofninum í svefnherbergi þeirra brann skær og hlýr eldur. Eftir svo sem klukkustund kom konan heim aftur, hlaðin hátíðamat og jólagjöfum handa bömunum, en þá var húsið bmnnið til kaldra kola og öll bömin brannin inni. En konan varð vitskert af harmi. Hrottalegasta og siðlausasta „skemtun“ sem kunnugt er um, að fólk hafi leikið sjer að nú um há- tíðamar fóf fram í bæ einum í Missisippi í Bandaríkjunum. Svertingi einn hafði myrt hvítan mann og numið burt dóttur hans og náði lýðurinn í hann á leiðinni til lögreglustöðvarinnar, helti yfir hann steinolíu og brendi hann lif- andi á götunni. Það var „nýárs- brennan“ þar. Johannes östrup prófessor í austurlandafræðum í Höfn kemur hingað bráðum til þess að flytja fyrirlestra hjer við háskólann. Fiðrildi heitir smásagnasafn, sem nýlega er komið út eftir Gunnar G. Magnúss og verður minst nánar síðar. Hjónaástir kalla mentaskóla- nemendur leik eftir Moliére, sem þeir leika um þessar mundir og er fjörugur. Skólapiltur einn, Höskuldur ólafsson, hefur samið lag, sem sungið er 1 leiknum og þótti skemtilegt. Stefán frá Grundarfirði, merk- H jálpræðisherinn. Foringjafund- ur hans stendur nú yfir í London og eru þar allmiklar viðsjár. Yfir- foringi hersins, Bramwell Booth, sonur aðalstofnandans, hefur sí- felt verið veikur lengi undanfar- ið svo að hann hefur ekki getað gegnt hinu umfangsmikla starfi sínu. Það er taugaveiklun af of- þreytu, sem að honum gengur. En hann er nú gamall maður, 74 ára. Stjómskipulag Hersins er þannig, að persónulegt samþykki yfirfor- ingjans þarf til mjög margra ráð- stafana um allan heim og þykir foringjum hinna einstöku landa ur maður og mörgum kunnur, | andaðist aðfaranótt 23. þ. m. há- | aldraður. Hans verður meira S minst síðar. Bæjarstjómarkosning fór fram | á Seyðisfirði nýlega og fengu 1 jafnaðarmenn 210 atkv. og komu ! að 2 mönnum, en íhaldsmenn 160 atkv. og komu að einum manni. Norðmenn ætla á þessu ári að j verja 40-—50 þús. kr. til ýmis- 1 legra rannsókna á Grænlandi og ! í hafinu þar umhverfis. Fljótsdalshjeraði 20. nóv. 1928. j Tíðarfarið hefur verið najög stilt ! sumarið alt og sömuleiðis síðast- liðinn vetur. Nærri hægt að segja I að hvorki væri vindur eða úrfelli. 1 j Síðastliðinn vetur var því góður i og frost ekki meiri en það, að Lagarfljót var ekki með gengum ís nema upp fyrir Hreiðarstaði alllangan tíma og stuttan tíma upp um Ás. Gripahöld urðu frem- ur góð en þó ekki eins góð og bú- ast hefði mátt við. Sama má segja j um vænleika fjár í haust. Fært er I það í frásögur að Bjami bóndi i Þorgrímsson (norðan af Langa- j nesströndum) á Veturhúðum í Jökuldalsheiði rak lömb sín til Reyðarfjarðar og slátraði þar. j Gerðu þau 38 pd. skrokk til jafn- j aðar. Hafði hann þó selt nokkra j lambhrúta á leiðinni á 40—50 kr. Mjög var rætt um ljótt útlit á j grasvexti í vor, en úr því rættist fyrir hagstætt tíðarfar, því aldrei j varð töf við öflun heysins. Von- ! andi reynist vel því óhrakið er það. — Stöðugt hefur verið ekið á bifvjelum um Fagradal fram að þessu Unnið er að vegarlagningu frá Eskifirði til Búðareyrar á Reyðarfirði. Svo Eskifjörður er senn kominn í vegarsamband við Fljótsdalsskarð. Menn vænta bráðrar aðgerðar um vegarlagn- ingu til Seyðisfjarðar. Lengi hefði j verið hægt að aka þá leið í sumar. — Ein rafveita hefur verið sett upp í sumar, hjer í Hjeraði. I Sleðbrjótsseli í Jökulsárhlíð. Þar er yfirfallshjól. Jóhann Hansson á Seyðisfirði setti hana upp. — Heilsufar manna hefur verið j r • > ágætt. En nú eru mislingar bumr j að dreifa sjer hjer æði víða. Hafa þeir lítið gengið hjer síðan 1907. Sagðir era þeir vægir. Á Eiðum lágu yfir tuttugu. Runólfr Bjarnason. ! Skáld og listamenn. Mentamálar- ráðið hefur úthlutað ríkisstyrkn- um (8000 kr.) til þeirra þannig: Jak. Thorarensen 1500, Stefán frá Hvítadal 1500, Anna Pjeturss 1500, Jón Leifs 1000, Kristinn Pjetursson 1000, Þorv. Skúlason 500, Helgi Hjörvar 500, Fr. Á. Brekkan 500. sjúkleiki yfirforingjans því hafa lamað starfið allmikið og hafa þvi skorað á hann að segja af sjer. En hann hefur neitað því. Ut af þessu hafa spunnist deilur, sem enn eru óútkljáðar. Kvikmynd ætlar Þingvalla- nefndin að láta gera fyrir 1980 af íslensku atvinnulífi og íslenskri náttúru. Hefur verið samið við Guðm. Kamban um einhvem und- irbúning og gerði hann ráð fyrir því að myndin mundi kosta 80 þús. krónur, Nú er kominn hing- að danskur maður, Leo Hansen, vanur slíkum myndatökum og býðst til þess að gera samskon- ar mynd fyrir c: 15 þús. krónur. Ekki er kunnugt um undirtektir Þingvallanefndari nnar. Frá Ameríku eru nýkomnir hingað dr. Rögnvaldur Pjetursson og sonur hans og hr. Jón Bfld- fell. Þeir voru fljótir í ferðum að vestan, fóra frá Winnipeg 1. jan., vora þrjá daga til hafs og sjö daga á sjó til Skotiands og tóku Gullfoss undir eins í Leith og komu til Reyhjavtkur 10, þ. m. Landskjálftakippir allmargir og nokkuð tíðir hafa undanfarið fundist hjer í Reykjavík, uppi í Borgarfirði og fyrir austan fjall. Einn daginn fundust 10 kippir í Reykjavík. Þorkell Þorkelsson náttúrufræðingur álítur að kipp- irnir eigi upptök í Henglinum eða þar í kring og geti stafað af gufu- unibrotum þar í jörðu, ofarlega. Það væri nauðsynlegt, að hjer væru til fullkomin tæki til vís- indalegra athugana á lands- skjálftum. En þau tæki sem til era, eru ófullnægjandi. Skipstrand. 18. þ. m. 3trandaði þýski togarinn Hermann Löns á Meðallandsfjörum, en allir skip- verjar björguðust. Saga, misserisrit Þ. Þ. Þor- steinssonar í Winnipeg er nýkom- in, með ýmsu skemtilegu og fróð- legu efni. Maður hverfur. Þegar togarinn Þorgeir skorageir var í Aberdeen fyrir skömmu, hvarf einn skip- verji, Jón Hilmar Jónsson hjeðan úr Rvík. Fanst hann ekki, þrátt fyrir leit, og talið að hann muni hafa fallið í höfnina og draknað. Steinþór Guðmundsson skóla- stjóri barnaskólans á Akureyri hefur verið kærður fyrir mis- þyrming á nokkrum börnum í skólanum. Hann neitaði flestum kæruatriðunum, en skólanefnd svifti hann fyrst um sinn kenslu og stjóm í efsta bekk skólans. Er fullnaðarúrskurður mun ekki lagð- ur á málið. Prentsm. Acta.

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.