Lögrétta


Lögrétta - 24.07.1929, Blaðsíða 3

Lögrétta - 24.07.1929, Blaðsíða 3
4 LOGRj ETTA heldur Meulenberg prefekt, hefur nú sýnt hversu vegleg musteri er unt að reisa hjer hjá oss, ef ekki vantar viljann, eljuna eða smekk- vísina. Lega og öll bygging nýju kaþólsku kirkjunnar er aðdáunar- og fyrirmyndarverð og vísast rís ekki í bráðina líki herihar hjerlend- is. En þess er að vænta, að hún skapi aldahvörf í kirkjusmíði vorri. Þó ekki verði það með eftirlíki3£- um einum á alla kanta. Dæmin tala skýrast og áhrifaríkast. Kirkja þessi hefur strax vakið svo athygli, og óefað þegar opnað svo rækilega augu margra fyrir ýms- um ágöllum guðshúsa vorra, að mjer finst ákjósanlegt tilefni til að vekja máls á hverjar umbætur vjer verðum að gera á þessu sviði. Nú fer líka tala þeirra safnaða fjölgandi með ári hverju, sem taka að sjer kirkjumar og er ætlandi, að þeir hafi meiri löngun og getu til að gera guðshúsin sem vegleg- ast úr garði en bændumir áður fyr. Því meiri ástæða til að víkja að þessu efni. Jeg ætla eftir megni að leiða hjá mjer að benda á og átelja ýmislegt sem aflaga fer og er til beinnar smánar viðvíkjandi kirkjuhaldinu víða. Jeg vík aðallega að nokkmm almennum atriðum, sem ættu að koma til álita, þegar kirkjusmíði stendur fyrir dyrum, eða kunna að leiða til lagfæringar á sumum guðs húsum vomm, ef á þau er fallist. Allir hljóta að veita eftirtekt og dá legu nýju kirkjunnar í Reyk- javík. Hún stendur á fegursta staðnum í bænum og ber yfir allar aðrar byggingar. Svo á kirkja að vera, að manni detti í hug að það sje líkast því sem frelsarinn sjálf- ur breiði þar sínar blessandi hendur yfir mennina og mæli til þeirra, sem þangað renna augum: „Komið til mín, allir þjer, sem erf- iðið og þunga em hlaðnir, og jeg mun veita yður hvíld“. Hvar sem farið er um heiminn sjest að kaþólskir og sumir mót- mælendur velja kirkjunum slíkt stæði. Þær teigja sig næst himnin- um allra bygginga og standa þar, sem þær draga að sjer allra augu. Vanalegast er líka rúmgott um- hverfis þær, — heilagur friðar- reitur fyrir ysi og skarkala um- ferðar hversdagslífsins og um- svifa. Og maður finnur að þannig á það að vera. En hvað höfum vjer Islendingar ekki látið oss sæma af hugsunarleysi og smekkleysi í þessu tilliti. í sumum kaupstöð- um er kirkjunni holað niður á milli íshúsa,fiskhjalla og geymslu- skúra. Víða til sveita, þar sem þó ekki skortir rúmið nje sjónarhól- ana, kúrir kirkjan á hólum, þar sem frekar mætti búast við fjár- húsum en þeim. Stundum þyrfti ekki að færa þær nema nokkra faðma til að koma þeim á rjetta staðinn, þaðan sem þær sæjust um alla sveitina. — Fyrir fáeinum ár- um kom jeg í kaupstað hjer á landi þar sem verið var að undirbúa kirkjusmíði. Einn sóknamefndar- maðurinn sagði mjer að hörð rimma stæði um það hvar kirkjan ætti að standa. Hann benti mjer á hamar í þorpinu, sem einstaka vildu reisa hana á. Þaðan blasti hún við öllu hjeraðinu og sást Ef jeg gæti lifafi lífi mínu á nýjan leik mundi jeg gera mjer þafi að reghi, afi lesa ein- hver ljóð, eða hlusta 6 einhvem hljóðfæraslátt, að minsta kosti einu ainni í viku. Ef til vill mundu þá hafa haldist lifandi af notkuninni þeir hlutar heila míns, sem nú hafa þomafi upp, — sagði hinn mikli náttúrufræCingur Darwin á gamals aldri. margar mílur til hafs. En sóknar- nefndarmaðurinn sagði mjer, að sumir legðust fast á móti því, að kirkjan stæði þama, því að þá yrði að leggja vegarspotta til þess að flytja efnið þangað upp eftir, og þeir væru líka smeikir við að hún yrði ver sótt, ef fólkið yrði að ganga þennan spöl upp í móti til hennar. Þessir spekingar og spar- semdarmenn vildu tjaldra henni henni upp einhversstaðar í skjóli við kofana. Jeg veit ekki hverjir rjeðu. En jeg veit hverjir þessara manna höfðu skilyrði til að leggja nokkur orð í belg um kirkjubygg- inguna. Auðvitað er ekki alt fengið með því einu, að kirkjuna beri hátt. Að því. sjálfsögðu, að grunnurinn sje góður, ekki ákaflega veðurnæmt eða sjerlega hætt við fannalögum í kring, er líka ákjósanlegt að snotur og vistlegur, helst sljettur blettur sje umhverfis kirkjuna. Ekki eingöngu til prýðis og hent- ugleika. Jeg kann best við að graf- reiturinn sje þar. Sje hann þar ekki, fer vel á að þama sje fagur og friðaður blómreitur. Þeir sem hittast við kirkju að sumarlagi mega veluna því að spjalla þar saman. 1 strjálbýlinu og fámenn- inu til sveita er mönnum þörf á því. Frh. ----o----- Þýska flugvjelin flaug hjeðan 22. þ. m. til Færeyja á klst. Karlakór Reykjavíkur er um þessar mundir í söngvaför til Vestur- og Norðurlands og hefur haldið samsöngva allvíða við góð- an orðstír. Leturgrafari Bjöm M. Halldórs- son (Sigurðssonar) hefur nýlega lokið sveinsprófi sem leturgraf- ari og er fyrsti maður hjer á landi, sem slíkt próf tekur. Yfir Kaldadal fór bíll nýlega með 5 menn. Bílferðir milli norð- ur og suðurlands em daglegur viðburður og mikil samgöngubót og er þó enn eftir að gera ýmis- legt að vegunum þeim samgöng- um til hagræðis. Margrjet Sveinsson heitir ís- lenskur kristniboði, sem lengi hef- ur verið í Indlandi og dvelur nú hjer um tíma. Handritaskrá Landsbókasafns- ins, annað hefti annars bindis, er nýkomið út, eftir dr. Pál E. ólason. Standmynd Hannesar Hafstein á innan sikamms að reisa hjer í Reykjavík og hefur henni verið valinn staður í Tjamargötu, and- spænis ráðherrabústaðnum. Glímuflokkur frá Ármanni fer til Þýskalands í næsta mánuði. Mjólkurfjelag Reykjavíkur er nú um það bil að reisa tvö stór- hýsi hjer í bænum. Annað er verslunarhús við Hafnarstræti, hitt er mjólkurvinslustöð, sem reist verður líklega á homi Berg- Ámi Thorsteinsson: Tíu sönglög. Einsöngslög I—IV. Gestur: Undir ljúfiim lögum. Grímur Thomsen: Ljóðmæli. Rímur af Búa Andríðarsyni. Guðm. Friðjónsson: Kvæði. Hannes Hafstein: Ljóðabók. Hulda: Segðu mjer að sunnan. Jakob Thorarensen: Sprettir. Jón S. Bergmann: Farmannsljóð. Jón Laxdal: Einsöngslög. Jón Trausti: Kvæðabók. Sigfús Blöndal: Drotningin í Algeirsborg. Sigurður Vilhjálmsson: Sólskinsblettir. Sigurjón Friðjónsson: Ljóðmæli. Þorsteinn Gíslason: Ljóðmæli. Nokkur kvæði. Dægurflugur. Þorst. Þ. Þorsteinsson: Heimhugi. Bókaversl. Þorst. GíslaaoUBr. Lækjargötu 2. þórugötu og Hringbrautar, skamt frá Sundhöllinni væntanlegu, en deilur hafa risið í bæjarstjórn um staðinn. Bíll ók nýlega á hest nálægt Lækjarhvammi og fótbraut hann og var hesturinn síðan skotinn. ógætilegum akstri er kent um slysið. Er nú alloft um það kvart- að að bílum, aðallega einkabílum, sje ógætilega ekið og er slíkt mjög ámælisvert og ætti að hafa á því góðar gætur og taka hart á kæruleysi í þessum efnum. Minnispeninga á að gera vegna hátíðarinnar 1930, 10 króna, 5 kr. og 2ja ikr. peninga. Verða þeir fyrstu gerðir eftir fyrirsögn Ein- ars Jónssonar myndhöggvara, en hinir eftir teikningum Baldvins Björnssonar, Guðm. Einarssonar og Tryggva Magnússonar. Þorlákur Davíðsson trjesmíða- meistari andaðist Hjer í bænum 22. þ. m. eftir 16 mánaða legu. Ágúst Þorsteinsson fyrv. kaup- maður andaðist hjer í bænum Kh þ. m. á heimili tengdasonar síns, Lárusar Fjeldsted hæstarjettar- málaflutningsmanns. Hann var 77 ára og hafði verið heilsulaus síð- ustu 9 árin. Stúdentastyrkur. Mentamála- ráðið hefur nýlega úthlutað utan- fararstyrk þeim, serp ríkið veitir stúdentum til náms við erlenda háskóla. Styrkinn hlutu: ög- mundur Jónsson (til verkfræða- náms), Jón Gíslason (til latínu- náms), Sigurður Pjetursson (til gerlaf ræðanáms), Ingólfur Da- víðsson (til náttúrufræðináms). Hver stúdent fær 1200 kr. á ári. Pjetur .Jónsson óperusöngvaii hefur verið hjer um tíma (og sonur hans ungur með honum) og sungið bæði sunnan lands og norð- an við ágætis viðtökur. Hann verður framvegis í Berlín, en fer sennilega inan skamms til Ame- ríku, hefur verið valinn til þess sem einn af bestu söngvurum Þýskalands. Kona druknaði inni hjá Kleppi 18. þ. m., Monika Jónsdóttir saumakona. Hafði hún verið að baða sig í sjó skamt frá hælinu og mun hafa fengið krampa. Sást til hennar úr bát rjett hjá, en ekki tókst að bjarga henni og lífgunartilraunir reyndust árang- urslausar. Afli var 15. þ. m. á öllu landinu nærri 338 þúsund skippund, eða 25 þús. skpd. meiri en um sama leyti í fyrra. Af erlendum veiði- skipum hafa verið keypt 30 þús. skpd. Gamla Landakotskirkjan verður flutt vestur fyrir íbúð prestanna og breytt í leikfimishús fyrir Landakotsskólann. Barnaskólalæknir í Reykjavík er ráðinn Ól. Helgason. Ný öl- og gosdrykkjaverk- smiðja, sem á að heita Þór, er nú í undirbúningi hjer í Rvík og hefur verið sótt um lóð fyrir hana við Rauðarárstíg. Rafmagnsstöðvar er í sumar verið að reisa á ýmsum bæjum í Suður-Þingeyjarsýslu, s. s. á In- gjaldsstöðum og Einarsstöðum í Reykjahlíð og Halldórsstöðum og Landamóti í Köldukinn. Raflýst- um sveitaheimilum fer nú gleði- lega fjölgandi og er að raflýs- ingum ekki einungis mikið gagn en einnig hin mesta prýði, er bæirnir sjást álengdar uppljóm- aðir og albjartir fram á hlað. Þingmannafundur norrænn var haldinn í Osló í sumar og sótti hann hjeðan Ásg. Ásgeirsson al- þm. Ákveðið var að hafa næsta þingmannafund fyrir Norðurlönd í Reykjavík um mánaðamótin júní—júlí næsta sumar. Verður þá rætt um þingræðið og um af- stöðu landbúnaðarins til annara atvinnuvega. Líklega koma hing- að 60 þingmenn á sjerstöku skipi og verða þeir gestir á alþingishá- tíðinni. Halldór Kiljan Laxness hefur nú um tíma verið í Bandaríkjunum og skrifað ýmislegt í vestur-ís- lensku blöðin og kváðu nú vera hafin einhver málaferli út af um- mælum eftir hann um Upton Sin- clair og ameríska menningu, sem einhverjir höfðu gert honum þann greiða að kæra hann fyrir. Prentsm. Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.