Lögrétta


Lögrétta - 07.08.1929, Blaðsíða 2

Lögrétta - 07.08.1929, Blaðsíða 2
t 2 LÖGRJETTA LÖGRJETTA S —— --------------—-7 LÖGRJETTA Útgefandi og ritstjóri: pontelna Gislaoon í>ingholt«8tr«eti 17. Sími 178. Iirahrtmta og algieiMt í L*kjar(rtHa 2. Sirui 185. Ir— ------------------------A þykta í þinginu, og segir Briand það aðalmarkmið stjómarinnar að góður árangur náist af fundar- haldinu, sem til stendur í Haag um Youngsamþyktina og heim- köllun setuliðs Bandamanna úr Rínarhjeruðunum. Gert er ráð fyrir að fundinn sæki um 400 fulltrúar frá yfir 20 ríkjum. Verkbann er nú yfirstandandi í bómullarverksmiðjum Bretlands. ---o---- Kírkjur og kirkjugarðar (Eftir sr. Gunnar Ámason frá Skútustöðum). Frh. ----- Þá eru sjálf kirkjuhúsin. Það er ákaflega undarlegt hvað margir virðast aldrei hafa hug- leitt, hve geysilega þýðingu það hefur fyrir áhrif guðsþjónustunn- ar og alt trúarlíf safnaðanna hvemig kirkjan er. Þó verða ef- laust allir þess daglega varir, að umhverfið veldur miklu um geð- blæ vom. Vjer komumst í nýtt skap við að hafa fataskifti. Drungaloft dregur oss niður, heið- ur himinn hýrgar oss. Vjer njót- um lestrar aðeins til hálfs í skark- ala, höfum ekki fult gagn nje yndi af söng og hljóðfæraslætti nema í kyrð. Sumar kirkjur em þannig gerðar, að skrax og vjer komum inn fyrir dyr þeirra gríp- ur oss sama tilfinning og Jaikob forðum í Betel. Það er eins og hvíslað að oss: hjer er vissulega Guðs hús. Drag skóna af fótinn þjer, hjer er heilagur staður. Ósjálfrátt beygjum vjer auðmjúk hnje í anda frammi fyrir augliti Guðs, orðlausar bænir stíga upp frá brjóstum vorum, og vjer finn- um að blessun af hæðum streymir inn í sálir vorar. Koman í þær kirkjur er flestum guðsþjónustum áhrifameiri og blessunarríkari. Hvergi hef jeg fundið þetta skýr- ar en í dómkirkjunni í Mílanó. Hún er eins og óumræðilega vold- ugur lofsöngur Guði til dýrðar. Maður gleymir þar öllu öðru en smæð sinni og dýrð og miskunn Guðs. Fæstar kirkjur vorar valda | þessum hugblæ. Flestar þeirra j bera líkan svip hið innra og opin- ber fundahús og lyfta huganum lítið nær himninum en þau. Aðal- orsakir þess eru hvorki smæð þeirra nje lögun. Stærðin hefur minst að segja og allar eru þær í kirkjustíl þó ófullkominn sje. Það er vanhirðing þeirra margra hverra, sem mest dregur úr áhrif- unum. Sorgleg er hún víða. Mörg kirkjan er að sínu leyti miklu ver útlítandi að utan og innan en bæjarhúsin og er þar þó ekki við mikið jafnað sumstaðar. Einstaka kirkjur eru tjargaðar, með ryðg- uðu bárujámsþaki og minna helst á gamla pramma á hvolfi. Aðrar hafa einhvemtíma í fymdinni ver- ið kalkaðar eða málaðar að utan, en hafa til margra ára staðið mönnum skellóttar og upplitaðar fyrir augum, líkastar skræpóttu undri. Súmar eru skakkar og skældar eins og skemma, sem er DOSTOJE VSKIJ: Glajpúr og refsing. að falla fram á hlaðið. Og ekki eru þær hirðulegri að innan — i sumar. Skemdirnar á málinu skera j í augun. Veggimir berir og kulda- I legir. Engin prýði á þeim önnur j en ef til vill gamlir, hálfeyðilagðir j kransar eða svolítil minninga- j spjöld. Gluggamir flannalegir og j niður við sæti, í stað þess að j vera litlir og upp undir lofti svo j birtan komi að ofan. Predikunar- stóllinn oft rifinn og með útlend- um áletrunum, altaristaflan nauða- j ómerkileg og öll að ganga í sund- ur. Og þó er rykið verst og flugnasaurinn, sem situr alstaðar : og gefur kirkjunni svip af lítið j notuðu útihúsi, í stað þess, að oss j á að finnast, að vjer eigum hvergi : fremur heima en í henni. Þessi vanhirðing kirknanna hef- ! ur oft verið mjer undrunarefni. Jeg er hissa á að söfnuðurinn j skuli líða hana, að nokkur skuli | mega af henni vita. Eigum vjer von á gesti, það er sama hver hann er, þykir oss ekkert sjálf- sagðara en að ræsta stofur vorar, og reyna að gera þær eins hreinar og vistlegar og föng eru á. Og í hvaða herbergi myndum vjer vilja bjóða kónginum? En almáttugum j Guði og Drottni voram helgum j vjer hús, sem er ver hirt en bað- stofurnar hversdagslega. Jesú Kristi stefnum vjer, ef jeg mætti komast svo að orði, til fundar við oss í kirkjum, sem vjer myndum telja í vansæmandi útliti, ef um herbergi vor væri að ræða. Þeim, sem mest skyldi viðhaft, bjóðum vjer hið versta. Af þessum sökum er ástand kirkna vorra óafsakan- legt og verður að taka stakka- skiftum, þó ekkert tillit sje tekið til þess, sem jeg nefndi fyr, hvaða þýðing útlit guðshússins hefur fyrir trúarlíf sjálfra vor. Það mikla og þarfa verkefni bíður byggingameistara vorra, að skapa fagran kirkjustfl, sem er við hæfi fámennra og fátækra safn- aða út um sveitir landsins. Jeg er viss um að þeir verða þeim vanda vaxnir fyr eða síðar. En í nánustu framtíð verða flestir söfnuðirnir eflaust að láta sjer riægja, að gera umbætur á kirkj- unum, sem fyrir hendi era. Og sumar þær umbætur era auðveld- ar og mega ekki dragast. Ekkert vantar nema viljann til þess að kippa hirðingunni í lag, þar sem hún er vanrækt. Og hann hlýtur að vakna smámsaman. Er smekk- ' vísin eykst með aukinni menn- ingu, una söfnuðurnir því ekki til j lengdar, að kirkjan sje þeim til : háborinnar skammar vegna sóða- legrar umgengni eða annars rækt- arleysis. Og þar sem kirkjan er bændaeign, vakna menn von bráð- ar til umhugsunar um að fásinna er að greiða kirkjuhaldara yfir hundrað krónur á ári, eða meira, til viðhalds ikirkjunni, en ganga ekki eftir að hann verji fjenu í þarfir hennar, heldur noti það til búreksturs síns, til að byggja hlöður eða auka efni sín. Sem betur fer eru fæstar kirkj- ur svo fátækar, að eignir þeirra ásamt kirkjugjöldunum hrökkvi ekki til að halda þeim ágætlega við sje vel á fjenu haldið. Engin kirkja má lengur ofnlaus vera. Almenningur þolir ekki að sitja í ofnlausri kirkju nú á tímum, svo að ekki geti stafað af því heilsu- tjón. Þess eiga ekki að þekkjast nein dæmi, að steinkirkjur sjeu skellóttar og molnandi, eða trje- kirkjur lekar og illa málaðar. En það stendur ekki á sama hvemig lrirkjumar eru málaðar. Jeg hef komið í ikirkjur, sem bera marga liti og líkjast áberandi prangara- i búð innra og ytra fyrir bragðið. Guðshúsið á að vera tignarlegt ■ og óbrotið. Því fara best fáir og hreinir litir, t. d. að innveggir sjeu hvítir en hvelfing blá, út- veggir líka ljósir en dökt þakið. Og kirkjan þarf auk þess að vera hrein og fáguð, að hafa lað- andi og hrífandi áhrif. Hún má helst ekki vera eyðileg og skart- laus. Altaristaflan prýðir mikið og prjedikunarstóllinn, sjeu þau fögur og listfengleg. Fólk á ekki að þola lengur ómyndimar og af- skræmin, sem þessir hlutir era sumstaðar. Að þessu hafa lista- menn vorir lítið fengist við kirkjuleg verkefni. Hjer eiga menn að fá þeim þau upp í hend- umar. Það er meir en mál komið til þess, að málaleitanir safnað- anna snúi hug þeirra að því, að freista að skapa fögur listaverk til dýrðar Guði í húsi hans: á- hrifamiklar altaristöflur, eftir- tektaverða prjedikunarstóla og stílfagrar altaris- og kórgrindur. Enn bíða þeirra fleiri og meiri hlutverk á þessu sviði. Almenn- ingur er nú óðum að ranka við því, að kirkjumar voru .rændar skarti sínu á siðbótartímanum meir en hófi gegndi, og að oss ber að nýju að taka kaþólsku kirkjuna til fyrirmyndar að ýmsu leyti viðvíkjandi viðhöfn guðs- hússins. Hvar sem því verður við komið, er ákaflega æskilegt, að láta fögur glermálverk leysa skít- ugar kirkjurúðumar af hólmi, og skreyta veggi og hvelfingar dýrð- legum ritningamyndum. Hvað mælir og gegn því, að kristslíkn- eski og höggmyndir af postulun- um prýði kirkjur vorar, svo sem listaverk Thorvaldsens í Frúar- kirkjunni í Kaupmannahöfn, ef vjer bara höfum ráð á því, eða j rjettara sagt erum nógu einhuga j og samtaka til að fá því fram- | gengt? Nýir og betri kirkjumunir þyrftu að koma á mörgum stöð- um: kaleikar, ljósastikur, altaris- j klæði o. s. frv. Og að því ber að vinna að það sje sem flest inn- j lend smíði, jafnframt því að það hafi sem mest sjer til ágætis. Margt er enn ónefnt í þessu máli, en að lokum vil jeg bera fram eina hugmynd, sem jeg hef oft velt fyrir mjer. Þó hún kunni að fá daufar undirtektir, skaðar ekki þó hún sje nefnd. Mjer virð- ist að þjóð vor yrði miklum mun ríkari, ef hún ætti þó ekki væri nema tvær smákirkjur, aðra í hreinum rómönsikum, hina í gotn- eskum stíl. Vafalaust getum vjer auðgað hana af þeim dýrgripum og um leið reist kirkjulegar fyrir- myndir fyrir alþjóðaraugum. Væri úr vegi að kirkjan, sem innan skamms rís í Reykjavík, verði gerð í gotneskum stíl? Og myndi ekki eins sanngjamt, að reisa rómanska kirkju fyrir áheitafje Strandarkirkju og verja því til sandgræðslu? í En hvað sem þeim hugmyndum líður, sem hjer er kastað fram, og hve lengi, sem það bíður að vjer getum endurreist ikirkjur vorar í fögrum og tignarlegum íslenskum kirkjustíl, þá látum i ekki undir höfuð leggjast að gera það sem brýn nauðsyn er á, og oss er innan handar að fram- kvæma. Gleymum ekki að Guði ber að helga það besta og feg- ursta, og að það vinnum vjer sjálfum oss er vjer vinnum til tignar guðshúsunum. Breytum kirkjunum, sem fyrir eru úr lítil- fjörlegum og vanhirtum fundar- húsum í prýðileg musteri, sem | bera hverjum manni þau boð, að ; þar sjeu bænar og tilbeiðslustað- ir, þar sem öllum verður fyrir að beygja knje í nærvera Drottins i og taka á móti blessun hans. | H. ■ | Einstaka mönnum er svo varið j að óhugur grípur þá ef minst er á kinkjugarða. Og flest erum vjer j svo bundin af bábyljum, að vjer kynokum oss við, að vera ein á j þeim stöðum í myrkri, eða um tunglskinsbjartar nætur. Vjer er- um enn svo heiðin. En verði oss reikað meðal legstaða framliðinna um hábjartan daginn finnum vjer til þess, að flestir staðir eru meiri friðar- og helgireitir en ! kirkjugarðarnir. Og hvergi grípa oss margvíslegri minningar og dýpri sýnir en þar. Ef til vill þekkjum vjer ekki sögu neins þess, karls eða konu, sem hvílir undir leiðunum til beggja handa. En vjer vitum að hver þeirra hefur átt sína sögu, sitt lífsæfin- týri, áþekt vorri eigin æfisögu og þeirra, sem vjer unnum. Vjer vit- um að minning þeirra, sem leiðin era helguð, á skilið virðing vora og samúð, eða mælir til vor varn- aðarorð og biður um fyrirbænir vorar. Þó eru aðeins minningam- ar um hina dánu bundnar við leiðin. Þeir eru þar ekki sjálfir. Þeir eru komnir inn í annan heim — til að uppskera það, sem þeir sáðu til í þessum, hvort sem það var gott eða ilt. Sömu sögu- lokin verða á æfi vorri. Við þá umhugsun sjáum vjer skýrar en endranær hvemig vjer eigum að verja þessu sikammæa jarðlífi. En jeg ætla ekki að fara að skrifa hugleiðing um líf og dauða. Jeg er aðeins að minna oss á, að við öll leiðin í hverjum einasta kirkjugarði eru bundnar minning- ar um einhvem, sem hefur verið elskaður. Og þau geyma jarð- neskar leifar þeirra, sem nú lifa í æðri tilveru. Það kemur oss í skilning um að o ss er skylt að hirða með lotningu um kirkju- garðana, og leiðbeinir oss hvern- ig vjer eigum að gera það í kristnum anda. Þegar skyggja fer, er víða kveikt á ljóskerum eða lömpum á leiðum í kaþólskum kirkjugörð- um. Það er einkar fagur og við- eigandi siður. Um leið og það lýsir ræktarsemi við minning hinna látnu, táknar það ljóst að andinn lifir þar sem hann á upp- runa sinn — í ljósheimum Guðs. Vjer erum talin fádæma ætt- rækin þjóð. Oft er talað um skrum vort af forfeðrunum og viðbrugðið ættvísi ýmissra al- þýðumanna. En jeg er hræddur um, að víða beri kirkjugarðamir þess vitni, að minningar feðra voiTa sjeu oss ekki eins helgar og af er látið, og að vjer sjeum helst til gleymin á veittar velgerðir. iSumir kirkjugarðar era í prýðilegu ásigkomulagi með snotrum og traustum girðingum og vel hirtum leiðum. Einkum er kirkjugarður höfuðstaðarins til fyrirmyndar síðan þar kom sjer- stakur kirkjugarðsvörður. En út um land eru margir kirkjugarðar enn fjarskalega vanræktir. Girð- ingin, sem umlykur þá ósmekk- leg og í megnasta ólagi, svo skepnur komast jafnvel inn í garðinn. Engar götur á milli leið- anna og flest þeirra óviðgerð og úttroðin. Engin prýði eða minnis- merki sjáanleg nema á einstaka leiði, og sum þessara sárafáu sem fyrir era, brotin og brömluð. — Við hvað áttu — áður? — Er langt síðan þú fórst að koma hingað? — Það hef jeg sagt þjer áður, eða manstu það ekki lengur ? Raskolnikof velti því dálítið fyrir sjei Það, sem skeð hafði, sveif fyrir honum einnig í draumi. En samt gat hann eikkert munað og horfði spyrjandi á Rasumikin. — Jæja, sagði hann, þú hefur gleymt því. Mjer fanst það áðan, að þú værir ekki alveg. ... En núna eftir svefn- inn hefur þú náð þjer dálítið ... þú ert miklu hressaii að sjá. Jæja, lagsi, þá byrjum við. Þú nærð þjer undir eins. Hann fór að leysa frá skjóðunni og sökti sjer niður í það. — Þetta, karl minn, hefur legið mjer sjerstaklega á hjarta, það máttu vita. Maður verður að reyna að gera úr þjer sæmilegan mann. Við skulum þá byrja að ofan- verðu, sjerðu þessa húfu? sagði hann og dró laglega, en einfalda og ódýra húfu upp úr skjóðunni. Lofaðu mjer að bera hana á þig. m — Seinna, ekki núna, sagði Raskolnikof snerrinn og afundinn. — Nei, heyrðu mig nú, Rodja, hjartans bróðir, farðu nú ekki að stimpast á móti þessu, annars verður það of seint og mjer kemur ekki dúr á auga í alla nótt, því jeg hef keypt þetta alt án þess að hafa nokkurt mál, upp á slump. Svei mjer, hún er alveg mátuleg, kallaði hann sigri hrósandi, alveg mátuleg, eins og hún væri sniðin handa þjer. Höfuðbúnaðurinn, bróðir, er mesta prýði klæðnaðarins, fjaðraskúfur persónuleikans. Vinur minn Tolstjakof verður að taka ofan í hvert skifti sem hann kemur á samkomu, þar sem allir aðrir hafa hatta og húf- ur á höfðinu. AUir halda, að hann geri þetta af þrælsótta. En hann gerir það blátt áfram af því, að hann er feim- inn og skammast sín fyrir hattkúfinn. Sjáðu nú, Nast- asja, þessi höfuðföt. Hann tók gamlan hattræfil af Ras- kolnikof úr einu skotinu og kallaði hann „Palmerston“ af einhverjum óskiljanlegum ástæðum. — Sjáðu nú þenn- an Palmerston og svo þennan dýrgrip hjema og segðu mjer svo hvað þjer finst. Rodja, hvað heldur þú að jeg hafi borgað fyrir hann? Nastasja, hm. Hann sneri sjer spyrjandi til Nastasju þegar Raskolnikof þagði. — Þú hefur líklega borgað fyrir hann tuttugu kó- peka, svaraði Nastasja. — Tuttugu kópeka — asni, sagði hann og var móðg- aður. Nú á dögum er ekki einu sinni hægt að kaupa þig fyrir tuttugu kópeka. Áttatíu kópeka kostaði þetta, og það meira að segja einungis af því að húfan er brúkuð, en með því skýra skilyrði, að þú fáir húfu ókeypis næsta ár, þegar þessi er slitin. En, nú skulum við snúa okkur að Bandaríkjum Ameríku, eins og komist var að orði í skól- anum hjá okkur. Það segi jeg þjer fyrirfram, að af bux- unum er jeg stoltur og hann breiddi fram fyrir Raskolni- ikof úr gráum buxum úr ljéttu, ullarkendu sumarefni. — Ekkert gat, enginn blettur, óaðfinnanlegar að öllu leyti, þó að þær sjeu brúkaðar. Og hjer er vesti í sama lit, eins og tískan krefst. Brúkuð föt eru langbest, þau eru mýkri, þægilegri ... til þess að komast áfram í veröld- inni er, eftir minni meiningu, nóg að haga sjer eftir árs- tíðunum. Ef þú heimtar ekki sumarávexti í janúar sparar þú nokkrar rúblur. Eins er það með þessi föt, nú er mitt sumar og samkvæmt því hef jeg hagað kaupunum. í haust þarftu hvort sem er að fá eitthvað hlýrra og getur þá hent þessum fötum með góðri samvitsku og þnð því frem- ur, sem þau verða þá dottin í sundur af sjálfu sjer. Jæja, gettu nú, hvað heldur þú að þær hafi kostað? Tvær rúbl- ur og tuttugu og fimm kópeika. Vel að merkja, með sömu skilyrðum og áður, að þegar þeim er slitið, fáir þú þær endurnýjaðar ókeypis næsta ár. 1 Fedjajef-magasini er ekki verslað öðravísi, þar borga menn aðeins einu sinni og hafa svo nóg alla æfina, af því að menn koma þangað ekki oftar. En nú eru það stígvjelin, en hvernig lítst þjer á þau? Það sjest reyndar á þeim, að þau eru brúkuð, en þau duga sjálfsagt í nokkura mánuði. Þetta er útlensk vara, vinur minn, og útlensk vinna. Ritarinn í ensku sendi- sveitinni sendi þau á föh^a í vikunni sem leið. Hann hafði ekki gengið í þeiú’r^ sex daga, en bráðlá á pen- ingum. Verð, ein rúbla v^íu, gjafverð, hm? — Þau eru kanske ú^H&tuleg, sagði Nastasja. — Ekki mátuleg? | er þetta þá? Og hann dró gamlan, rifinn, slitinn '’^ligan skó Raskolnikofs upp úr vasanum. — Jeg kiig áður en jeg fór. Eftir þessu afskxæmi var h^rúa mál ákveðið. Alt var ná- kvæmlega undirbúið. er nærfatnað og þessháttar snertir, þá hef jeg talað 'WJ við húsmóðurina. Þú færð fyrst og fremst þrjáí iWtur með nýtísku krögum. ... Og nú eru reikning^ú ^úfan, áttatíu kópekar, hinn klæðnaðurinn tvær rúbl^ttugu og fimm, verða þrjár rúblur og fimm, ein rú^ Sextíu fyrir stígvjelin — af því að þau era fyrsta ?ara, — verða fjórar rúbluv og fimmtíu, og fyrir líxiff ^lrnn rúblur — jeg hef jask- að þeim niður í það veif^Wta verða samtals níu rúbl- ur og fimtíu kópekar. v tú við afganginum, fjörutíu og fimm kópekum í kop^ðu svo vel, hjerna eru þeir. Og nú, Rodia, getur þú V'lpp aftur í fullu'skrauti, því vetrarfrakkinn þinn eT þ minni meiningu ekki ein- ungis verður lengri þjórt1 en ber meira að segja tals- vert tiginn svip, er ósvh^erki fínnar klæðskeralistar. Að því er sokika og þesMr snertir, þá læt jeg þig um það sjálfan. Við eigurh^ku og fimm rúblur eftir af peningunum. Og þú gei11 alveg óhræddur um húsa- leiguna hjá Praskóvja ’’’ ^avlovna, jeg segi þjer það satt, að þú hefur ótakh’ t lánstraust. Og má jeg leyfa mjer, bróðir, að hafa nærfataskifti, efalaust era veikindin nú aðeins í $ ^hi þinni ... — Láttu mig vera- , það ekki, hvæsti Raskolni- kof. Hann hafði allan ^ hlustað með ógeði á upp- gerðarspaug Rasumikhrt fatakaupin. — Ómöguegt, vinnúiinn, ómögulegt. Til hvers heldur þú, að jeg hafi v1*’* mig upp að hnjám? sagði Rasumikin. NastatsjaF i'?ertu ekkert feimin, hjálp- aðu mjer ...' svona, * ' Og þrátt fyrir mótspyrnu Rasikolnikofs hafði hann nærfataskifti á honum, en hann ijet fallast niður í rúmið og talaði ekki orð í langan tíma. „Það verður ekki hlaupið að því, að losna við þau“. — En fyrir hvaða peninga var alt þetta keypt ? sagði harm loksins, en sneri sjer sífelt til veggjar. — Fyrir hvaða peninga? Nei, hvað heyri jeg? Fyrir þína eigin peninga, vinur minn. Rjett áðan heimsótti þig sendisveinn frá Vaknisjin. Mamma þín sendi þjer þá. Ertu búinn að gleyma því? Raskolnikof hugsaði þungt og lengi. — Nú man jeg, sagði hann loksins. Rasumikin stjáklaði í kringum hann og hleypti brúnum og virti hann áhyggjufullur fyrir sjer. Þá opnuðust dyrnar og hár, þreklegur maður gefek inn. Það sást undir eins, að hann var ekki ókunnur Ras- kolnikof. — Sossimof, loksins, kallaði Rasumikin fagnandi. IV. Sossimof var stór og nokkuð svolalegur, þrútinn, föl- leitur, vangarnir sljett rakaðir, hárið ljóst og sljett. Hann hafði gleraugu og á einum feitum fingrinum skein á gild- an gullbaug. Hann var á að giska tuttugu og sjö ára. Undan glæsilegum, Ijettum og víðum yfirfrakka sást í ljósar sumarbuxur. Allur fatnaður hans var þægilega víður, allur spjátrangslegur og flúnkurnýr, línklæði hans óaðfinnanleg og úrfestin ekta. Allar hreyfingar hans voru einkennilega silalegar og uppgerðarslappleiki í öllu fasi hans. Þessa uppgerð reyndi hann að buga á allan hátt, en henni skaut sífelt upp. Öllum, sem þefetu hann, þótti erfitt að átta sig á honum, en annars var hann talinn slingur í sinni ment. — Jeg kom til þín tvisvar í dag, bróðir, ... sjáðu nú til, hann er kominn til sjálfs sín, gall í Rasumikin. — Jeg sje það, jeg sje það. Jæja, hvernig líður okk- ur þá, hm? sagði hann við Raskolnikof og settist til fóta honum og reyndi að hagræða sjer sem best. — Hann er altaf jafn móðursjúkur, sagði Rasumikin, -— við vorum að hafa fataskifti á honum og þá ætlaði hann að fara að skæla. — Skiljanlegt. Fataskifti hefði hann getað haft seinna, þegar hann óskaði þess sjálfur . . . Púlsinn, ágæt- ur. En dálítill höfuðverkur ennþá, ekki satt? — Jeg er frískur, jeg er alveg frískur, sagði Ras- kolnikof gremjulega og reis upp. En hann fjell undir eins niður aftur og sneri sjer til veggjar. Sossimof virti hann fyrir sjer lengi og nákvæmlega. — Gott, ágætt, alt í lagi, sagði hann letilega. — Hef- ur hann borðað nokkuð? Honum var svarað og spurt hvað sjúklingurinn mætti borða. -— Hann má borða hvað sem er ... súpu, te, en auð- vitað ekki sveppa eða agurkur og þessháttar, jæja, ket er heldur ekki nauðsynlegt og ... hvað er svo meira um það að segja? Hann leit á Rasumikin. Jæja þá, það er þá búið með mixtúrur og alt þessháttar. Jeg skrepp hingað aftur á morgun ... Það mætti svo sem í dag, jæja ... það gildir svo sem einu. — Annað kvöld geng jeg út með hann, sagði Rasum- ikin. Við göngum um Jussupof-garðinn og svo í Krystals- höllina. — Jeg mundi nú láta hann hafa ró á morgun . . . en annars, ofurlítið mætti ... jæja, við sjáum nú til. — En hvað þetta er hörmulegt, í kvöld vígi jeg ein- mitt nýju íbúðina mína, jeg vildi að hann gæti verið með, hún er ekki nema spölkorn hjeðan. Hann gæti legið *á bekknum í miðjum hópnum. Þú kemur sjálfsagt, sagði Rasumikin við Raskolnikof. Þú lofaðir því, gleymdu því ekki. — Sennilega, líklega kem jeg seinna. Upp á hvað býður þú? — Það er nú ekki stórt, te, snafs, eina síld og nokkrar pösteikur. Eingir koma nema þeir nánustu. — Hverjir? — Allir hjerna úr hverfinu og næstum allir nýir,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.