Lögrétta


Lögrétta - 18.12.1929, Blaðsíða 2

Lögrétta - 18.12.1929, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA LÖGRJETTA 3 ---------------------------------ij| LÖGRJETTA Útgeíandi og ritstjóri: porstalnn Glilatan pingholtsstrœti 17. Sími 178. Innhaimta oq aifpraiBala í Lœkjargötu 2. Simi 185. -p—-----------— —--------—--------~b Bretlandi, 260 millj. og þá í Þýskaiandi 1531/2 millj. smál. og svo kemur Frakkland, Pólland, Rússland og Belgía. Kolaforði heimsins er mjög mikill, var ný- lega áætlaður á alþjóðafundi jarðfræðinga 7397553 milljónir smálesta og um helmingur þessa forða er talin bestu kol, svo- nefnd bitumin kol. Kol hafa ver- ið unnin á 4000 feta dýpi (í Belgíu), en málmar á 6000 feta dýpi (í Brasilíu), en talið er vafasamt, hvort kolanám borgi sið á meira en 5000 feta dýpi. Kolanám hefur verið afarmik- ill atvinnuvegur og arðvænlegur en á seinni árum hefur kola- námurekstur víða barist í bökk- um og hefur Lögrj. áður sagt nákvæmlega frá deilunni um ensku námurnar og er að vísu ekki lokið enn. Kolaframleiðsla Stóra Bretlands var fyrir stríð (1913) tæpl. 2871/2 milljón smá- lesta og verðmæti hennar 1451/2 milljón sterlingspunda, en í kola- námunum unnu 1 milljón 104 þúsundir verkamanna. Árið 1920 var framleiðslan komin ofan í 229 milljón smálestir, en verð- mætið var 397 milljónir punda, éh 1926 komst framleiðslan ofan í 162 milljónir smálesta, en það ár var verkfall frá því fyrst í maí þangað til seinast í nóvem- ber. 1 meðalári nota Bretar heima fyrir ca. 200 milljónir smálesta, helminginn á heimilum og í verk- smiðjum óg helminginn í jám- brautarlestum, strandferðaskip- um og gas- og rafmagnsstöðvum. Rekstur bretsku kolanámanna er vandræðamál. Árið 1913 voru starfræktar í Bretlandi um 3000 námur, reknar sem ca. 1500 fyr- irtæki, en námueigendur voru alls um 4000. Sir Josiah Stamp áætlar, að í kolanámunum liggi ca. 135 milljón punda höfuðstóll. Um eitt skeið, í verkfallsvand- ræðunum og þar um bil, veitti ríkið talsverðan styrk til nám- anna, svo að starfræksla þeirra legðist ekki niður. Sá styrkur var orðinn 19 milljónir punda í mars- lok 1926. Samuel-nefndin, sem rannsakaði öll námumálin, for- dæmdi slíkar styrkveitingar. Hún komst annars að þeirri niður- stöðu, að 73% námanna væri rekinn með tapi. Hún vildi samt láta halda áfram að reka nám- umar sem einkafyrirtæki, með vissum rjetti til ríkisíhlutunar og stundum til ríkiseignar. Aðrir vilja þjóðnýta allar námur. — 1 Bretska ríkinu eru annars nokkr- ar námur ríkiseign, en litlar, t. d. í Nigeriu, Queensland og á Nýja Sjálandi. En heima í Englandi eru engar námur ríkiseign og heldur ekki í Ameríku. í Þýskalandi átti ríkið fyr meir margar námur. En árið 1924 var horfið frá beinni þjóðnýtingu þeirra þar í landi, en námurnar afhentar hlutafjelagi, sem ríkið á alla hluti í og skipar fyrir framkvæmdastjóra, sem síð- an reka sjálfir námurnar sem einkafyrirtæki óháð ríkinu. 1 Hollandi eru nokkrar ríkisreknar námur og hefur afrakstur þeirra orðið tiltölulega betri en einka- námanna. í Rússlandi eru nú all- ar kolanámur þjóðnýttar, en hafa til skamms tíma að minsta kosti verið reknar með miklu tapi eða ríkisstyrk. 1 árslok 1924 hafði ríkisstyrkurinn til þeirra numið alls um 25 milljónum chevonetz (1 ch. = ca. 33 kr.) og þar að auki höfðu námumar fengið hjá ríkinu 50 milljón ch. lán. Af tilraunum þeim sem nú fara fram í Bretlandi til við- reisnar kolaiðnaðinum er ekki síst eftirtektarverð samvinnu- og sameignarviðleitnin. Einmitt um þessar mundir er, að því er „The Times“ segir, verið að koma á samvinnufjelagi verkamanna og framkvæmdastjóra eins, Gawo- lers, um rekstur Topcliffe-nám- anna, sem verið hafa óunnar í heilt ár. Mr. Steed segir einnig (í Review of Review) eftirtekt- arverða sögu af áþekkri viðleitni námueigandans Richard Tilden Smith, til þess að koma lífi í Til- manstone námurnar. Þeim nám- um er nú stjórnað af fram- kvæmdanefnd, sem verkamanna- fulltrúar eiga sæti í og hafa þeir aðgang að öllum reikningum fyr- írtækisins. Vinnubrögð kváðu vera góð og gott sainkomulag. Smith þessi er annars merkur dugnaðarmaður og einkennilegur. í verkfallinu mikla greiddi hann verkamönnum sínum vikulega 100 pund í verkfallsstyrk, þegar sjóðir sjálfra þeirra voru að þrotum komnir, en setti það skil- yrði, að fjeð yrði einungis notað til styrktar konum og bömum, sem annars hefðu komist á von- arvöl. Einu sinni, þegar verka- menn töluðu mikið um það, að ástandið í námumálum mundi vera miklu betra í Rússlandi en í Bretlandi, bauð Smith þeim að senda á sinn kostnað tvo fulltrúa til Rússlands til þess að kynnast ástandinu og síðan bauð hann að kosta för hvers þess verkamanns síns, sem til Rússlands vildi fara í námuvinnu. En enginn vildi fara, því sendimennimir, sem skoðuðu rússnesku námumar sögðu að þar væri alt margfalt verra en í Englandi. Smith hefur gert ýmsar bætur á námurekstr- inum og flutningum frá námun- um'til hafs (í loftinu, á strengj- um, til að komast hjá dýrum járnbrautarflutningum hjá ein- okunarfjelagi) og þykir mörgum svo sem úrlausn hans geti orðið fyrirmynd almennrar úrlausnar þessara mála, einhverra mestu vandamála Bretlands, sem bráð- lega mun vei-ða látið skríða til skarar um. Lindhagen borgarstjóri um þjóðskipulagið og framtíðina. Lindhagen borgarstjóri í Stokkhólmi er alkunnur maður um öll Norðuilönd fyrir ýms af- skifti sín af opinberum málum og ummæli um þau. Það, sem alt veltur fyrst og fremst á í þjóðlífinu, segir hann, er einstaklingurinn, sál einstakl- ingsins, göfgun persónuleikans, sem er undirrót alls annars. Það er ekki hægt að vanrækja rót- ina,. en heimta samt, að grein- arnar beri góða ávexti. Þetta sá kínverski spekingurinn Konfutse fyrir 3000 árum og það er sann- leikur enn í dag. Annars er þjóðfjelagslíf nú- tímans harla samsett og torrak- ið. I brjósti hvers manns er ann- arsvegar auðvaldssinninn, kapi- talisminn, sem helst vill halda því sem hefur, en hinsvegar sam- eignarsinninn, kommunistinn, sem gjarna vill skifta milli sín og annara því, sem hann ekki hefur. Þetta er sameiginlegt mönnum og dýrum. Þetta er efn- ishyggjan. Þetta er lögmálið, að jeta og vera jetinn. En svo er líka guð í hverjum manni. Hann hefur í sjer möguleika þess að fara eftir bestu samvitsku og skynsemi. Vitið er brú tii sam- komulags milli ríkis anda og efn- is og frá samvitskunni, hinni ó- dauðlegu hetju andans, streym- ir einingin milli mannanna, þessi mesti veruleiki, sem til er og það er hann sem gerir mennina að mönnum og hefur þá yfir dýrin og gerir þjóðfjelagsmyndun mögulega. En eitt af alvarlegustu vanda- málunum um skipulag og starf- rækslu nútíma þjóðfjelagsins er afstaðan milli fólksins og stjóm- endanna. Hverjir stjórna í raun og veru? Þingin verða æ mátt- lausari og ómerkilegri, þó ein- stakir þingmenn geti, sem ein- staklingar, verið góðir, og flokk- ar og flokkadrættir eru til ills eins. Endirinn verður sá, að það eru embættis- og starfsmennirnir, sem mestu ráða. Hið skipulags- bundna iðnaðarríki stefnir að nýju embættismannavaldi og rík- isofríki. Frelsið minkar. Þræl- dómurinn vex, nýr þrældómur í viðjum ríkis og bæjarfjelaga. En svona hefur þetta feyndar altaf gengið upp og niður. Iðn- menningin og þjóðskipulagið og þingræðið er nú á hættulegum tímamótum. En jeg örvænti ekki, segir Lindhagen. Upp og áfram gengur alt saman þrátt fyrir alt, hægt og bítandi. Síðustu fregnir. Svertingjar á Haiti hafa gert uppreisn gegn hervaldsstjóm Bandaríkjanna. Ný stjóm er mynduð í Tjekkóslóvakíu af Ud- ruzal fyrv. stjórnarforseta og er Benes enn utanríkismálaráðherra, en 9 jafnaðarmenn hafa tekið sæti í stjórninni. Byrd hefur far- ið aðra flugferð yfir suðurheim- skautslandasvæðið. 1 landskjálft- unum í síðastl. mánuði hefur orð- ið mikið rask á hafsbotninum austan við Nýja-Skotland og víð- ar fyrir ströndum Norður-Ame- ríku, segja þeir, sem annast við- gerð á Atlantshafssímunum, sem slitnuðu í landskjálftunum. Fiski- mið hafa sumstaðar eyðilagst, en ný komið fram á öðrum stöðum. Miklar óeirðir eru í Kína og sagt að Nankinstjórnin muni vera völt í sessi. Kuldar miklir hafa verið í Bandaríkjunum nú að undanförnu, svo að skipaferðir hafa stöðvast á Michiganvatni. Um Vestur-Evrópu geisaði stór- veður fyrri hluta síðastl. viku og hefur víða orðið tjón að, .bæði á sjó og landi. ----o--- Reykjavíkur sagan. Þegar fyrra bindið af sögu Reykjavíkur eftir Klemens Jóns- son fyrrum ráðherra kom út, flutti Lögrj. um það allrækilega grein. Nú er síðara bindið einnig komið út og rekur söguna frá 1846 til okkar tíma, eða fram til ársins 1926 og er frá.gangur allur vandaður eins og á fyrra bindinu og í því margar myndir af mönn- um og mannvirkjum. Þetta tíma- bil, sem nú er rakið, er helsta þroskasaga bæjarins og koma við þá sögu margir atkvæðamenn og er sagt skilmerkilega og fjörlega frá því helsta í hinum merkilega Klemens Jónsson. vexti bæjarins og eflingu atvinnu- lífs og andlegs lífs. Smávegis skekkjur má sjálfsagt finna, þótt ekki skifti miklu máli. T. d. er sagt, í frásögn um Lögrjettu, að hún hafi legið niðri um tvö ár, en það er rangt, hún hefur nú komið út í nærri aldarfjórðung samfleytt. ■ Um bindi þetta mætti margt skrifa. Það er fróðlegt og fjörlega ritað, en eðlilega stiklað nokkuð á ýmsu sem snertir allra síðustu tíma, svo að frásögnin verður þar nokkuð lausari en ella. Annars er síðara bindið að ýmsu leyti betra hinu fyrra og girnilegt til fróð- leiks. Og í heild sinni er Reykja- víkur sagan eigulégt verk og læsi- legt, sem sækja má í margan nyt- saman og skemtilegan fróðleik um mjög merkan þátt íslenskrar menningarsögu og mun því verða vinsælt meðal sögumanna og Reykvíkinga ekki síst. ----o---- Eftir Kr. G. er nýlega komin á norsku saga, sem hann kallar Morgunn lífsins (Livets morgen). Er það fimta bókin sem hann gefur út á norsku og er hann nú með Norðmönnum talinn meðal hinna betri ungu höfunda og sumar fyrri sögur hans hafa verið þýddar á eriend mál. Þessi nýja saga hans, sem er sjó- mensku og ástasaga, gerist eins og fyrri sögur hans á íslandi, í sunnlensku sjávarþorpi. Sagan er betri en „Ármann og Vildis“, næsta sagan á undan, og í henni margt prýðilega skrifað, góðar og lifandi lýsingar á mönnum og at- burðum. Kristmann fór ungur ut- an á flótta undan fátækt og fá- sinni og skilningsskorti á hæfi- leikum hans, að honum fanst, og er ánaigjulegt að vita hversu hann hefur eflst að afköstum og listfengi og á væjitanlega eftir að færast enn í aukana. -----o---- DOBTOJEVSK3J: Glæpur og refsmg. hann Sossimof, hann er heiðarlegur náungi og kann sína ment .. . En nóg um það, nú er alt sagt og alt verður að fyrirgefast. Er það fyrirgefið? Er það? Jæja, komið þið nú. Jeg þekki þau göngin þau ama, jeg hef komið hingað nokkrum sinnum. Sjáið þjer til, hjerna í herberginu númer þrjú kom einu sinni fyrir reginhneyksli. Hvar er- uð þjer? Hvaða númer? Átta? Jæja, lokið þið nú vel að yður undir nóttina, hleýpið þið engum inn! Eftir stund- arfjórðung kem jeg hingað aftur með skýrsluna og eftir hálftíma með Sossimof sjálfan. Guðsfriði á meðan. Jeg fer eins og byssubrendur. — Guð minn góður, hvað hefur komið fyrir, Dunet- etja, sagði Pulkeria Alexandrovna við dóttur sína, skjálf- andi af angist og óróa. — Vertu róleg, mamma, svaraði Dunja og tók af ejer hattinn og yfirhöfnina. — Sjálfur guð hefur sent okkur þennan mann, þó að hann komi beint úr svalli. Það er hægt að reiða sig á hann, það er jeg handviss um. Hvað er hann ekki búinn að gera fyrir Rodia ... — Ó, Dúnja, guð má vita það, heldur þú að hann komi áreiðanlega? Hvemig gat jeg fengið mig til þess að skilja Rodia svona einan eftir. Það gat mjer aldrei, aldrei dottið í hug, að jeg mundi finna hann í þessu ástandi. En hvað hann var kaldranalegur, rjett eins og honum þætti ekkert vænt um það, að við komum .. . Hún tárfeldi. — Nei, það er ekki rjett, mamma mín, þjer sáuð hann ekki vel af því að þjer voruð altaf grátandi. Hann er illa leikinn af sárum sjúkdómi, það er alt og sumt. — Ó, þessi sjúkdómur. Hvar lendir þetta, hvað verð- ur úr þessu? Og hvemig talaði hann ekki við þig, Dunja, sagði móðirin og horfði óttaslegin í augu dóttur sinnar, til þess að reyna að sjá hvað henni byggi í skapi. En jafnframt huggaði það hana dálítið, að hún mælti bróður sínum bót og hafði því fyrirgefið honum. — Jeg er viss um það, að á morgun hefur hann sjeð sig um hönd, bætti hún við til þess að reyna hana ennþá meira. — En jeg er þvert á móti sannfærð um það, að á morgun segir hann nákvæmlega það sama, sagði Dunja nokkuð hastarlega og svo var ekki meira um það talað, því í þessu atriði var mergurinn málsins, sem Pulkeria óttaðist einlægt. Dunja gekk til móður sinnar og kysti hana. Hún faðmaði dóttur sína innilega, en þögul. Svo settist hún og beið kvíðafull komu Rasumikins og virti dóttur sína fyrir sjer óttafengin. En hún gekk hægt um gólfið, fram og aftur, í sínum eigin hugsunum og hafði handleggina krosslagða á brjóstinu. Það var venja Dunju að ganga svona hugsandi um gólf og móðir hennar varað- ist það að tnifla hana. Rasumikin hafði reyndar komið hlægilega fram þeg- ar hin skyndilega ástríða hans fyrir Dúnju blossaði upp í vínvímunni. En menn mundu samt hafa afsakað hann, ef menn hefðu sjeð þessa ungu konu, einkum nú, þegar hún gekk um gólf með krosslagða handleggi, þungbúin og þegjandaleg. Dunja var töfrandi fögur, há, yndislega beinvaxin, í fasi hennar var einbeittur en hófstiltur þrótt- ur, sem kom fram í hverri hreyfingu hennar án þess að svifta hana nokkuru af fegurð hennar og yndisþokka. í andlitsfalli var hún svipuð bróður sínum og fegurð henn- ar var fullkomin. Augun voru næstum því svört, augna- ráðið stolt og glampaði samt stundum af gæsku. Hún var föl, en ekki vitund veikluleg, andlit hennar bar miklu fremur vott um hressilega heilbrigði. Munnurinn var ef til vill dálítið of lítill, neðri vörin rjóð og blómleg og stóð, eins og hakan, ofurlítið fram svo að varla sást. Þetta var eina óreglan í þessu fagra andliti, en setti jafnframt á það sjerkennilegan svip, dálítið þóttalegan. Svipur hennar var í heild sinni fremur alvarlegur en glaðlegur, en þegar hún brosti fór það andlitinu forkunnar vel. Ungur, glað- legur og áhyggjulaus hlátur átti ágætlega við það. Ekk- ert var skiljanlegra en það, að Rasumikin yrði frá sjer numinn undir eins og hann sá hana, hann sem var þessi raumur, opinskár, blátt áfram, ærlegur og einlægt í blossa. Þar á ofan bættist það, að hann sá Dúnju fyrst þegar hún var altekin af ástnini á bróður sínum og af fagnaðarfundinum. Hann sá hvemig neðri vör hennar titraði af gremju við hið þjóstíDikla ávarp bróður hennar og hina vanþakklátu, grim^degu skipun — og hann stóðst það ekki. Annars var það öldungis Aiett hjá honum, sem hann hafði sagt í ölæðinu í stigai%n, að húsmóðirin mundi verða afbrýðissöm við þær bá^ar. Því móðir þeirra var ennþá andlitsfögur, þótt hún værí fjörutíu og þriggja ára og sýndist talsvert yngri en Hún var, eins og hjer um bil ávalt á sjer stað um konur, sem eru andlega hressar fram á efri ár, sem eru nær|iar fyrir og halda hinum hreina, ástúðlega yl hjartans. Og þess má geta, að eina ráðið til þess að halda fegurð sinni fram í elli er það, að varðveita þessa eiginleika. Hár hennar var að vísu fai ið að grána og þynnast, litlar, fíngerðar hrukkur höfðu fyrir löngu lagst í bug um augun og hún var kinnfiska- sogin og mögur af sorg og áhyggjum. En samt var and- litið fagurt. Það var mjög svipað andliti Dunju, en tutt- ugu árum eldra, og neðrivaraísvipurinn var ekki á því, því vörin stóð ekki fram. pulkeria Alexandrovna var til- finninganæm en ekki smeðjul^- Hún gat látið undan síga i mörgu og látið tilleiðast ýríislegs, jafnvel þó að það væri á móti skoðunum henuar, ep j öllu sem hún gerði og sagði var heiðarleiki og ráðvepdni 0g föst sannfæring, sem ekkert fjekk um þokað- Nákvæmlega tuttugu 111111 *itum síðar en Rasumikin fór, var drepið fremur h^^urí en snöggum höggum á hurðina. Hann kom aftur. — Jeg ætla ekki að stauda Vi8; jeg má ekki vera að því, sagði hann fljótlega, þe=al opnað var. — Hann sef- ur eins og steinn, prýðilega, r°iega eins og bam og guð láti hann sofa í tíu tíma l°tU' Nastasja er hjá honum. Jeg skipaði henni að fara elcki fyr en jeg kæmi aftur. Nú næ jeg í Sossimof, hann £efur ykkur svo skýrslu og svo getið þið rólegar farið að s°fa. Jeg sje að þið eruð al- veg úrvinda . .. Svo hvarf hann aftur í myrkrið í göng- unum. — Þetta er duglegur ... og tryggur ungur maður, sagði Pulkeria mjög gíöð. — Já, hann virðist vera ágæt- ur náungi, sagði Dúnja nokkuð áköf og fór aftur að ganga um gólf. Eftir svo sem klukkustund heyrðist aftur skóhljóð í göngunum og aftur var drepið á dyr. I þetta sinn höfðu báðar konurnar beðið Rasumikins í fullkomnu trausti. Það brást heldur ekki, hann kom með Sossimof með sjer. Hann hafði verið þess albuinn undir eins að fara lir sam- kvæminu og líta til Raskolnikofs, en til mæðgnanna hafði hann farið mjög tregur og efagjarn. Hann trúði ekki hinum ölvaða Rasumikin. En hann varð rólegur undireins og fann til sín, þegar hann varð þess var, að eftir honum var í sannleika beðið eins og eftir goðsvari. Hann var þar í nákvæmlega tíu mínútur og á þeim tíma tókst hon- um fullkomlega að sannfæra og sefa móðurina. Hann tal- aði af óvenjulegum yl, en samt rólega og alvarlega, alveg eins og tuttugu og sjö ára gamall læknir við mikilsverða skoðun, án þess að hvika frá efninu í einu orði, eða ympra á hinni minstu ósk þess, að kynnast konunum nánara persónulega. Af því að hann hafði veitt því eftirtekt und- ir eins og hann kom inn fyrir þröskuldinn hversu töfrandi fögur Dúnja var, forðaðist hann það vendilega að líta á hana og sneri sjer sífelt til móður hennar. Alt var þetta sjálfum honum til ósegjanlegrar ánægju. Hann sagði það um sjúklinginn, að hann hefði nýlega skoðað hann og væri harðánægður með líðan hans Skoðunin hafði sfyrkt þá sannfæringu hans, að sjúkdómurinn væri að sumu leyti að kenna hinum slæmu efnahagsástæðum síðustu mánaðanna, en að sumu leyti ýmsum truflunum sálar- lífsins, „hann er svo að segja afleiðing margþættra sið- ferðilegra og efnalegra áhrifa, af áhyggjum. gremju, æs- ingu, vissum flugum sem hann hefur í höfðinu ... og þessháttar“. Þegar hann varð þess var, að Dúnja fór að hlusta af sjerstakri athygli, talaði hann nákvæmar um þetta efni. Þegar Pulkeria spurði hann þess, óróleg og' hikandi, hvernig í því Iægi „með dálítinn grun um geðbil- un sem ymprað hefði verið á“, þá bresti hann rólega og hispurslaust og sagði að orð sín hefðu verið mjög aukin, en að vísu mætti eðlilega greina í fari sjúklingsins eitt- hvað, sem líktist flugu, eitthvað í áttina við þráhvggju — en hann, Sossimof, fengist um þessar mundir einmitt við þessa athyglisverðu grein læknisfræðinnar, en samt mætti ekki gleyma því, að þangað til í dag hefði sjúkling- urinn ávalt legið í hitaóráði. En ... en, auðvitað mundi koma ættingja hans verða honurn til mjög mikillar styrkt- ar, dægradvalar og huggunar, „ef einungis yrði rækilega sneitt hjá öllu því, sem valdið gæti nýrri geðshræringu“, bætti hann við og lagði áherslu á það. 'Svo stóð hann upp, kvaddi og hneigði sig vingjarnlega og hófsamlega og fór. En árnaðaróskir, hlýtt þakklæti og innilegar bænir fylgdu honum og Dúnja rjetti meira að segja hendina til hans, þótt hann hefði ekki leitað þess. Hann fór, ákaflega ánægður með heimsókn sína, og ennþá ánægðari með sjálfan sig. — Við sjáum nú til á morgun, sagði Rasumikin um leið og hann fór á eftir Sossimof. — Þið verðið nú í öll- um bænum að leggja ykkur. í fyrramálið kem jeg til ykk- ar með frjettir eins fljótt og jeg get. — Það er yndisleg stúlka, þessi Avdotja Romanovna, sagði Sossimof og skelti í góm, þegar þeir voru konmir ofan á götuna aftur. — Yndisleg? Sagðir þú yndisleg, öskraði Rasumikin og rjeðst í sama bili á Sossimof og greip um kverkar honum. — Ef þú vogar eiriu sinni enn, ef þú þorir, skil- urðu? Skilurðu? æpti hann, hristi hann og þrýsti honum upp að veggnum — heyrirðu það? — Sleptu mjer, drukkni djöfull, sagði Sossimof í andköfum og varðist. Þegar liann var orðinn laus, horfði hann andartak með athygli á Rasumikin og fór svo að * skellihlæja. Rasumikin stóð fyrir framan hann eins og hann væri þungt hugsandi.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.