Lögrétta


Lögrétta - 20.08.1930, Blaðsíða 3

Lögrétta - 20.08.1930, Blaðsíða 3
4 LÖGRJBTTA Alþjóðaskákþing og þátttaka Islendinga. Sjöunda alþjóðaskákþingið fór ur sagt Lögrjettu, að hann telji árangur Islendinga samt góðan og betri en menn höfðu gert sjer vonir um, þegar þess sje gætt, að þeir taki nú þátt í þinginu í fram í Hamborg 13. til 27. júlí og , fyrsta sinn og sjeu andstæðing- sóttu það fulltrúar frá 18 þjóð- 1 um sínum ókunnir og tiltölulega Drottningrarpeðsleikur. 16. Rf7Xh6f Kg8—g7 26. e4—e5 dbXeó Hvitt Svart 17.Rh6—f7 Bc8Xe6 27. Rf3Xe5 De8 -d8 E. Gilfer. Sultan Khan. 18. Rf7- -gft Be6—d7 28. Kgl —hl Dd8—c7 >—i P- 1 P- 4»- Rg8—f6 Svartur er í vandræð- 29. Re5Xc6 Dc7Xc6 2. Rgl—f3 e7—e6 um með þennan biskup 30. Rc3—d5 Re7Xd5 3. c2—c4 b7- -b6 sinn. - Stóru meistararnir 31. c4Xd5 Dc6—d7 4. e2—e3 Bc8—b7 segja: í taflbyrjun er 32. Bb2Xf6! Hf8Xf6 5. Bfl- -d3 Rf6— e4 nauðsynlegt að hugsa um 33. Hel —e6 Hf6Xe6 «. 0—0 f7—fó að leika manni aðeins 34. d5Xe6 Dd7—d4? 7. Rf3—eó Re4-f6 einu sinni þangað til all- 35. Hal—el Rh6—g4? Th V- 1 1 :>! «4- X Bf8—e7 ir mennirnir eru komnir 36. h3Xg4! Kg8—g7 9. Rbl—c3 0--0 út á borðið. [Sá sem á 37. Khl—h2 Ha8 —h8f 10. Ddl—c2 d7—d6 fyrsta leikinn getur fyrst 38. Kh2—g3 g6—g5 11. Reó—f3 c7—có og fremst hugsað um 39. Dc2—d2 Hh8—h4 Það lá ekkert á þess- þetta]. - Sem sagt bisk- 40. g4Xf-r> Hh4Xf4 um leik, því riddarinn upnum er nú búið að 41. Hel—e4! getur eins farið til d7 Ieika fjórum sinnum! Alveg öruggur leikur. eins og c6. Hjereftir fœr 19. b2—b3 Rb8—c6(!) 41. Hf4Xe4 hvítur ef til vill betra 20. á2—a3 Rf6—g4 42. Dd2Xgðf Kg7—f8 tafl. 21. Rg5—f3 Be7—f6 43. Bd3Xe4 Dd4Xe4 12. Rf3—gó! Bb7—e8 22. Hfl- -el Rc6--e7? 44. Dg5—f6f Kf8—g8 13. d4—d5 g7—g6? 23. h2—h3 Rg4—h6 45. eö—e6 De4—e3f 14, dóXeö h7—h6 24. Bcl —b2(l!) Bd7—c6 46. Kg3—h2 De3—f4f 15. Rg5—f7 Dd8—e8 25. e3—e4 Kg7—g8 47. Kh2—h3 gefið. um, 4 frá hverri og 1 varamaður. Meðal þátttakendanna voru ýmsir helstu skákmenn heimsins, þ. á m. heimsmeistarinn, Aljechin, sem var varamaður Frakka, Ru- binstein, Tartakower, Marocki, Flohr o. fl. Islendingar tóku nú í fyrsta sinn þátt í slíku þingi og fóru hjeðan þeir Eggert Gilfer, Einar Þorvaldsson, Jón Guð- mundsson og Ásmundur Ásgeirs- son og Garðar Þorsteinsson cand. jur. var fararstjóri og jafnframt varamaður. Svo fóru leikar á þingi þessu, að Pólverjar urðu hlutskarpastir, fengu 481/2 stig, þá Ungverjar með 46st. og Þjóðverjar með 441/2 st. Af eín- stökum þátttakendum hafði Ru- binstein flesta vinninga, 15 í 17 skákum og þá Flohr 14*4 af 17. Aljechin tefldi 9 skákir og vann þær allar. íslendingarnir fengu 22 stig og urðu því nokkuð neð- arlega í röðinni, en lægri en þeir voru Norðmenn, Finnlendingar og Spánverjar. Fararstjórinn hef - lítið æfðir. Þeir unnu einnig í viðskiftum sínum við ýmsa merka og öfluga erlenda skákmenn. T. d. vann Eggert Gilfer Indvierjann M. Sultan-Khan, sem er Englands- j meistari og sömuleiðis vann hann ^ Ahues, sem er Þýskalandsmeist- ari. Einar Þorvaldsson vann Richter, Hamborgarmeistara og Macht skákmeistara Lithauens og Jón Guðmundsson gerði mjög góðan leik við Tartakower. Næsta alþjóðaskákþing fer fram í Praha að ári og væri æskilegt að ís- lenskum skákmönnum gæfist færi á því að sækja það og æfa sig vel 1 þangað til. Lögrjetta flytur nú skák þeiiTa Eggerts Gilfer og Sultan Kahn og mun í næsta blaði flytja skák Einars og Macht. En áhugi á skák og þekking á henni er svo mikil hjer nú að ætla má að margir hafi gaman af að kynnast þessu og prófa leikina sjálfir. — Athuga- semdirnar í þessari skák eru eftir Eggert Gilfer. Iijettar fregnir og rangar. Ýms- ar vitlausar fegnir af Alþingis- hátíðinni koma í erlendum blöðum og ganga hjer manna á milli og flest þykjast blöðin hafa danskar heimildir. Það gefur annars engan vegin rjetta hugmynd um erlend blaðaummæli um Alþingishátíðina að halda helst á lofti slíkum grein- um, þótt margir hendi gaman að þeim. I flestum helstu blöðunum, bæði á Norðurlöndum og í Frakk- landi, Bretlandi, Þýskalandi og Hollandi eru góðar greinar um hátíðina og vingjamlegar en ýms- ar athugasemdir þeirra um ástand og menningu hjer eru athugaverð- ar og fróðlegar, þótt menn muni greina á um þær ýmsar. Lögrj. mun segja frá ýmsum þeirra. Síldveiðin. Fiskifjelagið segir að 16. þ. m. hafi verið saltaðarl23i;-2 þús. tunnur, sjerverkaðar rúml. 53 þús. tn. og settir í bræðslu 468 þús. hektólítrar og eru það alt hærri tölur en á sama tíma í fyrra. Fridtjof Nansen. — Rússneska stjómin ætlar að reisa honum minnismerki, sem Lutzky mynd- höggvari á að gera. Tónlistarskóla hefir Hljómsveit Reykjavíkur stofnað og tekur hann til starfa í haust. Vigfús Grænlandsfari meiddist nýlega nokkuð á höfði af því ao | hestur sló hann er þeir fjelagar ! voru að flutningum upp á Græn- ; landsjökla. Hann var aftur að j verða ferðafær er af honum frjett" Vikið úr embætti Dóms- og kirkjumálaráðh. hefur vikið Öl- afi Stephensen-prófasti í Bjamar- nesi úr embætti og gefið honum ! að sök að hann hafi komið ósæmi- j lega fram í jarðarsölumáli þar eystra, sem þeir ráðherra og pró- fastur hafa deilt um. Sagt er að prófastur ætli að leita til dómstól- anna um það, hvort frávikningin sje lögmæt. Sæluhús hefur Jakob Thoraren- sen reist fyrir Ferðafjelagið, við Hvítárvatn. , Deutsche Islands-Forschung 1930 heitir myndarlegt tveggja binda rit sem þýskir fræðimenn hafa gef ið út vegna hátíðarársins og em í því ýmsar greinar um íslenska náttúru og íslenska menningu. Landgöngubann I Grænlandi. — Stjóm dönsku Grænlandsverslun- arinnar hefur bannað frönskum vísindaleiðangri á norsku skipi að stíga á land í Grænlandi og falið varðskipinu þar að aðstoða við að framfylgja banninu ef á þyrfti að halda. Stjómin segir að foringi leiðangursins hafi áður brotið lof- orð og ákvæði um landvist í Græn- landi. Gróðurathuganir. — Steindór Steindórsson hefur í sumar athug- að gróður og gróðrarbreytingar á Flóaáveitusvæðinu. Þar er sagt nóg vatn alstaðar, — 30 cm. djúpt í hverju hólfi. Bann á ísafirði. Margir ísfirð- ingar hafa tekið sig saman um það að engin skip skuli afgreidd, sem selja áfengi þar í bænum, en drykkjuskapur af völdum aðkomu skipa var, að sögn, oft mikill og atvinnurekstri bæjarins stundum til trafala. Verklýðsblaðið heitir blað sem kommúnistar eru famir að gefa út hjer í bænum og vegur bæði að ,kapitalistum“ og „socialdemo- krötum“. Brynjólfur Bjamason kennari er ábyrgðarmaður. Stauning forsætisráðherra Dana er nýlega farinn til Grænlands til þess að kynna sjer ástandið þar. Sogsvirkjunin. Tvö tilboð hafa komið í hana, frá sænska fjelaginu Elektro-Invest (7676350.00 kr.) og frá Siemens Bauunion í Berlín (8436604.00 kr.), en þykja bæði óhagstæð og mun hærri en við var búist og einnig vantaði tilboð um fje til virkjunarinnar. Henni mun því frestað enn um emn. Þjóðleikhúsið. Nú mun eiga að fara að halda áfram byggingu þess í grunninum sem grafinn hefur verið fyrir ofan Safnahúsið við Hverfisgötu, en deilur hafa verið töluverðar um þann stað. Ráðgert er að alt húsið kosti eina miljón og 300 þúsund kr., og á nú fyrst að ganga frá kjallaranum og skólp- veitum til sjávar. Lægsta tilboð í það var frá Komelíusi Sigmunds- syni, 148 þúsund kr., það hæsta (frá Magnúsi Jónssyni) nam 2G8 þús. kr. og 6 tilboð önnur kcmu, það næstlægsta 172 þús. kr. „Gef jun“. Samningar standa nú yfir um það að Samband ísl. sam- vinnufjelaga kaupi klæðaverksm. „Gefjun“ á Akureyri. Flensborgarskólinn. ögmundur skólastjóri lætur af starfi sínu í haust, en við því tekur sjera Sveinbjörn Högnason á Breiða- bólsstað. Kennarar verða Lárus Bjarnason frá Akureyri og sr. Þorvaldur Jakobsson, en Sig. Guðjónsson sem kent hefur þar í mörg ár, fer frá skólanum. Söguprófessorinn. Um sögu- kennaraembættið við háskólann sækja þessir: Árni Pálsson bóka- vörður, Hallgrímur Hallgrímsson bókavörður, Þorkell Jóhannesson skólastjóri, Barði Guðmundsson, Guðni Jónsson, Guðbrandur Jóns- son, Sigurður Skúlason og Jón Dúason. Samkepnispróf mun eiga að fara fram, en mörgum þykir einkennilegt hversvegna það er dregið fram á vetur, en ekki látið fara fram í sumar, þar sem það væri þátttakendum þægilegra og betra fyrir deildina sjálfa að fá skipað í stöðuna sem fyrst. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Edinburgh í Skotlandi frk. Guðrún S. Jakobs- dóttir hjeðan úr bænum og Mr. Alastair MacGilp Watson lögfræð- ingur. Talmyndir ætla bæði bíóin hjer að fara að sýna 1. september. Tækin til þess kváðu kosta um 80 þús. kr. Gustav Neckel prófessor frá Berlín er kominn hingað og flytur nokkra fyrirlestra hjer í háskól- anum í haust. Frá Hafnarfirði til Reykjavík- ur hljóp Magnús Guðbjömsson nýlega í kapphlaupi við tvo aðra á 48 mín. og 19 sek. M. G. hefur unnið sama hlaup 6 sinnum áður og einu sinni farið hraðar, á 45 mín, 34 sek. „Banatilræði við konunginn*. I mjög mörgum erlendum blöðum hefur mikið verið skrifað um Al- þingishátíðina og æríð misjafnt. Til dæmis um þann samsetning, sem sum þeirra bera á borð má geta um grein í Parísarblaðinu La Liberte, sem á að vera frá frjett.a- ritara blaðsins í Kaupmannahöfn 27. júlí. Þar segir, að áður en konungurinn fór í tslandsferð sína hafi hann fengið mörg hót- unarbrjef frá tslendingum, en af því, að hann sje hugrakkur mað- ur hafi hann samt lagt af stað, en haft með sjer öflugt danskt lögreglulið. Það kom einnig í góð- ar þarfir, ásamt íslensku lögregl- unni, því að á Þingvöllum varð vart við þrjár grunsamlegar per- sónur, og ein var kona, úr heldri manna stjett og tilheyrandi sjálf- stæðisflokknum, sem vill slíta öllu sambandi við Dani 1947 (sic ). t fórum þessa fólks fundust skambyssur og vítisvjel, sem þó var ekki í lagi, og með þessu átti að ráða konunginum bana. En snari-æði lögreglunnar fjekk kom- ið í veg fyrir þetta og var reynt að þagga það niður eftir mætti. En eftir á afsa'kaði landsstjór- inn þetta leiðinlega atvik við hans hátign og þannig komst kóngurinn sjálfur að þessu og nokkur blöð gátu einnig komist að því sanna í málinu og hafa sagt frá því í Danmörku! — Ameriskt blað sagði um svipað leyti frá komu konungsins á þann hátt, að enginn hefði tekið á móti hon- um í Reykjavík og að á Þingvöll- um hefðu flestir líka sneitt hjá honum, uns greinarhöfundurinn sjálfur gaf sig á tal við hann. Sagði kóngur honum sínar farir ekki sljettar, því hann hefði átt að fá 12 þúsund dollara á ári fyrir að vera kóngur Islendinga, en þeir væru ekki merkilegri í viðskiftum en svo, að þeir væru hjer um bil ekkert farnir að borga sjer enn- þá. — Ekki er öll vitleysan eins. Pioneers of Freedom (Braut- ryðjendur frelsisins) heitir allstór bók, sem nýlega er komin út í Boston eftir Sveinbjöm Johnson sem lagadeild háskólans hjer sæmdi doktorsnafnbót á Alþingis- hátíðinni. Bókin fjallar um ís- lenska menningu á lýðríkistíma- bilinu 874—1262 og er vel skrifuð. Prentsmiðjan Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.