Lögrétta


Lögrétta - 10.12.1930, Blaðsíða 3

Lögrétta - 10.12.1930, Blaðsíða 3
4 LÖGRJETTA _A_"ba.ila.rcL og Vitur, snjallur, hvatur hann. Heillar þjóðar aðdáð vann. Æðra mannhug enginn fann í öllu Fránkaveldi. Mælskan hans af munni rann meður snild og eldi. Landsins bömum gyltan sannleik seldi. Sveina og meyja muna til sín feldi. Væddur öflgum orðabrandi óður sóknar brautir tróð. Lagði að fótum láð og þjóð. Lukkan gekk í vitrings bandi. — Riddari með muna mæki mannsnild allri bauð á hólm. Lund var prúð, en oflátsólm: allir til hans hrakför sæki, að velli leggist fyrir andans fræki! Allir lofa ’ann einum rómi. Af honum stóð glæstur ljómi, líkt og hæstu hreystigörpum. Huganum svo beitti ’ann skörpum. Vitskujöfur láðs að lýða dómi! Hann var öm. — En hún var dúfa. Hafði lundu fagurljúfa. Listarprýði og fríðleik fáð. Fanst ei æðri mær um láð. Sál var hrein. Og sólskær bjarmi sífelt skein af hennar barmi, aljafnt lágum eins og háum. Unnu heimi fljóð óg menn. Valin bæði og vitur senn. Vinur fáum; ylglóð smáum. öfunduð af illum kvendum einum; vart þó hafði að fjendum ýta neinn, því allir fundu algullið í hennar lundu. Líkt og heilög lafði væri lifði þessi svanni skæri; eður: lilja í aldingarði, sem aldinn fóstri af magni varði. Svo hún ólst í sælu skjóli, í sólskini hjá fríðu bóli; dáð af þjóð — í drauma blundi: drottningin í sínum lundi! Hann var manna hugar-þengill. Hún var blíður friðar-engill. Hún var balsam. Hann var stál. — Hnigu saman andi og sál. — Verða að einu mær og maður. Munabmni funahraður af sjer höftum öllum sviftir, óskabjörgum þungum lyftir. Fálla saman gulli roðnar giftir. Eins og samfoss sælla .strauma, HEeloise. ségul-faðmlag bjartra drauma, heiðgylt glóband hljómatauma: þannig sálir sáman renna, í sunnumóð og lífglóð brenna. Hann var máni, — hún var stjama; hann til sókna bæði og varaa; hún til yndis, óska, prýði: æskufríðust rós hjá lýði! ------En gift er svift, að greipum lögum grimmlegum á vígadögum. Ulur fóstri í óðum móði andarhetju rýður blóði, saurgar garp með limaláti: lýstur unga fóstra gráti; særir hana, að syndir á sig játi. Vist er svift um stað og stundu. En styrkurinn í beggja lundu helst með föstum heillatökum, hvergi spyr að lýða sökum; yfir tíðar atvik brúar upp á leið til hærri trúar; brúar yfir undir nauða, — yfir jarðlíf bæði og dauða. Hetja og svanni í hetju ranni hvíla bæði í fró og næði: saman hjörtun hnigin þreyttu, sem heiminum eitt sinn birtu veittu. Dreyma liðinn óskar-unað, endurborinn fegri munað, vist í sigursölum hæstum signda af helgiskara glæstum. — Alhinst sálir ástarbaraa ætla jeg verði: tvöföld stjama, sem að snýst uni sjálfs sín gleði, svipuð yndi á vígslubeði, sólartrú í sælutæru geði; geislar út um geiminn dýrðar-straumum, glöðum, fegurð þrangnum eilífs-draumum! Ahailard og H<doise voru heimskunnar franskar per- sónur á 12. öld. Abailard er meðal helstu manna kirkju- sögu. Einn alslingasti hugsnillingur miðalda. Heloise varð námsmær hans og síðar unnusta (þótt 20 ár væri á millih Fóstri hennar, tiginborinn, ijet fanta ráðast að Abailard á fömum vegi og skaðmeiða hann. Hvarf hann þá úr heimsglaumi og gekk í klaustur. En óðara rann frægðar- orð hans upp að nýju, og hjeltst skarðlaust fram að dánardægri. Voru þó rit hans bannfærð á kirkjuþingi af mótstöðumönnum. Milli hans og Heloise hjeltst æfilöng andans ást. þau hvila bæði samt í kirkjugarði í París, og má enn, að sögn, sjá móta fyrir leiðum þeirra. Þorsteinn úr Bæ. ((,,socialdemokrata“) segir svo: „Eina ráðið til þess að losna við stefnu socialdemokratanna úr verklýðshreyfingunni, stefnu und- anhaldsins og ósigranna, er að verkamenn myndi sjálfir verk- fallsnefndir“, en í socialdemokrat- iskum verklýðsfjelögum á að stofna minnihlutahópa til að veikja fjelögin og grafa undan leiðtogunum. Að stofmm flokksins kváðu standa 8 kommúnistafjelög, en ekki er getið fjelagatölunnar, en þau munu vera fámenn. Aðalleið- togi flokksins er Einar Olgeirsson framkvæmdarstjóri, en aðrir helstu menn hans eru Haukur Björnsson verslunarmaður, Jón Rafnsson sjómaður og frúmar Ingibjörg Steinsdóttir og Dýrleif Ámadóttir cand. phil. Guðm. Einarsson myndhöggv- ari og málari hefur að undan- fömu haft sýningu í Listvina- húsinu á ýmsum munum úr ís- lenskum leir, sem hann hefur mótað og brent. Fjekk hann brensluofn og öll tæki, sem nauð- synleg eru til þessa, frá Þýzka- landi í sumar, og þýzkur maður, sem lært hefur verkið, vinnur nú að þessu hjá honum. Tilraunimar hafa tekist vel, og Guðmundur telur íslenska leirinn gott efni. Þarna eru nú búnir til bollar, diskar, könnur og ker af ýmsum gerðum, myndir og ýmislegir munir úr brendum leir. Hefur Guðmundur reynt 14 tegundir af leir með ýmsum litum, og er hann i tekinn til og frá um land, en flest- i ar tegundimar eru úr Borgarfirði. | Hjer er um að ræða merkilega byrjun á nýrri iðnaðargrein, sem án efa getur átt hjer framtíð. Dá- lítinn styrk fjekk Guðmundur hjá síðasta Alþingi til þess að kaupa brenslutæki og byrja á verkinu. Háskólinn. Heimspekisdeild og háskólaráð hafa nú úrskurðað ómerka kæra þá, sem Barði Guð- mundsson sendi þeim um hlut- drægni nefndarinnar, sem dæma á um ritgerðir þeirra, sem keppa um söguprófessorsembættið. Þyk- ir ekki ástæða til að ætla, að nefndin hafi beitt vísvitandi hlutdrægni, enda hafi ekki kært nema 1 af keppendum og það ekki undir eins og verkefnið kom fram, heldur þegar liðið var mik- ið af tímanum, sem ætlaður var til samningar ritgerðarinnar. Styrkur til skálda og lista- manna. Umsóknir um hann eiga að vera komnar til Mentamála- ráðsins fyrir 15. jan. næstk. Tog’ari ferst. Það er nú talið víst, að tog- arinn Apríl, eign Islandsfjelags- ins, hafi farist í stóiviðrinu 1. þ. m. á leið frá Englandi. Hann átti ekki langa leið: ófarna til Vest- mannaeyja, er menn á öðrum skipum höfðu síðast fregnir af honum. En síðan hefur ekkert til hans spurtst. Varðskipin bæði, óðinn og Ægir, hafa lengi leitað hans, en árangurslaust. Á honum voru 15 skipverjar og 2 farþegar. Skipverjar voru: Jón Sigurðsson skipstjóri, Jón Ó. Jónsson, 2. vjelstjóri, Kjart- an Pjetursson, háseti, Helgi Guðmundsson, háseti, Pjetur Ás- bjömsson, háseti, Magnús Bryn- jólfsson, háseti, Einar Guðmunds- son, háseti, Kristján Jónsson, kyndari, Páll Kristjánsson, há- seti, Sigurgísli Jónsson, há- seti, Theodór Ólafsson, loftskeyta- maður, Einar Eiríksson, 1. vjel- stjóri, Magnús Andrjesson, há- seti, Eggert Ketilbjamarson, kyndari, Þórður Guðjónsson, mat- sveinn. Annar farþeginn var Pjetur Hafstein lögfræðingur og bæjar- fulltrúi, sonur Marinós Hafsteins fyrv. sýslumanns, en nafn hins mannsins hefur Lögr. ekki heyrt. -------------o--- Morðtilraun í danska þinginu. Það gerðist í gær í danska þinginu, er Steinke ráðherra lagði þar fram „social“-frumvörp sín, kl. nál. 4, að skotið var úr skammbyssu á áheyrendabekkj- unum og miðað á ráðherrann. En um leið var- slegið undir hönd þess, sem skaut, svo að skotið fór í loft upp og náði engum manni. Hafði eitthvert hvis heyrst um það á undan, að eitt- hvað óvenjulegt stæði til, og var því leynilögreglumönnum dreift um áheyrendabekkina, og þáð var einn þeirra, sem sló hönd til- ræðismannsins, er hann miðaði á ráðherrann. Tilræðismaðurinn heitir Charles Nielsen og er garð- yrkjumaður. Hann er kommún- isti. Hefur hann verið tekinn fastur ásamt 5 öðrum mönnum úr fjelagi einu, sem nefnist „Fje- lag húsnæðislausra manna“. ----o---- Doktorsritgerð ætlar Halldór læknir Kristjánsson, sonur Krist- jáns heitins Jónssonar dómstjóra, að verja við Khafnarháskóla nú eftir áramótin. Hún fjallar um berklaveiki í börnum. Gjafir til Hallgrímskirkju (afh. sjera Einari í Saurbæ): Frá Sv. H. í Kjós 3 kr., frá N. N. á Akra- nesi (í rjettunum) 10 kr., frá stúlku í Hvalfjarðardölum(áheit) 5 kr. Samt. 18 kr. Núpsskólinn. I hann hefur verið leitt rafmagn nú í -haust og hefur Bjarni á Hólmi bygt stöðina. Vjel- arnar eru af nýjustu gerð og hefur stöðin, að sögn, kostað 28— 30 þús. kr. Prentsmiðjan Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.