Lögrétta


Lögrétta - 29.04.1931, Blaðsíða 2

Lögrétta - 29.04.1931, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA LOGRJETTA 3 I >—..........—.......................... l LÖGRJETTA Utgefandi og rítatjóri: potittlai Sfilaooi pingfiollastrseti 17. Sími 178. Inohiimta og afpillria í Laekjargótu 2. Slmi 186. og hann átti kyn til. Hann gerði þar t. d. ýrtisar skjala- og kvæða- uppskriftir fyrir Jón forseta Sig- urðsson og var honum allvel kunnugur og hafði Jón mætur á honum. Frá fíkotlandi fór I. E. aftur til Hafnar og var jafnvel á þessum árum að hugsa um að setjast þar að, eftir brjefum að dæma frá honum til Konráðs Gíslasonar. Úr því varð samt ekki og 1878 varð hann landfó- getaskrifari í Reykjavík. Eftir þetta fóru smámsaman að hlað- ast á hann fleiri og fleiri störf, enda var hjer ærin þörf fyrir góðan starfsmann með hans sjer- þekkingu. Hann varð endurskoð- andi landsreikninganna (1879), fulltrúi í fjármáladeild stjómar- ráðsins er heimastjóm komst á 1904 og skrifstofustjóri þar 1909 og gegndi því starfi uns hann fjekk lausn í ársbyrjun 1918, til þess að hann gæti gefið sig að ritstörfum. Hann var þingmaður Vestmannaeyinga 1891. I. E. hafði þannig starfað sem embættismaður í 40 ár og haft afskifti af mörgum málum, s. s. samningu fjárlaga. Annars voru það ýmiskonar hagfræðastörf, sem hann lagði fyrst og fremst áherslu á og hann stjómaði ár- um saman útgáfu Landshags- skýrslnanna og samdi sjálfur margt í þeim. Harald Wester- gaard prófessor, einn af merk- ustu hagfræðingum nútímans, hefur komist svo að orði, að Indriði hafi lagt grundvöll íb- lenskrar hagfræði. Haxm ljet sjer oft ekki nægja að þylja tölurnar tómar — þótt hann væri ná- kvæmur fræðimaður — hann gerði hagfræðina einnig að lif- andi, hagnýtri vísindagrein, í ýmsum inngöngum sínum og at- hugasemdum við skýrslumar og er ýmislegt af þeim skrifað af fjöri og lipurð, sem einkennir margar greinar Indriða. Það liggur í augum uppi, að maður, sem stjórnaði allri hagskýrslu- gerð landsins í 33 ár muni hafa orðið stórfróður um íslenskan þjóðarhag, enda munu fáir eða lengir hafa staðið honum á sporði í þessum efnum á þeim áram. En Indriða nægði ekki bóklegur fróðleikur um þetta, hann hafði einnig áhuga á því, að gera nið- urstöður hagfræðinnar arðber- andi í praktisku pólitísku lífi eða athafnalífi þjóðarinnar og tókst sumt af því, en sumt miður. Hann fór, kringum 1880, að skrifa um seðlabanka og urðu til- lögur hans í því máli ofan á á þingi 1883, en þegar til fram- kvæmda kom, var bankinn, sem stofnaður var á þessum áram (Landsbankinn 1886) reistur á nokkuð öðrum grandvelli. Á bankamálum hafði I. E. ávalt mikinn áhuga og hafði allmikil áhrif á stofnun og starfrækslu íslandsbanka og var um skeið endurskoðandi hans. Indriði beititi sjer einnig (1891) fyrir stofnun íslensks brunabótafjelags eða sjóðs, en hugmynd hans náði þá ekki fram að ganga og ekki fyr en 1915, að samþykt voru lög um áþekt fjelag. Indriði hefur einnig skrifað ýmsar fræðiritgerðir um hagfræði, s. s. um kosningar (1880), um peninga (1890), um peningaverð á Islandi (1907) og um þjóðareign og auð o. fl. 1879 þýddi hann Meginatriði þjóð- megunarfræðinnar eftir Block. Af greinum hans úr Lands- hagsskýrslum má nefna yfirlit yfir mannfjölda á 19. öld (1904), ýmislegt um hagsögu Reykjavík- ur o, fl. Það er sanngjamt að dvelja nokkuð ítarlega við þessar hliðar á starfsemi I. E., því að þessi störf hans eru merk og voru að vissu leytá brautryðjandi á sín- um tíma, en hafa í meðvitund manna horfið nokkuð í skugga annara starfa hans, sem gert hafa hann vinsælastan innan- ’ands og þektastan utanlands. Það er skáldskapur hans. Hann hneigðist snemma að skáldskap, orkti kvæði, sem ekki kveður að, og leikrit, sem höfðu mikil og merk áhrif. Indriði er að vísu ekki fyrsti maðurinn, sem semur íslensk leikrit. Sigurður Pjetursson var þar brautryðjandí og Matthías Jochumsson o. fl. höfðu samið önnur leikrit, sem urðu vinsæl. En I. E. er eiginlega fyrsti íslenski rithöfundurinn, sem er sjer þess meðvitandi, að hann er leikritaskáld fyrst og fremst og hefur altaf leiksviðið í huga og sækir frá upphafi rak- leitt að því marki, að skapa sjálfstæða inntenda leiklist. Á brjefum frá æskuárum hans (ó- prentuðum, úr fórum Konráðs Gíslasonar) má sjá, að hann hef- ur þá þegar verið farinn að velta fyrir sjer ýmsum viðfangsefnum, sem hann gerði Beinna leikrit úr, t. d. Dansinn í Hruna. Hann samdi fyrsta leikrit sitt meðan hann var skólapiltur (Ný- ársnóttina 1872). Siðan hefur hann samið Hellismenn (útg. 1897), Skipið sekkur, Sverð og bagal (1897), Systkinin í Fremstadal (óprentað, en leikið 1899) og síðast Dansinn í Hruna. Sum af ritum þessum hafa ver- ið þýdd á dönsku, ensku og þýsku og öll leikin hjer nema Sverð og bagall, en það rit var leikið í Hamborg árið 1913. lndriði Einarsson hefur einn- ig þýtt Víkingana á Hálogalandi (með E. Brim) og ýms leikrit til sýningar fyrir Leikfjelagið og á síðustu árum mörg af sögu- og gleðileikritum Shakespeares. — Leikrit I. E. eru misjöfn, þau bestu, Sverð og bagall og Dans- inn í Hruna, eru meðal helstu verka úr ísl. bókmentum samtím- ans. Nýársnóttin varð þó einkum afar vinsæl, leikin yfir 200 sinn- um. Þýðingum á leikritum I. E. hefur einnig verið vel tekið, t. d. lauk Swinburn lofsorði á Sverð og bagal. I. E. hefur mjög næmt auga og eyra fyrir því sem vel fer á leiksviði. Leikrit hans eru hugsuð á leiksviði og fyrir leik- svið og það besta í þeim er fult af hispurslausu lífi og leikrænum krafti. Náskylt þessu er starf I. E. að eflingu innlendrar leiklistar og stofnun leikhúss (sbr. greinar hans í Skírni, Lögrjettu og Óðni) og afskifti hans af Leikfjelagi Reykjavíkur eru alkimn. Um I. E. mætti margt fleira segja, t. d. um bindindisstarf- semi hans, en þess er ekki kostur í blaðagrein. En margir munu hugsa til hans nú, því að hann hefur lengi og víða komið við ís- lenskt þjóðlíf og látið mörg mál til sín taka á eftirminnilegan hátt ög ágætan og hartn heyrir, sem opinber starfsmaður óg * rithöfundur, sögunni til og mun þar á sínum tíma eignast sinn kapitula. En hartn á einnig per- sónulega ítök í miklum fjölda manna fyrir viðkynningu sína við þá. Þeir vita það, að auk þess sem hann hefur verið embættis- maður og rithöfundur, er hann alúðlegur og skemtilegur snyrti- maður í framgöngu, fróðleiks- maður, sem gott er að ræða við um mörg mál og allra manna glaðastur í vinahóp. Undir það renna því margar stoðir, að Ind- riða Einarssonar sje minst á þessu afmæli hans. --o-- Þingrofið 14. apríl 1931. I. Þingrof er tvenns konar eft- ir ákvæði konungs, þingrof, er verka skal síðar, og þingrof, er verka skal strax við birtingu. Hið fyrra varðar oss eigi í þessu sambandi, og skal því hjer : sleppt. I því tilviki er Alþingi rofið ákveðinn dag, til tekinn í brjefinu. Hið síðara skal hjer Jítillega gjört að umihugsunarefni vegna lögskýringar Einars Amórssonar prófessors*). II. Prófessorinn virðist ætia, að með slíku þingrofi sem þessu sje Alþingi slitið og aðrir hafa sagt, að þetta sje einhver hin mestu þingslit, því að þetta þing eigi ekki og geti ekki komið saman aftur. Það virðist svo, að prófessor *) Ásakanir í hans garð um hlut- drægni eða vanþekkingu eru ósæmi ilegar. Einar sje þessu samþykkur, a. m. k. el'tir þeim orðum hans, að að eins hafi verið vanrækt að fá umboð konungs til að slíta þing- inu; það sje afbrot, en þinginu sje þó slitið. 1. Hann virðist því halda því fram, að 18. gr. stjskr. eigi við um þingrof þetta beint, eða fyr- ir lögskýringu á 18. gr. Þar stendur, að þingi megi ekki slíta fyrr en fjárlög eru samþykkt. Þá megi þing heldur eigi rjúfa, vegna þess að þingrof strax sje þingslit. Þetta byggist á þeirri hugsim- arvillu, að þingi sje slitið um leið og það er rofið með þeirri verkun að hætta störfum strax. En rofnu þingi verður alls eigi slitið. Það er ekki unt. Þing, sem er rofið, er ekki lengur til, og því, sem ekki er til, verður ekki slitið. Þarf í raun rjettri ekki annað, ef menn segja þingrof er þingslit, en að snúa þessu við, þingslit er þingrof, þá sjest hugs- unaraillan. Það, sem villir menn, er það, að Alþingi starfar ekki meir, í báðum tilvikum (hættir störfum, nema því hafi verið slitið áður en þing var rofið). Ef því 18. gr. segði: „Alþingi má eigi hætta störfum fyr en fjárlög eru samþykkt“, þá kæmi 18. gr. til greina beint um þing- rof. En það segir sú grein ekki, og hefði það þó legið beint við, ef það hefði verið tilgangurinn og átt að gilda. En þetta, að Alþingi starfar ekki eftir það og óafgreiddar gjörðir þingsins ónýtast í báðum tilvikum, er það, sem þessu tvennu, þingrofi og þingslitum, er sameiginlegt. Alþingi, sem rofið var 14. apríl s. 1., er ekki slitið og getur aldrei orðið slitið. Konungur hefur ekki slitið þvi. Hvorki er sá verkníuður framinn nje hefur sams konat* á- stand skapast. Því það stoðar ekki að halda því fram, að þingslit megi skýra öðru vísi en svo, að þau verða að gerast með konungsboðí um þingslit. Sam- kvæmt 18. gr. getur ertginn nexria konungur slitið Alþingi. Sú at- höfn verður því að fara fram. Stjói'narskrárgjafinn vissi vel, að þingslit fóru fram á þennan hátt og eigi annan. að þá má kveðja þing til auka- funda hve nær sem er, nema rof- ið hafi verið ©ftir þingslit. að þá á þing eigi endilega að koma saman aftur á árinu. að þing getur eigi komið sam- an af sjálfsdáðum á árinu, nema rofið hafi verið á eftir þingslit- um. Þingslit er sem sje annað og meira en það, að þing hættir j störfum. Það er fastákveðinn verknaður með ákveðnum verk- j unum, sem ekki eru einungis rök- ! rjettár afleiðingar af því hugtaki I (orði), heldur þvert á móti lög- í bundnar. ! Sje áftur á móti um þingrof að ! ræðá, verðUr að skýra það svo, að þá verður það að gerast með konungsboði um þingrof(20. ! gr.)r að umboð allra þingmanna nema hinna 6 landkjörnu fellur niður, sVo að þing er leyst upp og er ekki til lengur, að þing getur eigi orðið kvatt til aukafunda fyr en kösningar hafa fram farið (innan 2 mán.), að þá á þing endilega áð koma saman innan lögxriælts f xæsts, að eftir nýju kosriingarnar get- i ur þing komdð samari af sjálfs- dáðum, ef stjórnin skyldi van- rækja að kalla það samári innan 8 mán., og er skylt að korna sam- an aftur á árihu, ef fjárlög hafa eigi verið samþykkt á reglulega þingiriu, en árið ætlar að líða svo, að stjórnin kalli það eigi saman. Þessi skylda hvílir á þingmanni hverjum þá, alveg eins og álitið er, ef stjómin ætlar að van- rækja skyldu sína um að kalla saman reglulegt þing fyi*ir 15. febr. ár hvert. — Þetta leiðir af því að landið má aldrei verða fjárlagalaust. Það er stjómskipu- leg nauðsyn. Beint eða fyrir lögskýringu á 18. gr., getur hún því ekki heim- fterst um þingrof, þó með þess- um hætti sje. 2. Þá er spuming, hvort 18. gr. getur gilt um þingrof óbeint eða fyrir lögjöfnun. Þegar um lögjöfnun á að vera að ræða, verður tvent að vera fyr- ir hendi: a) Það atriði, er lög- jafna á til. verður að vera ólög- skipað og b) Það verða að liggja i sömu eða svipaðar orsakir til að regla hins lögskipaða atriðis, er lögjafna á frá, geti beitst um hið ólögskipaða atriði, er lögjafna á til. Samá meginregla laga (ratio juris) verður að búa að baki hvors tveggja. Hjer er um anda laganna (Tesprit des lois) að ræða. Hvorugt er fyrir hendi hjer, og nægir þó, að annað tveggja bresti, til þess að ekki geti orðið lögjafnað. Ad. a. Sje 20. gr. rjett skýrð og án nokkurrar þrengjandi lög- skýringár sem er heimildarláus vegna tilgangs þirigrofs, sem er ]\ióðræði, ef þingræðið brestur,þá felát í heimi það, að þing má rjúfa í þessum tilgangi, hve pær DOSTOJEFSKIJ: Glæpm* og refsing. Þetta vai' nú ógerningur. Getið þjer svo ímyndað yður hvað jeg gerði, hvað reiðin gerði mig örvita? Gerið þjer aldrei neitt í bræði, Raskolnikof? Jeg gerði ráð fyrir því, að systir yðar væri blásnauð. — Þjer fyrirgefið, það var eáginlega ekki þetta orð, sem jeg ætlaði að nota, en það skiftir engu, ef það gefur hugmynd um meininguna. Jeg hugsaði nú serri svo í stuttu máli. Hún lifir á handafla sínum, vinnur fyrir móður sinni og yður — hvern fjand- aim eruð þjer nú að ygla yður aftur — jeg ákvað þá að bjóða henxíi alt það, sem jeg átti af peningum og jeg gat þá haft handbærar um 30 þúsund rablur, en hún átti að flýja með mjer til dæmis til Pjetursborgar. Auðvitað ætl- aði jeg svo að sverja henni eilífa ást og eilífa trygð og þessháttar. Hvort sem þjer trúið því eða ekki þá var jeg altekiim af henni þá og ef hún hefði sagt mjer að myrða eða eitra fyrir konuna mína og giftast sjer, þá hefði jeg gert það umsvifalaust. En — þetta endaði alt með þeirri skelfingu, sem þjer þekkið. Þjer getið farið nærri um það hversu reiðin svall í mjer þegar jeg komst á snoðir um það, að konan mín hafði grafið upp þennan vesæla lúsa- blesa, hann Lusjin og hafði næstum því komið hjóna- bandi milli þeirra í lag, en það var í raun og veru það sama og jeg bauð henni, nokkurnveginn það sama, já, nokkurnveginn alveg það sama, var ekki svo? Jeg sje það, að þjer hlustið með athygli á orð mín, merkilegi, ungi maður ... , Svidrigailof barði hnefanum í borðið, og var hinn æstasti. Hann var orðinn stokkrjóður. Raskolnikof veitti því athygli að kampavínið, er hann hafði drukkið hafði æst hann mikið, þótt hann reyndi að sitja á sjer — og hann einsetti sjer að nota tækifærið, því honum virtist Svidrigailof æ grunsamari. — Jeg er alveg sannfærður um það, þegar jeg hef heyrt frásögn yðar, að þjer hafið tekist þessa ferð á hend- ur vegna systur minnar eingöngu, sagði hann umsvifa- laust. — Jæja, hættið þjer nú þessu, sagði Svidrigailof og virtist alt í einu átta sig. Jeg hef nú sagt yður það ... og þar að auk vill systir yðar ekki líta við mjer. — Það er jeg líka viss um, að hún vill ekki. En nú er um alt annað að gearia. — Eruð þjer í raun og sannleika viss um það, að hún vilji ekki líta við mjer? Svidrigailof dró augað í pung og glotti háðslega. —- Þa ðer rjett að hún elskar xriig ekki. En fullyrðið þjer aldrei neitt um það, sem átt getur sjer sitað milli hjóna, eða milli manns og ástmeyjar hans. Á þessum sviðum era einlægt til allskonar krókar og kimar, sem enginn þekkir nema þau tvö, sem í hlut eiga. Þorið þjer að ábyrgjast það, að systir yðar hafi aldrei litið mig öðra vísi en illu auga? — Ýmislegt í oiðum yðar bendir á það, að þjer hafið nú eitthvað ilt í hyggju gagnvart Dúnju. — Jæja, skyldi virkiiega eiftthvað slíkt hafa hrokkið út úr mjer? -— Þetta kemur líka upp um yður, af hverju eruð þjer hræddur? Af hverju verðið þjer alt í einu óttasleg- inn? — Jeg — hræddur? Kannske hræddur við yður? Ha, ha. Það eruð þjer, cher ami, sem hafið ástæðu til þess að óttast mig. Jæja, en hvaða þvaður er þetta, jeg sje að jeg er að verða ölvaður, jeg hafði næstum því talað af mjer. Fari þetta nú til fjandans. Komið þið með vatn. Hann þreif flöskuna og senti henni umsvifalaust úi um gluggann. Þjónninn kom með vatn. — Þetta er alt þvættingur, sagði hann, vætti þurku og bar hana að gagnauga sjer. — Jeg gæti stungið upp í yður með einu orði, eytt öllum grun yðar. Vitið þjer til dæmis, að jeg ætla að gifta mig? — Þjer hafið sjálfur sagt mjer það. — Jæja, sagði jeg yður það? Því hef jeg gleymt. Jeg gat að minsta kosti ekki fullyrt neitt um það þá, jeg hafði þá ekki sjeð konuefnið mitt. Nú á jeg heitmey. Málið er útkljáð. Ef jeg þyrfti ekki nauðsynlega í brýnt erindi, þá skyldi jeg fara með yður í heirasókn til hennar. Jeg vildi líka sækja ráð til yðar. Er^l allrar bölvunar á jeg ekki neiria tíu mínútur eftir. Líi^ þjer sjálfur á úrið. Jeg skal annars fúslega segja yðó frá þessu hjónabandi. Málið er merkilegt, á -síria vísu at^ritað. En hvert eruð þjer að halda, eða hvert erað þjer,)® fara? — Nei, nú fer jeg ekki^rf. — Jæja, svo þjer æt$ alls ekki að fara? Jæja, við sjáum nú hvað setur. Við^um báðir saman til þess að athuga hestvagna. Það er ^veðið, en það verður ekki í þetta sinn. Þjer verðið b'áðum að fara. Þjer farið til hægri, jeg til Vinstri. Þekki^ bjer maddömu Rösslich, þá, sem jeg er nú til húsa Þekkið þjer hana, það er sem sje þessi sama Rössich, gem sagan gengur um, þessi sem þjer kannist við, >essi um litlu stúlkuna hjerna um veturinn. Takið þjer tó eftir. Það er sem sje þessi sama maddama Rösslich, hefur komið þessu hjóna- bandi í kring fyrir mig. »^3er leiðist“, sagði hún við mig. „Þú verður að skemtakter eitthvað“. Jeg er venju- lega þungbúinn og leiðinle^llr> en þjer haldið að jeg sje fjörugur. Nei, jeg er þungl?ndur jeg geri engum manni mein, jeg hýrist í mínu horii- Það hefur komið fyrir, að ekki hefur teygst úr mjeí °rð í þrjá daga. Þessi mad- dama Rösslich er eiginlega mrparakvinna, skal jeg segja yður. Það, sem undir bjó hj* henm í þessu máli, er þetta: Jeg verð fljótt leiður á KmUnni minni, hugsar hún, og hún fellur þá í hlut maddöriu Rösslich, sem síðan lætur hana ganga milli fínna of-Ýínasta fólksins. Þessi mad- dama Rösslich hefur benf mjer á gigtveikan, gamlan embættismann, sem hefur nu verið karlægur í þrjú ár. Kona hans er þokkalegui' ^venmaður. Sonur þeirra er starfandi einhversstaðar úti1 sveit, en hjálpar foreldram sínum ekkert, önnur dóttií111 er g-ifit og hefur ekkert samband við heimili foreldí* sinna og yngri dóttur sína hafa þau orðið að taka úr sfcólanum, en þurfa þar að auki að sjá fyrir tveimur frændu111 sínum. Yngri dóttir þeirra verður sextán ára núna e^ir mánuð og eftir mánuð er því hægt að giftast henni tað er hún, sem maddama Rösslich ætlar mjer. Við ókum þangað. Það var hlægileg heimsókn. Jeg sagði til mín — gósseigandi, ekkjumaður, af góðri ætt, hafði fín sambönd, efnaður. Hitt skiftir engu máli, að jeg er fimtugur en hún sextán ára. Hver hirðir um það? Og þetta er talsvent girnilegt, er ekki svo, talsvert gimilegt? Ha ha. Þjer hefðuð átt að heyra míg tala við foreldrana —■ það var peningavirði að heyra það. Loksins kom telpan inn og hneigði sig, hún er ennþá í stutitum kjól, lokaður blómhnappur, rjóð og skínandi eins og bjartur morgunhiminn. Auðvitað hafði henni ver- ið sagt frá öllu saman fyrirfram. Jeg veit ekki hváða smekk þjer hafið á kvenfólki, en mjer sýnast þessi barns- legu augu, feimnin og vandræðasvipurinn, vega upp á móti hinum mesta fríðleika. Hún er líka lagleg, ljóshærð, fótsmá og með rjóðar varir, indisleg. Jæja, jeg kyntist hama fjölskyldunni og ljet á mjer skilja, að af heimilis- ástæðum vildi jeg helst flýta málinu. Daginn eftir feng- um við svo blessunina. 1 hvert sinn þegar jeg kem þang- að núna tek jeg hana í keltu mjer og sleppi henni ekki andartak. Jæja, hún kafroðnar og jeg kyssi hana sí og æ. Mamma hennar segir henni auðvitað, að jeg sje mað- urinn hennar og að þá tilheyri þetta. Þetta er alt af- bragð. Og mjer þykir eiginlega meira til þess koma, að vera trúlofaður en giftur, því að í trúlofunum er svo að segja la nature et la verité, ha, ha. Jeg hef stöku sinnUm talað við hana, telputetrið, og hún er alls ekki illa ýefin. Stundum stelst hún til þess að horfa á mig svo að mig kitlar allan. Vitið þjer það — hún er á svipinn eins og madonna Rafaels. S vipurinn á sixtinsku madonnu er tryllingslegur, er ekki svo, í honum er dularfull þjáning eða einhverskonar heilög brjálsemi, hafið þjer aldrei tekið eftir því. Jæja, svona er nú svipurinn á unnust-, unni minni. Daginn eftir, að við höfðum fengið blessun- ina færði jeg henni gjafir fyrir hálft annað þúsund rúbl- ur, demantamen, perluhálsband, stór snyrtingatæki úr di'ifnu silfri og fleira, svo að andlit hennar, guðsmóður- andlitið, ljómaði. I gær tók jeg hana í keltu mjer, en jeg hef líklega gert það eitthvað hranalega, því hún stokk- roðnaði og tárfeldi. Allir fóra út andartak og við vorairi aleiri. Þá fjell hún alt í einu um hálsinri á mjer, í fyrsta skiftið ótilkvödd, kysti iriig og sór það, að hún skyldi verða mjer hlýðin, trygg og góð eiginkona og gera riiig hamingjusaman og eyða ölhl lífi sínú, hverju andartaki tilvéra sinnar, til þess að gera mjer til geðs. Á riióti vildi hún einungis hafa virðingú mína, meira, sagði hún, þarf jeg ekki, og alís engar gjafir. Þjer verðið að játa það sjálfur, að þegar alt þetta er sagt í mestu heimulegheit- um og sakleysi af sextán ára sitúlku, þá er það talsvert girnilegt, mjög gimilegt alt saman og það ef ekki litils virði. Jæja, við ökum þá saman heim til unnustunnar minnar, en ekki núna. — Svo þessi mikli munur á aldri og þroska vekur girnd yðar og þjer ætlið að ganga að eiga hana? — Hvað? Auðvitað giftist jeg henni. Hver er sjálf- um sjer næstur og skemtilegustu lífi lifir sá, sem best kann að blekkja sjálfan sig, ha, ha. Hafið þjer ofurselt sjálfan yður dygðinni með húð og hári? Lítið þjer líkn- samlega á mig, syndugan vesalinginn, ha, ha. — Og bömum Katerinu Ivanovnu harð þjer komið fyrir. Nú skil jeg hvernig í öllu liggur. — Jeg er mesti barnavinur, mjer þykir vænt um börn, sagði Svidrigailof hlæjandi. Jeg get sagt yður af því dálitla sögu, sem reyndar er ekki lokið ennþá. IJndir eins fyrsta daginn, sem jeg var hjerna steypti jeg mjer á kaf í allan óþverrann, og það af mestu græðgi eftir sjö ára fjarveru. Þjer hafið ef til vill tekið eftir því, að jeg hef alls ekki hraðann á í því að leita uppi mína fyrri klíku, mína gömlu fjelaga. -Jeg vil einmitt komast hjá þeim í lengstu lög. Jeg skal trúa yður fyrir því, að meðan jeg átti heima uppi í sveit hjá Mörtu þá þjáðist jeg oft af endurminningunni um alla þá króka og kima, sem hægt er að leita til í þessháttár erindum. Ja, fjandinn fjarri mjer — allur almenningur eyðileggur sig á drykkjuskap, mentaðir æskumenn leggjast í leti og draumarugl og heila-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.