Lögrétta - 19.08.1931, Blaðsíða 1
XXVI. ár.
Reykjavík, miðvikudaginn 19. ágúst 1931.
31. tbl.
Um víða vercPd
Vísindin og lífið.
Sir Arthur Eddington.
Sir Arthur Eddington prófess-
or í stjörnufræði við háskólann í
Cambridge í Englandi er einhver
frægasti og snjallasti stjörnufræð-
ingur og' náttúrufræðingur nútím-
ans. Lesendum Lögrjettu eru
kunnar ýmsar skoðanir hans því
að hjer í blaðinu hefur við ýms
tækifæri verið sagt frá ritum hans
og rannsóknum. Hann er í tölu
þeirra fræðimanna, sem best eru
orði farnir, hann skrifar skettiti-
lega og læsilega um hin erfiðustu
efni. Kunnur enskur rithöfundur
J. W. N. Sullivan átti nýlega tal
við Sir Arthur og bir,tist sam-
tal þeirra í Observer og af því að
þar er vikið að ýmsum merkum
viðfangsefnum verður sagt hjer
frá samtali þeirra.
— Eruð þjer á sömu skoðun og
Einstein um það, að hugmyndir
nútímavísindanna sjeu sprottn-
ar af trúaráhrifum? spurði Sulli-
van.
— Jeg er smeikur við það, svar-
aði Eddington, að jeg geti ekki
gefið neinar sjerlegar upplýsingar
um þetta. Andstaða trúarinnar
gegn efnishyggjunni er nútíma-
vísindunum sjálfsagt til mikiis
hagræðis. Hún ætti að geta hjálp-
að okkur til þess að sjá ýmsa
möguleika og varast ýmsar bolla-
leggingar, sem valdið hefðu hinum
gömlu efnishyggjumönnum erfið-
leikum.
Forlög og vísindi.
— Ef jeg man rjett játar Ein-
stein stranga forlagatrú. Hann
trúir því að alt sje fyrirfram á-
kveðið. Álítið þjer þetta ósam-
rýmanlegt trúarskoðunum hans?
— Nei. Jeg sjálfur er ekki trú-
aður á það, að alt sje fyrirfram
ákveðið. Mjer virðist það andstætt
ósjálfráðum tilfinningum okkar og
þeim sönnunargögnum, sem fynr
hendi eru. í raun og "veru trúir
hver maður á sjálfstæði vilja síns.
Okkur veitist erfitt að trúa því,
að allar óorðnar athafnir okkar
sjeú svo að segja „skrifaðar í
stjörnunum“. Og að því er snertir
nýustu kenningar um efnið höf-
um við orðið að fást við grund-
vallarsetningu (princip) hins óá-
kveðija. Elektronin hreyfast ekki,
að því er við best getum sjeð,
eftir lögum, sem sjeu strang-
lega fyrirfram ákveðin. Við getum
ekki sagt það fullkomlega fyrir
hvernig þau .muni haga sjer og
mjer virðist þetta ekki vera af
því sprottið að. athuganir okkar
sjeu ófullkomnar í svipinn heldur
sje þetta vottur um ákveðið ein-
kenni á alheiminum. Það er hugs-
anlegt að einn góðan veðurdag
höllumst við aftur að vísindalégri
forlagakenningu. Andstaða hennar
verður ekki sönnuð, en nú sem
stendur kem jeg ekki auga á neitt
sem orðið geti til þess að snúa
mjer.
— í hverju er alment gildi vís-
indanna fólgið að yðar áliti?
— Getið þjer ekki orðað spurn-
ingu yðar skilmerkilegar ?
— Sumir álíta að tilverurj ettur
vísindanna sje fólginn í því gagni
sem af þeim getur orðið. Ef menn
hugsa svo getur listin varla átt
nokkurn rjett á sjer. Geta vísind-
in að yðar áliti, haft samskonar
rjett á sjer og listin?
Fuilkomnun mannkynsins
og vísindi og listir.
— Við verðum fyrst að koma
okkur saman um það, hvað það
er að okkar dómi, sem mannkynið
keppir að. Jeg fyrir mitt leyti get
ekki trúað því, að mennirnir lifi
til þess eins að geta sífelt fleiri
miljónir manna. Mannkynið hlýt-
ur á einhvern hátt að keppa að
aukinni fullkomnun og vísindi og
listir eiga rjett á sjer að því leyti,
sem þau greiða fyrir því að kom-
ist verði að því marki. Þegar far-
ið er fram á fjárveitingar tíl full-
komnunar á vísindalegum rann-
sóknum verður auðvitað að leggja
áherslu á hagnýtt gildi vísind-
anna, en hið sanna og raunveru-
lega gildi þeirra er á alt öðru
sviði. Jeg trúi því að vísindi og
listir valdi því að mannkynið geti
smámsaman nálgast það, að gera
að veruleika þá algildu verðmætis-
hugsjón, sem veldur því að í
lífinu er skynsemi og tilgangui-.
— Þjer trúið þá á alg'ild verð-
mæti?
— Það ger’um við eiginlega allir,
að því er mjer virðist.
— Líf, sem algerlega væri helg-
að vísindunum væri þá ekki, að
yðar áliti, ófullkomið líf? Þjer
fallist því ekki á hina hellensku
hugsjón um líf, sem fyrst og
fremst sje einkent af jafnaðar-
geði og samræmi?
— Jeg held að við þurfum á
að halda mönnum af ýmsum gerð-
um og persónulega er jeg ekki
tiltakanlega hrifinn af fólki, sem
hefur jafnaðargeð einkum til síns
ágætis. Við þurfum ekki heila
kynslóð af þesskonar mönn-
um sem Newton var, en líf New-
tons var að minú viti gott líf.
Mjer sýnist líka líf helgra manna
vera gott líf. Jeg álít að maður-
inn eigi að hafa mörg áhugamál,
en einkum þesskonar, að þau sjeu
honum til uppörfunar og geti gert
hann hæfari en ella til þess1 að
gegna köllun sinni af meiri áhuga
og einbeitni. Það líf sem einkent
er af algerðri ást á algildisverð-
mætinu, er gott líf.
— Mannkynið hefur þá með
öðrum orðum náð takmarki full-
komnunar sinnar þegar það hef-
ur öðlast fullkomna þekkingu á
þessum verðmætum?
— Jeg álít ekki að staðræn
(static) fullkomnun sje æskileg.
Lífið verður að vera fult afls og
hreyfingar (dynamic). Það er t.
d. einstaklega sennilegt að mann-
kynið á okkar dögum sje ekkf
betra en það var fyrir tvö þúsund
árum, en það er öðruvísi, og það
er í sjálfu sjer gott og blessað.
Ef mannkynið næði staðrænni
fullkomnun þá væri úti um það,
því þá væri ekki framar til neinn
möguleiki þess að sftapa meira og
þar af leiðandi væri ekkert til,
sem gerði lífið vert þess að lifa
því.
Uppruni lífsins og meðvitundin.
— Álítið þjer að lífið á þessari
jörð hafi orðið til af hendingu,
eða álítið þjer, að það sje liður í
kerfi ?
— Jeg álít að það sje vel mögu-
legt að lífið, sem efnisfyrirbrigði,
hafi orðið til af hendingu. Mjer
virðist ekkert þurfa að vera til
fyrirstöðu þeirri hugsun að lífið
hafi þróast á einfaldan hátt úr
efniskendum uppruna. Það er
meira að segja hugsanlegt að einn
góðan veðurdag verði þetta sann-
að með tilraunum. En mjer virð-
ist meðvitundin heyra til alt öðru
sviði. Og það er meðvitundin sem
á veltur. Þegar rætt er um eðli
og uppruna hlutanna verður ávalt
að gera ráð fyrir henni. Sjálfur
hinn efnislegi alheimur er ráðn-
ing á vissum myndum (symbols)
sem birtast meðvitund okkar. Ef
við tölum um tilveru efnislegs al-
heims þá gerum við um leið ráS
fyrir tilveru meðvitundar. Það,
að tal^a um tilveru einhvers, hefur
því aðeins einhverja meiningu í
sjer fólgna, að vjer skoðum það
sem hluta í vefnaði meðvitundar
okkar.
— En samkvæmt kenningu
stjörnufræði og jarðfræði hafði
jörðin átt sjer langa æfi áður en
vart varð nokkurrar meðvitundar
á yfirborði Jiennar. Var jörðin þá
ekki til í veruleikanum ?
— Við hvað eigið þjer þegar
þjer talið um veruleikan? Liðinn
veruleiki jarðarinnar er veruleiki
fyrir mjer að því leyti sem hann
er ofinn inn í veruleikavef minn.
Jeg held, að það sje ekki orðið
ojckur ljóst, við hvað við eigum
með orðinu „tilvera“. Hugsunin
um liðna tilveru áður en veruleik-
inn kemur til sögunnar er mjög
óljós hugsun.
Kjör vísindanna.
— Hvað segið þjer um skift-
ingu álits, fjár o. þ. h. í heimin-
um eins og hann er nú? Álítið
þjer að með því skipulagi, sem nú
er, sje stutt að því að hinn gild-
ismesti árangur náist?
— Jeg álít að á almenningi og
almenningsáliti sjeu' bæði góðar
og slæmar hliðar fyrir vísindin.
Það er að sjálfsögðu æskilegt, að
útbreiða éftir föngum vísindalega
þekkingu og vísindalegan hugsun-
arhátt, en almenningur er ekki
altaf vísindunum sjálfum til bóta.
Til eru þau svið vísingalegrar
vinnu, sem eru afarmikils virði
fyrir vísindin sjálf, en verða ekki
lögð fram fyrir almenning. Al-
menningur hefur upp og ofan
engan áhuga á slíkum störfum og
veit þessvegna ekkert um þau.
Ef vísindin yrðu að einhverju
leyti háð áhuga almennings
mundi stefnan sveigjast í þá átt,
að slegið yrði slöku við þessi
störf. Menn mundu stunda þess-
háttar störf, sem gætu orðið þeim
til vegsauka. En slíkt væri ekki
æskilegt. Jeg er þeirrar skoðunar,
að efnaleg laun fyrir vísindastörf
eigi ekki að vera of há, að minsta
kosti ekki svo há, að margir
gintust inn á braut vísindanna í
hagsmunaskyni.
— En gætu slíkir menn ekki
unnið einhver framfaravænleg
störf ?
— Jeg á við menn, sem eru að
vísu duglegir, en eru ekki þannig,
að þeir hafi ofurselt sig vísindun-
um með líkama og- sál. Slíkir
menn gætu hæglega afrekað nógu
í vísindunum til þess að hagræða
sjer í þægilegri stöðu. Og þegar
þeir hafa öðlast hana, hirða þeir
máske ekki um það, að halda
rannsóknunum áfram, ef þá
brestur áhuga á vísindunum. Það
yrði ekki hægt að losna við þá
og þeir væru þessvegna fyrir
þeim mönnum, sem með lífi og
sál vildu helga sig vísindalegum
störfum. Auðvitað eiga vísinda-
menn að lifa nokkurnveginn ör-
uggu og áhyggjulausu lífi, en
meira ekki.
Hrár matur eða soðinn?
Nýjar rannsóknir á næringar-
gildinu.
Hugmyndir manna um matar-
æði hafa breytst talsvert á sein-
ustu tímum. Nýjar rannsóknir
hafa opnað augu manna fyrir
ýmsum einkennum og verðmætum
matvælanna, sem menn hugsuðu
ckki um áður, eða höfðu að
minsta kosti ekki vísindalegar
sannanir fyrir, þótt athugun og
reynsla almennings hafi stundum
sveigst í sömu átt.
Bætiefnin, eða vítamín, eru eitt
af því helsta, sem manneldisfræð-
ingar hafa beint athyglinni að, og
sömuleiðis að járni, calium og joði
í fæðunni. Það þótti hafa sýnt
sig að venjulegar matreiðsluað-
ferðir, einkum mikil suða,
skemdi ýms þessi efni, svo að