Lögrétta


Lögrétta - 02.09.1931, Qupperneq 2

Lögrétta - 02.09.1931, Qupperneq 2
2 LÖGRJETT . þrot fimm ára áætlunarinnar sjálfrar og að draumur kommun- ismans sje nú að engu orðinn. Flest ensku blöðin virðast vera á svipaðri skoðun, telja ræðu Stal- ins að minsta kosti bera vott um undanhald, Stalin sje bugaður (Star), það sje viðurkenning þess, að jafnaðarstefnan sje ó- samrýmanleg mannlegu eðii (Daily Telegraph). Ýms þýsk og frönsk blöð álíta að vísu að í ræðu Stalins kenni undanhalds frá strangasta kommunisma, en efnahagslífi Rússlands muni það undanhald verða til góðs, án þess að það þurfi að merkja það, að horfið verði frá kommunisman- nm að öðru leyti. Eitt blaðið (Manchester Guardian) segir að ræða Stalins merki það fyrst og fremst, að öllu eigi að fórna fyr- ir það eitt, að gera Rússland að öflugu iðnaðarríki og annað enskt blað (Morníng Post) segir að hin nýja stefna Stalins sje innblásin af göfugri hvötum en þeim, að halda flokki og baráttu- aðferð bolsjevika fram hvað sem það kosti, nú er um það að gera að bjarga þjóðinni og efla at- vinnulíf hennar án tillits til þess hvað sá — „ismi“ er kallaður, sem til þess þarf — ef hann dugir. Hall Caine dáinn. Enski skáldsagnahöfundurinn Sir Hall Caine er dáinn. Hann var fæddur 14. maí 1853, gekk fyrst í skóla og ætlaði að verða húsameistari, en gerðist blaða- maður og rithöfundur. í London komst hann í samband við skáld- ið Rossetti og skrifaði seinna minningar um hann. Hann hóf skáldsagnaritun sína 1885 með sögunni „Skuggi glæpsins“ og rak síðan hver sagan aðra og urðu þær mjög vinsælar. Sumar sögurnar gerast á eyjunni Mön, en hann er þaðan ættaður, og 1901 var hann kosinn á þing Manarbúa. Ýmsum sögum sínum sneri hann, eða aðrir í leikrit og var þeim vel tekið. Hann ferðað- ist allmikið og á stríðsárunum var hann í Ameríku að vinna fyr- ir málstað Englendinga og hlaut opinbera viðurkenningu fyrir störf sín (varð Companion of Honour). Hann kom hingað til lands um aldamótin og gerist hjer ein saga hans, Glataði sonurinn (1904) og hefur hún verið þýdd á íslensku og einnig hefur verið sýnt hjer eitt leikrit eftir hann. Ekki er sú saga sjerlega merkileg og ekki meðal bestu verka hans. Borgin eilífa (The Eternal City, 1901) má teljast helsta saga hans og af sögum hans frá síðari árum Konan frá Knockalol. Hann skrif- aði æfisögu sína árið 1908. Endurnýjimg sólarinnar og örlög jarðlífsins. Kenningar Hugo von Zeipel. Frægur sænskur stjörnufræð- ingur, prófessor Hugo von Zeipel, hefur sett fram nýjar kenningar um það, hvernig endurnýjung sól- arinnar og jarðarinnar muni verða í framtíðinni. Hann álítur að sólin yngi sig upp, svo að segja með vissu millibili og muni enn eiga eftir að endurnýja sig eftir nokkrar miljónir ára og muni sú endumýjun hafa í för með sjer afarmiklar breytingar og byltingar á lífi jarðarinnar. Pi-ófessor von Zeipel hefur ver- ið sæmdur Cressy Morrison verð- launum vísindafj elagsins í New York fyrir kenningar sínar og rannsóknir á þessu. en þau verð- laun eru árlega veitt þeim vís- indamanni, sem talið er að mest hafi aukið þekkingu manna á eðli atómanna. Hjer verður lýst kenningum hans eftir frásögn amerísks tímarits. Ynging sólarinnar fer fram á þann hátt, að ógurlega mikið af atómum hennar springur með vissu millibili. Þegar slík spreng- ing fer fram stækkar sólin eða færist út og slöngvar frá sér ! geisimiklum geislaöldum og gló- andi gufum. Eftir nokkurn tíma færist þó alt í samt lag aftur að öðru leyti en því, að sólin er heit- ari en hún var áður, hefur öðlast nýjan orkuforða og hefur því í raun og veru yngst upp. Áhrif slíkrar sprengingar á jörðina yrðu mjög ægileg. Stjörnufræðingar hafa lengi haft grun um það, að eitthvað í þessa áttina hafi skeð fyrir 350 miljón- um ára og hafi jörðina þá verið sjóðandi og þá hafi verið mynd-„ unartími steinkolanna. Jarðfræð- ingar neita þessu hinsvegar því að þeir segja að í slíku af- skaplegu hitaástandi hljóti alt líf að hafa sloknað, en af stein- gerfingum í fjöllum megi sjá það, að líf hafi verið til á jörð- inni í miklu lengri tíma en liðinn eigi að vera frá þessari spreng- ingu, eða í 500 miljónir ára að minsta kosti. Prófessor von Zeipel álítur að sólsprengingin þurfi [ ekki að hafa þessar afleiðingar, sem jarðfræðingarnir geri ráð j fyrir, því að það sje mögulegt, ; að lifandi verur geti lifað af áhrif ; sprengingarinnar á jörðinni og þurfi ekki að taka nema litlum breytingum, eins og reyndar megi sjá á steingerfingunum, að átt hafi sjer stað áður fyr. Ef slík ynging sólarinnar ætti sjer stað í dag, mundi sennilega koma nýtt steinkolatímabil á jörðunni. Menningin, eins og við þekkjum hana núna, mundi breytast ákaflega. Miljónum sam- an mundu íbúar jarðarinnar far- ast. Menningin yrði að leita upp í fjallshlíðarnar og bústaðir mannanna yrðu að vera hátt yfir skógarþykni því, sem þekja mundi láglendið, en þar mundu þrífast ótal stór skordýr, ormar og aðrar skepnur, sem lifa á slík- um stöðum. Kenning prófessor von Zeipels þykir vera góð skýring á því, hvernig á því stendur að sólin getur haldið áfram tilveru sinni, hver sje uppspretta hinnar ó- tæmandi orku hennar og hvernig á því stendur að hún sloknar ekki. Það eru óskiljanleg ósköp af ljósi og hita, sem sólin hellir út í geiminn og jafnvel það litla brot af sólarorkunni, sem til jarðarinnar fer, er afskaplega mikið. Henri Morris Russel, prófessor í stjörnufræði við Princeton-háskólann í New York hefur reiknað það út, að ef borga ætti fyrir ljós og hita sólarinn- ar svo sem tíunda hluta þess verðs, sem greitt er fyrir raf- magn í Ameríku, mundi sólarork- an kosta um 500 miljónir dollara 1 á sekundu, og er þó sá hiti og það ljós sem sólin sendir til jarð- I arinnar ekki nema tveggja milj- ; arðasti hluti af allri útgeislun j hennar. Brjef merkra manna. Benedikt Gröndal til Konráðs Gíslasonar, Khöfn, 17. júní 1862. Kæri og ágæti Konráð! Nú verð jeg að rita þjer langt brjef, því nú ætla jeg að biðja þig um fimm dali — bænin er óskammfeilin, en best er illu af lokið, því hart er að þurfa að biðja. Bænin er ó- skammfeilin að tvennu leyti; 1., af því þú gerir mjer gott sí og æ og því er það óskamm- feilið að vilja gína yfir meiru; 2., af því þú átt hjá mjer tvo síðan í fyrra, sem jeg aldrei hef borgað nje þú heldur í nokkurn máta á minst. En nú er jeg kominn aftur frá Berl- íngi, og hef sjeð að ritgjörðin mín verður miklu stærri en áður hjelt jeg, því þeir höfðu fyrir löngu fengið alt handritið og voru að setja sjötta arkið, og eftir því sem jeg sá að þeir voru langt komnir, þá munu þó tvær arkir prentaðar vera eftir ósettar. Þeir reka sjálfir eftir Rafni og held jeg nú að alt muni ganga liðlega. Þetta álít jeg þó vist fje eða vissa fjeþúfu, og maður mundi jeg aldrei mega kallast, ef jeg ekki gyldi þjer sam- stundis, þegar jeg hefði þó svo mikið fje í einu; en það vildi jeg nú að guð almáttugur gæfi að þú gætir þetta, jeg er svo óttalega eyðilagður núna og get á engan annan leitað, því margir eru fátækir, en fleiri dusilmenni. Hla var jeg staddur í fyrra, en nú er jeg tvö- falt verr staddur, því þetta hef jeg verið harð- ast leikinn, þó sjálfum mjer sje að kenna. Jeg þurfti þessa raunar eins við í gær og í fyrradag eins og nú, en þá gat jeg ekki verið að því og eiginlega datt mjer það ekki í hug, því jeg var svo örvinglaður og hnugginn. Jeg bíð heima og fer ekki út fyrr en mjer berst eitthvert skeyti, sem þú munt geta nærri með hverjum huga verði beðið eptir. Jeg get held- ur ekki farið út. — „Reiðst mjer ekki, Odys- eifur“, sagði Penelopa, þegar hún hljóp um háls honum eptir að hún hafði freistað hans. — ;,Reiðst mjer ekki, Konráð“, segi jeg eins, því þú hefur ástæðu til að láta þjer þykja. Og fyrirgefðu svo þínum B. Gröndal. Benedikt Gröndal til Jóns Guðmundssonar. Jón Guðmundsson! Jón Guðmundsson! Jón Guðmundsson! Uppá brjef þitt af 9. maí skal jeg leyfa mjer að svara þannig: Jeg man nú ekki neitt lengur um hvort jeg hef skrifað nokkum hlut um þig í fslendingi, en jeg man einungis, að jeg reidd- ist út af Þjóðólfi hjerna um árið, þegar hann sagði að jeg væri að yrkja katólska sálma fyi- ir Djúnka, því það var lýgi; jeg skrifaði upp fyrir hann Lilju, sem er katólskt kvæði, og þar með gerði jeg ekki meira en sá prótestantiski biskup Finnur hafði áður gert, og fjekk lof fyrir en engar skammir. Jeg hef nú tekið Revanche á Djúnka fyrir öll hans strákapör, nl. með kapítulanum í Heljarslóðarorustunni; nú er Djúnki fyrir nokkrum tíma búinn að kasta trúnni og hempunni og er í Wurtenberg einhversstaðar, og kallar sig Doctor agricul- turae. Jæja, sem sagt, jeg varð nú reiður Þjóð- ólfi, en í rauninni hef jeg altjend haldið uppá hann, því hann er þó okkar besta blað — sem er þ j e r að þakka — nota bene samt ef hann ekki verður of danskur, því Danir eru raun- ar persónuleg góðmenni, en pólitísk skítmenní, og við fslendingar ætíð falskir, fláir og níð- ingslegir. Þessu var jeg nú raunar fyrir löngu búinn að gleyma, og þú hefðir ekki þurft að minnast á það; jeg er ákafamaður og verð oft iliur við vini mína, en svo er það horfið þvínær samstundis. Eh bien Jón Guðmundsson, Redacteur, alþingismaður, procúrator og borg- ari í veraldarinnar norðlægustu höfuðborg, nú skulum við tala saman yfir hafið og manna okkur upp með helvíta miklum krafti til að styrkja vort ástkæra föðurland. Þú hefur tek- ið upp í Þjóðólf (ekki upp í þ i g, því þú tek- ur ekki u p p í þig, að mig minnir) visu frá Jóni Thoroddsen til „höfundar Gandreiðar- innar“, en þú hefðir ekki átt að gera það, jafnvel þó þessi víst sje meinlaus og gagns- laus af því hún er vitlaus og andlaus; Gand- reiðin er gott kver, þó kómiskt sje; hún typtar margan durg, sem þurfti að fá dask, en mað- ur á ekki að veikja verkanir þessháttar rita með því að hleypa hinum seku drjólum inn til að verja sig, því þeir eiga engan rjett á því; en það er óumflýjanlegt, að sumir verði reiðir, sem höggið kemur á; en á móti Jóni Thorodd- sen var nú raunar minst sagt — nema um Snót, því í hana er herfilega og helvítlega valið, Ef þú vildir gera vel og rjett, þá ættirðu enga krítik eða mótbáru að taka upp í blaðið á móti riti þessu, og þú átt ekki heldur að taka alt, sem að höndum ber, því þú ert Redacteur og dómari alls þess, sem til þín er þannig sent; ergo vona jeg að þú látið framvegis slíku varpað í skítinn, Jón Guðmundsson! Við minn part í Coulissunum máttú gera hvað þú vilt, jeg var búinn að gleyma því fyr- ii löngu; jeg þakka þjer fyrir peningana, en

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.