Lögrétta


Lögrétta - 02.09.1931, Side 4

Lögrétta - 02.09.1931, Side 4
4 LÖGRJETTA ákveðið að hafa það í líku formi og áður, en þó nokkru stærra og hafa fleiri ritgerðir til upplýs- inga um löndin og líf þjóðanna. Þar sem útgáfa ritsins er dýr og fjelögin fjelítil, var ákveðið að taka í það auglýsingar, er gæti verið til gagns fyrir fjelag- ana og ekki þyrfti að vera til lýta fyrir ritið. Samþykt var, að Norræna fje- lagið gengist fyrir ódýrum skemtiferðum um Norðurlöndin, og semdi við jámbrautarstjóm- imar um afslátt á farmiðum. Norræna fjelagið hefur áður staðið fyrir líkum skemtiferðum innan hvers lands, fyrir skóla- böm, en nú er tilætlast að ferðir þessar verði fyrir allan almenn- ing og um öll norðurlöndin. Eftirfarandi mót og námskeið var ákveðið að halda á næsta ári: I Danmörkóu verslunar- og atvinnunámsskeið, alment kenn-' aranámsskeið og eitt námsskeið fyrir mentaskólanemendur. I Noregi námsskeið fyrir skóla- fólk og Björnson’s mót, ætlað fyrir stúdenta, í sambandi við 100 ára minningu Bjömson’s. I Svíþjóð blaðamannamót, náms- skeið fyrir landbúnaðarkandi- data, annað fyrir uppeldisfræð- inga og loks er í ráði að halda íslenska viku. Þar verða fyrir- lestrar um ísland fluttir af Is- lendingum, söngur, ísl. leikrit leikið, glímt o. fl. I Finnlandi verður fulltrúamótið næsta ár. Fundur þessi var hinn prýði- legasti, og gerði norska fjelagið alt sitt besta til þess, að vistin í Noregi yrði okkur sem ánægju- legust. Var ferðin frá Osló til Bergen sjerstaklega skemtileg. Fyrst var farið með járnbraut- inni til Haugastöl, sem er um tveir þriðju af allri leiðinni til Bergen; þaðan var farið með bifreiðum yfir Harðangurs-heið- arnar og niður í Harðangurs- fjörðinn. Öll þessi leið er stór- fengleg og fögur. Bílarnir þutu með okkur yfir heiðarnar, niður þverhníptar fjallshlíðar, og vom ýmist úti á klettasnösum, með h ".ngiflugi undir, eða í dimmum jarðgöngum. Var þar gott að hafa góða bíla og vissa bílstjóra. ókum við nú lengi niður þröng- an dal með svo háum fjöllum alla- vegna, að sólina sjer þar ekki nema lítinn hluta ársins, fram með stórum stöðuvötnum og fall- egum bóhdabæjum. Stundum hilti undir bæina hátt uppi í fjallshlíð. Er svo erfitt með- samgöngur frá sumum þessara bæja, að ef mað- ur deyr þar að vetrinum, kemur oft fyrir, að ekki er hægt að fara með líkið til greftrunar, heldur verður að bíða með það til vors að snjóa leysir, fræddi einn af Norðmönnunum okkur um. Um kvöldið fórum við á gufu- skipi yfir Harðangurs-fjörðinn á yndislegu kveldi. Varð okkur þá fyllilega ljóst, að fegurðin í mál- verkinu: Brúðarför á Harðangri, er ekki að aðeins fundin upp af listamanninum, heldur veruleiki, því fegurri sjón hef jeg varla sjeð. I Bergen var fundinum síðan haldið áfram. Var okkur þar mjög rausnarlega tekið. Bærinn Bergen efndi til mikillar veitslu á Flöjen,til þess að fagna okkur. Mowinckel forsætisráðherra bauð okkur til óðals síns, Moldegárd, sem er á undurfögrum stað við Bergensfjörðinn. Móttökurnar og viðkynningin við húsráðandann mun seint úr minni líða, og það dylst engum, sem heyrir Mo- winckel halda ræðu, að þar er mikilmenni. Loks bauð Norska-Ameríku- línan fulltrúunum upp á fría ferð með einu af skipum sínum frá Bergen til Ósló, og allar vist- ir meðan á ferðinni stóð. Var það og mjög ánægjulegt, að sigla suður með strönd Noregs í indælu veðri. Fulltrúamótið var hið ánægju- legasta í alla staði, og norska Norræna fjelagið á sjerstakar þakkir skilið fyrir hve prýðilega því var fyrir komið og stjórnað. Guðlaugur Rósinkranz. -------o---- Biskupinn er nýkominn heim úr ferð um Norður- og Austur-land. Hann lagði homstein að nýrri kirkju, sem reisa skal á Siglu- firði og vígði kirkju í Vallanesi á Fljótsdalshjeraði. Dr. Max Reil frá Berlin hefur í sumar dvalið norður í Húna- vatnssýslu og rannsakað sögu- staði, sem um er getið í Heiðar- vígasögu. Eggert Stefánsson söng í gær- kvöldi íslensk lög í útvarp f Kaupmannahöfn. Erling Krogh, norskur söngv- ari, er hjer staddur. Árni Pálsson bókavörður hefur verið skipaður prófessor í sögu við háskólann hjer frá 1. þ. m. Sigurður Nordal prófessor er nýlega farinn áleiðis til Ameríku og flytur í vetur nokkra fyrir- lestra við Harvard-háskólann um íslenskar bókmentir, samkvæmt boði háskólans. Einar ól. Sveins- son magister annast kennslu hans hjer á meðan. Trúlofun sem nú er mikið talað um hefir nýlega verið birt milli Lady Mary Cambrigde dóttur jarlsins af Athlone og frænku Englandsdrotningar og Smiths kafteins í riddaraliði Bretakon- ungs. Til skams tíma var sagt, að prinsinn af Wales væri um það bil að trúlofast þessari stúlku og fyrir nokkrum árum var sagt, að hún væri konuefni Ólafs norska krónprinsins. von Gronau, þýski flugmaður- inn, hefur undanfarið verið í Grænlandi og flogið þar um til þess að athuga flugskilyrði, lendingarstaði o. fl. Hann flaug frá Scoresbysundi yfir Græn- landsjökla, en það var erfið ferð og hættuleg og mun ekki vera hugsað til þess að fara hana aft- ur. von Gronau er nú kominn til Ameríku. Slys varð nýlega við uppskip- un úr Brúarfossi, timburbaggi fór úr lykkju og lenti á manni á hafnarbakkanum. Stolið áfengi. 26 flöskum af á- fengi var nýlega stolið úr Brúar- fossi hjer við hafnarbakkann, úr áfengisgeymslu, sem lögreglan hafði innsiglað. Fiskútflutningur. Ríkisútgerðin hefur nú að sögn leigt erlent skip til þess að flytja nýjan fisk frá Austfjörðum til Englands. Skálholt. Annað bindi af skáld- sögu Guðmundar Kamban um Ragnheiði Brynjólfsdóttur er nú komið út og heitir Mala dom- estica. 1 Danmörku hefur sögu þessari verið veitt mikil athygli. Prentsm. Acta. Nú langar mig, er dagur fagur dvín, Að drykki jeg með þjer við ána Rín. Rökkvar að kvöldi, stjarna helgur her Um himin fagurbláan skipar sveit. Roðinn í vestri varla slöktur er, Vaxandi máni glampar hafs um reit, Af engum friði andi minn þó veit, Ó, væri’ jeg horfinn heims í víðan geim, Því hvergi enn jeg sæla staði leit, Og mönnum nær jeg nú er fjarstur þeim, Náttúran ein mjer getur boðið heim. Á æskuvængjum flýgur hugur hátt, Á himin sækir geystum jötnum líkt, En niður aftur hann með horfinn mátt Hnígur til jarðar, reynt jeg hefi slíkt. Ef að þitt líf er eilífðinni vígt, Eilífum kvölum hugarsælan gelst Uns örvænting í hjarta ræður ríkt. Við aldin bestu eiturormur felst, Ástríka sálu níðir vonskan helst. Enn mig í vöku dreymir margan draum; Dýrðlega lýsir minni hugarsýn Svarteygra meyja dans við gígjuglaum I grænum dölum, Krypría þá skín í Myrtuslund þar vetrarhret ei hvín. Daggperlum gráta gullin munar ský Á glæstan Krokus, þar sje hvíldin mín; Heiðríkjan bláa brosir æ og sí Og björtum dísalindum speglast í. Þessar vísur fann jeg í Excerptis Árna Magnússonar upp á Sívalaturni, skrifaðar með stálpennaskafti Ýmis jötuns af Ásgeiri skrif- ara Þormóðs Torfasonar. Mótívið er tekið úr annálum Assyríumanna, sem að Semiramis ljet safna. Engin yfirskrift, nema selshaus, málaður með kálfsblóði, en neðst var upp dregið tungl í staðinn fyrir ártal og datum. Það, sem þú segir um Dante, er hverju orði sannara. En hræddur er jeg um, að örðugt yrði að snúa honum á íslensku í terzinum. Jeg fór að reyna mig á yfirskriftinni yfir Helvíti, en tókst djöfullega. Hún varð svona: „Um mig er leið í miðgarð böls og hljóða, Um mig er leið til kvalar ævarandi, Um mig er för til fyrirdæmdra þjóða. — Höfuðsmið mínum rjeði rjettvís andi, Ramlega bjó mig alveldisins kraftur, Hin hæsta speki, elskan óþrjótandi, Á undan mjer var enginn hlutur skaptur Nema eilífð ein — og eilíflega’ eg vari. Þjer, sem inn farið, sleppið út ei aftur“. Þetta er, sem þú sjerð, ónýtt og ekki nema tilraunin ein, því hvernig get jeg látið nokk- urn í útleggingu finna þennan helga hroll, sem fer um mann, þegar maður les það á frummálinu? Ef þú skyldir nota þetta nokk- ursstaðar, getur þú ekki míns nafns. Jeg talaði við Goldsmidt í fyrradag, hann var enchanteraður af brjefum þínum og lætur líklega eitthvað prenta. G. er að minni ætlan nógu góður maður. Ekki er vert að þú skrifir Ara, því hann er ekkert skáld, hann er eins og pimpsteinn, þurr og steríl, en innsýgur annarlegum vökva. Hæc tantum inter nos. Jeg get ekki annað en undrast gáfnaauðlegð þína, hún er eins og sjóðandi hver, sem rís hátt til himins, en mjer finst þig ennþá vanta nokkuð af hinni vandfengnu Harmóníu, sem stæði í hlutfalli til þinnar ríku andagiftar, og til þess að jeg tali í líkingu, að hinn hverandi straum- ur verði að djúpum, hlýjum og himintærum læk, rennandi milli sígrænna bakka. Þessu máttu ekki reiðast, og ekki skilja það eins og arrogantiam, því ekki er jeg harmóniskur, og jeg hef ekki nærri því það sköpunarafi, sem þú hefur. Undur er jeg leiður á skáldskap Dana, þeir ættu öldungis ekki að yrkja; heimurinn gæti vel mist alt það, sem þeir hafa orkt. Fjelagsritin koma bráðum út. í þeim eru brjef Ólafs, ágæt ritgjörð eftir Jón Sigurðsson og nokkrir fíflar og sóleyjar eftir mig, sem jeg fann í aldingarðinum á Rauðará. Brjefin eftir ólaf eru ágæt. ólafur hefur primsignt Dr. Grím í Þjóðólfi, kallað hann þræl föður- landsins og njósnarmanrí Dana. Guðbrandur er farinn með gufuskipinu. Við Gísli erum að hugsa um að gefa út mánaðarrit, kannske verður ekkert úr því. Það ætti að innihalda allan djöfulinn. Kannske skrifar þú eitthvað í það? Það er verst, að íslendingar eru svo stutt á veg komnir, að þeir skilja ekki það, sem er fagurt, og hvernig skyldi vera von á því þar sem alt publicum er almúgamenn. Það er bölvun allra gáfaðra Islendinga, að hið húsgangslega ástand landsins stendur þeim fyrir öllum þrifum, svo að þeir njóta sín ekki og verða annaðhvort að rita á öðrum málum eða öldungis ekki að rita, eins og skáldin, því fyrir þau er að minni hyggju lítill vegur að gera neitt, sem gagn er í, á öðru máli en móðurmáli sínu. Svo er nú þetta. Jeg vildi að þú gætir stuðlað nokkuð til þess að gera sög- urnar okkar kunnugar í Þýzkalandi, þar sem þú kemur. Þetta brjef sendi jeg þjer með Ólafi og kveð þig nú í þetta sinn. Þinn St. Thorsteinsvsom

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.