Lögrétta


Lögrétta - 14.10.1931, Page 1

Lögrétta - 14.10.1931, Page 1
LOGRJETTA XXVI. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 14. okt. 1931 39. tbl. Um víða veröld Gullið og gengið. Skoðun bretska fjármálaráðherr- ans, Philip Snowden. Um ekkert í opinberu lífi heimsins er nú meira talað en um gullið og gengið og kreppuna, sem nú sverfur að atvinnu- og fjár- hagslífi flestra bjóða. Ýmsum mun forvitni á því að sjá það, hvernig fjármálaráðherra Eng- lands gerir grein fyrir þessum málum og verður því sagt hjer frá ræðu, sem Philip Snowden hjelt nýlega um þessi efni, og einkum um það, hversvegna Bret- ar hættu gullinnlausn. Lögin sjálf má skýra í fáum orðum, sagði hann. Með gullgildis- lögunum frá 1925, sem lögleiddu aftur gullinnlausnina, sem afnum- in hafði verið síðan í upphafi ó- friðarins,var Englandsbanki skuld bundinn til þess að selja, ef þess var krafist, fyrir £ 3 17 s. 10 Va d. hverja únsu, þannig að gullið væri selt í myntum af ákveðinni þyngd. Þessari skyldu er nú ljett af bankanum, það er að segja, við miðum ekki verðlag okkar nú sem stendur við gullgildi og pund- ið er ekki lengur í neinum skorð- uðum tengslum við aðra mynt. Undanfarna mánuði höfðum við gert alt, sem í okkar valdi stóð til þess að komast hjá þessu. En til allrar ógæfu var róðurinn okkur of þungur. Hin miklu lán, sem Bretland fjekk í Frakklandi og Bandaríkjunum til þess að halda við pundinu mega nú heita alveg eydd. Erlendir menn, sem átt hafa fje í London hafa haldið áfram að taka það þaðan. Það varð ljóst, að ekki yrði unt að halda pundinu í gullgildi lengur nú sem stendur. Afleiðmgarnar verða óþægileg- ar og að sumu leyti geta þær orð- ið alvarlegar. En þær geta ekki orðið að eyðileggingu eða hruni. Pundið fer ekki sömu leið og markið og frankinn. Jeg get full- vissað um það, að á slíku er eng- in hætta. Þessu hefði getað verið öðruvísi varið, ef pundið hefði farið að falla meðan ennþá var mjög mikill halli á fjárlögum rík- isins og meðan menn efuðust um mátt okkar til þess að koma fjár- málum okkar í lag. Þá hefði stjórnin þurft að taka lán til þess að standast dagleg gjöld. En þeg- ar traustið var farið, hefði það bráðlega reynst ógerningur að fá lán, og þá hefði það orðið óhjá- kvæmilegt að fella gengið, það er að segja, að prenta meira og meira af pappírsgjaldeyri til þess að standa straum af gjöldum. Slíkt gengishrun hefði ef til vill var hin raunverulega hætta fólg- verið ógerningur að stansa. 1 því in. Eins og málum horfir nú er engin slík hætta fyrir hendi. Bretsku fjárlögin eru nú í ör- uggara jafnvægi en nokkur önnur fjárlög í veröldinni. Nú er ekki framar nein hætta á innlendu lág- gengi, á því að prentaður verði pappírsgjaldeyrir til þess að bjarga sjer áfram. Nú er engin ástæða til þess lengur að efast um það, að ensk fjármál sjeu á öruggum grundvelli. Þær alvar- legu ráðstafanir, sem við gerðum til þess, að jafna halla fjárlag- anna höfðu umsvifalaust áhrif í þá átt að auka traustið út á við. í nokkra daga þvarr mjög gull- straumurinnn út úr landinu og þess var vænst, að alveg tæki fyr- ir hann. En til allrar ágæfu gátum við ekki komið óskiftir fram gegn umheiminum. Menn í áhrifa- miklum stöðum hjeldu ræður og skrifuðu greinar til þess að mæla með lággengi. Þetta vakti ugg er- lendis. Stjórnmálaástandið var í óvissu og ókyrðin í flotanum var blásin mjög upp í erlendum blöð- um. En það eru samt sem áður alls ekki innanlandserfiðleikar okkar, heldur erfiðleikar annara þjóða, sem hafa gert okkur það ómögulegt, að halda við gullgild- inu og þótt gildi pundsins geti fallið móts við erlenda mynt, er það nú víst, að verðsveiflur þess verða mjög takmarkaðar. Það er sennilegt að afleiðingin verði sú, að við verðum að greiða hærra verð en áður fyrir erlendar vörur. Innfluttar matvörur og hrávörur eru svo mikill hluti þess, sem við notum að við megum búast við því að sjá nokkura verðhækkun á innfluttum vörum næstu mán- uðina — en það er ekki líklegt, að sú hækkun verði mikil. Fyrir all- an þorra manna er þetta það versta, sem við getum átt von á. Hvernig stendur nú á því, sem skeð hefur? Eins og jeg hef áð- ur sagt er það miklu meira að kenna erfiðleikum annara þjóða, en erfiðleikum okkar sjálfra. Fjármála og bankamálakerfi Eng- lands er svo örugt, að enginn get- ur efast um það. Enginn maður, hvar sem hann er í heiminum, ef- ast um það, að ensku aðalbank- arnir geti staðið við allar skuld- bindingar út í ytstu æsar. En þetta á ekki við alla banka al- staðar. Erlendis eru ýmsir bank- ar taldir í kröggum. Fólk efast um það, að fje, sem þessum bönk- um heíur verið trúað fyrir, sje örugt. Það hefur þessvegna tek- ið jDeningana úr bönkunum og geymir þá sjálft. í sumum löndum eru bankahrun mjög algeng, en svo er ekki í Englandi. En þar sem svo er ástatt eru bankarnir mjög smeyk- ir um sig, jafnvel þeir sterku. Þeir flýta sjer því að taka heim til sín allt það fje, sem þeir kunna að eiga geymt hjer. Þetta hefur verið aðalástæða þess, hversu sorfið hefur að pundinu. Erlend- ir bankar hafa tekið heim til sín fje það, sem þeir áttu í vörslum í London, af því að þeir voru hræddir um sjálfa sig og óttuðust þær kröfur, sem kynnu að verða gerðar á hendur þeim. Og um leið og þeir tóku fjeð heim til sín hafa þeir að sjálfsögðu víxlað þvi úr pundum í sína eigin mynt. Þessvegna hefur verið ómögulegt að halda gildi pundsins. Salan á sterlingspundinu fyrir erlenda mynt hefur verið svo mikil, að verðmæti pundsins, eins og alls þess, sem mikið er selt af, hefur fallið. , Við höfum látið rannsaka það, hvernig stendur á þessarí miklu sölu á pundinu og komumst að þeirri niðurstöðu, að salan fer mest fram fyrir útlendinga, en engar sannanir eru fyrir því að bretskir þegnar flytji út fje, sem neinu nemur. En ef þeir gera það, auka þeir mjög erfiðleika þjóðar- innar. Ein afleiðing þess, að gullinn- lausninni er hætt er auðvitað sú, að útlendingar, sem kynnu að vilja taka fje sitt úr enskum vörslum, geta ekki gert það nema með því að fá það greitt í pund- um, sem fallin eru í verði og tapa þessvegna á því, miðað við sína eigin mynt. Okkur þykir fyrir þessu tapi þeirra. Við höfum gert alt, sem við gátum til þess að komist yrði hjá því. Við höfum ekki hikað við það, að leggja á okkar eigin þjóð þungar byrðar og sárar fórnir til þess að eyða þeim ástæðum sem fjárhags- ástand sjálfra okkar, eða tekju- halli fjárlaganna hefði haft á fall pundsins. Að lokum endurtók ráðherrann þau ummæli sín, að engin veru- leg átsæða væri til ótta fyrir all- an þorra manna, og hann bað menn að vera ekki hrædda, þvi að hræðsla almennings yki glund- roðann. Hann bað menn einnig að forðast alt fávíslegt gengisbrask og hann bað menn að eyða pen- ingum sínum heima í Englandi, en ekki erlendis. Hann sagði að lokum að stjórn- ín mundi gera alt, sem í hennar valdi stæði, til þess að rjetta aft- ur við aðstöðu Breta. Ein af ástæðum kreppunnar er hin ójafna skifting á gullforða heims- ins. Bretska stjórnin og Eng- landsbanki hafa lengi haft mál þetta til athugunar og reynt á all- an hátt að koma á samvinnu milli helstu banka heimsins til þess að bæta úr þessu. Bretar hafa verið fúsir til þess að kalla saman al- þjóðafund um þessi mál. En bretsku stjórninni var gert það ljóst, að slík ráðstefna yrði hald- in í óþökk nokkurra annara ríkja og mundi því verða árangurslaus. I lok ræðu sinnar sagði fjár- málaráðherrann, að Bretar hefðu áður sjeð og sigrast á meiri erfið- leikum en þessum og mundi svo enn fara, að Bretar kæmu sterk- ari of farsælli út úr þessari kreppu en þeir áður voru. Þannig lítur Philip Snowden á þessi mál. Gullforði heimsins og breytingar hans. Það er alment álitið, eins og Philip Snowden fjármálaráðherra segir í ræðu sinni, sem frá er sagt hjer á undan, að ein ástæða geng- ishrunsins sje sú, hversu gullforði heimsins sje ójafnt dreifður milli höfuðbankanna og höfuð- landanna. Það er því fróðlegt að sjá hvemig skifting gullforðans er og hefur verið undanfarna mánuði. Tafla sú, sem hjer fer á eftir sýnir gullforðann í helstu löndum og breytingar hans á þessu ári, miðað við lok hvers mánaðar: Bret- Frakk- pýska- Banda- land land land ríkin Janúar 139,5 446,9 109,8 880,5 Febrúar 140,8 450,2 111,8 885,4 Marts 144,5 451,7 113,7 892,4 Apríl 146,3 447,8 115,9 898,6 Maí 151,9 447,9 117,0 913,4 Júní 163,3 452,7 69,6 943,8 Júlí 132,0 470,2 66,7 942,4 Ágúst 134,3 471,5 66,9 Taflan sýnir það hvernig gull- straumurinn hefur á síðkastið gengið til Frakklands og Banda- ríkjanna, og einkum aukist þar, en þorrið í Bretlandi og Þýska- landi um það bil, sem mest för að bera á kreppunni (sbr. yfir- litið um aðdraganda hennar og sögu í seinasta blaði). Aldarafmæli bretska vísindafjelagsins. Eitthvert merkasta vísindafje- lag heimsins, bretska fjelagið (The British Association) hefur nýlega haldið hátíðlegt aldaraf- mæli sitt. Fyrsti fundur þess var haldinn í York (eða Jórvík) 1831. Fjelagsskapur þessi nær um alt Bretaveldi og er samband vís- indamanna í ýmsum fræðigrein- um. Allsherjarfundur er haldinn einu sinni á ári í einhverri stór- borg í Bretaveldi, en þó ekki að jafnaði í London. Tilgangur fje- lagsskaparins á að vera sá, að fræðimenn úr ýmsum greinum geti kynst því, sem fram fer í öðrum greinum, eða svo lýsti Vernon Harcourt tilganginum í ræðu þegar fjelagið var stofnað. — Þar að auki fæst fjelagið við ýmiskonar rannsóknir og fræðslu og nú eru að jafnaði starfandi sextíu eða sjötíu sjer-

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.