Lögrétta


Lögrétta - 14.10.1931, Blaðsíða 2

Lögrétta - 14.10.1931, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA LÖGRJETTA Útgefandi og ritstjóri: porsteinn Gíslason, þingholtastræti 17. Sími 178. Innheimta og afgreiðsla í Lækjargötu 2. Sími 185. — — stakar rannsóknarnefndir á ýms- um sviðum. Fjelagið hefur þann- ig á ýmsan hátt stutt rannsókn- ir, sem í öðrum ríkjum voru studdar af ríkinu. Meðal fjelaganna og fyrirles- ara fjelagsskaparins hafa verið margir merkustu vísindamenn heimsins á því tímabili, sem fje- lagið hefur starfað. Margar merkar umræður hafa farið fram á fjelagsfundunum og oft orðið úr allsnarpar deilur og eru einna frægastar þær, sem fóru fram um þróunarkenningu Darwins skömmu eftir að hún var sett fram. Wilberforce Oxfordbiskup hjelt þá fast fram hinni gömlu skoðun gegn Huxley og Hooker, sem vörðu hina nýju þróunar- kenningu. Fjelaginu hefur nú ný- lega verið gefið húsið, sem Dar- win bjó í, Dowal í Kent og er það varðveitt sem Darwinssafn. Aldarafmæhshátíðin var haldin nú um seinustu mánaðamót og sótt af miklum f jölda fræðimanna víðsvegar að. M. a. fór þangað einn Islendingur, prófessor Guðm. G. Bárðarson. Alls og alls voru þar 500 ræðumenn og 300 fyrir- lestrar og vísindaleg rit voru lögð fram og farnar voru 120 skoðun- arferðir og heimsóknir í ýmsar stofnanir í London og nágrenni. Ýmsar vísindalegar sýningar voru einnig haldnar um sama leyti, s. s. raftækjasýningar í minningu um aldarafmæli Faradys, sæfara og vjelasýning og sýning til skýr- ingar á menningargildi útvarps. Þessum mikla fjölda viðfangs- efna var lokið þannig á skömm- um tíma, um viku, að fundum var skift í margar deildir og störfuðu oft 15 deildir samtímis. — Meðal fyrirlesaranna voru nokkrir fræðimenn, sem lesendum Lögrjettu eru vel kunnir, s. s. Sir James Jeans, Sir Arthur Keith, Sir Oliver Lodge, prófessor Bone o. fl. Umræðuefnin voru margs- konar, sálarlíf mannsins og fram- tíð landbúnaðarins, eldsneytið, og þróun stjarnanna, hið smæsta og hið stærsta. Úr öllum áttum. — Prófessor Junker hefur nú smíðað stjellausa flugvjel og er stýrisútbúnaður hennar allur í vængjunum. — Hörð deila stendur nú yfir milli Kínverja og Japana út af Mansjúríu og hafa Kínverjar beðið Þjóðabandalagið að skerast í leikinn, en Japanir neita af- skiftum þess. — Þjóðabandalagið er nú að I láta rannsaka möguleika þess, að ! tímatalinu verði breytt. Lögrjetta | hefur áður sagt frá helstu tillög- ; um um breytingamar. Sumir ; vilja skifta árinu í 13 28 daga ; mánuði og hafa einn fastan auka- | dag eða nýársdag í hverju ári. ; Aðrir vilja halda 12 mánaða ; skiftingunni, en láta ávalt vera j tvo 30 daga mánuði og 1 31 dags j mánuð í ársfjórðungi og einn aukadag við árslok. — Carl Nielsen, helsta tónskáld Dana, er dáinn. — Alþjóðabankinn hefur veitt þriggja mánaða gjaldfrest á sín- um hluta af 100 miljón dollara láninu, sem Þjóðverjar fengu í ! sumar. j — Brjef Victoriu Bretadrotn- j j ingar er nú verið að gefa út í I \ London og er nýlega komið út j i annað bindi þriðja flokks, og | nær yfir árin 1891—95. — Mikil áhersla er nú hver- j vetna lögð á hraðann í öllum ! hlutum og þykir mörgum þessi i hraðadýrkun úr hófi. Bretar hafa | heimsmet í hraða flugvjela, (Stainforth, 708.8 mílur á klukkustund), bíla (Sir Malcolm Campell 246.09 mílur á klst) og vjelbáta (Mr. Kaye Don 110 mílur á klst.). — Olíulindirnar í Moreni í Rúmeníu hafa brunnið í sífellu í 28 mánuði, kviknaði í þeim 28. maí 1929 og tókst ekki að slökkva fyr en 18. september s. 1. — Um mánaðamótin seinustu gengu mikil illviðri í Austurríki og strönduðu þá þar margar svöl- ur á leið sinni til suðlægari landa, þær hröktust máttvana og kom- ust ekki lengra. Austurríska fuglavinafjelagið ljet þá flytja svölurnar í stórhópum suður yfir fjöll og til Ítalíu, fyrst 2000 svöl- ur í einni flugvjel og í annað sinn 25 þúsund svölur í einum hóp. Þegar svölurnar komu suður í hitann fóru þær sjálfar að fljúga og hjeldu áfram ferð sinni. — Við ensku þingkosningarn- ar, sem í hönd fara, verða alls 291/2 miljón kjósenda, nærri 14 miljónir karla og rúmlega 15Vá miljón kvenna. Kjósendur verða nú 660 þúsundum fleiri en 1929. Kosningabaráttan er byrjuð. Heyskapnrinn í sumar og tilbúni áburðurinn. Síðastliðið vor og sumar hefur þess nokkrum sinnum verið getið í blöðunum í sambandi við fregn- ir um grassprettu og heyskapar- horfur, að tilbúinn áburður hafi nýtst illa og komið að litlum not- um sökum langvarandi þurka. Það er mikilsvert fyrir bændur að vita sem greinilegast hvað hæft er í þessu, væri því æskilegt, að at- huga það nánar. Vil jeg víkja að Brjef merkra manna. Ben. Gröndal til Eiríks Magnússonar. (Framh.). Þú skrifaðir líka einu sinni um biblíótekið; ritgjörðin var náttúrlega ágæt, en hvaða verk- an hefur hún haft? Hvað hjálpar að tala við þessa menn? Hvað hjálpar, þegar allir eru vit- lausir! í yfirstjóminni er enginn, sem hefur vit á bókum. Magnús inimikus þinn er sá ein- asti. En Halldór Friðriksson! Nú hafa þeir keypt Encyclopædiu fyrir 1200 krónur, úr- elt verk, sem maður brúkar ekki lengur nema í mjög spesiellum tilfellum, í stað þess að kaupa spesialverk. Það hefði mátt fá nokkuð fyrir 1200 krónur. Bibliótekararnir eru ekki betri, þeir vita ekkert, hvorki hvar bækurnar eru, og ekki, hvort þær eru til á safninu, nema eitthvert algengt, populært rusl. Yfir höfuð er bibliotekið svo að segja ónýtt eins og það er; lestrarstofan er um leið brúkuð fyrir útlánsherbergi, svo þar er enginn friður fyrir umgangi, kjaftamasi og hnísni, því allir glápa á, hvað hinir eru að gera; jeg segi ekki margt, ef maður vildi teikna þar fyrir allra augum! Þess vildi jeg óska, að þú yrðir aldrei biblíótekar hjer, eins og einhver vildi einu sinni, því þú mundir hafa svo mikið stríð, að þú yrðir strax leiður á því. Það þyrfti að fleygja út helmingnum af biblíótekinu, því það er ekki annað en ónýtar skruddur, sem enginn vill sjá. Svo eru engir Catalogar í standi, og jeg held maður fái ekki að sjá neitt þess konar nema fyrir náð, svo maður veit ekkert um neitt. Þar á móti er keypt töluvert af popúlæru rusli, sem jeg kæri mig ekkert um. En aðalpunkturinn finst mjer vera sá, að hjer er svo að segja enginn vísindamaður til að nota biblíótekið. Jón Þorkelsson sjest þar aldrei, því hann þarf þess ekki. En annars mun manni lítill gaumur gefinn, ef maður er ekki embættismaður eða útlendingur. Hvort á því að vera fyr: bibliótekið eða einhverjir (al- minlegir) menn til að nota það? Jeg tel ekki skólapilta eða almúgamenn, sem ekki lána annað en rómana og sögubækur. Jeg vildi í rauninni helst óska, að þú kæm- ii hingað sem ministerresident t. a. m., þá mundir þú kippa mörgu í lag. Við þurfum ein- mitt íjölhæfan mann, sem ekki er alveg upp genginn í Dani. Jeg legg hjer innaní eitt núm- er af skítablaðinu Suðra. Jeg vildi þú vildir rita á móti finansskoðun ritstjórans, sem ekki I sjer neitt nema peningana og vill endilega I halda fram gamla móðnum, að geyma þá á i kistubotninum. Þar stendur og, að alþingið | ausi út fje til vina og kunningja. Getur verið, j'en það á ekki heima hjá mjer. Þingið hefur ekki ausið í mig peningum, og ekkert veitt mjer fyrir ekkert. Svo er ritstjóri skítablaðs- ins að dika við fólkið með því að vara menn við að gefa stjórninni ofmikið vald. Tómt ! glamur, til að koma sjer vel. Eina játningu verð jeg að gera fyrir þjer, til þess að gera hreint fyrir mínum dyrum og aðrir ekki spilli á milli okkar. Þú manst eftir, að þú kritiseraðir Matthías fyrir Óthelló. Nú var M. altaf að skora á okkur, að hjálpa sjer, svo jeg ritaði loksins artikula í Norðanfara, en jeg gaf Matthíasi alla skuldina og sagði, að hann yrði sjálfur að standa straum af sinni þýðingu. En jeg hjó í þig samt, en nefndi þig ekki á nafn. Jeg sagði, að þú hefð- ir fremur gert þetta til þess að bellera á for- seta fjelagsins, heldur en að eyðileggja Matt- hías. Þetta hef jeg sagt þjer viðvíkjandi, en það ímynda jeg mjer sje nú þegar gleymt. ! Matthías var óánægður, og enginn þekkir þennan artikula, en jeg segi þjer frá honum til þess að þú getir dúndrað dírecte á mjer sjálfum, án þess aðrir dragi hann fram fyrir þig; annað er ekki í honum en þetta. Jeg sendi þjer Catalog yfir mig, sem jeg gaf út í vor. Hjá mönnum hjer er þessháttar enginn gaumur gefinn, og ekki mælti það fram með mjer á þinginu, líklega af því að það var jeg, sem átti í hlut. Sama er að segja um Bók- mentafjelagið; jeg er ónýtur í því; það getur ekki notað mig til neins. Núnú, er jeg nú ekki búinn að nota pappírinn hjer um bil út, og! þó er jeg ekki búinn með nærri alt, sem jeg hef á hjarta. Ef jeg ekki fæ brjef aftur frá þjer, þá álít jeg það sem miraculum múndí. Ergó vertu nú sæll að sinni. Sigríður hefur komið stundum; hún hefur sjeð teikningarnar og ávörpin, sem Tryggvi og Grímur hafa kastað skít á. Þinn Ben. Gröndal. Reykjavík, 15. október 1885. Kæri meistari og vinur! Jeg er nú búinn að blindfylla þrjú kvart- blöð; og eiginlega var jeg nærri búinn að út- ausa mjer; jeg vona þú sjáir hversu mikla þörf jeg hef á að kjafta, ef jeg fæ einhvern mann með viti og vilja til að heyra og sjá. Jeg var búinn að gera mjer þá ímyndan, að þú værir búinn að yfirgefa mig og ætlaðir aldrei að skrifa mjer; nú þegar jeg fjekk loksins brjef frá þjer, þá opnast allar raufar himinsins og syndaflóð kjaftæðisins streymir út yfir pappírinn raunar sem chaotisk, rudis indigestaque moles, en þú vcrður að syste- matisjera það. Það sem eiginlega forfærir mig einna mest til þessara löngu excursa, er þín capasitet; þú ert ekki einungis philologiskur og poetiskur, heldur einnig pólitískur og statist- iskur, og allra handa sem jeg get ekkert botnað í, þú ert langtum meiri verdensmaður en jeg, því jeg kann ekki að hreyfa mig í líf- inu eins og á að vera, enda hef jeg fengið að kenna á því í þessu sammensurio, sem lífið sam- anstendur af. Eiginlega hefði jeg átt að fæð- ast á miðöldunum eða í fornöld, og þá nátt- lírlega sem berserkur, til að höggva í gegnum allar parader og vaða beint áfram í gegnum allt; nú get jeg ekki annað en isolerað mig svo mikið sem unt er. Jeg hef skrifað þjer ýmislegt á hinum blöðunum, sem jeg vil láta vera privat og okkar á milli; og sjálfsagt kem jeg hjer enn inn á sama territorium, því það hefur svo margt á dagana drifið síðan við skrifuðumst á seinast. Sem sagt, jeg hef dreg-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.