Lögrétta


Lögrétta - 28.10.1931, Síða 1

Lögrétta - 28.10.1931, Síða 1
XXVI. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 28. okt. 1931. 41. tbl. Um víða veröld Ensku kosningarnar. Kosningaræða eftir MacDonald. Ensku kosningarnar, sem fram fóru í gær, voru einhverjar þær merkustu, sem fram hafa farið i enskri þingsögu og kosningabar- áttan hörð. M. a. var baráttan mjög hörð í kjördæmi forsætis- ráðherrans, MacDonalds (Sea- ham), en flokkur hans þar hafði áður samþykkt vantraust á hann en þó með mjög litlum atkvæða- mun. Fyrir fáum dögum, þegar forsætisráðherrann hóf kosninga- baráttuna þarna, hjelt hann ræðu mikla fyrir mjög miklum fjölda áheyrenda og af því að hann gerir þar grein fyrir ástandinu og því, sem kosningarnar eigi að snúast um, verður sagt hjer nokkuð frá henni. Honum var tekið með nokkurum ópum frá sumum fundarmönnum fyrst í stað, og eins dóttur hans, sem með honum var, en fagnaðaróp- in voru þó yfirgnæfandi, einkum er á leið ræðuna. Hann lagði fyrst áherslu á það, að hann byði sig einungis fram sem verkamannafulltrúa og hefði í engu breytt skoðunum sínum eða hvikað frá stefnu flokksins, þótt hann hefði orðið að mynda samsteypustjórnina til þess að sameina sem flesta krafta til þess að vinna bug á kreppunni. Ensk- ir kjósendur geta nú ekki bjarg- að sjálfum sjer út úr öngþveiti því og hruni, sem Þjóðverjar lentu í, nema með því að beita skynsemi sinni og sjálfstæði og láta ekki afvegaleiðast af þröng- um flokkshagsmunum. Jeg hef ekk ert samvitskubit út af spori því, sem jeg hef stígið, sagði hann, jeg mundi stíga það aftur og vera eins góður flokksmaður fyrir það. Sumir flokkar eða flokksbrot reyna að nota kreppuna í hags- munaskyni fyrir flokk sinn. Marg- ir hafa sjálfsagt hrist höfuðið yfir þessari samsteypustj órn, það er ekki langt frá því að jeg hafi gert það sjálfur. Við hefðum fegn- ir viljað komast hjá því, að þurfa að grípa til þessara ráða. En það var ekki hægt. Það var nauðsyn- legt að reyna það, að láta Eng- land sýna öllum heiminum, að það gæti hafið sig yfir flokkaþref og þras og flokkshagsmuni, þeg- ar sameiginleg þjóðarnauðsyn og þjóðarhætta kallaði að — við átt- um að sýna kraft og heilbrigði enskrar þingstj órnar, mátt henn- ar til þess að leysa þau vandamál, sem orðið hafa öðrum þjóðum að falli, eins og t. d. Þýzkalandi, af því að fjármálaóreiðunni var leyft að halda þar áfram og aukast, án þess að taka nógu tímanlega í taumana. Það voru ekki síst sið- ferðileg áhrif sameiningarinnar og samstarfsins, sem hefðu getað bjargað Bretlandi og látið veg þess vaxa út um heiminn. Þetta samstarf tókst með myndun þjóð- stjórnarinnar — en þó ekki að öllu leyti. Það tókst, svo að myrkranna milli hafa símarnir flutt þá fregn um víða veröld, að á dögum neyðarinnar stendur þessi þjóð sameinuð til varnar sjer og framtíð sinni, að flokka- skipulag okkar er svo sveigjan- legt og stjómmálaþroski okkar svo mikill, að við getum, þegar þörfin kallar, beitt öllum flokkum saman í sameiginlegri þjóðarnauð- syn, getum sýnt öllum heiminum mátt og veldi bretsks lýðræðis. Vinir mínir, látið allan heiminn sjá nýjan vott þessa stjórnmála- þroska á kosningadaginn. Látið þið heiminn sjá það og sanna, að menn geti reitt sig á þetta land sem land heiðarlegra viðskifta, heiðarlegra fjármála, að þessu landi verði til þess treyst að vernda heiður sinn, að þessi þjóð kunni að standa sameinuð í neyð- inni, hvað svo sem annars kann að skifta henni í flokka. Það vald, sem jeg vil að þið verjið, sú þjóð, sem jeg vil að þið verjið, er sú þjóð, sem jeg vil að þið eigið, sú þjóð, sem jeg vil að þið ráðið, sá þjóðarauður, sem þið og fjöl- skyldur ykkar eiga að eiga hlut- deild í, það þjóðarstolt, sem jeg vil að þið eigið í persónuleika sjálfra ykkar. Þið getið sagt hvað þið viljið og kosið eins og þið viljið, en jeg ætla aldrei að hvika frá trúnni á þessa þjón- ustu, á það, að þjóna þessari þjóð (Fagnaðaróp). Má jeg nú útskýra það fyrir ykkur hvernig stendur á núver- andi ástandi. Allir sem til þektu hlutu að vera mjög áhyggjufullir yfir fjárhagsástandi landsins. En við gátum ekki verið háværir um þetta ástand vegna álits okk- ar og afstöðu út á við. Það hefði aðeins aukið erfiðleikana. Við hjeldum hverja ráðstefnuna á fætur annari frá því í mars og jeg setti sjerstaka nefnd til að rannsaka málið. Við vorum að vissu leyti farnir að eyða höfuð- stól okkar, lifa á sparifjenu. Og við lifðum ekki einungis á eyðslu á okkar eigin höfuðstól, við vor- um einnig farnir að lifa á láns- fje. Atvinnuleysissjóðurinn var þrotinn eða var í rauninni gjald- þrota, og miljónir og miljónir og aftur miljónir ljet þingið taka til láns handa sjóðnum. Fyrst voru horfur á því að sjóðurinn gæti endurgreitt þetta, en það kom bráðlega í ljós, að hann mundi aldrei geta staðið í skilum. Loks kom að því að stjórnin, verkamannastj órnin fyrverandi, ákvað að stemma stigu fyrir þessu og fara að spara. En jafn- framt var fjárhagsástand alls heimsins að versna stórlega. Það þurfti að hjálpa Ástralíu um 41/2 miljón punda lán. Það þurfti að hjálpa Þýzkalandi. Fjárhagshrun kom yfir hvert ríkið í Mið-Evrópu á fætur öðru og þetta hrun heyrðist um allan heim. Óvissan jókst og hættan færðist nær og nær. Hættan á fjárhagslegu hruni, sem hefði ekki einungis komið hart niður á bankamönnum heldur á öllum almenningi. Þessvegna þurfti að setja undir lekann í tíma, spara, gera fjárlögin hallalaus. Fjár- málaástand okkar var kunnugt um allan heim og til allrar ó- hamingju hafði einn stjórnmála- flokkur í þessu landi barist mjög heiftúðlega gegn styrkveitingun- um og gjöldin til þeirra urðu mjög til þess að rýra fjármála- álit okkar erlendis. Erlendir bank- ar sem áttu fje geymt hjer, fóru að halda að það væri ekki trygt og tóku það burtu. Fjármagn landsins þvarr og traustið á ensk- um fjármálum og viðskiftalífi fór líka að þverra. Stjórnin sá enn betur en áður nauðsynina á því að spara. Þegar spamaðar- áætlanirnar voru tilbúnar, fóru sumir, sem reyndar voru vissir um nauðsyn þeirra, að halda að þær yrðu óvinsælar og snjerust þessvegna á móti þeim. Síðan fór MacDonald að lýsa klofningnum sem varð í verka- mannaflokknum út af þessum málum og mintist í því sambandi á starf flokksins frá upphafi. Jeg get vel skilið það, sagði hann, hversvegna fjelagar mínir gengu ekki í samsteypustjórnina. Jeg á- mæli þeim ekki fyrir það. Jeg ráðlagði meira að segja sumum yngri mönnunum að gera það ekki. Jeg sagði þeim, að þeir ættu framtíðina fyrir sjer og skyldu ekki leggja sig í þá hættu og þær óvinsældir, sem því eru sam- fara, að sitja í stjórn á slíkum tímum. Það gegnir öðru máli um mig, jeg hef sjeð framan í slíka hættu áður og jeg er gamall mað- um og mitt starf fer bráðum að enda. Þið skuluð vera áfram í ykkar gamla flokki, sagði jeg við þessa ungu menn, 0g verið þið hinn góði andi flokksins. En þótt jeg segist skilja það, hversvegna ýmsir fjelagar mínir gengu ekki í samsteypustjórnina, þá er það eitt sem jeg ekki skil. Jeg skil ekki hversvegna þeir fylgdu ekki fram því, eftir að þeir fóru úr stjórninni, sem þeir höfðu sjálfir samþykt meðan þeir voru í henni. Jeg hefði í þeirra sporum sagt sem svo: Jeg er ykkur ósammála um þetta og um hitt og þess vegna fer jeg úr stjórninni, en jeg vil samt ekki leggja neinn stein í götu þess, að þið fáið samþykt hallalaus fjár- lög. Síðan lýsti MacDonald því hvernig ósamkomulagið innan verkamannaflokksins hefði orðið til þess að stjórnin varð að fara frá og þjóðstjórnin var mynduð í flýti, til þess að bjarga fjár- hag ríkisins og halda við heiðri enskra fjármála og atvinnulífs. Og þetta hefur tekist af því að stjórnin nýtur trausts, af því að allur heimurinn veit það, að þessi stjórn ætlar að halda fast við bretskan viðskiftaheiðarleik og •varðveita öryggi þess. Næsta stig- ið er svo það, að undirbúa al- þjóðafundi um fjármálin og ekki síst það, að koma á hagstæðum verslunar j öfnuði. MacDonald lauk ræðu sinni á því, að biðja um endurkosningu, til þess að hann gæti stutt að því, að bretskur fjárhagur og bretskt atvinnulíf yrði endur- reist og sagði að síðan yrði tekið aftur til óspiltra málanna um framkvæmd þeirra verka, sem verkamannaflokkurinn hefði haft og hefði enn á stefnuskrá sinni. Hver þorir að segja mjer, að jeg hafi svikið lífsstarf mitt, þótt við höfum um stund neyðst til þess að snúa okkur að öðrum knýj- andi viðfangsefnum. Ameríka og Rússland. Álit Majakofski. Eins og kunnugt er, starfa margir amerískir verkfræðingar í Rússlandi, Rússar hafa fengið þá þangað til þess að stjóma ýmsum fyrirtækjum fimm ára áætlunar- innar og mikið af vjelum hafa þeir einnig fengið frá Ameríku. Þéssir ameríkumenn hafa marg- ir skrifað um Rússland og ár- standið þar og hefur Lögrjetta sagt frá ýmsu slíku. Þessir Ameríkumenn, sem starfa í Rússlandi, eru nú einnig að verða efniviður í rússneskar bókmentir. Ýmsir af hinum yngri höfundum Rússa hafa lýst þeim og áhrifum þeirra. Unga kynslóð- in í Rússlandi hefur að ýmsu leyti mætur á amerískri menn- ingu, en dregur stundum jafn- framt dár að Ameríkumönnum. Majakofski er einn af þeim rússnesku höfundum, sem skrifað hefur af mikilli hrifningu um ameríska vjelamenningu, eða rjettara sagt um amerískar vjel- ar, því að hann ámælir harðlega því, hvernig ameríska auðvaldið noti vjelarnar, en telur vjelarnar sjálfar mikla blessun og mikla menningu, gagnstætt því, sem ýmsir vesturlandamenn álíta, að þær sjeu sannri menningu til niðurdreps. Honum líkar vel við Ameríkumenn að mörgu leyti og

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.