Lögrétta


Lögrétta - 28.10.1931, Síða 2

Lögrétta - 28.10.1931, Síða 2
2 LÖGRJETTA LÖGRJETTA Útgefandi og ritstjóri: pentilin BíiIiiib, JJingholtastrœti 17. Sirai 178. Innheimta og aígroiðsla í Lcekj&rgötu 2. Sími 185. segir að þótt alt sje að vísu mið- að þar við peninga og dollara- dýrkunin mikil, þá sje það gott við auraást Ameríkumanna, að þeir elski ekki peninga vegna peninganna sjálfra heldur vegna þess sem við þá megi gera. Hann segir að lýðræðið í Ame- ríku sje miklu minna en af er látið og framtakið einnig minna. Jeg, rússneskt skáld, segir hann, er í raun og veru miklu meiri Ameríkumaður, en Ameríkumenn sjálfir. Margt er nú svipað með Banda- ríkjum og Rússlandi. Rússi, Bor- is Pilniak, sem nýlega var á ferð í Bandaríkjunum, sagðist hafa farið þangað, af því að Rússland og Bandaríkin væru nú tvö merkilegustu lönd heimsins, þau væru nú bæði að byggja upp og skapa líf sitt. Munurinn er samt talsvert mikill á löndunum, sagði hann. I Bandaríkjunum þykir það heiður að vera ríkur. 1 Rússlandi þykir skömm að því. 1 Bandaríkjunum leitar verkamað- urinn sjer vinnu, í Rússlandi bíð- ur vinnan eftir verkamanninum. Majakofski heldur að rússneska skipulagið eigi eftir að sigra um allan heim, en aðrir halda að það hrynji þá og þegar, eða breytist svo, að af því hverfi mörg komm- únistisk einkenni. Prestafjelagsrítið. Tímarit fyrir kristindóm og kirkjumál. Ritstjóri próf. Sig. P. Sivertsen. — 13. árg. 13. árgangur Prestafjelagsrits- ins er nýútkominn. Er ritið fjöl- skrúðugt að efni og vandað að frágangi, eins og að undanförnu. Ritstjóra þess, próf. Sigurði P. Sivertsen núverandi vígslubiskupi í Skálholtsbiskupsdæmi hinu forna, má fyrst og fremst þakka, hversu vel það er úr garði gert. Hann hefur frá því er ritið hóf fyrst göngu sína, lagt alt kapp á að vanda sem bezt til þess. En auk hans hafa nokkrir af beztu mönnum kirkju vorrar árlega rit- að í það góðar greinar. Mun ó- hætt að fullyrða, að Prestafje- lagsritið sje eitthvert vandaðasta tímaritið, sem er nú gefið út á Islandi. Þó munu fá tímarit minna keypt af almenningi. Virð- ast margir álíta, að það sje ætl- að prestum einum og guðfræð- ingum. En það er mesti mis- skilningur. Prestafj elagsritið á erindi til allra. I því eru rædd ýms þau vandamál kristninnar, sem eru nú á dagskrá um allan hinn kristna siðmentaða heim. Allir þeir, sem áhuga hafa á slíkum málum, hljóta að lesa ritið með ánægju. Og jafnvel þeir, sem eru í andstöðu við kristindóminn, ættu að geta lesið það sjer til gagns. Það mundi spara þeim marga hleypidóma um kirkju og kristindóm. Ritið hefst að þessu sinni með ritgerð eftir ritstjórann um ein- ingu kirkjunnar. Er hún erindi, sem hann flutti á aðalfundi Prestafjelagsins síðastliðið vor. Ræðir hann þar hina þrjá þætti í einingarstarfsemi kirkjunnar. En þeir eru þessir: 1) Samvinna kirkjufjelaga í sama landi, 2) Kirkjuleg samvinna innan sömu kirkjudeildar, og 3) Kirkjulegur alheimsfjelagsskapur. — Al- heimsstarfsemin beinist ýmist að einingu í trú og kirkjustjórn eða einingu í lífi og starfi. Telur pró- fessorinn einingu í íífi og starfi heillavænlegri og bendir á, að það sje innri en ekki ytri eining, sem mest sje undir komið. „Grund- völl kristilegrar einingar verður að leggja í hjörtum mannanna“, segir hann. Að endingu snýr höf. sjer til íslenzku kirkjunnar. Legg- ur hann áherslu á, að allir á- hugamenn innan kirkju vorrar verði að sameina krafta sína og verða sem einvalalið, er ekki riðl- ast í baráttunni fyrir hugsjón- um kristindómsins. — Ritgerðin er prýðilega samin, skýr og skipuleg. Aðra grein flytur ritið eftir prófessor Sivertsen, útvarpser- indi, um Lambeth-fundinn, er hann flutti í janúar í ár. Lam- beth-fundirnir draga nafn af hinni fornu Lambeth-höll í Lond- on. Þar var fyrsti Lambeth-fund- urinn háldinn árið 1867. Síðan hafa þeir verið haldnir nálega 10. hvert ár, hinn síðasti 1930. — Efni þessara funda hafa verið mjög merkileg. Hefur annars- vegar verið rætt um sameining kirknanna og hinsvegar lausn þjóðfjelagsvandamála nútímans á kristilegum grundvelli. — Aðal- viðfangsefni fundarins 1930 voru þessi: I. kenning kristindómsins um Guð. II. Kristilegt fjelagslíf. III. Eining kirkjunnar. IV. Bretska kirkjusameiningin. V. iKennimannleg þjónusta. VI. Æsk- an og köllun hennar. — Segir höf. einkum frá meðferð fundarins á þessum tveimur málum: Kenn- ingu kristindómsins um Guð og einingu kirkjunnar. Að endingu er lýst áhrifum fundanna á vora tíma. — Greinin er vel samin og fróðleg. Þriðja ritgerðin, er prófessor Sívertsen leggur ritinu til, er einkar vel skrifuð og skilnings- rík æfiminning um sálmaskáldið, sjera Stefán Thorarensen. Er hún útvarpserindi, flutt á aldar- afmæli skáldsins, 10. júlí 1930. Fjórða ritgerðin eftir prófessor Sivertsen er æfiágrip hans sjálfs, sem lesið var upp við biskups- vígslu í Reykjavíkurdómkirkju, er dr. theol. Jón biskup Helgason vígði hann til vígslubiskups í hinu forna Skálholtsbiskupsdæmi, 3. sd. e. trin., 21. júní 1931. Ritið flytur einnig predikun prófessorsins við sama tækifæri. Er hún um mátt trúarinnar. — Predikunin er gjörhugsuð og lær- dómsrík. Sjera Ásmundur Guðmundsson docent ritar um kirkjuna og verkamannahreyfinguna. Sú rit- gerð er á alla vegu hin ágætasta. Er það hið mesta vandaverk, að ræða þetta mál, svo að á hvor- ugan aðiljann sje hallað. En höf. hefur leyst það prýðilega af hendi. Hann lýsir málinu frá báð- um hliðum með sanngirni og sam- úð og næmum skilningi. Verður síst sagt, að hann halli í nokkru Brjef merkra manna. Ben. Gröndal til Eiríks Magnússonar. Reykjavík, 1. febr. 1886. Upphaf brjefsins er á þremur tungumálum, ensku, þýsku og frönsku, og þakkar B. G. E. M. fyrir, að hann hefur sent honum rit Shakespeares í leðurbandi. . . . Jeg varð uppbelgdur af þótta og ruddi strax burtu stórum Gradus ad Parnassum og setti skrudduna við hliðina á Goethe, Schiller og il Pamasso Italano — og nú hefur þetta tafið mig síðan frá öllum verkum, því jeg hef ekkert annað gert en fletta, og svo hef jeg þaullesið formálann, en jeg vil fá að vita hver hefur ritað hann. Jeg er ekkert lærður í Shake- speares literatur, jeg hef raunar lesið nokkur stykki í honum, en jeg á örðugt með að skilja þau, og mýmargt skil jeg ekki! En jeg held jeg lesi nú eitthvað betur í honum; jeg hef enn ekki fengið Storminn, en þegar jeg fæ hann, þá get jeg brúkað hann til þess að stú- dera eftir honum. Engin kritik er komin yfir hann enn, en ef Grímur skyldi hreyfa sig, þá þætti mjer gaman að opponera honum, því að jeg er búinn að sjá að hann er enginn æsthe- tikus; annars er ekki víst að G. eigi hægt með að koma ritgjörð á móti þjer í blöð hjer, því þeir halda meir af þjer en G. — Jeg get ekki trúað öllu um M., jeg þekki þetta vel, hvað maður getur byrlað sjer inn; mjer hefur oft orðið það á sjálfum. Hvað skyldi M. vera að interessera sig fyrir að andæfa á móti þjer! — Jeg sendi þjer eitt númer af Suðra með því nýjasta producti Gests um Jón ólafsson — þeir eru báðir „Good-Templars“ og þetta er þeirra signum amisitiae vel fratemitatis. Jón ritaði þetta „yfirlit og eftirlit“ um sín afreksverk, en ekki nefndi hann þ i g með einu orði í bankamálinu, jafnvel þó þú hafir mest af öllum unnið að því með löngum og ágætum ritgjörð- um — jeg hef raunar ekki vit á þessu, en jeg dæmi en barbare og eftir hráu náttúruviti, sumsje sic: það er ómögulegt annað en að þessi maður hafi vit á efninu og riti vel um það. I Suðra eignar Gestur landshöfðingjanum ein- um það að bankinn komst á, þó allir viti að landshöfðinginn hefur ekkert annað gert en leggja ekki á móti honum; en hann gat ekki um það strik, sem landsh. gerði með því að láta Lárus Svb. verða bankastjóra — jeg vona þú fáir að sjá allt þetta viðbjóðslega sírópsgutl, sem blöðin nú ausa út yfir lands- höfðingjann — sem í rauninni var ómerkileg- ur maður, ekkert meir en meðalgáfaður, og með e n g r i pólitískri skoðun; ekkert nema stjórnarinnar auðsveip maskína, og í þessu kvæði í ísafold (eftir Grím) stendur „að hann hafi ávallt viljað gleðja alla“ — en hvern vildi hann gleðja nema stjórnina? Yfir höfuð hafa öll blöðin hjer (nema Fjallkonan) gert patriot- iskt politiskt Skandale með látunum um lands- höfðingjann, því það er sannarlega viðbjóðs- legt að bráðna í lofræðum um einn mann sem ; varið hefur öllum sínum vinnukrafti til þess að verka á móti fósturjörðu sinni; og það hefði sett mig í óþægilega klípu, hefði jeg verið beðinn að gera Epitaphium eptir hann; en þeir hjer þektu hug okkar Steingríms og nálguð- j ust okkur ekki, en vissu vel hvar maðurinn væri sem rjettur væri til þess — Matthías! Hundrað krónur er sagt að hafi verið sendar austur að Odda fyrirfram til að kaupa lofið, það kvað vera komið hingað, en meira veit maður ekki enn. „Fjallkonan“ er það einasta blað hjer sem hefur farið rjett að: hún averteraði látið með stuttum Necrolog, en með engum dómi, hvorki lasti eða lofi. Ýmsar get- gátur eru um hver muni verða successor; það hefur verið stungið upp á þjer — þó sumum kunni nú að þykja þetta nokkuð ó- líklegt, þá sýnir það þó að þú ert í miklu áliti, því annars færi enginn að nefna þig; en svo skynsamir munu Danir aldrei verða, jeg held nú helzt að einhver danskur verði það — annars finst mjer Islendingar, og einkum þessi yngri kynslóð, vera mjög conservativ. Jeg er annars kominn í blaðadisputatiu — ekki rifr- ildi — út af styrknum sem alþingið hefur veitt mjer, því jeg sje það er ekki til neins að þegja — ef þeir hætta að veita mjer, þá er ekki annað en jeg verð múgamaður og punkt- um! Jeg mætti Grími á götu í dag, en hann leit ekki við mjer, sem getur komið af þess- um ástæðuna: 1° ef hann hefur verið ergileg- ur út af því sem jeg hef sagt í Fjallkonunni, nl. „ef þingið skyldi vilja (svona orðaði jeg það) römmustu afturhaldsmenn fyrir for- seta og varaforseta, alkunna fyrir talhlýðni, brutl, hlutdrægni og óútreiknanlega dutlunga; 2° er Grímur orðinn mikið defect, því hann sjer illa, og heyrir því nær ekkert (það merki- lega var, að báðir forsetarnir á þinginu í sum- ar voru heyrnarlausir); 3° getur vel verið að hann hafi heyrt eftir mjer eitthvað sem fokið hefur um hann í sumar. En enginn hefur heyrt þetta: „Látum nú liggja — landshöfðingjann dauðan! Drottinn og þjóðin — dæma bæði kauðann; belja þú bara — Bessastaða-Grímur! Bíleams rímur!“ — Eh bien Eiríkur Magnús- son! Bibliotheks Idean! Sú þykir mjer ekki smáræði, og er þó svo einföld! „Ja því datt okkur þetta ekki í hug?“ getur maður al- tjend sagt við alt það sem er genialt, því það er þess einkenni, að það er svo einfalt og allir halda að þeir hefðu getað gert það — eins og með eggið Cólumbusar. — Jeg vildi

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.