Lögrétta


Lögrétta - 28.10.1931, Blaðsíða 3

Lögrétta - 28.10.1931, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 3 á verkamannahreyfinguna, þó að allir, sem þekkja hann viti, að kirkjan og kristindómsmálin sjeu hans hjartans mál. — Höf. byrj- ar á að sýna fram á mikilvægi málsins, og hversu úr því verði greitt. Um það segir hann meðal annars svo: „Þetta er hið mikla alvörumál kirkjunnar í heiminum á vorum dögum. Hún á ekki að kveða áfellisdóm yfir verkalýðnum í löndunum, þótt hann hafi allvíða horfið frá henni, heldur stinga hendinni í eigin barm og leita að sök sjálfrar sín. Það eitt fær sam- rýmst hlutverki hennar að þjóna, en ekki að drotna“. — Sagt er frá uppruna verkalýðshreyfingarinnar og lýst hugsjón hennar og afstöðu kirkjunnar til þessarar hreyfing- ar. Loks beinir höf. orðum sínum að íslensku kirkjunni. Álítur hann, að hún eigi að horfa hug- rökk og bjartsýn á verkamanna- hreyfinguna og leggja henni lið. Um það fer hann meðal annars þessum orðum: „Ef kirkjan ljeti þessa stefnu fara fram hjá sjer og legði henni ekki lið í neinu, þá brygðist hún hlutverki sínu í heiminum, brygðist Guði. Það er skylda hennar að leggja einnig fram krafta sína til þess að reyna að leysa úr hinum miklu vanda- málum í fjelagslífinu. Hún ætti m. a. að hafa þar forustuna, eins og hún hefur stundum áður gjört. Öllu góðu, hvaðan, sem það kem- ur, á hún að rjetta systurhönd til samvinnu. Guð er því að baki“. En þótt höf. haldi fram, að kirkj- an eigi að leggja verkalýðshreyf- ingunni lið til endurbóta á kjörum hinna fátæku og bágstöddu, álítur hann þó ekki, að hún eigi að fylla neinn sjerstakan stjórnmálaflokk. Gerði hún það, „þá yrðu dagar hennar taldir fyr en varði. Stjórn- málaflokkar leysast upp og hverfa með tímanum. En málefni kirkj- unnar er eilíft og á að ná til allra manna jafnt, af hvaða stjórn- málaflokki sem þeir eru“. — Höf. sýnir fram á að innri kærleiks- þróttur verði að vera samfara allri viðleitni hið ytra. Og það er hann fyrst og fremst, sem kirkj- an á að leggja kapp á að efla. Málið á þessari ritgerð er með snildarbrag eins og alt, sem höf- ritar. Aðra ritgerð flytur ritið eftir dócentinn. Er hún húskveðja, sem hann flutti við líkbörur hins ágæta merkismanns, Kjartans Helgasonar prófasts. — Hús- kveðjan er prýðilega samin og hjartnæm. Dr. theol. Jón Helgason biskup ritar um Nathan Söderblom, erki- biskup Svía. Þetta er lengsta ritgerðin, sem tímaritið flytur að þessu sinni. En maður les hana með jöfnum áhuga frá upphafi til enda, því að hún er bæði vel skrifuð og efnið hugðnæmt. — Söderblom erkibiskup var sann- kallað mikilmenni í heimi andans. Höf. fer meðal annars um hann þessum orðum: „Hann var áreið- anlega kirkjuhöfðingi í stærra broti en sjest hefur nokkru sinni áður á Norðurlöndum, enda var hann víðfrægastur allra Norður- landamanna um sína daga og ekki síður tekið tillit til orða hans í Róm en í Kantaraborg, og ekki síður vestan hafs en austan. . . . Hefur sú skoðun fest rætur hjá mjer, að hann sje mesta andlega glæsimennið, sem jeg hefi kynst á lífsleiðinni, jafnfrábær að vit&- munum, lærdómi og mannkær- léika, og að áhuga á kristni- og kirkjumálum — mannkostamaður, sem ómögulegt væri að kynnast án þess frá samri stundu að fá mætur á honum“. Sjera Knútur Arngrímsson skrifar eftirtektarverða ritgerð um gildi samúðar. Sýnir hann þar fram á, hversu alt viðhorf manna til lífsins breytist eftir því, hvort þeir líta hlutina samúðar- eða andúðaraugum. Sigurbjöm Á. Gíslason cand. theol. leggur ritinu til merka rit- gerð um elliheimili. Þar segir hann meðal annars svo: „Ræktarsemi við leiði ástvina úti í kirkjugörð- um er góð, en þó er hin betri, sem aldrað fólk fær að njóta, áður en kirk j ugarðurinn verður „hæli“ þess“. Eftir sjera Þorstein Briem flyt- ur ritið ljómandi fallega og hjart- næma prjedikun, er hann nefnir „Gullkerin“. Sjera Óskar J. Þorláksson skrif- ar um kristilegu stúdentahreyf- una á Englandi. Dvaldist höf. í Englandi síðastliðinn vetur og kynntist þá hreyfingu þessari. — Greinin er fróðleg og skemmtileg aflestrar. Auk þeirra ritgerða, sem nefnd- ar hafa verið, er efni ritsins þetta: Frá Húsafelli og Húsafells- prestum. Eftir Kristleif Þor- steinsson bónda á Stóra-Kroppi. — Þrír sálmar. Eftir Valdimar V. Snævarr skólastjóra. — Æfiágrip Hálfdánar vígslubiskups Guðjóns- sonar. Með mynd. — Einar Jóns- son prófastur. Nokkur minningar- orð. Með mynd. — Sálmur. Eftir Kjartan Ólafsson brunavörð. — Á föstudaginn langa. Lag eftir Sig- valda S. Kaldalóns tónskáld. — Þrjú sálmalög, samin af Björgvini Guðmundssyni tónskáldi. — Trú. og játning. Eftir sjera Eirík Al- bertsson. — Andleg búhyggindi. Eftir cand. theol. Þórarinn Þór- arinsson. — Sjera Þórður Tómas- son. Nokkur minningarorð. Með mynd. — Kenning kristindómsins um Guð. Úr nefndarskýrslum Lambeth-fundarins 1930. — Æsk- an og köllun hennar. Úr nefndar- skýrslum Lambeth-fundarins 1930. — Prestafjelagið. Eftir S. P. S. — Islenzkar bækur. Eftir próf. M. j. og dr. J. H. — Erlendar bækur. Eftir dr. J. H., sjera E. B., sjera O. J. Þ. og ritstjórann. — Kirkju- leg löggjöf — Ýmislegt. — Reikn- ingur Barnaheimilissjóðs þjóð- kirkjunnar 1930. — Reikningur Prestafjelag Islands 1930. Dagbjartur Jónsson. ----o---- Ensku kosningarnar. Úrslit þeirra eru nýkomin og fóru þær svo, að þjóðstjórnar- flokkarnir unnu miklu stærri sig- ur, en nokkur hafði búist við, hlutu 556 þingsæti, en flokkar stjórnarandstæðinga, eða Verk- mannaflokkurinn, aðeins 50 þing- sæti. Flokkaskiftingin er nú þessi: Ihaldsmenn 471, Verk- mannaflokkurinn 50. Frjálslyndi flokkurinn 70, MacDonaldmenn 13, utan flokka 4. MacDonald náði kosningu, en Henderson fjell. bara óska að þú hefðir materielt gagn af þessu! Og jeg get varla ímyndað mjer annað í því praktiska Englandi. Idean er brilliant! Það er það eina sem maður getur sagt! Satt að segja veit jeg nú ekki hvað jeg á meira að skrifa. Pólitíkin er öll í óvissu á meðan maður veit ekki hvernig rifrildið í Khöfn fer. Það er eins og blöðin hjer geri sjer að skyldu að þegja; í stað þess að vera ein- lægt að púrra, þá þegja þau og á meðan dofna menn og gleyma. Það er satt sem þú segir: „þeir sjá aldrei hina hærri periodical litteratur hinna mentuðu stórþjóða“ — jeg er raunar eins, en jeg lifi alt öðruvísi — þetta lestrarfjelag sem hjer er (sem jeg hef aldrei verið í) fær ekkert nema danskar skítabækur — einu sinni hjeldu þeir þó Illustrirte Zeitung, en sú hátíð er antiqueruð — engin pjesi þekk- ist nema þetta danska humbug, sem eiginlega er ekkert annað en tómt apaspil eftir Zola eða einhverja Materialista og Atheista, og þetta skítti hefur nú verkað á okkar yngri menn, þeir eru, qua æsthetics, ekkert annað en danskir apakettir. — I fyrra brjefinu mínu spurði jeg þig að, hvort engin ritgjörð mundi koma út um það axarskaft stjórnarinnar, að þverneita fyrirfram öllum breytingum á stj órnarskránni, en gefa þó heimild til að endurskoða hana? Jeg hef aldrei heyrt annað eins Nonsens, og jeg skil ekkert í hvernig menn geta sætt sig við að þegja yfir því — jeg hefði trúað því að veru- lega pólitískir Patriotar, eins og Jón Sigurðs- son var, mundu fá nóg efni til að rita um þetta í hverju einasta blaði frá því skandal- brjefið stjórnarinnar kom og þangað til þingið verður sett. Jón Ólafsson ritaði de facto á móti þjer í bankamálinu, einhverja dómadags vizku, en jeg er hreint búinn að gleyma því. — Þú heldur líklega Þjóðólf fyrst þú ritar í hann. Jeg bið kærlega að heilsa Sigríði og jeg vona eftir henni í sumar — kannske ykkur báðum ... Your Ben. Gröndal. Ben. Gröndal til Matthíasar Jochumssonar. 9. ágúst 1885. Elskulegi sjera Matthías! Þú póetiski prakt- fífill á Rángarvalla iðgrænu engj um! Þú hlj óm- mikla höfuðskáld og æsthetiski Maríuvöndur á eyðimörkinni! Þú dýrðlegi Dandelion á tún- inu! I gær var stífasti norðangarður og bólstr- arnir veltust ofan af Esjunni eins og ljómandi smjerkvartil ofan á grundirnar, en það voru ekki smjerkvartil, það voru skuggar, bleikir skuggar og tálmyndir, óuppfylltar vonir og og hverfulir svipir, til að stríða dauðlegum mönnum á hinni kornfrjóvu jörð. I dag er all- ur himininn ljómandi, allur eins og himinljóm- inn í kringum Ólýmpstinda, þar sem hinir ó- dauðlegu guðir njóta eilífrar sælu — allur siórinn er eins og heiðblár útþaninn silfur- dúkur spentur yfir löndin, en í þessu augna- bliki er kyrð á bárunum, jeg sje ekki þá hverfulu stafi og þær svipandi myndir sem vindurinn annars er vanur að mála á sjávar- djúpið; í þessu augnabliki sje jeg ekkert let- ur nema „MATTHlAS"! Hvað hjálpar þó jeg hleypi’onum nú með hendingum yfir Gjallarbrú? Því peningar og pólitík eru perlurnar hjer í Reykjavík og annars líka út um land enginn sjer neitt nema silfursand og lifir í prjáli og peninga draum og prumpar á dönsku í hverjan straum. Hafið þið nokkurn tíma heyrt harðara upp á rassinn keyrt á blakkinum sem að Bellerophon beizlaði eins og Jón Þorkelsson, hefir ykkur að eyrum hljómað önnur eins prakt og skáldamál, hefur svo fyr í heiði ljómað himnanna dýrð með líf og sál? er ekki alt sem við gerum * autoriserað af skeretjerum og prjedikað blöðunum öllum í þótt annað ei sje nema Svínarí. Hirt’ ekki, Matti, þó krunki í kring kjánaleg skáldanna herfylking leirug og þunn með langvíunef. Henni lætur ekki að gera neitt stef. Það er sem bárurnar brotni á klett, sem í brimgarðinn lífsins guð hefur sett skoraðan fast með skáldskap og trú sko — þessi klettur ert sjálfur þú! En þessir aumingjar allir saman alvöru hvorki skilja nje gaman. Ef talað er orð um trú og Krist, þá titrar af bræði hverr „Realist“, ef nokkur þorir að nefna guð þá nöldra þeir um þann ófögnuð, og tali einhver um Ideal þeir ósk’ onum upp á Kaldadal. Sú „eilífa nauðsyn“ — afkáraskapur! eintómt þvaður og málaflapur; þeir vita ekkert hvað eilíft er, því aldrei þá hugmynd skiljum vjer. Og ekki þeir trúa á annað en kroppinn og eiga svo ekki svo mikið sem koppinn að hlassa sjer á og halda sjer til hjálparlausir í lífsins byl. Þetta þú skilur, sem hörpuna hefur og hljóminn vekur sem dreymir og sefur; þú vaktir um marga miðnæturstund er mennirnir sváfu við djúpan blund og morgunsólin í heiði hrein hitti þig þá og á enni skein

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.