Lögrétta - 30.12.1931, Qupperneq 1
LOGRJETTA
XXVI. ár.
Reykjavík, miðvikudaginn 30. des. 1931.
49. tbl.
Um víða veröld
Kosningar og kjördæmi
í Englandi.
Kröfur um nýja kjördæmaskipun.
1 Englandi er allmikið um það
talað, að fá breytt kjördæma-
skipuninni þar í landi og hefur
það mál að vísu verið alllengi á
döfinni. Andstæðingar skipulags
þess, sem nú gildir, halda því
fram, að meðan það gildi, sje í
raun og veru ekki þingræði í Eng-
landi. Þing- og kosningaskipulag
Englands er á því bygt, að megin-
flokkarnir í landinu sjeu ekki
nema tveir eða að minsta kosti
sem allra fæstir. Það er gömul
hefð í Englandi, að einhverjar
mestu tignarstöður í landinu eru
þær, að vera forsætisráðherra, og
þar með leiðtogi meirihluta-
flokksins, og leiðtogi andstöðu-
flokksins. 1 sumum löndum, sem
tekið hafa sjer enskt stjórnarfar
til fyrirmyndar (eða að minsta
kosti í Canada) er leiðtogi stjórn-
arandstæðinga beinlínis launaður
af ríkinu, líkt og ráðherra.
En sem sagt, flokkaskiftingin
er nú nokkuð að breytast í Bret-
landi og afstaða flokkanna. Það
er neðri málstofan, sem mestu
ræður þar, en áhrif lávarðadeild-
arinnar hafa, eins og kunnugt er,
verið skert mjög, þótt nú sjeu
sumir aftur farnir að tala um
það, að auka þau, einkum íhalds-
menn. 1 neðri málstofunni sitja
rúmlega 600 fulltrúar, og um 700
í lávarðadeildinni. Þeir eru flest-
ir sjálfkjörnir, en til neðri deild-
arinnar er kosið almennum kosn-
ingum og sá, sem flest fær at-
kvæði, er kosinn. Hlutfallskosn-
ingar eru þar ekki. Ef þrír menn
bjóða sig fram í kjördæmi og einn
fær 50 þúsund atkvæði, annar 45
þúsund, og þriðji 35 þúsund, þá
er sá kosinn, sem hlaut 50 þús.
atkvæðin, en flokkar hinna fram-
bjóðendanna fá engan fulltrúa,
þótt þeir hafi 30 þúsundum fleiri
atkvæði, en sá, sem kosinn var.
Atkvæðatatla og fulltrúatala fylg-
ist því engan veginn að. Við
rennar undanfarnar kosningar í
Englandi var atkvæðatala flokk-
anna þannig:
1924 1929 1931
íhaldsm. 8.122.811 8.591.052 11.867.697
Verkam. 5.470.685 8.331.480 6.611467
Frjálsl. 2.909.122 5.257.536 1.949.485
Með þessu atkvæðamagni hlutu
flokkamir þessa þingmannatölu:
1924 1929 1931
íhaídsmenn 412 260 469
Verkamenn 151 287 - 52
Frjálslyndir 42 58 67
Hvert þingsæti kostaði því
íhaldsmenn 20 þúsund atkvæði ár-
- ið 1924, 33 þúsund atkvæði árið
1929 og 27 þúsund atkvæði ár-
ið 1931. Verkamannaflokkurinn
fjekk fulltrúa fyrir 36 þúsund at-
kvæði 1924, 32 þúsund atkvæði
1929 og 154 þús. atkv. 1931, en
frjáslyndi flokkurinn fulltrúa fyr-
ir 76 þús. atkvæði 1924, 90 þús.
atkv. 1929 42 eða 57 þús. atkvæði
1931 (Það flokksbrotið, sem fylg-
ir Herbert Samúel fjekk fulltrúa
fyrir hver 57 þús. atkv., en hitt,
sem fylgir Sir John Simon fyrir
hver 17 þús. atkv.). Við síðustu
kosningar í oktoberlok í ár mink-
aði atkvæðamagn verkamanna-
flokksins aðeins um 1.768.000 at-
kvæði, en þingmannatala hans
minkaði um 235, vegna þess að
hlutfallskosningar giltu ekki.
Þessar tölur sýna ástandið og
afstöðuna í kjördæmaskipunar-
málinu í Englandi og er mikið um
þær talað, þótt fremur litlar horf-
ur sjeu taldar á því, að fram-
kvæmdar verði fyrst um sinn
stórfeldar breytingar á kjördæma-
skipuninni.
Öngþveiti atvinnulífsins.
Ástandið í heiminum er ekki
friðvænlegt nú sem stendur.
Heimstyrjöldin síðasta hefur eng-
anveginn orðið til þess eins og
hún átti að verða, að tryggja
friðinn í heiminum, hún hefur
yfirleitt ekki trygt nokkurn
skapaðan hlut, heimurinn er
ótrvggari, fátækari og fávísari
eftir en áður. Lýðræðið lamað og
frelsið er minna en fyr. Upp úr
styrjöldinni hafa myndast ein-
ræðisstjórnir í ýmsum löndum.
Tvö helstu dæmi þessa nýja ein-
ræðis eru fascistastjórnin í Italíu
og Sovjetstjórnin í Rússlandi.
Báðar þessar stjórnir vinna í
ófriðaranda og ala fólkið upp í
hernaðarhug þrátt fyrir alt frið-
artalið á yfirborðinu. Og víða
annarsstaðar í veröldinni stendur
eins á. 1 Austurlöndum hefur
ófriðurinn logað upp úr, eins og
allir þekkja úr síðustu frásögnum
um viðskifti Japana og Kínverja.
í Ungverjalandi, Rúmeníu og
Jugoslavíu er hernaðarhugurinn
ennþá mikill. Og styrjöldin, sem í
vændum er, ef hún nær fram að
ganga, er sjálfsagt hroðalegri og
hryllilegri en nokkur styrjöld,
sem yfir heiminn hefur geysað.
Um það kemur öllum kunnugum
saman. Hún verðru háð í loftinu
eða úr loftinu.
Alt þetta veldur því, að hinir
bestu menn í veröldinni eru nú
ærið áhyggjufullir um framtíð-
ina. Erfiðleikar og öngþveiti and-
legs lífs og viðskiftalífs, einkum
viðskiftalífsins eru nú meiri en
dæmi eru til um langan tíma. Til-
raunir þær, sem gerðar hafa ver-
ið til þess að ráða fram úr fjár-
málaglundroðanum hafa mis-
heppnast hingað til. Bretar eru
nú að reyna að beita sjer fyrir
því, að skipuð verði allsherjar-
nefnd til þess að ræða þessi mál
og ráða fram úr þeim og fyrir
fáum dögum lagði MacDonald
ríka áherslu á það að sú nefnd-
arskipun yrði að takast og það
mjög fljótlega, ef ekki eigi að
fara enn ver en orðið er.
Lögrjetta hefur í ýmsum und-
anförnum blöðum sagt frá þess-
um málum og skoðunum merkra
manna á þeim og því hvernig
þeir segjast vilja haga heiminum
ef þeir mættu ráða. Hjer má bæta
við skoðun eins mannsins enn, G.
Lowes Dickinson. Fyrst af öllu
þarf að tryggja friðinn, segir
hann. Það þarf að gerast með
því að leysa upp alla einstaka
þjóðarheri, á sjó og landi og í
lofti og hvert ríki um sig á ekki
að hafa annað en lögregluvald til
þess að halda uppi reglu innan
sinna eigin landamæra. Hinsveg-
ar þyrfti að hafa alþjóðlegan
lofther til þess að halda uppi al-
þjóðlegri reglu, og bæla niður
þær smáuppreisnir, sem gera
mætti ráð fyrir fyrst í stað. Eins
og hugsunarhætti mannanna er
háttað, verður að gera ráð fyrir
því að einhverju valdi þurfi að
beita enn um skeið til þéss að
halda uppi reglu.
Eínræði og ríkisvald.
Nauðsyn nýs skipulags.
Svo þarf að lama vald ríkis-
ins, hins fullvalda ríkis eins og
það er nú, því að frá slíku ríkis-
valdi stafa flestar þær hindranir,
sem nú eru á vegi þeirra ráð-
stafana, sem nauðsynlegar eru til
alþjóðahagsmuna. Það eru t. d.
þessar einstöku ríkisstjórnir, sem
nú hamla því að unt sje að gera
upp eða stryka út ófriðarskuld-
irnar og skaðabæturnar. Það yrði
því að vera hlutverk þeirrar al-
þjóða sambandsstjórnar, sem
nauðsynlegt væri að koma á, að
jafna þessi skuldamál án tillits
til eigin hagsmuna hinna ein-
stöku ríkja. Ennfremur þyrfti sú
allsherjarstjórn að undirbúa það,
að komið yrði á sameiginlegri
mynt um allan heim. Ennfremur
þyrfti þessi allsherjarstjórn að
afnema ýmsa þá tollmúra, sem
hin einstöku ríki hafa hlaðið sín
í milli, sjer til eigin hagsmuna
en heimsversluninni í óhag, og er
þetta nú orðið skoðun flestra
hinna bestu manna, sem um
þetta rita. Ennfremur þyrfti að
koma á hagkvæmri skiftingu
hráefna í heiminum, því að mis-
skifting þeirra hefur verið og er
ein aðalorsök árekstra og ófrið-
ar í heiminum. Þær aðferðir, sem
nú eru notaðar í skipulagi iðn-
menningarinnar, beinast ekki að
framleiðslu og skiftingu hennar
meðal alls almennings heldur að
því að hlaða upp gróða og ágóða.
Af þessu sprettur sú misskifting
framleiðslimnar, sem veldur því
að um leið og framleiðslan eykst,
eykst einnig atvinnuleysi.
Við höfum fyrir okkur mikla
möguleika til aukningar á efna-
legum auðæfum, en þau verða
mannkyninu að litlu hði nema
þeim sje vel skift og komi sem
víðast niður.
Sumir halda að slíkt sjónarmið
beri keim af jafnaðarmensku.
Orðið skiftir engu, en það þarf
góðrar skýringar við. Það er hin
sterka hlið jafnaðarstefnunnar,
að hún stefnir að rjettlátri og
víðri útbreiðslu starfa og starfs-
launa. En veikasta hlið hennar er
sú, ef hún heldur þá slíku til
streitu, að ríkið þurfi sjálft að
skipuleggja beinlínis alla framr
leiðslu. Ríkið var ekki búið til til
þess að vinna slík verk og það
er ekki líklegt, að ríkið geti unn-
ið þau vel. En hvað sem allri
jafnaðarstefnu líður er nú afl
atburðanna að knýja þjóðfjelögin
til þess að finna nýja leiðar til
að stjórna og skipuleggja frám-
leiðsluna. Vísir að slíku nýju
skipulagi er til í Englandi, t. d.
í allsherjarrafmagnsnefndinni. Á
þeim grundvelli, sem þar er lagð-
ur mun skipulag viðskiftalífsins
geta þróast á eðlilegan hátt. Dug-
legir sj erfræðingar eiga að hafa
á hendi stjórn slíkra nefnda í
hverri atvinnugrein og neytend-
urnir eiga einnig að geta látið
gæta þar hagsmuna sinna. Sam-
komulag þyrfti einnig að vera
um framleiðsluna um víða ver-
öld til þess að forðast offram-
leiðslu.
Framkvæmd á þessu yrði erf-
ið, en samt safnast mönnum nú
svo að segja daglega ný reynsla
í þessum efnum. I Rússlandi er
gerð tilraun um slíkt allsherjar-
skipulag framleiðslunnar og til-
raunir þær sem fram fara í auð-
valdsríkjunum um starfrækslu
stórra hringa stefna í sömu átt.
Það er að minsta kosti víst, að
nauðsynin er knýjandi á því að
komist verði á einhvern hátt út
úr því öngþveiti, sem framleiðsla
og viðskiftalíf er nú í.
Blöð og útvarp.
Það, sem nauðsynlegast er þó
til þess, að koma á góðu skipu-
lagi í heiminum og halda því við,
segir S. Lowes Dickinson, er
mentunin og uppeldið. Þau öfl,
sem að hans áliti ráða nú mestu
um mentun almennings eru blöð-
in og útvarpið. Um blöðin segir
hann m. a. þetta, að þegar frá
sjeu skilin tiltölulega fá blöð,
sem ekki sjcu bundin stórfjelög-
um eða flokkum, og fyrir þeim
blöðum megi sjerstaklega bera
virðingu, þá sje allur þorri fje-
lags- og flokksbundinna blaða