Lögrétta


Lögrétta - 30.12.1931, Side 2

Lögrétta - 30.12.1931, Side 2
2 LÖGRJETTA Fyrstu sxtjöajr Hvort eru að slökkna öll vor ljós, svo enga dáð til lands nje sjós nú fræknum mönnum framar stoði að reyna? Já, það er að skella á þjóðarnauð af því, — að fyrir lands vors brauð vjer náum ekki í nógu mikla steina. Vjer sóttum of mjög falskan flaum með frelsi vort, hinn rætta draum; nú hvæsa um stafninn hvítfyssandi iður. Því stoðar hvorki raup nje rag, en reynum samstilt áralag og sogumst ekki í svelginn gráa niður. — Því sækist fjörr og svikul mið, skal svingli hætt og snúið við í landvar trygt og leitað eftir hæli. Og lýðsins aldna merki — mör, skal með oss vera, uns lýkur för, og hirðum ei þótt hispursmennin skæli. Oss gera mætti að gæsnislýð hin gagnsykraða munaðstíð, er þeytir hvoðu úr miklu. af sinni menning. — Sjá, mestur kjarni, er þarfnist þið til þróttugs lífs, býðst heima við, svo hljóðar lands vors hóglát móðurkenning. Áf frjóvu lífi morar mar og moldin veitir hýrlegt svar við varhugð hvers, er vill hjer sáning reyna. Svo fjölgum iðjum, fjölgum lýð og fitjum upp þá nytjatíð, er brutl ei þarf með brauðið fyrir steina. í fátækt okkar fyr á tíð mót forlaganna hverri hríð vjer seigluðumst í sjálfs vors skóm og klæðum. Oss faldar því ei veldið vel, ef vetrar megna fyrstu jel í gadd að hleypa öllum vörmum æðum. Jak. Thor. LÖGRJETTA Útgefandi og ritstjóri: porsteinn Gíslason, þingholtsstrseti 17. Simi 178. Innhelmta og algreiBsla í Lsekjargötu 2. Sími 185. fremur til niðurrifs á sannri mentun en henni til uppbygging- ar. Hann segir að flest þessi blöð flytji fánýtt efni og oft rangfært og litað og slái á þá strengi fólks- ins, sem heimskulegastir sjeu og hjegómlegastir, lagi sig eftir lægstu kröfum lesendanna, í stað þess að kenna lesendunum að fara eftir háum kröfum, sem blaðið setur sjálft. Þótt flokks- bundin blöð hafi því oft skaðleg áhrif, að áliti þessa höfundar, segist hann ekki vilja láta hamla málfrelsi þeirra. Hann segir að vísu, að gera þyrfti ráðstafanir til þess að vissar, nauðsynlegar fregnir kæmu ólitaðar og óafbak- aðar í öllum blöðum, svo að allir gætu sjeð þær rjettar, en svo gætu blöðin haft rjett til þess að skýra þær eftir eigin geðþótta. Um útvarpið, eins og það er rekið í Englandi, segir höfundur, að það hafi mikið menningar- gildi, af því að svo vel hafi vilj- að til, að það sje undir stjórn fólks, sem skilji gildi uppeldis og mentunar, og láti útvarpið flytja fljótt og á hlutlausan hátt fregn- ir af hverskonar nýjungum í vís- indum, listum og stjórnmálum. Hann álítur því að blöð og út- varp sjeu máttugustu menning- artæki nútímans, þegar rjett sje á þeim haldið, en þó geti þau ekki komið í stað skólanna, þeir sjeu nauðsynlegir eftir sem áð- ur. Gott uppeldi og mentun er undirstöðuskilyrði þess að nýtt skipulag hepnist, nýtt skipulag, sem greitt geti fram úr vandræð- um viðskiftalífs og menningar. Zamora Spánarforseti. Niceto Alcala Zamora hefur nú verið kosinn forseti spænska lýðveldisins, eins og við var bú- ist. Hann er 54 ára gamall, bóndasonur frá Austur-Anda- lusíu. Hann stundaði háskólanám og tók fyrsta próf sitt við Gran- adaháskólann mjög ungur, 17 ára og varð doktor við Madrid- háskóla 22 ára og nokkru seinna starfsmaðúr í stjórnarráði og stundaði jafnframt málfærslu- í störf. Hann var skjólstæðingur Romanones greifa og komst á þing 1906 undir hans hand- leiðslu. Hann var prýðilega máli farinn og fylginn sjer og vakti fljótt athvgli á sjer fyrir árásir sínar á stjórnina. Hann varð . fyrst ráðherra 1917. En það var fyrst þegar einræðið kom til sögunnar að fyrir alvöru fór að bera á Zamora. Hann var and- stæðingur þess frá upphafi og reyndar andstæðingur konung- dæmisins og vildi að Alfonso ljeti af völdum. 14. apríl 1930 lýsti Zamora því yfir í frægri ræðu, sem hann hjelt á nauta- atssvæðinu í Valensia, fyrir 20 þúsund áheyrendum, að hann væri lýðveldissinni. Og 14. apríl í ár var það hann, sem átti í hin- um frægu og sögulegu samning- um við Romanones, sem enduðu á því, að Alfonso konungur fór úr landi og lýðveldið var stofnað. Hann varð þá forseti hinnar nýju lýðveldisstjórnar, en fór úr stjórninni áður en langt leið, einkum vegna ósamkomulags út af Jesúítareglunni, sem var leyst upp og rekin úr landi gegn ráð- um hans. Nú er hann orðinn for- seti lýðveldisins, enda einhver hinn einlægasti og trúaðasti lýð- veldissinni í landinu og af flest- um talinn mjög vel til hins nýja starfa fallinn. Þótt flestir telji nú að spænska lýðveldið sje komið á fastan fót, á það við ýmsa erfiðleika að etja. Fjárhagurinn er bágur, Prieto ráðherra sagði í október, að tekjuhalli fjárlaganna mundi vera um 500 miljónir peseta og síðar hefur hann sagt, að hann muni vera enn þá meiri. Lýð- 1 veldisstjómin hefur líka farið j fram með allmikilli hörku gegn i andstæðingum sínum, bannað út- gáfu margra blaða og látið fang- elsa ýmsa mótstöðumenn. Alvar- leg verkföll hafa einnig átt sjer stað og ólgan er talsverð í þjóð- fjelaginu. Margir vona þó að Zamora og stefna hans geti brætt saman andstæðumar og leitt lýðveldið út úr ógöngunum. Ófriðarskuldirnar. Það er ráðstöfun ófriðarskuld- anna, sem nú veldur mestum erf- iðleikum í fjármálum heimsins og er það flestra manna álit, að mik- ið af kreppunni, ef ekki hún öll, stafi af því að þjóðirnar drag- ist með ófriðarskuldirnar og það óheilbrigða ástand, sem af því spretti, að glundroði ófriðarár- anna í fjármálum hefur ekki enn- þá verið gerður upp til fulls. Ýmsir fjármálamenn hafa hvað eftir annað sýnt fram á nauðsyn j þess, að komið yrði á allsherjar- ! samkomulagi um það, að jafna j þessi mál og sumar ríkisstjórn- í irnar hafa reynt að koma á fund- i um um þetta, t. d. Bretar, en það j hefur strandað á mótspyrnu ann- j ara, fyrst og fremst Frakka og Bandarík j amanna. Nú er kominn nýr skriður á þessi mál hvað svo sem úr verð- ur. Alþjóðabankinn í Basel hafði sett nefnd til þess að rannsaka þessi mál og þá fyrst og fremst greiðslugetu Þjóðverja. Nefndin skilaði einróma áliti sínu um jól- in. Hún telur engar horfur á því, að Þjóðverjar geti greitt þær upphæðir, sem í gjalddaga falla í júnílok næsta ár, en þá er lið- inn greiðslufresturinn, sem þær fengu fyrir atbeina Hoovers for- seta. Hinsvegar gerir nefndin ráð íyrir því sem sjálfsögðu, að Þjóð- verjar verði að halda áfram að borga ófriðarskuldir sínar, en segir að gera verði nýjar ákvarð- anir um upphæðirnar og haga þeim í samræmi við þær breyt- ingar, sem orðið hafi í viðskifta- lífi heimsins á síðkastið. Út af þessari skýrslu hefur Mac Donald forsætisráðherra Breta lát- ið í ljós þá skoðun, að Bretar vilji semja um öll skuldamálin nú þeg- ar og vill hann láta setja allsherj- arnefnd til rannsóknar á málinu og segir að hefjast þurfi handa undir eins. Er helzt um það tal- að, að ráðstefna þessi verði hald- in í Haag. í Bandaríkjunum kemur mönn- um þó ekki saman um það, hvort taka eigi þátt í slíkri ráð- stefnu eða ekki, en þátttaka Bandaríkjanna er að sjálfsögðu nauðsynleg ef virkilegur og var- anlegur árangur á að nást. Mel- lon fjármálaráðherra mun vilja láta Bandaríkin taka beinan þátt 1 ráðstefnunni, en aðrir vilja það ekki, og telja heppilegra, vegna stjórnmálaafstöðunnar innan- lands, að Bandaríkin hafi aðeins áheyrnarfulltrúa á ráðstefnunni, eins og þeir hafa haft á ýmsurn öðrum ráðstefnum í Evrópu. Hoover forseti hafði annars fyrir jólin sett nefnd fjármálamanna til þess að rannsaka greiðslugetu Þjóðverja og átti m. a. sæti í henni Otto Kahn. Hann hefur lát- ið í ljós þá skoðun, að Þjóðverj- ar muni að vísu geta staðið í skil- um, en það sje samt ekki rjett að ganga svo hart að þeim. Allar skuldir Þýskalands námu (í júlílok 1930) 11.123 miljónum ríkismarka. Af þessari upphæð voru 823 miljónir eftirstöðvar af svonefndu viðreisnarláni, sem fengið var á ýmsum stöðum er- lendis til þess að borga Banda- mönnum upp í stríðsskuldir. 4.194 miljónir voru eftirstöðvar af ýmsum lánum (pappírsmarka- lánum) teknum fyrir stríð og á stríðsárunum. 1.474 miljónir eru skuldir ákveðnar samkvæmt Yong-samþy kktinni. Nýr erkibiskup í Svíþjóð. Eftirmaður Söderbloms á erki- biskupsstóli í Uppsölum hefur verið skipaður prófessor Erling Eidem hirðprestur. Hann er fæddur í Gautaborg 1880, sonur stórkaupmanns, hefur gegnt ýmsum kennaraembættum 1 guð- fræðum og einnig verið þjónandi prestur. Hann hefur skrifað rit um Pál postula og um fleiri efni og átt sæti í biblíuþýðinganefndinni. Launalækkun. Eins og kunnugt er hafa Bret- ar lækkað nokkuð laun í ýmsum launaflokkum embættismanna og opinberra starfsmanna og í einka- fyrirtækjum munu laun einnig hafa lækkað dálítið, og hófst sú launalækkun í bretsku samvinnu- fjelögunum. í Þýzkalandi hafði launalækkun, og hún miklu meiri einnig áður farið fram. 1 Banda- ríkjunum hefur Borah öldunga- deildarmaður nú stungið upp á því, að laun opinberra starfs- manna þar í landi lækki um 10%. Á fjárlögum Bandaríkjanna er nú afarmikill tekjuhalli og á þetta, ef það nær samþykki, að verða einn liður í ráðstöfunum til þess að rjetta þann halla. ----o----- Leiðrjetting. í síðasta hefti Öð- ins hafa í æfiminning Kristjáns Andrjessonar orðið þessar mis- prentanir: Bls. 58, 1. dálki: Kvenfjelag, sem heitir „Hringur" á að vera „Hugrún“. Sama bls. 2. d.: Magnús læknir Snæbjörns- son, á‘ að vera „Sæbjörnsson“. Á nokkrum stöðum er mannsnafn Benoný, sem er rangur ritháttur, á að vera Benoní. Þeir sem hafa ritið, eru beðnir að athuga þetta og leiðrjetta. Kr. D.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.