Magni - 28.08.1912, Blaðsíða 3
Það er þetta skynleysi á það, hver
munur er á því, að vera fyrirmaður
eða almúgamaður.
Hver fer að snara fyrirmanni í
gæzluvarðhald, í svartholið?
Það er ætlað sauðsvörtum almúg-
anum en öðrum ekki. —
Nærri má geta, hvort farið væri að
láta almúgamann ganga lausan, og
láta hann t. d. fara utan til að skemta
sér, pó að hann hefði lagt veð fyrir
sig.
Hvað var gert við borgfirzka kot-
unginn, sem lýsti ekki með marki
horgemlingnum, sem hann fann úti á
víðavangi, heldur lagði hann til munns
hungruðum krökkum sínum og öðru
heimafólki (ef nokkurt var)?
Eða reykvíska borgaranum, sern
stal ýsubandi hér fyrir mörgum árum
og grátbændi dómarann að sleppa sér,
ef hann borgaði það fullu verði og
fram yfir það?
Fólk er svo heimskt og skilnings-
lítið á mannamuninn, muninn á sauð-
svörtum almúgamönnum og heldri
mönnum, fyrirmönnum, stórefnuðum
höfðingjum.
Þetta var ritað fyrir mörgum vik-
um, en fekk þá ekki inni, fremur en
annað frá sama höf. En nú er það af
áminstum bankagjaldkera að segja, að
hann spókar sig daglega á strætum
höfuðstaðarins, í miklum hávegum
hafður, en lætur annan mann þjóna
fyrir sig sýslaninni við bankann, gjald-
kerastarfinu, gegn hálfum iaunum, en
hirðir sjálfur hinn helminginn.
Hvað lengi þetta á að ganga?
Sjálfsagt marga mánuði enn, ef ekki
svo missirum skiftir.
Jus.
Steinolíueinokun.
Eitt hið allrasiðasta afrek kauphækk-
unarþingsins þunna var að lögleiða
einkasölu-heimild til handa landstjórn-
inni á steinolíu.
Það hratt öllum einokunarlögum
öðrum.
En þessi fengu að lifa, með því
slægðar-yfirskini, að það væri eina
ráðið til að verjast aðsteðjandi okur-
verði á steinolíu.
Lög þessi, sem var flaustrað gegn-
um þingið í dauðans ofboði og þing-
Magni
skapalaust sjálfan þingslitadaginn, eiga
að öðlast gildi þegar i stað, þ. e.
undir eins og þau hafa hlotið konungs-
staðfesting, og fylgir þeim takmarka-
laus lántökuheimild til handa stjórn-
inni til steinolíukaupa
Bezt nð láta lesendur Magna sjá
lögin tafarlaust, og má næst benda
frekara á voða þann, er af þeim
stafar.
1. gr. Landstjórninni veitist heim-
ild til að kaupa svo mikla steinolíu,
sem henni þurfa þykir til að birgja
landið, og selja hana kaupmönnum og
öðrum (kaupfélögum, sveitarfélögum
o. s. frv.), fyrir það verð, er liðlega
svari kostnaði og vöxtum.
í þessu skyni veitist stjórninni
heimild til að taka það lán, sem á
þarf að halda.
2. gr. Meðan stjórnin notar þessa
heimild, er engum öðrum leyfilegt að
flytja hingað til lands steinolíu, en
stjórninni.
3. gr. Stjórninni er heimilt að
fela einstökum mönnum eða hlutafé-
lögum innlendum að standa fyrir kaup-
um og sölu á olíunni, og hún má
einnig framselja í þeirra hendur heim-
ild sina og einkarétt til olíuinnflutn-
ings eftir lögum þessum, með þeim
skilyrðum, er hún telur hyggileg og
nauðsynleg, þó ekki lengur en 5 ár.
4. gr. Brot gegn 2. gr. laga þess-
ara varða sektum alt að 100,000 kr.,
og skal ólöglega innflutt olía upptæk,
og andvirðið renua í landssjóð. Með
brot gegn lögunum skal farið sem
með almenn lögreglumál.
5. gr. Lög þessi öðlast gildi þeg-
ar í stað.
Nafnaskifti og annað ekki.
Brögðum beittir mun mörgum finn-
ast þeir vera, er gengið hafa i hinn
nýja sambandsflokk, er þeir heyra eða
lesa, hvernig flokksstjórnin er skipuð-
Þar eru 5 af 7 gamlir heiman-
stjórnarmenn, og 1 nýr, en alls 1 sjálf-
stæðismaður (J. P.).
Drengilega að verið I
Meðal þessara 5 eru 2 aðalforstjór-
ar heimanstjórnarhöfuðmálgagnsins
hér í höfuðstaðnum og hinn 3. ábyrgð-
armannsnefna þess (Lögr.). Þá er
4. maðurinn ritstjóri annars flokks-
blaðs sama megin.
Það var og látið í veðri vaka, er
verið var að kotna þessum sambands-
flokk á laggir, að þá ætti heitnan-
stjórnarflokkurinn að leggjast niður,
jafnskjótt sem hinn fæddist.
Hverjar hafa efndirnar orðið þar?
Þær, að hann, heimanstjórnarflokkur-
inn, er látinn lifa fullu lifi eftir sem
áður og kosin fyrir hann ný stjórn
nú i þiuglokin, 7 manna stjórn, eins
og í sambandsflokknum.
Og það er eins og forspiökkunum
hafi verið ant um, að engum manni
gæti dulist, að alt væri nákvæmlega
sama tóbakið: þeir hafa skipað stjórn
heimanstjórnarflokksins alveg sömu
mönnum að 2 fráskildum.
Þessir 2 eru Eggert Claessen og
Jón Þorláksson.
Hinir 3, sameiginlegir fyrir báða
flokkana, eru:
|ón Magnússon bfóg.
Jón Ólafsson ritstj.
Guðm. Björnsson landl.
Agúst Flygenring kaupm., kg.kj. þm.
Þ. G. ritstj.
Nema þetta eigi að merkja það, að
ekki hafi verið hægt lögum samkv.
að leggja h.stj.fl. niður öðru visi en
endurnýja stjórn hans meðan verið
væri að því.
Pyrrhusar-sigur.
Um hneykslislögleysuna, sem meiri
hlutinn á þingi, heimanstjórnarliðið,
hafði fram með atkvæðastigamensku í
upphafi þings, var þetta ritað að bar-
daga, loknum, og mun eiga enn þarft
erindi til þjóðarinnar, ef ekki á alt að
sökkva i þjóðmálasiðspillingu þeirri,
er nú grefur sem óðast um sig:
Það var sannuefndur Pyrrhusar-sigur,
þessi sem heimanstjórnarliðið vann
um daginn í kjörbréfsmálinu vestur-
ísfirzka.
Nefndarálit meiri hlutans sýndi
bezt, hve ilt mál var þar að verja, er
ekki var í þvi nokkur heil brú, svo
miklir garpar sem undir því stóðu.
Það er ekki líklegt, að fengist hefði
m e ð því nokkurt atkvæði, ef eigi hefði
verið hinir römmu flokksfjötrar.
Það var sýnilega of góðgjarnleg