Mjölnir - 07.01.1914, Síða 1

Mjölnir - 07.01.1914, Síða 1
MJOLNIR. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðm. Guðlaugsson. 5. tbl. Akureyri 7. janúar. 1914- Stefnur. Herra ritstjóri! Jeg sá að þjer gátuð þess til í síðasta blaði »Mjölnis« að ýmsa forsprakka Heimastjórnarfjelagsins hjer, mundi langa yfir í Samfta/zdsflokkinn. Jeg hefi nú aldrei talið mig til neins ákveðins stjórnmálaflokks, en það lítið jeg hefi gefið mig við landsmálum, jafnan reynt að »vinsa úr« því sem fram hefir verið fært frá báðum hlið- um, það sem mjer hefir sýnst rjett og gott. — Með þessu móti finst mjer að jeg hafi oftast rekið mig á eitthvað nýtilegt hjá flestum. Pað hefir því lík- lega verið af þessum ástæðum að jeg tók þessa tilgátu yðar sem stríðni. Mjer fanst það með öllu óhugsandi að Heimastjórnarmenn hjer langaði til að fleyja frá sjer stefnu, er þeir hafa talið sig fylgja nú um mörg ár. — Og þó svo ólíklega skyldi takast til, um »forsprakkana«, var jeg þó með öllu samdóma yður um það, að þeim mundi veitast örðugt að fá alþýðumenn í fjelaginu til »fataskiftanna«, því jeg hefi haft þá trú að þeir væru, þegar öll kurl kæmu til grafar, fult svo stefnu- fústir, sem hinir svokölluðu »höfð- ingjar«. Jeg varð því alveg forviða þegar jeg frjetti að fjelag þetta hefði tekið þá á- kvörðun að fylgja 5amöandsflokknum að málum og það, eftir því sem heyrst hefir, ágreiningslaust, því það er öll- um kunnugt að stefna sú, er flokkur þessi hefir, er algerlega andstæð stefnu Heimastjórnarmanna, og hitt eigi síður að Samöaní/sflokksmáttarstólparnir hafa setiðásw’ArraðameinmittviðHeimastjórn- arflokkinn, t. d. gert ítrekaðar tilraun- ir til þess að hann yrði lagður niður F*ó jeg raunar viti að »Mjölnir« er eigi málgagn Heimastjórnarmanna, langar mig að fá að benda þeim á, hvað mjer finst athugavert við þessa ráðstöfum þeirra, því til hinna blað- anna þýðir víst lítið að fara. Pau fylgja bæði 5amftaní/sfIokknum blint. Pað getur opt komið fyrir að það sje með öllu eðlilegt að tveir eða fleiri stjórnmálaflokkar, sem í raun og veru hafa mismunandi grundvallarstefnur, vinni saman um stundarsakir. Petta getur þó því aðeins átt sjer stað að hvorugur flokkurinn, eða enginn þeirra ef fleiri eru, keppi a meðan að ein- hverju ákveðnu takmarki sem hinn eða hinir eru andvígir. Pað sem markað hefir grundvallar- stefnur allra flokka í íslenskum stjórn- málum nú um allmörg ár, er afstaða þjóðarinnar gagnvart sambandsþjóð vorri, Dönum, og svo mun enn verða um ósjáanlegan tíma. Vilji maður því gera sjer grein fyr- ir hvernig afstöðu flokkanna innbyrðis er háttað, verður fyrst að taka til at- hugunar, hver er stefna þeirra í þessu máli. Síðan 1906 —’07 hafa flestir eða all- ir, er við stjórnmál hafa fengist, litið svo á, að því er mjer virðist, að að- alleiðin til fulls -sjálfstæðis íslensku þjóðarinnar væri samningaleiðin. Jafn- framt henni hafa þó sumir haldið fast við gömlu aðferðina, að reyna smátt og smátt með einhliða lagasetningu að draga í vorar hendur sem flest af mál- um vorum. Peirri aðferð var eingöngu beitt alt fram að nefndum árum og gafst furðu vel. Frá henni hefði aldrei átt að vikja, Að þeirri niðurstöðu finst mjer Sjálf- stæðismenn nú vera að komast og það er enginn efi á að hún er rjett, því Danir munu seint með samningi við- urkenna rjett vorn til þess að ráða ein- ir öllum vorum málum. En það finst mjer vera sjálfsögð krafa af vorri hendi, ef vjer hugsum oss að verða eigi á- valt annara handbendi. Pað getur að vísu verið rjett, sem Sjálfstæðismenn halda fram, að þegar vjer höfum náð á vort vald öllum öðrum málum, en þeim tveim, er Dan- ir, nú sem stendur, halda fastast í, þá muni þeim eigi verða fast í hendi að annast þau og fúslega taka samning- um um að vjer förum með þau sjálf- ir. Mjer sýnist því stefna Sjálfstæðis- manna vera sú að vinna af alefli að því að gera þjóðina svo efnalega stæða að hún verði í öllu sinn eigin herra og semja alls eigi um sjálfstæði henn- ar fyr en hún í raun og veru hefir það í höndunum. Hvað Heimastjórnarmenn snertir þá hafa þeir nú kveðið mjög ríkt á um það, að frá stefnu þeirri er þeir mörk- uðu 1909, með frumvarpi minnihlut- ans í Sambandsmálinu, vilji þeir aldrei víkja. Þeir vilji aldrei taka lakari kostum en þeir þá kröfðust, en rífari kröfur vilja þeir gera, ef nokkur von er um að fá þær uppfyltar. Nú telja þeir mjög óheppilegt að hreifa málinu og enda alls árangurs- laust og skaðlegt. Svo muni það verða urn mörg ár. En til þess að færa Dönum heim sanninn um það að þeim sje fyrir beztu að semja á þessum grundvelli, vilja þeir, eins og þeir komast að orði, „tala islenzku við Dani“, það er: Reyna að draga úr höndum þeirra sem flest þau mál vor, er þeir hafa einhvern hagnað af að annast, meðal annars vilja þeir að vjer slítum alger- lega viðskiftasambandi voru við þá. Yfir höfuð segjast þeir vilja halda fram hrukkulaust kröfu um framgang þeirra mála er miða að því að efla sjálfstæði landsins, hvort sem Dönum líkar bet- ur eða ver. — Sa/nða«dsflokkurinn vill aftur á móti reyna nýjar samningatilraunir, enda er hann eingöngu til þess stofnaður, og er lifandi enn aðeins i þessu skyni. Þessar samningatilraunir vill flokkur- inn byrja á grundvelli þess, sem nefnt hefir verið »bræðingur« og »grútur« og það jafnvel þó það sje af öllum viðurkent að í því hvortveggju felist stórt stökk ajtur á bak frá eldri kröf- um uppkastsmanna. — Peir vilja binda enda á þessa samn- inga nú þegar eða hið bráðasta og svo er að sjá að þeir vilji sætta sig við það, sem fáanlegt er hjá Dönum nú. Pað hefir verið bent á hverjir þeir kostir eru, meðal annars í 2. tbl. »Mjölnis«, og skal jeg því eigi fara frekar út í þá sálma hjer. — Til þess að spilla(!) eigi árangrinum af þessum væntanlegu samningaum- leitunum vilja þeir að eigi sje hreyft við þeim málum, sem Dönum eru viðkvæm, en oss er nauðsynlegt að fá framgengt. — Pað er jafnvel fullyrt að Sambands flokksmenn vilji flýta svo mjög þess- um samningum að þeir „telji það mjög vafasamt að rjett sje að sam- þykkja stjórnarskrárfrumvarp síðasta þings“ fyr en þeir sjeu fullgerðir. Pessi ummæli eru meðal annars höfð eftir þingmannsefni flokksins í sjálfum höfuðstaðnum og ætti honum að vera kunnugt, hvað flokkurinn ætlar fyrir sjer. — Pað má því fullyrða að flokkurinn ætli sjer að binda enda á Sambandsmál- ið á þeim grundvelli sem hann hefir lagt, svo fremt hann verði í meirihluta við næstu kosningar, en eins og jeg hefi leitast við að benda á, er sá grundvöllur allur annar, en Heima- stjórnarmenn vilja byggja á og þá eigi síður leiðin að takmarkinu. — Mjer er því alls óskiljanlegt hvern- ig getur staðið á því að menn, sem telja sig fylgja stefnu Heimastjórnar- manna, skuli taka þá ákvörðun að fylgja Sa/nða/zdsflokknum að málum, þeim flokknum, sem eins og nú stend- ur er lang andstœðastur einmitt þeirri stefnu. — Svo andstæður að verði hann í meirihluta við kosningar — en að því eru Heimastjórnarmenn að stuðla með þessu — er með öllu fyr- ir það girt að hún komi nokkurntíma til greina. — Hitt hefði jeg frekar getað skilið, að Heimastjórnarmenn og Sjálfstæðis- menn hefðu gert með sjer einhvers- konar bandalag á meðan þá skilur eigi verulega á um stefnuna, en það gerir þá eigi, samkvæmt framanskráðu, fyr en „uppkastið“ stendur aptur til boða sem tæplega verður fyrst um sinn. Pangað til sýnist mjer stefna þeirra vera nákvæmlega hin sama: Að hreyfa eigi sambandssamningum en vinna að raunverulegu sjálfstœði þjöðarinnar. Allir, sem fylgja sömu stefnu, eiga að vinna að sigri hennar, hvað sem gömlum vœringum liður. Flokksleysingi. * * * Vjer erum eigi samdóma hinum heiðraða höfundi um sum atriði í grein þessari, en höfum þó talið rjett, að ljá henni rúm, því sumt, sem .Flokks- leysingi' segir, er fyllilega þess vert, að það sje nánar athugað. Ritstj. Bruni á Siglufirði. Símstöðin og pósthúsið brennur. Á Gamlárskvöld um kl. 9 urðu menn á Siglufirði þess varir að etdur var kominn upp í gamla barnaskólahús- inu þar. Var það notað fyrir stmstöð og pósthús. — Eldurinn var þegar svo magnaður orðinn að engin tök voru á að hefta hann. — Hafa Siglfirðingar þó slökkvi- tól ágæt í sambandi við vatnsleiðslu all sterka. — Brann þar húsið til kaldra kola með öllu er í þvf var: Bókum og skjölum símstöðvarinnar og pósthússins og ein- hverju af póstflutningi. — Er hætt við að margir verði fyrir skaða og óþægindum af þessu, eigi sízt ef nokkuð verulegt hefir legið á pósthúsinu af peningabrjefum, en bæk- ur er þau greina allar brunnar. — Landssfminn mun og bfða nokkurt tjón. — íbúð mun engin hafa verið í hús- inu, en Hk stóð þar uppi og var því bjargað. Húsið var vátrygt í brunabótafje- laginu »Nederlandene af 1845«, scm etatsráð J. V. Havstein er umboðs- maður fyrir, hve hátt er oss ókunnugt. Af djúpi og dölum. Stúlka hvarf frá Siglufirði á föstudag fyrir jól. Hún hjet Sigríður Guðnadótt- ir frá Skjaldbjarnarvfk f Strandasýslu. — Hafði hún gengið út um kl. 4 nefndan dag og um leið haft orð á því að hún brygði sér »snöggvast« út. Síðan hefir ekkert til hennar spurst og er henni eigi ætlað líf. — Kirkja brann til kaldra kola á Und- irfelli f Vatnsdal á annan dag jóla.— Kviknaði út frá reykháf meðan á messu stóð. — Símfrjett. / Skagafirði bjóða þeir sig fram til þings Ólafur Briem, Jósef Björnsson og Jónmundur prestur Halldórsson á Barði í Fljótum. — Aukafund hjelt sýslunefnd Eyja- fjarðarsýslu 6. þ. m. Var þar tek- ið til meðferðar kornforðabúrsmálið og ef til vill eitthvað fleira. — Tvíritunarbœkur fást f prentsmiðju Odds Björnssonar,

x

Mjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/198

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.