Mjölnir - 07.01.1914, Síða 3

Mjölnir - 07.01.1914, Síða 3
15 MJ0LNIR- ið. Þeir sem ekki eru í Ræktunarfje- laginu ættu að kosta kapps um að ná í það á einhvern hátt, fá það lánað, ef ekki verður á annan hátt í það náð. E. F. Bæjarstjórnin- Flestir eða allir munu einhuga á því máli, að það varði miklu landsbúa alla að landsstjórnin sje góð, að í stjórn allra landsmála sje gætt hagsýni og varfærm. Um hitt ér mikiu síður fengist þó ráðs- mensku hjeraðs- eða sveitastjórna sje f verulegum atriðum ábótavatn og má það þó undarlegt heita, því það er vissulega svo, að um það er eigi mihna vert fyrir hagsmuni þeirra, er slíkt tekur til, en hitt að landsstjórnin sje eigi í óreiðu. Það er jafnvel svo, að hagsýnisvana stjórn í slik- um málum bitnar miklu beinna og því til- finnanlegar á einstaklingunum. Almenningur hjer í bænum virðist gefa því sáralítinn gaum, að öllum jafnaði, hvernig bœjarstjórninni hjer lánast með- ferðin á málum hans. Aðeins blossar upp dálítill áhuganeisti hjá nokkrum smáhvirfingum manna um það bil er árlegar fulltrúakosningar fara fram. Er sá áhugi þó vanalega aðeins fyr- ir því, að »koma sinum mönnum að,« án verulegs tillits til skoðana þeirra á bæjarmálum, sem auk þess munu venju- lega fjöldanum alveg ókunnar. Slíkt áhugaleysi og þekkingarskortur get- ur verið mjög skaðlegt fyrir happasæl úr- slit þeirra mála, er bæinn varða miklu og höfum vjer því afráðið að taka til athug- unar i næstu blöðum »Mjölnis« þau hin helstu mál, er til úrslita bæjarstjórnarinn- ar munu koma í nánustu framtíð. Jafn- framt munum vjer láta skýra frá ráðstöf- unum bæjarstjórnarinnar um þau mál, er hún fær til meðferðar og "afskiftum hvers einstaks bæjarfulltrua af þeim. Fundur 30. des. 1913. Eptir beiðni »Mjölnis« fór jeg á síðasta bæjarstjórnarfund til að grenslast eptir hvað þar gerðist tíðinda. Var jeg eigi ófús til þessarar farar, með- al annars af því, að jeg hafði heyrt ýms- ar sögur um að fundir hefðu verið býsna líflegir undanfarið, svo að jafnvel hefði legið við handalögmáli milli einhverra bæ- jarfulltrúa. Að vísu bjóst jeg við að þetta mundu vera ýkjur, en hafði þó von um að sjá eitthvað nýstárlegt. Þær vonir brugðust ekki og er best jeg segi af ljetta, áður en jeg vík að málun- um. Fundur var nýbyrjaður þegar jeg kom og brá mjer heldur í brún er jeg kom í anddyrið, því þangað heyrðist sónn svo mikill, að jeg hefi eigi heyrt meiri af jarmi á kvíastekk. — Jeg áræddi þó að opna hurðina og þá var ráðin gátan, þvi inni fyrir krunkaði hver með sínu nefi og odd- vitinn þó hæst! Af þessu kom hávaðinn. Eftir litla stund slotaði svo mestu látunum að heyra mátti róm þess er mest gat arg- að, þrátt fyrir umlið í hinum. Það eru nú orðið kölluð skipuleg rœðuhöld í bæjar- stjórn Akureyrarkaupstaðar. Yfirleitt minn- ist jeg þess eigi að hafa sjeð óformlegra og lausalopalegra fundarhald hvorki fyr nje síðar. Framkoma fulltrúanna margra sýndist mjer eigi vel til þess fallin að auka virð- ingu borgaranna fyrir bæjarstjórninni. Þeir sitja t. d. svælandi einhverja vindla- frelsterta svo að varla sjer í þá fyrir bræl- unni og ólíft verður í salnum, halda hróka- ræður innbyrðis, þó einhver sje að tala o- fl. o. fl. Það er vitanlegt að á þetta eru eigi allir jafnsekir og mun jeg síðar nefna þá verstu, ef þetta lagast ekki. Oddvitinn ætti að temja sjer röggsam- legri fundarstjórn, þvi það er oviðkunnan- legt að fulltrúar, sern eru að tala, skuli þurfa að hasta á hann svo til þeirra heyrist. Það urðu tveir að gera á þessum fundi (M. J. Kr. og O. T.). Dagskráin var heldur »þunn« aðsjá, en ýmistegt gerðist þó á fundinum, sem bregð- ur góðri birtu yfir sumt, er aflaga fer hjá þeim góðu herrum. Fyrst var til meðferðar tillaga skóla- nefndar um að fella niður ólokin skóla- gjöld 3—4 hndr. krónur. Urðu um hana miklar ræður af litlu viti. Að síðastu rifust menn um það, um hvað væri verið að rífast og hirði jeg eigi að tilgreina hvað hver einn lagði til málsins. Flelstu röksemdir, er jeg tók eptir, voru á þessa leið. »Klift var það! — Skorið var það!« — Sumir (R. O. og P. Þ.) vildu láta gera tilraun til að krefja inn gjöldin, aðrir krefja inn nokkur þeirra (B. J. 13 og B. L. 2), en aðrir vildu samþykkja tillögu skólanefndar (St. St., M. J. Kr. o. fl.). Loks var, eptir 2 tíma þrætu, samþykt að gefa eftir öll gjöldin, að undanteknum þessum 2, sem B. L. vildi láta borga. Þriðji maður hafði þó á fundinum boðist til að borga það, er sjer bæri, en — bæ- jarstjórninni þótti það óþarfi! Þá samþykti bæjarstjórnin að fella nið- ur ógoldin útsvör. Voru þau talin á löng- um lista, en um upphæð þeirra var eng- um kunnugt, því listinn — var ekki tal- inn saman. Jeg hafði ekki á mjer mál- band, annars hefð jeg beðið um leyfi til að mæla lista skömmina. — Hann var víst þó nokkrar álnir. Jeg gleymi ekki band- inu næst, ef eitthvað skyldi verða gefið eft- ir af bæjargjöldum. Fjárhagsnefndin hafði verið með þá meinsemi að vera að róta upp í þessu. Það var líka mest þörfin ! Það er ekki margt að því að eiga eitthvað »útistand- andi«, sem hægt er að »gefa eftir« svona smátt og smátt. Og bærinn er nógu rík- ur! Eða er ekki svo?« Fjárhagsnefndin hafði einnig rekið sig á ógreidd jarðeignagjöld að upphæð 827 kr. og 4 aurar. Vildi hún láta krefja þau inn að undanteknum 17 kr. og 57 aurum, sem óvíst þótti að rjett væri tilfært. Um það hvernig á þessum ógreiddu gjöldum stæði tjáði nefndin sig eigi hafa getað fengið| neinar upplýsingar hjá bæjar- gjaldkera ogverðaþau því sjálfsagt »gefin éftir* — bráðlega. Annars lagði nefndin .eindregið til að skorað yrði á bæjargjaldkerann að inn- heimta tafarlaust gjöldih.« Slíkt hið sama leggur nefndin til um önn- ur ólokin gjöld til bæjarins, sem nefndin telur meiri en svo að nokkru hófi gegni." Ennfremur ljet nefndin þess getið, að hún hefði kynt sjer nákvætnlega reiknings- færslu bæjargjaldkerans og komist að þeirri niðurstöðu, að henni væri stórum ábóta- vant. T. d. fyrirfindust engar bækur, þar sem í væru færðar skrár yfir árlegar tekj- ur bæjarins. Sundurliðaðar skrár yfir úti- standandi • skuldir bæjarins sagðí nefndin að væru eigi til. Nefndin hafði átt tal um þetta við gjald- kerann, og hafði hann tjáð sig fúsan til að færa bækur þær og reikninga, er hjer væri átt við,en þó því aðeins, að laun sín yrðu hœkkuð að mun. Ella teldi hann sjer það eigi skylt. Að lokum skoraði nefndin á bæjarstjórn- ina að annast um að reikningsfærslunni yrði hið bráðasta kippt í gott lag. Bæjarstjórnin vísaði málinu aftur til nefndarinnar »til frekari undirbúnings. og skal því eigi fjölyrt um það að sinni. Þó vil eg geta þess, til að firra misskilningi, að þó bókfærsla og form bæjarreikning- anna sje orðið svo úrelt, að það sje orðið með öllu óviðunandi, þá dettur víst eng- um i hug að væna þann heiðursmann, er gjaldkerastarfanum gegnir, um neina vita- verða vanrœkslu. Þessi bókfærsla hefir ver- ið notuð síðan bærinn hafði minna um- leikis og hefir þá þótt nægileg, þótt svo sje eigi lengur. En hitt munrjett að hann sje of rnildur gjaldheimtumaður. Loks veitti bæjarstjórnin einum fulltrúa lausn frá starfa sínum eftir beiðni hans.— Hver borgar kostnað víð nýja kosningu? Jeg er ekki lögfróður, enda er mjer ekki kunnugt að bæjarstjórn hafi heimild til slíks, en það ætti oddvitinn að geta dæmt um. Ef til vill er heimild til þessa í öðru- hvoru því lagaboði, sem vitnað er til í auglýsingu hins setta bæjarfógeta hjer um fulltrúakosningu til bæjarstjórnar, dags. 20. f. m. og birt í »Norðra« og »Norður- landi«. Það voru einhver lög um kosning- ingar til bæjarstjórnar frá 10. nóv. 1903 og 1. jan. 1914 (!!) En hvorugt þetfa laga- boð er fil annarsstaðar en í fáfræði hins »setta.« Gáttaþefur. Af Eyrinni. Gifting. Hinn 31. f. m. giftu þau sig hjer í bænum, Jón Þorvaldsson kennari frá Hólum í Hjaltadal og leik- konan Margrjet Valdemarsdóttir. Trúlofun st'na hafa þau opinberað ungfrú Biina Björnsdóttir kenslukona og Lárus Thorarensen kaupmaður. Kvikmyndaleikhúsið sýnir stöðugt nýjar myndir nú þessa dagana. Eina þeirra, er nefnd er »Trygg ást« höf- um vjer sjeð. Er það skilyrðislaust langbezta myndin, sem hjer hefir ver- ið sýnd í vetur. Bæjarstjörnarkosning fór fram hjer 3. þ. m. Voru kosnir 4 fulltrúar í bæjarstjórnina til næstu 3 ára. Listar voru 5 og á þeim x8 full- trúaefni. Þessir náðu kosningu: Asgeir Pjetursson kaupmaður, Bjarni Einarsson skipasmiður (báð- ir á E-lista), Otto Tulinius konsúl! (B-listi) og Björn Jónsson ritstjóri með hlut- kesti milii hans og Björns Líndals. Voru þeir báðir á sama lista (CTista). Einhverjir forsprakkar C-listans (Heimastjórnar- og Sambandsmenn) fundu upp það snjallræði að hleypa »pólitík« í kosningarnar. Hafa líklega haldið, að þeir með því móti mundu koma að fleiri mönnum. En svo fóru leikar, að listí sá, er Sjálfstæðismenn höfðu sett upp, hlaut nærri tvölalt at- kvæðamagn móti C listanum, sem með herkjubrögðum fjekk einn mann kos- inn. — Sá fulltrúi hafði fæst atkvæði, þeirra er kosningu náðu. Ekki var traust bæjarbúa meira. — Hjer mun annað meira eftir fara! — >Kong Helgi« kom loks að vestan í gær. Því er með öllu neitað að hettu- sótt hafi geisað á skipinu svo sem þó var fullyrt meðan það lá á Siglu- firði. Hjúkrunarfjelagið „Hlif“, semmörg- um er að góðu kunnugt, hefir á hver- jum jólum gert sjúklingum á sjúkra- húsinu einhvern glaðning. — Það brá eigi þessari venju f vetur. — Fjélags- konur frambáru ýmsar kræsingar fyr- ir sjúklinga, eftir þvf sem hverjum hentaði, að ráði læknis. Auk þess mun fjelagið hafa gefið þeim öllum ein- hverja minningargjöf. Sr. Jónas Jónasson fiutti ræðu, en söngflokkur kirkjunnar söng. Fjelagið vinnur sér stöðugt meiri og meiri samúð allra góðra manna fyrir nætgætni sína og umhyggjusemi fyrir þeim, er eitthvað amar að. For- stöðukona fjelagsins er ungfrú Anna Magnúsdóttir. Söngskemtun hjelt hr. Kristján Möller þann 28. f. m. Var margt manna þar samankom- ið, en þó ekki sem skyldi, því söng- urinn fór hið bezta fram. Rödd Möll- ers er mikil og sjerlega hljómmikil, en bezt nýtur hann sín á lægri tónun- um (baryton). A hærri tónunum er hann miklu hljómminni og beitir sjer þar tæplega til fulls. Hann söng mörg úrvalslög, en bezt söng hann »Hytten er lukket« og »Afram« og »Þess bera menn sár«, að ógleymdu lagi eftir Erik Bögh. Þetta síðasta lag er gam- anlag og sýndi hr. Möllét þar að hon- um er mjög sýnt um þá tegund söngs, sem nefnd er »Varietégenre«, og ætti hann að leggja sig sjerstaklega eftir þesskonar. Þó að ýmsir gallar sjeu á söng Möllers, þá er röddin svo frísk, hljómfögur og hreimmikil, að yndi var á að heyra; það er háls eins og guð hefir gert hann, laus við alt, sem heitir skóli, og er hressandi að hlusta á náttúrlegan söng við og við. En framburð texta verður Möller að laga. Jeg vil skora á Möller að endurtaka söngskemtun sfna, og ættu Akureyr- ingar þá ekki að sitja sig úr færi að hlýða á hressandi söng. Söngvinur. Þáttur úr víkingamálum. (Bæjarstjórnarsenna.) Það var hinn tíunda dag jóla, er orustan skyldi háð milli þeirra nafna og S'gurðarmanna. Var sá morgun fagur. En er leið að hádegi heyrðu menn vábiest mikinn upp til fjallsins, og er menn litu þangað, sáu þeir, er skygnir voru, að tröllkona ein ferleg stóð á hæstu gnýpunni og hafði belg mikinn. Kvaðst hún þjónustumær vera hjá konungi þeim, er lýðir nefna „Konunginn með blœju manngöfginn- ar yfir sjer“, og væri hún send af honum til liðveizlu þeim nöfnum móti Sigurði. í belgnum kvað hún vera það hið nýja töframeðal, er nefndist Hvíta- duft og fundið væri upp af hirðskáldi konungsins. Skyldi það nú prófað í fyrsta sinn. Þótti þeim nöfnum nú vænkast sitt ráð, er þeir heyrðu slík tfðindi og bárust mjög á. Helti þá kella úr belg- num og hristi hann með ákefð mikilli. Kom af þeim aðgangi hreggveður svo mikið, að ekki sá handaskil. Sló þá óhug á lið beggja, en Sigurður bað sína menn ekki æðrast; hafði hann þá rannsakað duftið og fundið af kunn- áttu sinni, að það mundi tilbúið vera niðri 1' Danaríki og þvf óskaðlegt öll- um þeim, er íslenzkt blóð rynni í æð- um. Sá hann og að það sveif meira á lið þeirra nafna og var því hinn kátasu. En er veðrinu slotaði og kannað varð liðið, hafði Sigurður tvo menn á móti hverjum einum í liði þeirra nafna. Þóttu slíkt tíðindi með ódæmum hafa orðið og duftið reynst annan veg en til var stofnað. VíðförulL

x

Mjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/198

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.