Mjölnir - 07.01.1914, Page 4

Mjölnir - 07.01.1914, Page 4
MJOLNIR. 16 Hesthús fyrir almenning og samkomustaður fyrir bændur. Hið opinbera hesthús bæjarins rjett á móti sláturhúsinu er nú orðið opið til þess að láta þar inn hesta. Hest- húsið er ætlað hestum bænda og ann- ara, sem koma til Akureyrar, og eiga þeir að geta látið þá þar inn endur- gjaldslaust á daginn, en að hafa hest þar nætursakir kostar io au. Kostir- nir við það að setja hesta inn eru þeir, no verja þá innkulsi, hálsbólgu, b jóstveiki og lungnahólgu, með því að veita þeim skjól fyrir vindi og veðri, einkum ef þeir eru heitir og blautir; þá haldast og reiðtygin þur eða þorna, éf söðlar og baggar eru blaut- ir, og er þannig ætlast til að reiðtyg- in endist betur. Mönnum er líka miklu hollara að ríða í þurrum söðlum, heldur en sitja tfmum saman í blaut- um söðli, einkum þeim, sem hætt er við gigtarköstum. Svo eru hestarnir altaf við hendina, ef þeir eru inni, þegar menn ætla að taka þá, f stað þess að oft verður leit úr þeim, ef þeir eru úti við og rása, og gera taumana blauta með því að draga þá eftir votri götunni. Svo er og miklu betra að gefa hestunum inni, heldur en kasta í þá heyi á óhreinni götunni. Hey er þar ekki enn fáanlegt, en fæst undireins og búið er að koma upp heyskýli. Sem stendur fæst þó hestafóður hjá Karli Sigurjónssyni söðlara, Hafnarstræti 88; hann hefir tekið að sér umsjón hesthússins og kostar úthey hjá honum 5 au., taða 7 au., hafrar 9 au. og maís 9 au. pundið. Það er kostur við hesthúsið, að hver hestur er bundinn við sína jötu eins og vera ber; það ver stigum og klaufarhófum, sem koma af því, að hestar standa óbundnir í hesthúsum og stíga þar hver ofan á annan með hvössum sköflum. A bak við hesthúsið er áburðar- gryfja áföst við það, og rennur þang- að lfka öll væta frá hestunum. Hún fer öll forgörðum í íslenzkum hest- húsum og er skaði, því að hún er dýrindisáburður. Við þetta verður hest- húsið og hestarnir miklu þriflegri. Gólfið hallast* lítið eitt, og rennur vætan út í áburðargryfjuna eftir tveimur rennum, sem eru settar undir gólfinu í þeim til- gangi. Milli fjalanna í gólfinu eru mjóar rifur og rennur vætan eftir þeim út í rennurnar. Gluggarnir eru settir fyrir oían höfuð hestanna, til þess að þeir verði ekki fyrir vindsúg. Hestaeigendur ættu að athuga vel hestúúsið, sérstaklega gólfið, burt- lc.ðslurennurnar og áburðargryfjuna að húsabaki, og eigi aðeins nota það, því að svipað fyrirkomulag inni við og áburðargryfju úti við má setja í hvert hesthús, úr hverju sem það er bygt. Hesthúsið á Akureyri er bygt úr sementsteypu. Hesthúsið á líka að vera fyrirmynd, til þess að íslendingar geti bygt svip- uð hesthús að fyrirkomulagi og með áburðargryfju. Æskilegt væri að slík hesthús yrði bygð í öllum kaupstöð- um á Islandi. Þó ekki væri annað en hagnaðurinn við að <á áburð og vætu margra hesta, þá er hann ekki svo lftill, og ætti þvf fjárhagslega að styðja að þvf, að þau kæmust upp. Að fáum vikum liðnum verða her- bergin uppyfir hesthúsinu fullger til afnota. Þar geta bændur hitað sér kaffi sjálfir' eða þá keypt það að hest- húsverði, ásamt brauði, smjeri og kök- um. Ekkert þarf að borga fyrir afnot herbergjanna uppi, eldstó eða hús- gögn. Hesthúsið og herbergin uppi eru »hjeraðssamkomustaður«, sem á að vekja þá tilfinningu hjá öllum, sem þar koma, að þeir eigi staðinn sjálfir að svo miklu leyti sem fjelagsmenn eiga samkomustað sinn, enda er hann ætiaður hverjum þeim til skjóls, er þar i;að leitar. Steingrímur læknir Matthíasson og Sigurður dýralæknir Einarsson hafa boðist til þess að halda fyrirlestra á þessum samkomustað við og við á kvöldin um heilsufræði og um varnir við sjúkdómum manna og dýra og um meðferð á þeim; er vonandi að ein- hverjir aðrir verði til þess að halda þar fyrirlestra um búnaðarmál og annað það, sem getur eflt hagsæld íslands. Hesthúsi þessu hefir þegar verið svo vel tekið, að þegar hefir verið ráðist í að koma upp við það fimtíu feta langri viðbót, til þess að miklu fleiri hestar gætu fengið þar húsa- skjól. Við þennan nýja hluta verður bygt geymslurúm fyrir reiðtygi og flutning. lónas Jónas$on. Hvar á jeg að vera? Svo spyrja ýmsir gamlir heimastj.- menn á Akureyri nú um þessar mund ir og það af skiljanlegum ástæðum. Það má segja að kosningar til alþing- is standi fyrir dyrum og alt er á ringul- reið enn þá í herbúðum þeirra. Það eru varla nema örfáir menn, sem vita í rauninni hvar þeir eiga að vera við kosningarnar þær, hávaðan á að blekkja til fylgis við Sambandsflokkinn einsog síðar mun tekið fram. Við verðum að líta dálítið aftur í tíman til þess að geta áttaðokkurá þessari pólitísku klípu, sem þeir eru staddir í. Öllum munu vera kunn orðin þau stórtiðindi, er nokkrir af foringjum Heimastjórnar- og Sjálfstæðisflokksins gerðu samband sfn á milli um nýjar samningatilraunir við Dani um ríkis- rjettarsamband íslands og Danmerkur. Arangur þessara tilrauna var fyrst hinn svokallaði »bræðingur.< Var hann að engu leyti betri, og í sumum atriðum mun verri, en frumvörp millilandanefnd- arúinar 1908 og minnihlutans á alþingi 1909 Þetta sáu strax ýmsir hinna betri manna HeimastjórnarfLkksins, sem hvorki geðjaðist pukursaðferð sú, sem höfð var meðan foringjarnir voru að bræða sig saman, nje heldur vildu aðhyllsst neinar frekari tilslakanir um rjettindi íslands en þær, sem gerðar voru í frumvarpi millilandanefndarinnar. Samt voru bræðingspostularnir ekki af baki dotnir heldur leituðu þeir álits Dana, og báðu þá auðmjúklega um það ýtrasta, sem fáanlegt væri, en það varð hinn svokallaði »grútur.« Það gegnir furðu að bræðingsmönn- um skyldi ekki fallast hendur við slík- ar undirtektir Dana og hætta við mái- ið að sinnij en það var síður en svo og varð nú seinni villan argari hinni fyrri er ráðherra H. H. Ijet Dani hafa sig til þess að bera annan eins hroða á borð landa sinna, eins og hinn svo- kallaði »grútur< var. Og það er jafn- vel sagt, þÓ slíkt megi ótrúlegt kail- ast, að H. H. hafi dirfst að mæla með því við nokkra þingmenn, að slíkum boðum yrði tekið. * Nú þótti ýmsum gömlum Heima- stjórnarmönnum sjer nóg boðið, er.da kom það átakanlega í ljós á síðasta þingi, er núverandi ráðherra myndaði nýjan þingflokk utan um þetta samn- ingabrall sitt, að eigi allfáir hinna betri fyrri flokksmanna hans sáu sjer engan veginn fært að fylgja hon- um Iengur á samningabrautinni. Þá þykir ýmsum mönnum hjer á Akureyri, sem vilja vera Heimastjórnarmenn á- fram, en hinsvegar fylgja H. Hafstein persónulega, óviðfeldið að hann skyldi ganga yfir í annanflokk — Sambands- flokkinn — og kalla þeir það »póli- tískt misstíg« af H. H. (sbr. ,Norðra‘ þ. 31. des. 1913), en auðvitað vilja þeir vinna til að »misstíga« sjálfir til þess að geta fylgt H. Hafstein. Þetta kom greinilega fram á fundi sem hald- inn var í Heimastjórnarfjelagi Akur- eyrar, laugardaginn milli jóla og nýj- árs, því þar var ákveðið, að fjelagið styddi Sambandsflokkinn við næstu kosningar, og mun þó fjelagið vilja láta kalla sig Heimastjórnarfjelag eftir sem áður, en reynir að fóðra þess á- kvörðun með þvf að stefna flokkanna sje hin sama í sambandsmálinu. Svona ætla þeir — Heimastjórnarmennirnir á Akureyri — að vinna að kosningun- um f vor. En fyrir kosningarnar verða vonandi augu sumra opnuð fyrir því ósanna í þessu. Jón Ólafsson og Lárus H. Bjarna- son hafa Ijóslega sýnt fram á það, í blaðinu »Árvakur«,að Sambandsflokks- menn og óbreyttir Heimastjórnarmenn geta ekki átt neina samleið um sam- bandsmálið, enda er það' ómótmælan- lega rangt að stefna þessara tveggja flokka sje hin sama. Stefna Heimastjórnarflokksins í Sam- bandsmálinu er frumvarp minnihlutans á alþingi 1909, en stefna Sambands- flokksins er »bræðingurinn« eða jafn- vel »grútur«. x + y. Hjá »Hann, sem er yfir þá alla«. Jeg verð að segja það — þið eruð ljótu »pokarnir«, þessar blessaðar ritstjóranefn- ur hjer í bænum. Þarna eruð þið nú orðn- ir þrír og allir jafn »ómoderne«. Ja, slíkt og þvílíkt! í sjálfum svo sem höfuðstað norðurlandsins og livorki meira nje minna en allir ómögulegir. Hvernig svo sem það? spyrjið þjer. O, blessaðir verið þjer, á svo marga vegu. Um þá eldri vissi maður það nú áður, en það er verra, ef þjer verð- ið ekki hóti betri. Jeg veit þó, við hverju hún kella mín hafði búist. — En þarna hafið þið t. d. ekki átt tal við — eða in- terjúað — einn einasta pótenfáta bæjarins og er slíkt þó orðinn siður helztu stórblaða heimsins, eins og t. d. »Kirkjublaðsins«. Já, svo jeg sá ekki annað en jeg óbeðinn yrði að bæta ykkur upp og fór af stað. Fyrst fór jeg auðvitað að finna hann, sem er yfir þá alla. Þegar jeg kom í dyrnar, flaug rauðhærður skrifari út úr þeim í hendingskasti og trölls- legur skanki nam við bakhluta hans í því hann skauzt út. — Tóm svik hjá þessi svín! Það er s’gu lygi, svei mjer stendur það fimm gráður, * Á því er enginn vafi, Ritst\. heyrði jeg sagt inni fyrir. Jeg bað þann rauðhærða að segja hágöfginni til mín. Hann var hræddur en fór þó inn skjálf- andi í þeim erindum. — Jeg er ekki heima. Jeg er um borð í í skip fyrir neðan Tanga. I því kom jeg inn og heilsaði hans há- göfgi. — Nei, eruð það þjer? Komið þjer bless- aðir og sælir! Jeg hjelt að það væri ein- hver bölvaður dóni. — — Mig langaði að frjetta hjá yður eitt- hvað nýtt um eimskipafjelagið. — A, hva, það gengur jú vel. Jeg er búinn að koma því á. — Nú er heima! — og alveg einn? —Ja, hjer um bil. Sigvaldi og Jóhannes hjálpuðu dálítið til. Þeir ljetu víst einar 50 kr. hvor. — Nú er heima! En hefðarfrúin, sem Stefán dannebrogsriddari skrifaði um í Norðurland í vor, að ætlaði að taka hlut fyrir 1000 krónur? — Hva, það var jú Þóra. Hana datt það aldrei í hug. En Stefán hljóp jú með það í sumarmálagrátinn og setti í Norðurland eins og fleira fínt. Jeg gaf hann í staup- inu fyrir, svo hann á ekkert hjá mjer fyrir það. Já — og ekki fyrir annað heldur. Svo hefi eg lofað hann að dingla hjer í gildi líka, en nú er hann orðinn svo innbilskur fyrir þetta gildi í kjallarann hjá Boga, að eg get ekki útstaðið hann og vil ekki hafa hann oftar. Nei, svei mjer þá! — Nú er heima! Það verður annars gam- an að sjá þegar skip eimskipafjelagsins koma og leggjast hjer við stóru hafskipa- bryggjuna yðar. — Ja bara þau fljóti að hana. Það er víst heldur grunt enn og það er helvíti leiðinlegt að Norðmenn sviku. Eiginlega átti hún að vera fyrir »Sirius« og annað skip, sem eg ætlaði að ieppa, en nú læt jeg borgmeistarann taka það. Hann er fjarska rjettlátur eins og ættin. — Það hefir þá verið ofsagt hjá Stein- grími með bryggjuna í fyrra? — Ja, blessaðir! Hva, je’ held maður láti dindla hlaupa með vitleysu. Hann kom og var að monta hjer yfir skurð á hrepps- ómaga fyrir 60 krónur, svo jeg fór að monta líka yfir bryggjuna og laug hann fullan. Jeg segi yður satt, jeg blæs á þá alla. Og Hannes líka, ef hann svíkur með sýsluna. Greyið Hannes. Það er annars synd að vera á móti hann. Hann á bágt og hafði ekki einu sinni lyst á að borða hjá kóng í vetur. — Nú er heima! En hvað segið þjer um Sambandsflokkinn? — A hva. Álítið þjer maður sje á móti Hannes ef maður er á móti Sambands- flokkinn? Jeg held ekki! Jeg stend við, að jeg er Heimastjórnarmaður og hringla ekki eftir Hannes í alla vitleysu og land- helgi vil jeg hafa. Og hvað er svo með þennan Sambandsflokk? |eg held maður þekki Stefán og þessa menn, sem eru í stjórnina. Þeir og Hannes verða víst fegn- ir að skríða í Heimastjórnarflokkinn aftur, ef jeg vil þá hafa þá! Hvaða áhrif hefir Stefán? Hvað sneri hann marga með sig úr »Skjaldborg« um árið ? Ekki einn kjaft. Nei. Þetta er satt, a, jú!............... Þegar jeg heyrði að hann ætlaði að fara að ösla í »stórpólitíkinni« varð ntjer ekki um sel, svo jeg tók til fótanna og flýði. Og ef margir blöðruselir bæjarins eru lík- ir þessum, þá held jeg að jeg fari ekki aft- ur að sletta nijer fram í verkahring ykkar blaðasnápanna. Verið þjer sælir, góði, og reynið þjer nú að taka yður fram. Annars kem jeg aftur! Gáttciþefur. Fiskimatsmaður. Magnús J. Kristjánsson kaupmaður hjer í bænum hefir verið settur yfir- fiskimatsmaður hjer nyrðra um all- langt skeið. 13. september í haust veitti ráðh. honum þennan starfa til fulls. Hefir líklega þótt hann rækja hann vel, ekki sízt meðan hann sat »upp á stáss« suður á þingi í sumar. ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦•••♦♦•♦♦♦♦•♦♦♦•••♦♦•♦•♦•♦♦♦•♦♦•••••♦♦•♦"■♦■■iHr Prentsmiðja Odd* Björn#«onar.

x

Mjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mjölnir
https://timarit.is/publication/198

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.