19. júní - 01.06.1921, Blaðsíða 1

19. júní - 01.06.1921, Blaðsíða 1
19. JUNI IV. árg. Ai velja sér vorið til íylgdar. Ef aö þú velur þér vorið lil fylgdar, og vorið er sál þinni skylt, og vitir þú hvað þú vilt; þér treginn lækkar og trúin stækkar, og liimininn hækkar. Guðm. Kamban. Að velja sér vorið til fylgdar. Er nokkurt vit í þvi, að velja sér svo dutlungafullan og óstöðugan förunaut. Við mundum eigi vilja leggja á fjall- veg á vetrardegi í tvísýnu veðri, með þeim fylgdarmanni, sem við treyst- um eigi til að rata, eða sem við vær- um hrædd unt að kynni að yfirgefa okkur á miðri leið. Eða fara sjóferð með þeim skipstjóra, sem máske alt í einu gleymdi því að hann var sá, er alt hvíldi á, og hlypi frá stjórn í miðju hafi. En er vorið ekki líkt þessum tveimur, fylgdarmanni sem ekki ratar, eða skipstjóra, sem gleym- ir að gegna skyldu sinni? Vorið, sem er dutlungafylsta árstíðin, annan dag- inn bjart og sólríkt, næsta dag með úrhellisrigningu og rokslormi. Vorið, sem byltir öllu til, þar sem ekkert stendur á stöðugu. Vorið, sem ekkert á í sjálfu sér, þar sem alt hvílir á framtiðinni. Væri ekki nær að velja sumarið, með blíðviðri og algróna jörð, eða haustið, uppskerutímann, 12. tbl. eða jafnvel veturinn, kaldan að vísu, en þó rólyndari og stöðugri en vorið. Og þó hefir vorið þenna töframátt, þetta aðdráttarafl. Einmitt vegna þess, hve það er veikt og óstöðugt, vegna þess að það að eins gefur fyrirheit, en engar efndir. Mennirnir eru þann- ig gerðir að flestir vilja heldur óvissu en vissu —, því þegar vissan er fengin hverfur vonin —, verndareng- ill lífsins. Og vorið er árstið óviss- unnar og vonarinnar. Sumarið sker úr því, hvort vonir vorsins skuli ræt- ast, haustið staðfeslir úrskurð sum- arsins, en veturinn lifir á endurminn- ingum vorvonanna, og vonar eftir nýju vori. Vorið 1914 plægði belgiski bónd- inn akur sinn, og sáði í hann útsæði. Ávöxt þess ætlaði hann sér að skera upp um haustið. En sú uppskera kom aldrei. Áður en kornið væri þroskað komu engispretturnar, marg- falt ægilegri en þær, sem gengu yfir Egyptaland forðum. Óflýjandi óvina- her trampaði niður akra hins frið- sama bónda, eyðilagði uppskeru hans, brendi bæ bans og rak fjölskyldu hans á vonarvöl. Vorið eflir ferðast sænskur ferðamaður um landið. Með- fram öllum þjóðvegum sá hann sömu sjónina. Pað var búið að reisa nýtt skýli á brunarústunum, og á ökrun- Reykjavík, júní 1921.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.