19. júní - 01.07.1922, Qupperneq 1

19. júní - 01.07.1922, Qupperneq 1
19. JUNI Vl.árg. Reykjavík, júlí 1922. 1. tbl. L.andskosningin. Urslit landskosningarinnar urðu J>au nð etsti frambjóðandi C-listans Frðken Inglbjörg H. Bjarnason varð einn hinna kjörnu fulltrúa. Voru listanum greidd 2675 at- kvæði. Öllum þeim mörgu lesendum þessa blaðs, sem með áhuga fylgdu þeim lista, er fram kom af kvenna hendi, má vera það óblandin ánægja að úr- slitin urðu svona góð. Hinn nýkjörni íulllrúi kvenna hefir öll þau skilyrði, er lil þess þarf að skipa hinn vanda- sama sess svo, að konum sé sómi að og þjóðinni gagn. Vér vitum að hug- ur fjölda kvenna fylgja henni með samúð; að samúð sú, er fylgdi list- anum frá upphafi, nær einnig til J)ess starfs, sem fram undan liggur, fyrir hinn fyrsta fulltrúa kvenna á þingi. Sigur C-listans ætti að verða oss konum örfun til að neyta réttar vors oftar við kosningar — annað hvort sem sérstakir aðiljar, eða þá sem fullir jafningar karla — en eigi sem hornrekur þeirra. Sigur C-listans ætti líka að geta orðið til íhugunar fyrir kosningar i framtíðinni. F*ví sá listi beilti eqgum öfgafullum staðhæfingum, engri áleitni á þá, sem áð hinum listunum stóðu og engum fjáraustri. Listinn sigraði á sínum góða málstað, á því að standa utan við alla flokka og æs- ingar. Pað fór svo þegar til kosninga kom, að margir þeir, sem eigi gátu felt sig við neinn hinna listanna kusu C-listann, vegna þess, að hann átti enga fortíð, • en lofaði góðu i framtíðinni. Það voru eigi aðeins »óþroskaðar konur«, er þelta gerðu, heldur fjöldi karlmanna, sem enginn ber þroskaleysi á brýn. Því varla eru þeir menn ódómgreindari, er sjá hví- lík ringulreið er nú á allri flokka- skipun — sjá veilur hjá öllum flokk- um — en hinir, sem hugsunarlaust fáta stjórnast af þeim flokki, er þeir, einhverra hluta vegna, hafa lent í. Kvenkjósendunum íslenzku hefir mjög verið borið á brýn þroskaleysi í sambandi við þessa kosningu, eink- um þó eftir að úrslit hennar urðu kunn. Engin ástæða er til að taka sér þann dóm nærri, sem kveðinn er upp í sárustu vonbrigðunum yfir því að konur höfðu þroska til að standa saman. Óvilhallir dómendur í nútið og framtíð, munu frekar telja það þroska- merki af konum, að taka sig út úr póli- tísku ríngulreiðinni, sem nú situr í önd- vegi, og fara sínar eigin götur, með

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.