19. júní - 01.07.1922, Qupperneq 3

19. júní - 01.07.1922, Qupperneq 3
19. JÚNÍ 3 IV. Stjórnarkosning frestað til næsta fundar. V. Skýrslur fastra nefnda. For- maður lóðanefndarinnar, frú Bríet, skýrði frá því er nefndin hefði starf- að frá því hún var kosin. — 1 nefnd- inni eru ein kona frá hverju félag- anna í Reykjavík. Nefndin ritaði um- sókn til þings og stjórnar um að fá, án endurgjalds, lóð undir kvenna- byggingu á Arnarhólstúni. Þingmenn, sem við var talað, tóku vel í málið, en töldu það á valdi stjórnar, frem- ur en þings, að koma fram með til- lögu um að lóðin yrði látin af hendi. Síðan hafa orðið stjórnarskipti, en þó laldi formaður góðar vonir um að lóðin mundi fást, þótt endanlegt svar væri enn eigi komið. Varð litið af umræðum um málið, en tillaga sam- þykt, sem fól nefndinni að halda áíram starfi sínu. Ritari bandalagsins skýrði frá sam- skotum til austurrískra barna, sem nú er lokið, en námu alls kr. 13239,69. VI. Eftirlit með börnum. Málshefj- andi Olafía Jóhannsdóttir. Lýsti hún einkum fyrirkomulagi hinna svo- nefndu varnarráða (Værgeraad), og taldi að til bóta mundi, ef líkt fyrir- komulag kæmist á hér. Væri hér sér- slaklega starf fyrir konur, þær hefðu glegsl auga fyrir því hvað börnum hentaði En ef koma ætti þessari ný- breytni á, yrði það að gerast með lögum. Eftir nokkrar umræður var svo- hljóðandi tillaga samþykt: »Sljórn bandalags kvenna sé falið að laka til íhugunar hvorl nokkuð sé hægt að gera til þess að belra eftirlit fáist með vanræktum börn- um«. 28. júní. I. Forseti las upp skýrslu yfir starf Bandalagsins árið sem leið. Einnig voru lesnar skýrslur frá fé- lögunum. II. Stjórnarkosning. Forseli frú Steinunn H. Bjarnason endurkosin. Kosnar í fulltrúaráð: frú Kristín Símonarson, frk. Sigríður Björnsdótt- ir, frú Jóna Sigurjónsdóltir, frú Krisl- ín Jakobson og frk. Laufey Valdi- marsdóttir. III. Frú Kristín Símonarson gaf skýrslu um starfsemi barnadags- nefndarinnar. IV. Siðferðismál. Fröken Ólafía Jó- hannsdóttir vakti máls á að Banda- lagið héldi áfrarn starfi sinu cr það hóf í fyrra vetur og er hún taldi að borið hefði góðan árangur. Benti á nokkrar nýjar starfsleiðir. Ákvörðun- um um hvað gera skyldi freslað lil fulltrúafundar. Síðasta atriði dagskrárinnar var sameiginleg kaffidrykkja. Undir horð- um sagði frú Kristín Símonarson frá ferð sinni til Hollands og var það hin besta skemtun. Sátu konur um stund og ræddu saman uns heim var haldið, um aftureldingu, á óvið- jafnanlega fagurri reykvískri vor- nóttinni. Af vangá er 12. tbl. 5. árg. dag- setl í maí — í stað júní. 1‘etta ósk- ast hérhieð leiðrétt.

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.