19. júní - 01.07.1922, Page 4
4
19. JÚNÍ
Ávarp
flutt á fundi Bandalags kvcnna
27-/g. 1922.
í*að cr oss öllum kunnugt, hver
atvik liggja til þess, að aðalfundi
Bandalags kvenna hefir að þessu
sinni verið frestað um mánaðartíma.
En einmitt frestunin minnir oss á
aðstöðu vora út á við og samband
vort við hugsandi og starfandi konur
víðsvegar um heiminn.
I’að mætti nefna þann tíma, sem
við nú lifum á, alþjóðalímabilið, Svo
mikið er nú um alþjóðasambönd og
alþjóðafundi. kað er eins og menn-
irnir hafi fundið þörfina til að nálg-
ast hvorir aðra svo knýjandi eftir
ófriðinn mikla. Vísindi og verklegar
framfarir leggja þeim líka tækin upp
í hendurnar. Nú má ferðast langar
leiðir á tiltölulega skömmum líma,
sendast á skeytum og jafnvel talast
við óraveg gegnum loftið. Margt sýn-
ist þó benda á, að þetta sé að eins
upphaf að enn meiru.
Samband það, sem við erum einn
liður i, er þó ekkert ungbarn lengur.
Stofnár þess er talið árið 1888. Einn
af stofnendum þess var einmitt Susan
B. Anthony, kenslukonan ameríska,
scm hálfa klukkustund þurfti til að
fá að taka til máls á fundi fyrir 70
árum síðan.
Þegar konurnar vöknuðu til með-
vitundar um mátt sinn og skyldur
til að laka þátt í lífinu, hvar svo
sem að örlögin höfðu skipað þeim
sæti, þá fundu þær þörfina til samein-
ingar og samvinnu. »Margar höndur
vinna létt verk«, segir máltækið. IJað
sem var ofraun einni eða fáum,
megnuðn þær í félagi, og svo varð
mörg ein upplitsdjarfari við samúð
og skilning annara.
Störfin voru margskonar góðgerða-
starfsemi og önnur mannúðarstörl.
Eitt af því allra erfiðasta fyrir marg-
ar konur, einkum af efri stéttunum,
var að fá að vinna; þar voru venjur
og hleypidómar þrándur í götu. Og
svo var þekkingarskorturinn, þegar
komið var út í störfin. Skyldi ekki
margri einni, sem hafði fengið svo
kallað »bezta uppeldi«, hafa sviðið sár-
an, að vera, jafnvel við almenn störf,
vegin og léttvæg fundin.
Það hefir án efa kostað Florence
Nightingale mörg tár og efasemda-
stundir, að baka foreldrum sínum þá
sorg, að rífa sig frá æskuheimili sínu
til þess að fara í framandi lönd og
læra hjúkrunarstörf. En með þessu
lagði hún grundvöllinn undir hjúkr-
unarstarfið, bygt á þekkingu og æí-
ingu. Það liggur við að oss finnist nú
að Guð hafi sent Florence Nightingale
til að undirbúa hjúkrunarkvennastétt-
ina, til þess að hinar miklu og dá-
samlegu framfarir síðustu áratugi í
læknislistinni gætu orðið mönnunum
til blessunar. Rauði krossinn, sem
nú nær til ílestra menningarlanda, er
ávöxtur af starfi hennar. Úannig er
það á mörgum sviðum. Það sem
byrjað hefir verið í kyrþey með efa-
semdum og tárum, hefir síðar borið
blessun öllum þjóðum, þegar það
var grundvallað með heilbrigðri
hugsun og í kristlcgum kærleika.