19. júní - 01.07.1922, Side 5
19. JÖNÍ
Eins og eg sagði áður, fundu kon-
urnar nóg verkefni. Þær sáu sjúka
menn, hungraða, klæðlausa, munað-
arlaus börn, fátækar ekkjur, uppgefn-
ar og yfirgefnar mæður o. fl. Og þær
hafa reynt og reyna enn að hjálpa
eftir megni þeim, sem þær náðu til.
En eftir því sem þeim hefir aukist
þroski, hefir löngunin vaknað til að
leggjast dýpra — láta ekki hjálpar-
starfsemina vera að • eins Sizyphus-
erfiði. IJær hafa viljað leitast við að
grafa fyrir rætur bölsins, sem mann-
kynið þjáir á svo marga lund. í því
skyni hafa flestar hinna föstu nefnda
I. C. W. verið settar á fót. T. d. inn-
fiutnings- og útflutningsnefndin, heil-
brigðisnefndin, fræðslu- eða uppeldis-
málanefndin, siðferðisnefndin o. fl.
Sum landasambönd hafa skipað
nefndir með sama markmiði, og get-
ur hver þeirra haft sjálfstæða sam-
vinnu við tilsvarandi nefnd I. C. W.
Eg vildi benda á hve miklu þýð-
ingu starf þessara nefnda gæti haft,
ekki sísl til þess, að vekja sjálfstæða
utnhugsun, bæði á þeim sviðum, sem
nefnd hafa verið og öðrum.
Annar þátturinn í kvenna-hreyfing-
unni hefir, sem kunnugt er, verið
barátta þeirra fyrir réttindum sínum.
Nú hefir sú barátta í flestum lönd-
um gengið með sigur af hólmi, en
systur- eða móðurhreyfingingin er
skamt komin á leið; konur í öllum
löndum standa þar í miðri fylkingu.
Mcr koma hér í hug orð þeirrar
konu, er mest hefir á stríðsárunum
unnið fyrir þýzku börnin og þar með
ef lil vill allra manna mest fyrir
framtið í’ýzkalands, formanns Banda-
5
lags kvenna á Þýzkalandi, Dr. Ger-
trud Baumer. Á aðalfundi Bandalags-
ins í Köln síðastliðið haust farast
henni þannig orð: »Vér megum ekki
skoða pólitísk réttindi sem lokaþátt
kvenna-hreifingarinnar, lítum heldur á
þau sem byrjun. Þau eru aðeins mól
til að fylla í því, er þeim er ætlað að
innihalda. Konur nútímans mega
ekki láta sér nægja að feta í fótspor
karlmannanna, þvi síður ganga hugs-
unarlauat inn í fylkingarnar; þær
verða að læra að leita trausts hjá
sjálfum sér og ná sjálfstæði í hugsun,
sem eitt gerir manninn frjálsan«.
Það er sú hugsun, er hér liggur
til grundvallar, sem komið hefir
konum til að láta sig uppeldismálin
miklu varða. En til uppeldismála tel
eg ekki eingöngu fræðslu barna og
unglinga, heldur alt það, er lotið get-
ur að andlegum og líkamlegum þroska
barnsins og æskumannsins, t. d. bælt
siðferði og húsakynni; meiri ábyrgð-
artilfinning foreldranna gagnvart af-
kvæminu, hreinni lotning fyrir líkam-
legri og andlegri ákvörðun manns-
ins.
Eg þykist mæla rétt er eg segi, að
þér konur, hafið ávalt fundið meir
en nóg verkefni, og að við finnum
allar sáran til þess hve litlu við fá-
um afkastað, Það hlýtur því jafnan
að vekja óskifta gleði, þegar einhver,
látum það vera einstakt félag eða
samband, hefir unnið það starf, er
vér teljum réttmætt og til þrifa. Með
því hefir ekkert verið tekið frá oss,
heldur aukinn sómi kvenna og fé-
lagshreyfingar þeirra yfirleitt. Það,
að kunna að rnela að verðleikum,