19. júní - 01.07.1922, Page 7
19. JÚNÍ
7
Einsdæmið.
Fyrir kosningarnar voru öll stjórn-
málablöðin sí og æ að endurlaka það,
að þess væru engin dæmi í veraldar-
sögunni, að konur kæmu fram með
sórstaka lista til kosninga og mynd-
uðu þannig sérstakan flokk. Var svo
að heyra, sem þeim væri öllum mjög
umhugað um, að fræða lesendur sína
á þessum langt að sólta fróðleik,
og að þau teldu þessa upplýsingu
geta orðið mikinn Þránd í götu C-
listans.
t’essi kenning var nú harla kát-
brosleg ýmsra hluta vegna. í fyrsta
lagi er eigi svo ýkja langt á að
minnast, að konur mættu skifta sér
neilt af kosningum. Sá tími, sem lið-
inn er síðan konur fengu kosninga-
rétt, því eigi svo langur að hægt væri
að draga fullnægjandi ályktanir af
því. Ennfremur sjmdi þessi staðhæf-
ing hve ófróðir formælendur hennar
*
voru í því máli, er þeir voru um að
ræða.
Sérstakur kvennalisti heíir að vísu
hvergi komið frarn enn, nerna á ís-
landi. En samt sem áður hefir sú
leið víða verið nefnd, þó eigi hafi
hún enn verið farin
Ýmsar hugsandi, frjálslyndar kon-
ur liafa kvatt til slofnunar sér-
staks óháðs kvénnaflokks, t. d. Ellen
Key.
Og konur eru nú farnar að sjá að
eigi er það alstaðar affarasælast að
híða þess, að karlmennirnir bjóði
þeim efstu sætin, heldur verði þær
að vinna að kosningu sjálfar, með
sérstökum kvennalislum.
Er mikið rætt og ritað um það nú
í Noregi, bæði í sambandi við bæjar-
sljórnarkosningar nú í haust, en þó
einkum að undirbúa næstu kosn-
ingar til stórþingsins.
Með réttu má segja að sérstakir
kvennalistar séu nú lifandi áhuga-
mál kvenna um allan heim.
í Bandaríkjunum er nú stofnaður
sérstakur kvennaflokkur, »The wo-
mans party«, sem á stefnuskrá sinni
hefir: afnám kúgunar kvenna, i
hvaða mynd sem er. Meðlimir þess
flokks geta allar þær konur orðið,
sem án tillits til nokkurs stjórn-
málaflokks vilj a vinna að þessu
takmarki. Flokkurinn hefir keypt
stórt og fagurt hús i stjórnaraðsel-
ursborg Bandaríkjanna, Washinglon,
og er þar iniðstöð hans.
Þetta sýnir að hugtakið, sérstakur
kvennaflokkur, er þekt bæði i hin-
um gamla og nýja heimi, þólt is-
lenzkir blaða- og stjórnmálamenn
hafi eigi hugmynd um það.
Það er því ekki um neitt öfgafult
einsdæmi að ræða, þótt íslenskar
konur settu upp sérlista við lands-
kjörið. En í þessu hafa þær orðið
forgöngumenn og vel má vera að for-
dæmi þeirra verði til að efla trúna á
möguleika kvenna.
En hvað sem er um það, þá er
ásökunin um einsdæmið jafn veiga-
lítil — því einusinni verður alt fyrst.