Njörður - 27.04.1917, Side 2
58
NJÖRÐUR.
Elegl/uigjörð
um aðflutta kornvöru og smjörlíki.
Samkvæmt heimild í lögum 1. febrúar 1917 um heimild fyrir
landstjórnina til ýmsra ráðstafana út af Norðurálfu ófriðnum, eru hór
með sett eftirfarandi ákvæði:
1. gr. Allan rúg, rúgmjöl, hveiti, maís, maísmjöl, bankabygg,
hrísgrjón, völsuð hafragrjón, haframjöl og smjörlíki, sem til landsins
er flutt hér eftir, tekur landsstjórnin til umráða og setur reglur um
sölu á vörunum og ráðstöfun á þeim að öðru leyti.
2. gr. Þeim sem fá eða von eiga á slíkum vörum frá öðrum
löndum, ber í tækan tíma að senda Stjórnarráðinu tilkynningu um
það, svo það geti gjört þær ráðstafanir viðvíkjandi vörunum, sem við
þykja eiga í hvert skifti. I tilkynningunum skal nákvæmlega tiltaka
vörutegundirnar og vörumagnið.
3. gr. Lögreglustjórum ber að brýna fyrir skipstjórum og af-
greiðslumönnum skipa, sem flytja hingað vörur þær, er getið er í fyrstu
grein, að eigi megi afhenda slikar vörur móttakendum, fyr en Stjórnar-
ráðið hefur gjört ráðstafanir viðvíkjandi þeim, í þá átt, er að framan
greinir.
4. gr. Brot á móti ákvæðum reglugjörðar þessarar varða sektum
alt að 5000 kr. og fer um mál útaf þeim sem önnur lögreglumál.
5. gr. Reglugjörð þessi öðlast þegar gildi.
Þetta er birt öllum þeim til eftirbreytni, sem hlut eiga að máli.
I Stjórnarráði Islands 11. apríl 1917.
Sigurður Jönsson.
Jón Hermannsson.
Segalskekkja.
Segulskekkju kannast allir sjó-
menn við og ýmsir fleiri.
Beyrt hef ég að hún só tvens-
konar, regluleg og óregluleg. Þá
fyrri er sagt, að sjómenn kunni að
reikna út og verði hún því varla
að tjóni.
Hin síðari er verri viðureignar,
eins og sannaðist á Goðafossi og
Júlíusi í haust sem leið.
Njörður litli brá sór inn á sýslu-
fundinn hérna um daginn og hitti
svo vel á, að þar var eitthvað ver-
ið um hann að tala.
Heyrði hann ekki betur en að
sýslunefndarmaður Ogurhr. segði á
þá leið, að Nirði væri ekki sýnt
um að skýra hlutina.
ÞessvegDa ætlar hann ekki að
útskýra fyrir lesendum sínum það
sem fyrir hann bar á fundinum,
en aðeins skýra frá, hvernig hór-
aðsstjómarfleyið horfði, þegar sýslu-
nefndarmaður Ogurhrepps kom að
stýrinu:
1. Halldór stýrði stórskipaleið
hreina og beina.
Vildi hann að sýslan tæki bát-
inn að sór að fimtungi með þeim
skilyrðum, er síðar væru sett.
Sýslunefndarmaður Ögurhrepps
vildi ekki láta sinna honum neitt
að svo stöddu, því Isafirði væri
haDn líklegur til meiri gagns en
nDjúpkörlum“.
Halldór kvað sóma sýsluDnar
horfa á Straumnes með því móti,
en þó sveigði hann á smáskipaleið,
svo naumlega varðist strandi.
2. Launaviðbót ljósmæðra.
Sýslunefndarmaður Ögurhrepps
setti „kursinnu svo grunt, að steitt
mundi á saklausri meykerlingu
einni í Sléttuhreppi, nema litli
Móses hefði tekið við stjórn.
Hann sagði svo:
„Mér er eins farið og nafna mín-
um að því leyti, að mér er stirt
um „málfæri og tungutak“, en
meður því, að drottinn fer varla
að senda Aron til móts við mig,
svo að hann tali fyrir minn munn,
verð ég að láta þess getið, að þessi
ljósmóðir hefur stundað starf sitt
af mestu alúð langa lengi, þar sem
engi fékkst önnur til; væri hún fyr-
ir það stórra launa makleg.
Legg til að henni só veittar tutt-
ugu krónuru. — Samþ. í e. hl.
3. Fos8kaupamálið.
Það vildi hann fella án þess svo
mikið sem setja það í nefnd.
Því varð þó eigi framgengt.
Einhver rótti svo í horfi, að mál-
ið kom í nefnd og hlaut þar eftir
allra samþykki.
4. Sameiningin.
Sameining Eyrarhrepps og Isa-
fjarðar vildi hann að sýslunefndin
mælti strax á móti, en siðar tók
hann Pílatusar „kursu og stýrði
málinu í skaut hreppsnefndanna.
Er það talin óregluleg skekkja,
sem einhverjum verður að tjóni.
Frá ófriðnum.
— ».—
Bandamönnum miðar stöðugt
áfram á vestri vígstöðvunum. Hafa
þeir tekið um 50 þús. fanga síð-
asta hálfan mánuð og náð á sitt
vald nokkrum bæjum, þar á með-
al Arras og Lens.
Konstantín Grikkjakonungur
hefur, að sögn, látið konungdóm
og landið verið gjört að lýðveldi.
Austurríkismenn hafa leitað frið-
ar við Rússa, en það hefur reynst
árangurslaust.
Ýmsar sögur ganga um óeirðir
í Þýskalandi sökum matvælaskorts,
en engar ábyggilegar fregnir hafa
borist um slíkt, mun lítið mark
á þeim takandi. —
Norska Stórþingið er kallað
saman fyrirvaralaust.
Hjartans þakkir vottum við
öllum þeim, er sýndu oss vel-
vild og hlutteknigu við lát og
jarðarför Arna Símonarsonar.
ísafirði, 25. april 1917.
Ekkja hans og slcyldmenni.
Hf. DJÚPBÁTURINN
bélt stofnfund sinn 21. þ. m.
Búið er að selja hluti fyrir 12
þiis. kr.; auk þess kaupa sýslan og
bærinn fyrir 10 þús. kr. og hrepp-
arnir væntanlega fyrir 6 — 7 þús.
Þessir voru kosnir í stjórn:
Halldór Jónsson Rauðamýri,
Guðm. Bergsson póstmeistari,
Helgi Sveinsson bankastjóri,
Magnús Toifason sýslumaður,
og Kolbeinn Jakobsson Unaðsdal.
DJÚPFERÐUM
heldur m/b Guðnin uppi til næsta
nýárs; á að fara 45 ferðir til þess
tíma. Búist er við að farm- og,
og far-gjald hækki um þriðjung
frá því sem nú er.
Lik RÖGNY. sál. ÓLAFSSONAR,
byggingameistara, kom að sunn-
an með Gullfoss og var jarðsett
hór 25. þ. m., að viðstöddu miklu
fjölmenni.
Skólabræður hans báru hann til
grafar.