Njörður - 27.04.1917, Side 4
60
NJÖRÐUR.
Reg‘l*ag‘jör<3
um viðauka við reglugjörð 11. apríl 1917
um aðflutta kornveru og smjörlíki.
Samkvæmt heimild í lögum 1. febrúar 1917, um heimild fyrir
landsstjórnina til ýmsra ráðstafana út af Norðurálfuófriðnum, eru hér-
með sett eftirfarandi ákvæði:
1. gr. Sýslumaður skal með aðstoð tveggja manna, sem sýslu-
nefndarmenn kjósa til þess i nefnd með honum, hafa eftirlit með því,
að kornvörur þær, sem getur um í 1. gr. reglugjörðar 11. april 1917
og til sýslufélagsins flytjast, komi við útsölu á þeim þar til almenn-
ings, sem jafnast niður eftir þörfum.
2. gr. Til afnota í þessu skyni skal sýslumaður þegar þessar vör-
ur koma utanlands frá til kaupmanna eða kaupfélags í umdæminu,
gera skrá yfir þær eftir skipskjölunum. Komi slíkar vörur frá öðrum
innlendum höfnum, ber skipstjóra eða afgreiðslumanni skipsins að senda
sýslumanni skrá yfir þær.
3. gr. Við úthlutun varanna skal jafnan fara eftir þeirri tilhög-
un, sem sýslumaður með ráði nefndarmanna ákveður, svo sem hve
stóra skamta hvert heiinili megi fá í senn af hverri vöru og til hve
langs tíma.
4. gr. Rétt er að því svæði, sem áður hefir sótt verslun til á-
kveðins sölustaðar, sé áfram ætlaðar umræddar vörur, sem til þess sölu-
staðar flytjast og skiftir það ekki máli, hvort svæðið er utan eða inn-
an sýslufélags þess, er sölustaðurinn er.
5. gr. Til þess að sýslumaður ásamt nefndarmönnum geti gjört
tilætlaðar ráðstafanir viðvikjandi hér um ræddum vörum, er hrepps-
nefndum gjört að skyldu, að láta í tó þær skýrsiur, er mál þetta varða,
sem sýslumaður heimtar, og hafa þær framkvæmdir viðvikjandi út-
hlutun á vörunum í hreppnum, sem sýslumaður ákveður með ráði
nefndarmanna. Þar til heyrir sérstaklega að rannsaka vöruforðann á
heimilum í hreppnum, og eru húsfeður skyldir, ef hreppsnefnd krefst
þess, að gefa sannar skýrsiur um hann.
6. gr. Sýslumönnum ber með aðstoð nefndarmanna að hafa vak-
andi auga á kornvörubirgðum í umdæminu, svo að landsstjórnin, hve-
nær sem er, geti fengið upplýsingar um hve miklar þær séu, og live
lengi þær muni endast, og má í því efni miða við, að hver maður
þurfi til jafnaðar alt að 150 kilogrömm af kornmat á ári, og telst þar
til, auk kornvaranna þeirra sem getur um í 1. gr. reglugjörðar 11.
april 1917, baunir, byggmjöl, sagó o. s. frv. Nú fær sýslumaður grun
um að ekki só rétt gefið upp um birgðir, og er þá rótt, að hann rann-
saki málið.
7. gr. Ætlast er til þess, að samvinna sé milli sýslumanna inn-
byrðis í þeim málum, sem ræðir um í reglugjörð þessari og varða
sýslufélagið í öðrum sýslufélögum.
8. gr. Þegar beðið er um kaup á kornvörum af forða lands-
stjórnarinnar, er rótt áð pöntunin komi frá sýslumanni, endahafihann
áður rannsakað vöruþörfina, samkvæmt því er að framan greinir og
skýri nánara frá henni i beiðninni.
9. gr. Kostnaður, sem sýslumaður hefir út af ráðstöfunum, sem
greinir í reglugjörð þessari, svo og þóknun fyrir störf við þær, greið-
ist honum úr landssjóði eftir nánari ákvörðun stjórnarráðsins, en
kostnaður og þóknun nefndarmanna úr sýslusjóði, eftir úrskurði sýslu-'
nefndar. Sérstaklegan kostnað við vörusölu í hreppnum, svo sem út-
gáfu vöruseðla í kauptúnum, greiðir hreppsjóður.
10. gr. Reglugjörð þessi öðlast þegar gildi. Þetta er birt öilum
þeim til eftirbreytni sem hlut eiga að máli.
I Stjórnarráði Islands 21. apríl 1917.
Sígurður Jönsson.
.Jón Ilermannsson.
STÚKAN „NANNA“ nr. 52
heldur fundi hvern fimmtudag kl.
8 V2 e. h. Avalt eitthvað til skemt-
unar eða fróðleiks á fundunum.
Nærfata-bomesí
fjölda margar tegundir nýkomið í
verslunina í Hafnarstræti 3.
Ennfremur lastingur af öll-
um regnbogans litum, og síðast
en ekki sist óslítandi
erviðis-stakkatau.
Komið því strax.
Með virðingu
Halldor Úlafsson.
Ritföng oS tækifærisgjaflr
er bezt að kaupa í
Bokaverzlun Guðm. Bergssonar
á ísafirði.
Marínbla'r litnr
fæst hjá
Jöni Hróbjartssyni.
BEST er að tryggja líf sitt
i lífsábyrgðarfélaginu
Oarexitia.
Umboðsmaður fyrir Isafjörð og
grend
E. J. Palsson.
Skrifpappir
og fleiri ritíöng er best að
kaupa hjá
Jóni Hróbjartssyni.
Innilegustu þakkir viljum við
færa kvenfélaginu „Hvöt“ í Hnífs-
dal, og fjölda góðra manna þar,
fyrir þá miklu hjálp, sem okkur
var veitt í vetur, þegar veikindi
og erfiðar kringumstæður steðjuðu
að okkur. Gaf kvenfél. okkur þá
rausnargjöf ajálft og gekst auk þess
fyrir samskotum, sem fyrir velvilja
manna urðu svo mikil, að unt varð
að leita læknishjálpar í Reykjavik-
Auk þess sendu vinir á Isafirði á-
litlega upphæð. Öllum þessum
þökkum við af hrærðum huga, og
biðjum þann að launa, sem fyrir
fátæklingana borgar.
Hnífsdai, um páskana 1917.
Hdlldbr Auðunss. Margrét Þórðard.
Prentsmiðja Njarðar.