Njörður - 12.09.1917, Síða 3
NJÖRÐUR.
115
ekki við Kötu, sem bauð henni góða
nótt með mestu hæversku; en Brúnn
gamli varð svo smeykur við svip-
inn á húsmóður sinni, að hann
vildi ekki lofa henni að ná sór;
Kata sá þetta, hljóp til, náði i
Brún og hélt í hann meðan hún
fór á bak, svo hneigði hún sig
brosandi og sagði: „Góða nótt,
tengdamamma“.
Kerlingin varð eldrauð í fram-
an, reiddi upp svipuna og ætlaði
að berja Kötu, en hún vék sér
undan og hló glaðlega.
Jakob hitti Kötu sína um kvöld-
ið; þá sagði hún honum viðræðu
þeirra alla, en mintist þó ekkert
á svipuna.
„Hjartað mittu sagði hann, „svona
má það ekki ganga lengur. Eig-
um við ekki að gifta okkur á laug-
ardaginn kemur. Eg ætla strax
að finna prestinn og biðja hann
að lýsa með okkur“.
„Móðir þín segir, að ég skuli
aldrei koma inn fyrir sinar dyr“.
„Kærðu þig kollótta, ég skal
sjá um þaðu.
„En elsku Jakob, ég hefi engin
giftingarföt, mér datt ekki í hug
að þetta bæri svona bráðan að.
„Hérna hefurðu nóg fyrir þeim;
farðu nú að útbúa þig strax á morg-
un. — Svona kystu mig nú fyr-
ir. Góða nóttu. (FramkJ
LANDSVITAR.
Þeir eru hér um 23.
Þeirra er Reykjanessvitinn mest-
ur og elstur, reistur 1878.
Sést í 22. sjómílna fjarska.
Ingólfshöfðavitinn er yngstur
reistur 1916.
Alls voru reistir 4 vitar fyrir
aldamótin 1900, hinir allir síðan.
Yitaverðir eru 22; hafa alls að
launum 8000 kr. auk hlunninda.
ÞAKKARÁYARP.
Hér með votta ég innilegar þakk-
ir þeim hjónunum Maríu Gísladótt-
ur og Guðm. Br. Guðmundssyni
kaupm. í Bolungavík fyrir þá miklu
hjálp sem þau hafa sýnt mér i
sumar í veikindum minum.
Hafa þau bæði gefið mér af eig-
in efnum og efnt til samskota
handa mér, svo miklu hefur munað.
Jafnframt þakka ég öllum öðr-
Um, sem fyrir þeirra tiistilli eða
uf eigin hvötum hafa veitt mér
^elgjörðir.
Bolungavík, 10. sept. 1917.
Elías J. Arnason.
Sparis j óðir.
í starfskrá íslands er skýrsla um sparisjóði þá, sem hagstofunni
var kunnugt um.
Til fróðleiks er hér útdráttur úr henni:
Nafn sjóðanna: Stofnár Innlög Kr. Varasj. Kr.
1. Sparisjóð ur Vestur-Skaftafellssýslu . 1904 90200 4300
2. — Vestmannneyja . . . 1893 176800 7700
3. Holta- og Ásahrepps 1915 12550 350
4. — Gullfoss 1906 117200 2600
5. • Skeiðahrepps .... 1912 16600 270
6. — Árnessýslu 1888 1093700 89000
7. — í Keflavík 1907 77500 6300
8. — Hafnarfjarðar .... 1875 146600 14770
9. , Mýrasýslu 1913 103600 1030
10. — í Ólafsvík 1892 72300 6000
11. — í Stykkishólmi . . 1891 107800 14500
12. • Dalasýslu 1894 157600 5900
13. — Geiradalshrepps 1907 5800 220
14. — Reykhólahrepps . . . 1735 44
15. — i Flatey á Breiðafirði . 1914 . . . •
16. Rauðasandshrepps . . 1911 27500 . .
17. — Vestur-Barðastrandarsýslu 1892 28900 . .
18. — Arnfirðinga . • 77500 1500
19. Vestur-ísafjarðarsýslu 1896 49900 7000
20. — Súgfirðinga 1912 10600 160
21. — í Bolungavík .... 1908 44000 3000
22. — Versl.fél. Steingrímsfj. . 1910 30600 650
23. . Kirkjubóls og Fellshrepps 1891 17000 560
24. — Hrútfirðinga .... 1910 20900 320
25. — Húnavatnssýslu . . . 1891 243200 12700
26. ■ á Sauðárkróki .... 1886 238400 27000
27. — Hólahrepps 1914 1650 50
28. — Hofshrepps 1914 5700 120
29. — á Siglufirði 1873 44800 2700
30. — í Ólafsfirði ..... 1914 21600 1100
31. — Svarfdæla 1884 51000 3800
32. — Arnarnesshrepps . . . 1885 41350 2200
33. —— Skriðuhrepps .... . • • •
34. —— öxnadalshrepps . . . 1911 - •
35. — Glæsibæjarhrepps . . . . . 15800 600
36. — Svalbarðsstrandar . . . 1914 650 . .
37. — Höfðahverfinga . . . 1879 26900 1500
38. — Flateyjarhrepps . . . 1892 3700 400
39. , Kinnunga 1889 13600 1200
40. — Húsavikur 1895 122200 3550
41. — Kaupfélags Þingeyinga . 1890 48900 1900
42. — Keldhverfinga .... 1905 10600 1100
43. — Eskifjarðar 1914 18300 440
44. — Nesjahrepps 1909 4800 100
Samtals ca. 3400035 226634
Ennfremur: Útbú íslandsbanka . • . 1608207 . .
Landsbankinn . . . 7654945 222
Alls 12663187 226856
Þó eru þessar töiur heldur lægri en vera ætti, því bæði vantar
innlög sumra sjóðanna alveg í skýrslu þessa og svo er miðað við árs-
lokin 1915 hjá ekki allfáum.
Mun varla vanta mikið á, að í árslok 1916 hafi sparisjóðirnir
með varasjóðum sínum numið 13 milj. króna.