Njörður - 19.10.1917, Page 1

Njörður - 19.10.1917, Page 1
iiniKiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiwiif. I Verð hvers ársfjórð- : | ungs (15 blöðj kr. 0,75 | ; er greiðist fyrirfram. : I Erlendis 4 kr. árg. ; ii 1111111111111111111111111111111 i Kemur vanalega út j j einu sinni í viku og j : aukahlöð við og við. j riiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniir Ritstjóri: síra Ctuðm. Griiðmundsson. ii. im. ísafjörður, 19. október 1917. M 33- Borg Bátsferðirnar um ísafjarðardjúp eru lausar til umsóknar frá nýjári 1918. Umsóknir sendist formanni Djúpbátsnefndar Norður-ísafjarðar- sýslu Halldóri Jónssyni á Rauðamýri fyrir lok nóvembermán. næstk. eða kaupstaöarhola. I. Timum saman hefur þjóð vor, á undanförnum öldum, stunið und- ir svipum stórsótta, harðinda og kúgunar. Stundum hefur horft til land- auðnar, og nokkrum sinnum hefur litið svo út, sem allur þróttur og manndómur, vit og skörungsskap- ur, væri skekinn úr landsmönnum, eða falinn undir dyngjum ómennsku og skeytingarleysis. Úr öllu þessu hefur samt rakn- að vonum fremur; stórsóttum létti, harðindum slotaði og erlend kúg- un þvarr þegar kom fram á sið- uslu öld. Þar eftir hófust margar merkar atkafnir; kjör almennings voru bætt á ýmsa vegu, húsnæði fæði og farn- aður breyttist víða til stórra bóta; gerð var gangskör að þvi að varð- veita lif og heilsu manna betur en oftast fyr o. s. frv. Forn þróttur og manndómur lét enn á ný til sín taka og vit með skörungsskap hratt mörgu til hags- bóta. Á síðustu 50 árum hafa hér orð- ið svo rniklar framfarir, eða í öllu falli svo mikil framfara viðleytni, að hvergi eru dæmi til, hjá svo fá- mennri þjóð. — En margt er i barndómi sem von er. Sumt gamalt og gott fer for- görðum; fánýtar nýjungar fylla skörðin. Á stöku stöðum standa gamlir ósiðir sem steinar i götu, jarðfastir og skaðlegir fótum veg- farenda. En í langflestu kennir meir lífs en dauða, liagsbóta fremur en hnignunar. — — Nú kastar stríðið stórum skugg- um á allan hag vorn, og getur á næstu árum sýnt oss í tvo heim- ana. Það getur lagt hömlur á versl- un landsins eða stöð vað hana gjör- samlega um tíma; það getur gjört mönnum torsótt eða ófært að stunda sjóinn, kippt með því fótum und- an fjárhag landsins og komið fjölda manna i örbyrgð, þótt áður hafi vel bjargast eður grætt fé. Það getur hnekt frelsi landsins og drepið niður sjálfstæði sveita og bæja. — — Hér liggur hendi næst að skoða, hvernig högum ísafjarðar er hátt- að og hver úrræði hann getur haft til að verja velmegun sina dauða, og halda sjálfstæði sinu við liði og efla það. Hagur fjölmargra bæjarbúa er nú svo illur, að ef stjórn bæjarins og hættir manna verða í sama sniði og að undanförnu, má búast við skaðlegum áföllum og langvinnu tjóni fyrir bæinn. Til að afstýra slíku verðurbæj- arstjórnin að neyta margra nýrra ráða og almenningur að gæta miklu betur hagsmuna sinna, en áður hef- ur þótt þurfa. Á ég þar ekki eingöngu við dag- lega háttu manna, þó sitt hvað mætti þar um segja, heldur hitt hve annt þeir láta sér um, að skipa bæjarstjórnina þeim einum, sem treystandi er til, að brjótabágvið gamlar venjur og rótgróinn mis- skilning, þegar hagur almennings heimtar. Langa lengi, næstum frá því Isafjörður fekk sérstakan fjárhag, hafa bæjarbúar skipst í 2 flokka í fjármálum. Annar þoirra hefur sifellt unnið að því, að hafa álögur ábæjarbúa sem allra rninstar, útsvörin sem lægst. Ef nauðsyn þótti til framkvæmda. IVý komið í verslun Guðrúnar Jónasson margar teg. af þvottasápu svo sem: Sólskinssápu og Kreolínsápu. Einnig mikið úrval af handsápum. sáu þessir það eitt ráð, að taka lán á lán ofan. Hinir vildu þar á móti forðast lántökur, nema stórræði skyldi hafa með höndum, en notagjaldþolborg- aranna til að fullnægja árlegum þörfum og nokkru meir. Forkólfar hinnar fyrri stefnu voru forráðamenn stórverslananna er- lendu og fylgdu þeim í þessu all- margir hinna efnaðri manna. Þessir sem meiri fjárafla höfðu, vildu hliðra sór hjá gjöldum, svo sem kostur var á, en skjóta öllum skakkaföllum á komandi kynslóðir. Hinir, sem efnin höfðu minni, lágu síður á liði sinu og vildu ekki að óþörfu binda byrðar á bak eftirkomendanna, né í nokkruleggja hömlur á fjárhagsþroska bæjarins. Þessum mönnum hefur á síðari árum unnist talsvert á, svobærinn hefur engurn skuldum safnað að staðaldri síðan um aldamótin eða rótt þar eftir. Fyrir þeirra tilstilli hefur smátt og smátt komist betra lag á níð- urjöfnun gjalda, svo ekki er þeim efnuðustu sífelt hlift eins og fyrr- um var vandi. Ef ekkmt hefði út af borið, mátti vænta, að þetta hefði brátt kom- ist i viðunandi horf, eða misfell- urnar ekki orðið stærri en svo, að vel varð borið, ef gjaldþol almenn- ings hefði fremur aukist en þverrað. Nú hefur skyndilega snúist til hins verra um hag allrar alþýðuí bænum, en fáir einir eru eftir sem

x

Njörður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.