Njörður - 19.10.1917, Blaðsíða 3

Njörður - 19.10.1917, Blaðsíða 3
NJÖRÐUR. 127 var nokkuð við aldur, íeitur vel og góðmannlegur. „Gott kvöld“, mælti komumaður. „Get ég fengið einn kaífibolla?u Síðan settist hann við lítið borð úti i horni, þar sem skugga bar á, svo ógjörla sá í andlit honum. Gestgjafinn kom sjálfur með kaff- ið: „Gerðu svo vel. — Þetta er ljóta veðrið. — Ertu langt að?“ Gesturinn svaraði engu, drakk kaffið þegjandi, tók siðan vindling úr vasa sínum og fór að reykja. Þannig sat hann góða stund og virtist vera í þungu skapi. „Heyrðu“, sagði hann loks án þess að líta upp. Gestgjafinn gekk til hans: „Vantar þig nokkuð! Er kaffið ekki gott?“ „Jú, það er ágætt. En, heyrðu, heitirðu ekki Kristján?“ Það var ekki laust við að hann væri skjálf- raddaður. „Jú, þekkirðu mig“. „Ég — óg hefi heyrt þin getið“. „Ég fer að verða forvitinn“, mælti gestgjafinn. „Hvað heitirðu?“ Hermaðurinn hugsaði sig stund- arkorn um, svo stóð hann upp, snóri andlitinu að birtunni og sagði: „Þekkirðu mig ekki?“ Það var engu likara en gamli maðurinn sæi afturgöngu; harm hröklaðist nokkur skref aftur á bak og stamaði: „Ert það þú, Karl? Ertu það virkilega sjálfur, Karl?“ „Já, frændi, það er ég sjálfm“. Gamli maðurinn settist á stól og strauk hendinni um ennið; hon- um var sýnilega mikið niðri fyrir. „Eáðu þér sæti drengur. — Viltu meira kaffi? Ekki það. — Svo þú ert kominn aftur. — Hvar hefirðu verið þessi 5 ár?“ „5 ár?, já, það munu vera 5 ár síðan“, tautaði hermaðurinn fyrir munni sér. „Já, nú erh það rótt 5 ár. Hvers vegna leyndist þú svona burtu og lóst okkur öll halda að þú værir dáinn?“ Gamli maðurinn þagði um stund, en hólt svo áfram hörku- legur á svip: „Það var illa gjört, skammarlega; að hlaupa þannig frá konu og börnum? Hvaðkomtil? Hvers vegna fórstu?“ „Eg veit ekki. — Ég gat ekki við því gjört; mór leiddist og—“, tautaði hermaðurinn niðurlútur. „Þú hefir reyndar altaf verið undarlegur, en þetta skil ég ekki. Það var afleitt, hreint afleitt“, og gamli maðurinn brýndi röddina. „Ég skil það heldur ekki, frændi. — En — en — veistu nokkuð um Maríu? Hvar á hún heima? Eru börnin hjá henni? Hvernig liður henni? „Já, þeim líður öllum vel“. „Heyrðu, frændi, þú skilur mig sjálfsagt ekki; en ég var ungur og mór fanst svo þröngt hór heima. Ég vildi skoða mig um, sjá og heyra eitthvað nýtt. Mér fannst ég ekki lengur frjáls maður, kon- an og börnin binda mig. — Ég vildi sjá aðrar sveitir og annað fólk — Ég — “ „Og þú vildir hitta þessa drós, eða var ekki svo? Þú ættir að skammast þín“, og gamli maður- inn barði í borðið. „Þetta er ekki satt. Ég fór bara af því óg gat ekki annað. Það var i mór íerðalöngun, eirðarleysi. En svo leiddist mér líka alt það nýja, sem ég fann og sá, mér hef- ur altaf leiðst og liðið illa síðan“. „Nú, því komstu þá ekki heirn aftur?“ „Mér var það ómögulegt; óg skammaðist mín svo mikið. Þú veist ekki hve mikið mig hefir langað hingað heim, en óg hefi ekki getað, ekki þorað að koma“. „Þvi kemurðu þá núna?“ „Ég kom bara við hjá þér til að fá fréttir. — Þegar stríðið hófst var ég erlendis, en óg flýtti mér heim og —.“ Hann þagnaði því hurðinni var lokið upp og ung, ljóshærð kona kom inn; hún kveikti á lamþanum, tók fiík af stólbaki og gekk út síðan, án þess að yrða á þá. Hermaðurinn hafði sest niður og snúið sér frá ljósinu, er konan kveikti. Hann var náfölur. „Er hún hérna; hefur þú tekið hana?“ spurði hann. „ Jú, þú getur voDandi skilið, að ég vildi ekki láta konu systurson- ar míns og börn hennar deyja tir sulti. Blessaðir litlu angarnir, senn fara þau að stauta; þau kunna margar vísur og sögur. — Hún er ráðskona hjá mór, en ég hefi tvær vinnukonur, skaltu vita“. Kari stóð upp og tók í hönd frænda sins; honum var ervitt um mál: „Þú ert góður maður, frændi. Þakka þér fyrir. — En — veistu — veistu hvort hún hefursóttum skilnað?“ „Skilnað! Hvaða bull“. „Minnist hún nokkurn tíma á mig?“ „Nei, aldrei; mór finst þú held- ur ekki geta búist við því, eða hvað?“ „Nei, það er ekki von. — Já, óg flýtti mér heim og gekk í her- inn og nú er ég á leið til vígvall- arins. Herdeildin mín verður hór á næstu grösum í nótt. Gestgjafinn varð mýkri á svip. „Viltu ekki að óg láti konuna þína vita af þór, svo þú getir kvatt hana?“, spurði hann. „Nei, nei; það máttu ómögulega. Ég kom bara til að fá fréttir hjá þér, en hafði enga hugmynd um, að hún væri hér. Það er best hún fái ekkert um það að vita. Hún þekti mig ekki“. „Það var ekki von; þú varst í skugganum og svo ertu kominn með skegg“. „Nei, óg vil ekki valda henni meiri sorgar en komið er. Von- andi er hún hætt að hugsa um mig, heldur mig dáinn, er búin að fyrirgefa mér, orðin róleg og ásátt með lífið. En þyki henni enn vænt um mig og fái hún að vita, hve breyttur ég nú er orð- inn, þá veit ég að hún fær enga rólega stund, að vita af mór í stríð- inu. Og ef eitthvað kæmi fyrir mig,; þá væri eins og hún misti mig i annað sinn. Nei, það erbest að láta hana ekkert vita“. „Það er liklega réttast, drengur minn, en komdu hér þegar þú kem- ur aftur og þá — —“. „Nú þarf óg að fara. Við leggj- um á stað enemma í fyrramálið. Segðu henni ekkert, mundu mig um það; en sendu mér linu við og við“. „Það skal óg gera. Vertu nú sæll, guð fylgi þér og lofi mór að sjá þig aftur heilan á húfi“. „Vertu sæll, frændi“. Þeir tókust, þétt í hendur, gamli maðurinn opnaði hurðina og Karl fór út í myrkrið. Það var hætt að rigna, en nið- dimt. Karl gekk hægt niður á veginn, þar staðnæmdist hann, horfði um stund á ljósið í glugg- anum og stundi við. Þá vissi hann ekki fyrri til en mjúkir konuarmar vöfðust um háls honum, tárvot kinn lagðistað vanga hans og rödd, sem hann síðustu 5 árin aðeins hafði heyrt í draumi, hvíslaði í eyra hans: „Ég ann þér, það máttu vita; gjöri það æfinlega, hvað sem fyr- ir kemur“. Svo hvarf hún, en hann stóð eftir, með kinnina vota af hennar tárum. (H. G. þýddi.)

x

Njörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.