Njörður - 27.02.1918, Blaðsíða 2

Njörður - 27.02.1918, Blaðsíða 2
14 NJÖRÐUR. Recrl/ucnörd um solu og úthlutun kornröru, sykurs o. 11. Samkvsemt lögum 1. febrúar 1917, um heimild fyrir landsstjórnina til ýmsra ráðstafana út af Norðurálfu- ófriðnum, eru hér með sett eftir- farandi ákvæði: 1. gr. Frá 1. marz 1918 er bannað að selja rúg, rúgmjöl, hveiti, maís, maísmjöl, bankabygg, hrísgrjón, baunir, haframjöl, hafragrjón og sykur nema gegn seðlum, sein út verða gefnir að tilhlutun lands- verslunarinnar. 2. gr. Landsverslunin sendir öllum hreppsnefndum og bæjarstjórnum kornvöru- og sykurseðla eftirmann- fjölda í hlutaðeigandi sveitum og bæjum, og skulu þær úthluta seðl- unum til allra heimila þannig, að hverjum heimilismanni sé ætlaður sinn seðill. Seðlaúthlutunin fer fram í fyrsta sinn 28. febr. n. k., annað hvort með hraðboða eða með því að kveðja saman móttak- endur, eða heimilisfeður í þeirra stað, og fer það eftir áliti hlutað- eigandi hreppsnefnda og bæjar- stjórna hvað hentugast þykir. Kostnaðinn við útgáfu og útsend- ingu seðlanna til hreppsnefnda og bæjarstjórna ber landssjóður, en hreppa- og bæjarfélög kostnaðinn við úthlutunina. 3. gr. Um leið og úthlutað er seðlum í fyrsta sinn skulu viðtakendur undirrita drengskaparvottorð um hve mikinn forða þeir eigi af korn- vöru og sykri á eyðublöð, er send verða hreppsnefndum og bæjar- stjórnum. Skal forðinn dreginn frá við seðlaúthlutunina með þvi að klippa af seðlunum það, sem forðanum nemur. 4. gr. Hreppsnefndir og bæjarstjórnir skulu tafarlaust síma landsrerslun heildarskýrslu um vörubirgðir sam- kvæmt vottorðum og hvemörgum kílógr. seðlaafgangur og afklipp- ingar nemi, en geyma frumskýrsl- ur með áritun vottorðanna til at- hugunar við næstu seðlaúthlutun. Afgang seðlanna og afklippinga skal senda landsverslun með fyrstu ferð. Þó geta hreppsnefndir og bæjarstjómir með leyfi landsversl- unar haldið eftir i vörslum sinum nokkrum hluta af afgangi seðlanna til aukaúthlutunar ef nauðsyn kref- ur, t. d. á fjölförnum póstleiðum og til gistihúsa í kaupstöðum og kauptúnum, svo og til brauðgjörð- arhúsa sbr. 9. gr. 5. gr. Hinn 26. febr. n. k. skulu hrepps- nefndir og bæjarstjórnir láta alla þá, sem hafa í vörslurn sínum korn- vöru og sykur, sem verslað er með, undirrita drengskaparvottorð um birgðir þe9sar á eyðublöð á sama hátt og móttakendur seðlanna. Heildarskýrslu um birgðirnar i hverjum hreppi eða bæ sendist landsverslun tafarlaust símleiðis, en frumskýrslurnar með fyrstu ferð. 6. gr. Almenn seðlaúthlutun fer fram á fjögra mánaða fresti og verða seðlar aðeins látnir af hendi, eftir að fyrsta úthlutunin hefir farið fram, til þeirra sem skila stofnum af eldri seðlum, með áritun nafns og heimilisfangs. Undantekning frá úthlutunarreglunni er önnur almenn seðlaúthlutun, er fari fram 29. og 30. júní þ. á. og gildi að- eins til tveggja mánaða, en veiti rétt til fjögra mánaða forða ef hann er fyrir hendi. 7. gr. Seðlarnir skulu vera tvenns- konar, sykurseðlar og kornvöru- seðlar. Hver kornvöruseðill gildir fyrir einn mann i 4 mánuði og er ávísun á 40 kílógr. kornvöru. Seð- illinn skiftist í stofn og 16 reiti, sem gilda 2 x/2 kílógr. hver. Má klippa þá hvern frá öðrum ^n var- ast skal að skerða reitina sjálfa eða stofninn. 8. gr. Hver sykurseðill gildir fyrir einn mann í 4 mánuði. Skiftist hann i stofn og 16 reiti, er gilda */* kílógr. hver, og má klippa þá sund- ur á sama hátt og komvöruseðl- ana. Yið úthlutunina fá þurra- búðarmenn seðlana óskerta, en af 8eðlum þeirra er grasnyt hafa og aðallega stunda landbúnað, skulu bæjarstjórnir og hreppsnefndir láta klippa þá 4 reiti, sem lengst eru frá stofninum, og varðveitast þeir með seðla-afgangi þeim, sem hrepps- nefndir og bæjarstjómir eiga að standa landsverslun skil á. 9. gr. Brauðgjörðarhús mega eigi selja brauð nema gegn brauðseðlum, er skulu útgefnir af bæjarstjórnum eða hreppsnefndum og fást gegn afhendingu kornvöruseðla. Við seðlaskiftin fái móttakandi brauð- seðils 10°/o meira' kornvörugildi í brauðseðlinum en hann lætur af hendi í kornvöruseðlinum. Brauð- gjörðarhús, er þarfnast brauðefnis, afhendi brauðseðlana bæjarstjóm eða hreppsnefndum gegn jafngildi þeirra í kornvöruseðlum, sem al- menningur hefir áður af hendí látið gegn brauðseðlunum. Sá 10 70 halli, er á þenna hátt verð- ur við skifti seðlanna hjá bæjar- stjórnum og hreppsnefndum, bæt- ist þeim upp af seðla-afgangi lands- verslunar í vörslum þeirra, sbr. 4. gr., en skilagrein yfir þá aukaút- hlutun skal senda landsverslun. Brauðgjörðarhúsin sendi síðan. kornvöruseðlana með pöntunum sinum til seljenda brauðefnisins. Með leyfi landsverslunar geta brauðgjörðarhús fengið aukreitis hjá bæjarstjórnum eða hreppsnefnd- um kornvöru- og sykur-seðla til notkunar við innkaup á efni til kökugjörðar. 10. gr. í hverri sýslu og kaupstað skat vera bjargráðanefnd og skipa hana sýslumaður, bæjarfógeti eða borg- arstjóri ásarnt tveim mönnum er hlutaðeigandi sýslunefnd eða bæj- arstjórn kýs. Nú eru 'ekki nægar kornvöru- eða sykur-birgðir fyrir hendi í landinu eða einhverjum hluta þess til þess að selja gegn þeim seðl- um, sem þegar hefir verið úthlut- að, og skulu þá bjargráðanefndir í samráði við landsverslun gera á- ætlun um hve birgðirnar endist lengi og skipa fyrir um hve mikl- um hluta seljendur varanna megi veita móttöku af úthlutuðum seðl- um, þar til nýr forði bætist við í landið eða landshluta þann, sem um er að ræða. Ef bjargráða- nefndum þykir ástæða til, skulu þær og setja ákvæði um skamt einnar eða fleiri kornvörutegunda vegna skorts á þeim að tiltölu við aðrar tegundir og skulu þá selj- endur rita aftan á stofn seðilsins hve mikið af þeirri vörutegund, sem þannig er skömtuð, sé seld í hvert sinn, svo og nafn verslunar- innar, þannig að séð verði á seðl- inum hve mikið eigandi hans hafi þegar fengið keypt af vörunni. Þóknun fyrir störf bjargráða- nefnda greiðist úr hlutaðeigandi sýslu- eða bæjar-félagi. 11. gr. Só kornvara keypt þannig að ekki standi á 2 */* kílógr. getur

x

Njörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.