Njörður - 14.03.1918, Síða 2

Njörður - 14.03.1918, Síða 2
18 NJÖRÐUR. Nýi Kjerúlf. Við hér á ísafirði munum flest eftir honum .gamla Kjerúlf. Hann var meðal þeirra, sem einna mest, „e. t. v. óbeinlínis14, studdu að fylgi og framgangi bann- laganna. Mega allir góðir bannmenn vera honum þakklátir, eins og Jósep bræðrum sínum. An þeirra tilstillis hefði Jósep hvorki orðið æðsti ráðgjafi Faraós, né Israelsbörn komist til þess fyrir- heitna lands o. s. frv............. Bannlögin urðu svo laglega úr garði gjörð, að gamla Kjerúlf gafst færi á, að slá þrjár flugur í einu höggi, eða réttara sagt, höndla þrjú höpp með einum brennivíns- 8eðli: 1. Að gleðja sjálfan sig. 2. Að svala öðrum. 8. Að afla landssjóði tekna. Eigi kunnum vér að segja hvað orðið er af gamla manninum, en fram er kominn nýr Kjerúlf. í blaðinu Vestra, því er út kom 10. þ. m., er mynd af honum á fremstu siðu. / Því miður er sú mynd ekki vel skýr, en eftir því sem hægt er að grilla „gleraugnalaust“, virðist mega sjá það á henni, sem hér fer á eftir. 1. Nyi Kjerúlf er elchi svo vit- laus lœknir. Hann segir ura áfengi til lækn- inga: ... „Því er svo varið méð þetta lyf . . . að það hefur fremur þau áhrif, að bæta í svip þau óþægindi, er af sjúkdómi leiða, heldur en hitt, að lækna sjúkdóminn“. 2. Hann þeklcir breisMeiha mann- anna. Það sýna þessi orð: „Menn geta þar af leiðandi freist- ast til þess, að taka inu meira en fyrirskrifað er“. 3. Hættuna sér hann gVógt. . . . „Lyfið gæti þvi ollað mönn- um meiri böls . . . en þau óþæg- indi voru, sem lyfið átti að ráða bót á“. Heyrið þið nú piltar. 4. Hann „er með ölln ófáan- legur til þess, að láta hafa“ sig „til að afla landssjóði tekna“ með útgáfu brennivínsseðla og vill vera laus við allt ónæði og bónastagl í því efni. Honum er full vorkun. — — „Að endingu skal ég geta þess, þótt það komi ekki þessn máli beinlínis við“, eins og stendur bak við eyrað á myndinni, aðhérsést skýr vottur þess, hve skjót áhrif viturleg löggjöf hefur á hug og háttu manna. Mestu fantar og fávitringar stæl- ast að vísu í strákskap sínum við hvert bann og hverja áminningu, einkum fyrst í stað, en flestir sveigjast brátt til skynsemdar og löghlýðni, ljúfir eða tregir, eins og nýi Kjerulf, og enda með því, að fá óbeit á sínum fyrri lifnaði. Heill sé þeim sem bera gæfu og guðsást til slíks batnaðar. Gudrún Lárusdóttir: SIGUR. Smásaga, sér- prentun úr „Bjarma“ 1917. Alt það er G. Lárusdóttir ritar, ber vott um glöggskygni hennar á verulegleikanum, eins og hann kemur fyrir í athöfnum hins dag- lega lifs. — Það er ekki frítt við, að ýmis- konar fáfræði hafi stundum verið álitin að vera fylgifiskur ellinnar; þau hafa eum gamalmenni verið (og eru enn) skoðuð sem skopleg ímynd liðinna tíma. Eða oft finst mér karla og kerlinga sögumar benda á eitthvað þvílikt. Hjá G. Lárusdóttir kveður við annan tón. Hún velur gjarna bestu söguper- sónur sinar úr gamalmennahópn- um. Eitt slíkt gamalmenni fáum við að líta, í áður áminstri smá- sögu. Una gamla er rauði þráðurinn í sögunni. Hjónin í Holti, Sigrún og Hjálm- ar, missa einkabarn sitt. Sigrún berst litt af eftir barnsmissirinn. Una reynir á alla lund að létta harma hennar; hógvær og blíð ann- ast hún heimilisstörfin, án þess að krefjast launa, eða hirða um sjón- arvotta. — Ofan á harm Sigrúnar bætist það svo, að maður hennar reynist henni ótrúr; en Una hætt- ir ei við, fyr en hin foma ást hans til konunnar er vöknuð að nýju, og gæfa og gleði hefur aftur náð fullum yfirráðum. Þá þakkar hin aldraða og þreytta kona drottni fyrir unninn sigur. — Þeir sem vilja kynnast dygðum þeim, er láta litið yfir sér, en birt- ast i hljóðri starfsemi, ættu að lesa smásögu þessa. Jóna Kristjánsdóftir FjciHdaJ.. Þyngd brauða. — > — Síðan farið var að skamta korn- vörur og selja þær eftir seðlum bregður mörgum nokkuð við, því skamturinn er ekki svo ríflegur, að hann dugi þeim er hvorki hafa fisk né kjöt að ráði. Er þvi áríðandi að skamturinn ekki rýrni í meðferðinni. Þetta getur þó vel orðið ef brauð þau, sem menn kaupa, era lóttári en gjört er ráð fyrir á brauðseðl- unum. Hálft rúgbrauð skal vera 1600 gr. eða 3 pund. Setjum svo, að á þ&ð vanti */i* part eða */« úr pundi. Þetta mundi neiha */, pundi á heilbrauði. Á mörgum heimilum hefur farið 1 brauð á dag, en nú skulum við gjöra ráð fyrir að ekki þurfinema 5 brauð á viku, o: 80 brauð á 4 mánuðum. Ef hálft pund vantaði á hvert þeirra, missir kaupandi af 40 pund- um brauðs á þeim tima, án þesa að geta bætt sér það upp með ann- ari kornvöru. Mönnum er því áríðandi, að fá fullan þunga brauða gegn seðlum sínum, og er vissast að hafa glögg- ar gætur á að ekki eó út af brugðið. Hingað til hefur fólk ekki ávalt athugað þyngd brauðanna, en litið mest á verðið. Hefur þetta stundum verið skað- laust, en verður það ekki hór eftis meðan skamtað er. Braudvinur. Ný hlöð. I Rvík risu upp 2 blöð um ára- mótin, Frón og Verslunartiðindin. Á Akureyri er einnig stofnað nýtt blað að nafni Dagur. Dagur tjáir sig fylgjandi sam- vinnustefnunni. Frón er blað sjálfstæðismanna og gjörir, til að byrja með, fin- ann að helsta umtalsefni sinu. Verslunartíðindin flytja boðskap kaupmannaráðsins í Rvík. Af eldri blöðum hafa ekki önn- ur hætt en Austri og Dvöl. Er að því siðara nokkur missir. Sýslnfnndur Norður-ísafjarðarsýslu hefst 23. þ. m. kl. 1 e. h. í þingbúsi ísa- fjarðar.

x

Njörður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.