Njörður - 09.10.1918, Síða 3

Njörður - 09.10.1918, Síða 3
NJÖRÐUR. 71 Taldi hann kosti sambandslag- anna, viðurkenning fullveldisins o. s. frv. meir í orði en á borði og sýndi með sönnum rökum að 6. gr., sem gjörir danska borgara hvar sem þeir eiga heima jafn réttbáa hér eins og íslendinga, er bæði með öllu ósæmandi sérstöku ríki, þótt eigi væri fullvalda talið, og stórhættuleg fyrir þjóð vora. Eng- in dæmi væru heldur til þess, að nokkurt ríki hefði af eigin vilja veitt öðru því lik friðindi sem vér með 6. gr. gæfum Dönum. Ataldi hann einnig réttilega flaustur það, sem haft var á með- ferð málsins í þinginu og ekki síður þann alls óþarfa og óhæfi- lega hraða sem hafa skal á þjóð- aratkvæðinu. Var þetta mörgum góð hugvekja. Þann 29. efndi sami þingmaður svo til málfundar í Hnífsdal. Kom hann þar máli sínu sem á ísafirði og þótti HDÍfsdælingum kveðið drjúgum annan veg að, en gjört hafði verið þann 15. sept. Sambandslögunum komu liðs- menn nokkrir innan af ísafirði, uppvakningar frá 1908. Fyrir þeim hafði Guðm. Hann- esson orð. Tók hann snjallasta ráðið, aldrei þessu vanur, og þrætti fyrir hina sönnu þýðingu 6. gr. en „skýrði hana skakt“ alla vega. Þorði hann eígi fremur en aðrir formælendur laganna, að kannast við þau endemi, sem greinin í eér felur. Þann 5. okt. efndi þÍDgm. ísa- fjarðar til málfundar á Suðureyri og næsta dag eftir á Elateyri. Sambandsmálið var einka umræðu- efnið. Fundir þessir máttu heita prýðilega sóttir og umræður fjör- ugar einkum á Flateyri. Virtust allir samdóma um það, að hraði sá sem hafður er á mál- inu væri ósæmandi og óverjandi. Margar fyrirspurnir komu fram, en tveir einir (annar þeirra kjós- andi) mæltu með lögunum. Eng- ar ályktanir voru gjörðar. Leiðmót í Árnessýslu, kjördæmi Einars Arnórssonar, hafa verið afar iila sótt og sambandslögunum þar mjög dauflega tekið. Tíðin afar köld og hrissingsleg. Hræfuglar hlakka. Einhver Þorgils Skarði, mpp- kestlingur frá 1908, ritar í blaðinu Fram — tölubl. 33. þ. á. — grein- arkorn um sambandslögin. Hann telur lítið meira en orða- mun á þeim og uppkastinu gamla, nema hvað þau gæði Dönum betur í hvað þegnréttinn snertir. Má skilja orð hans svo, að hann sé Dönum þakklátur fyrir það lítil- Læti, er þeir hafa sýnt m ð því að þj'ggja rnatinn. Síðan sogir hann: „Þsð er sjálfsagt rétt, að þakka og þeim nefndarmönnurn tslands er nú störfuðu, PDda voru tveir þeirra mjög fylgjandi frumvarpinu 1908, en hitt þykir mér kynlegt, að Bjarni frá Vogi skuli taka við heillaóskum, því það dylst vænt- anlega engum, að samþykki frum- frumvarps þesea, sem nú liggur fyrir, er hin ömurlegasta Conossa- för frumvarpsfénda frá 1908 og hÍDna íslensku persónusambands- manna, en með kringsiglingu Bjama er „slagbrandurinn^ dottinn úr flóttans dyrum og ætti skilið að detta „dýpra og dýprau eftir all- an loddaraleikinn 1908“. Ef hálfmenni, íslensk, hælast svo um, hversu munu þá hræfugl- ar danskir hlakka? H e r ö r. Magnús Arnbjörnsson, lögmaður í Rvík, hefir ritað bækling um sambandsmálið. Nýtt blað er risið upp í Rvík, Einar Þveræingur; mælir hann varnaðarorð til íslendinga, eins og nafni hans forðum, á háskastundu. Kunnugt er hvílikaáheyrn bænd- ur veittu máli Einars fyrrum. Mjög væri þeim brugðið, ef eigi léðu nú öðrum eyra, heldur en þeim, sem mæla máli danskra. Morgunblaðið og Vísir flytja sína greinina hvort úr Gulaþingstíðind- unum norsku, báðar ritaðar gegn sambandslögunum. Friðarhorfur. Miðveldin æskja friðar og hafa farið þess á leit við Wilson for- seta að hann gangist fyrir friðar- fundi. Er ekki óliklegt, að hann verði við þeim tilmælum. Sjómannakli og gistihús á ísafirði. --»-- Tilgangurinn með þessum línum er fyrst og fremst sá, að gera til- raun til þess, að vekja athygli og áhuga manna á þessu nauðsynja máli. — Ekki sá að ræða þetta mál frá öllum hliðum og telja fram alla kosti slíkrar stofnunar, né held- ur tala um áætlanir sem að meira eða minna lejTti hljóta að raskast. Skal ég leyfa mér að drepa laus- lega á, hvað gert hefir verið til þessa fyrirtækis, og nefna nokkur atriði er að viðbúnaðinum lúta og sem vér höfum áætlað að fram- kvæma sem f}Trst, ef þess er nokk- ur kostur. Ennfremur gefa stutt yfirlit yfir fyrirtækið í heild sinni. Einhver kynni, ef til vill að segja, að nú væru ekki tímar til þess að reisa nýjar byggingar og allar ráðagerðir í þá átt með öllu gagnlausar. Þetta er að nokkru leyti rétt, því ekki er aðeins ó- fært að byggja eins og sakir standa nú, heldur varla forsvaranlegt þótt aðllutningar til landsins væru greiðir og óhindraðir. Hinsvegar má með fullum rétti staðhæfa það, að nú er einmitt heppilegt að und- irbúa málið, þannig að alt væri tilbúið til þess að reisa stofnun- ina, er fyrsta tækifæri gæfist. Hefir þetta þegar dregist svo lengi, að bærinn og héraðið í kring hafa beðið stórtjón af. Er því með öllu ástæðulaust, já, óafsakanlegt að- gerðaleysi að bíða með allan und- irbúning þar til striðinu er lokið og tímarnir breytast til batnaðar; hvenær sem það kann að verða. Það mundi verða til þess, hvern- ig sem fer, að tefja fyrir fyrir- tækinu mjög tilfinnanlega; ef til vill um nokkur ár. Þar sem um þvílíkt nauðsynja- mál er að ræða, fæ ég ekki séð, að nokkur hlutur geti afsakað eða rettlætt algert aðgerðarleysi, og er mér kunnugt að fjöldi mætramanna lítur einnig þannig á þetta mál. Hafa um 100 þektir borgarar úr flestöllum sveitum á Vesturlandi, undirskrifað söfnunarskjal til al- mennings, sem styrktarmenn og meðmælendur. Er hérumbil helm- ingur þeirra héðan úr bænum. Þegar litið er á þetta, geri ég ráð fyrir því að öll skilyrði sóu fyrir hendi, til þess að ná því takmarki sem í fyrsta lagi er stefnt að. En þaS er að koma undirbúningi fyrir-

x

Njörður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.