Njörður - 14.11.1919, Blaðsíða 2

Njörður - 14.11.1919, Blaðsíða 2
18 NJÖEÐUR. Þingmálafundur. Síðasta laugardagskvöld (8. þ. m.) héldu frambjóðendurnir málfund í Templarahúsinu. Stóð hann frá kl. 8 til kl. 2Va um nóttina. Fjöldi fólks kom á fundinn og margt sat hann til enda. Arni Gríslason stýrði fundi en Guðm. Bergsson var skrifari. Þingm. bæjarins, Magnús Torfa- son, hóf mál sitt með því, að þótt haDn, eftir ýtarlega umhugsun og áeggjan margra manna, hefði boð- ið sig hér til þingsetu á ný, dyld- ist sér sist, að með því biði hann sig undir mikinn vanda og þungan. Yandi sá, og ábyrgð sú, er á þinginu hvíldi, bæði í heild sinni og hverjum þingmanna fyrir sig, hefði jafnan mikill verið, en stór- lega hlyti hann að vaxa við það, að iandið væri komið í rikja tölu, og ekki siður af því, að mörg og stór mál biðu bráðrar úrlausnar, og krefðu meiri nýrra krafta, en út liti fyrir, að þessar kosningar færðu þinginu. En þótt svo væri, vildi hann ekki skorast undan þessum vanda, ef kjósendur þættust eigi hafa betra manns völ. Kunna mundi hann þökk og aufúsu þeim, er sina kosning vildu styðja, en láta þá, er annan veg litu, ólastaða af þeim sökum. Þar eftir fór hann fáum en skýrum orðum um álit sitt á helstu máiurn, sem vitanlega koma fyrir á næstu þingum. Rúmið Ieyfir aðeins fátt að herma: Stjbrnarskrána kvaðst hann vona, að skoða mætti útrædda, því ekki þyrfti að óttast neinn graut i henni af þingsins hálfu, nema ef það kæmi fyrir, að skoðana bræður Jóns Magnússonar fjölguðu þar mjög við kosningarnar. Á því sýndist raunar ekki mikil hætta, en gæta bæri samt aHrar varúðar og ekki taka í mál að kjósa aðra en þá, sem fulltreysta mætti í þessu efni. FossaniáUð taldi hann ekki svo vel undirbúið enn þá, að auðvelt væri að myoda sér fasta skoðun í einstökum atriðum. Ekki kæmi til mála að láta foss- ana ónotaða, ef annars væri kostur. Yér þyrftum fyrir hvern mun að fá afl þeirra til að ná salti úr sjó, málmum og góðefnum úr jörðu og áburði úr lofti. Hinsvegar bæri að gæta þess, að gjörast eigi svo óðfús til þess- ara gæða, að menn stofnuðu í hættu hinum fornu og föstu lífs- vegum manna hér, grasrækt og fiskiveiðum. Þar að auki bæri að gæta tungu og þjóðernis sem augna sinna. Án þess kæmu oss engin gæði að haldi, því „Islendingar vildum vér allir verau, hvað sem yfir liði. Slcattamálin sagði hann þurfa gagngjörðrar endurskoðunar, og væri ekki á annara færi en stjórn- arinnar að gangast fyrir henni. Landhelgisvarnir lífsnauðsyn fyr- ir sjávarútveginn, og vöruvöndun ómissandi bæði til sjós og sveita. Þyrfti því að afla síldarmatinu sama álits sem fiskimatið hefði, svo kaupendur gæti treyst því, að sú síld, sem góð væri metin, reyndist svo. Atkvæðagreiðslu í bannmálinu tjáðist hann ekki geta hugsað sér að þingið skipaði á ný, nema eftir rækilegan undirbúning og ýtarlega rannsókn áfengismálsins, en vissulega mundi öllum sæmi- legum mönnum hið mesta áhuga- mál að bæta úr áfengisbölinu. Þar næst tók hinn frambjóð- andinn, Jón A. Jónsson, til ináls. Byrjaði hann á því, sem á barna- máli heitir: „je líka“ eða „mi me“. Tjáðist yfir liöfuð samþykkur sínum háttvirta keppinaut, nema hvað einstökum þ.m. væri lítil vorkun á að eiga frumkvæði til umbóta á skattalöggjöfinni. Hver maður gæti séð að þessir óbeinu skattar væru raDglátir og óhafandi. Enginn vandi að sleppa þeim og setja jarðskatt í staðinn. Með honum mætti fá stórfé í landssjóðinn, svo sem Henry George og Suðurþingeyingar vott- uðu og lesa mætti í „Réttiu. Þó að þetta þætti svipað soe.ialis- mus væri það alveg rétt, þaul- hugsað af sér og Olafi Davíðssyni. Enda stendur hér að mörgu leyti likt á og i Californiu og New York, þar sem Henry George var kunn- ugastur og fann ráðið til að koma úlfaldanum gegn um nálaraugað og gjöra stórjarðeigendur og lóða- speculanta að skikkanlegum borg- urura. — Yöruvöndun nefndi hann ekki á nafn. Furðaði það engan sök- um þess, að: „undir hendi vinstri var víst alkendur blettur þar“, eins og segir í Þorsteins rímum Uxafótar. Bannmálinu kvaðst Jón orðinn fylgjandi úr því Norðmenn væru svo harðir á því, sem atkvæða- greiðslan hjá þeim sýndi. — -Jón Brynjólfsson, einn afstuðn- ingsmönnum Jóns Auðuns, gat þess til, að einhverjum þætti ótrú- legt að frainbjóðandi þessi væri , orðinn bannmaður; þetta væri samt alveg satt, en hitt væri ó- nákvæmt að það væri fyrir áhrif frá Noregi, heldur hefði hann sjálfur með eigin hönd og munni snúið Jóni frá fornri villu og mættu Templarar og aðrir bann- menn vera sér heldur í þumlinum fyrir vikið. Hentu andbanningar hér gam- an að. — Gengu nú ýmsir fram af beggja liði og reiddu vopnin en sættu litt áverkum. Tók þá Sigurði frá Vigur Sig- urðssyni að leiðast þóf þetta. „Spankuleraði14 hann á „spóa- fótum"1 fram á vígvöllinn og gjörði harða hríð að Magnúsi Torfasyni. Helti hann úr sér ofurflóði mælgi og munnskálps, með rangfærslum og illgirni. Þingm. tók sér þetta létt, sem verðugt var og hrakti Sigurð af hólmi með fám orðum. Guðm. Guðm. reis siðan upp og gjörði glettingar aðsókn að Jóni. Þótti honum ekki gustuk, að láta svo með beini ganga, sem verðleikar væru til, heldur lét sér nægja, að lokka af honum „lenda- kláðann**. Þetta var samt nóg til þess, að Sigurður Sigurðsson varð afar- reiður og sagðí að Guðm. Guðm. væri skelfilega slæmur. Snaraði Haraldur hnútu nokk- urri að Sigga. Slíðraði hann þá gómasaxið og settist niður. Verður hér eigi af fleiru sagt að sinni. Kosninga-visa. Nú hefur Bachus beðið tjón, brást honum einkavinur; fortölum beitti Jón við Jónr svo Jón varð ósköp linur.

x

Njörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Njörður
https://timarit.is/publication/200

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.