Norðurljósið - 29.09.1886, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 29.09.1886, Blaðsíða 2
— 14 — skrárnar, skulu þær alstaðar nema í kátipstöðum samdar í tvennu lagi, og skal oddviti hlutaðeigandi sveitarstjórnar tafarlaust senda aðra skrána oddvita þeirrar sýslunefndar, sem í hlut á; en hann skal fyrir marzmánaðarlok skýra ráðgjafa þeim, sem hlut á að máli, frá, hvort hann hafi tekið við öllum kjörskránum, en ef sVo er eigi, hverj- ar vanti. Fyrir sama tíma skulu oddvitar bæjarstjórna f kaupstöðum skýra ráðgjafa frá, hvort skrárnar sé leið- réttar. — 15. gr. Hafi sýslumaður ekki fengið skrárnar í ákveðna tíð, skal hann sekta hlutaðeigandi hreppsneftld, ef drátturinn er henni að kenna, og tafarlaust krefja hana uin skrárnar. Sams konar umsjónar- og aðhalds-vald, sem sýslumenn hafa gagnvart hreppsnefndum, skal ráðgjafi hafa gagnvart sýslumönnum og oddvitum bæjarstjórna, Nú hefir ráðgjafi eigi fengið tilkyUning frá sýslumanni eða bæjarfógeta í ákveðna tið , og skal hann þá sekta sýslumann eða bæjarfógeta hæfilegum sektum, ef þeim Verður gefín sok á drættinum. Yerði það uppvíst, að kjör- skrárnar sé ekki leiðréttar á lögskipaðan hátt, skal hann þar að auki tafarlaust gjöra þær ráðstafanir, sem fyrir skipaðar eru í lögunum, að við lögðum hæfilegum þvingUn- arsektum. J>egar slíkt kemur fýrir. liefir ráðgjafinn vald til að stytta sérhvern lögákveðinn frest. —16. gr. Sá, sem er óánægður íueð úrskurð þann, er synjar honum kosn- ingarréttar, má heimta, að sér verði fengið eptirrit af úr- skurðinum kauplaust, og getur hann látið málið ganga til dóms og laga. Mál út af þessu skal farið með sem gesta- réttarmál. Málspartarnir eru fyrir undirrétti undanþegn- ir því að greiða réttargjöld, eg skal valdstjórnin skipa mann fyrir hönd sveitarstjórnarinnar eða bæjarstjórnarinn- ar, sem stefnt er. Verði það dæmt, að sá, seni i hlut á, eigi kosningarrétt, skal taka hann upp á kjörskrána jafn- skjótt sem hann leggur fram eptirrit af dóminum. —• 17. gr. Kjörskrárnar gilda frá 1. júlí til 30. júní árið eptir. Samkvæmt þessum skrám skulu allar kosningar til alþing- is fram fara á því ári, þó þannig, að þess verði gætt, að þeir menn, sem á aukaskránni eru (9. gr.), því að eins hafa rétt til þess að greiða atkvæðið, að þeir fyrir kosn- Íngardaginu hafi fullnægt þeim skilyrðum, sem sett eru um aldur og heimili. Ef kosning kemur fyrir optar en einu sinni á ári, skal eptirrit af skránum, sem staðfest sé af sveitarstjörn eða bæjarstjórn, vera á reiðum höndum til afnota við hina nýju kosningu. II. kafli. Kosningar til efri deildar. Kjördcemi og kjörstjörnir. 18. gr, Landið er allt eitt kjördæmi, sem kýs 12 menn til efri deildar alþingis eptir hlutfallskosninga aðferð. — 19. gr. Báðgjafi sá, er fyrir löggæzlumálum stendur, skip- ar þrjá menu í Reykjavík í aðalkjörstjórn. Hver hreppur og hver kaupstaður skal vera kjörþinghá út af fyrir sig. og skal þar vera þriggja manna kjörstjórn, er hreppsnefndin eða bæjarstjórnin kýs, og sje að minnsta kosti einn þeirra úr flokki kjósenda þejrra, er eigi sitja í nefndinni, Sjálfar kjósa kjörstjórnirnar oddvita sinn, — 20. gr. Nú forfallast einhver úr kjörstjórninni eða mætir eigi á kjördeob skulu þá þeir kjörstjórar, sem mættir eru, kveðja til mann í hans stað. — 21. gr. Odd'dti kjörstjórnarinnar stendur fyrir öllum unirbúningi undir sjálfa kosninguna og sjer urn að kjörskrárnar sjeu við á kjörþinginu. — 22. gr. Kjörstjórn- in heldur kjörbók. þar sem bóka skal. að fram hafi verið lagðar kjörskárnar og þau brjef, sem til hennar eru komin. í kjörbókina skal rita hið heizta. sem fram fer á kjörþing- inu, en þar með skal þó eigi telja ræður þær, sem haldn- ar verða. Kjörstjórnin skal rita nöfn sín undir kjörbókina. og skulu i kaupstöðum bæjarstjórnirnar geyma hana, en annarstaðar hreppsnefndirnr. Með fyrstu póstferð, sem til verður náð eptir kosninguna. skal oddviti kjörstjórnarinnar senda sýslumanni áleiðis til ráðgjafa staðfest eptirrit af kjörbókinni, en ráðgjafinn fær siðan það eptirrit aðalkjör- stjórninni, en hún skilar honum því aptur eptir að kosning- ar eru útkljáðar, en hann afhendir það síðan alþingi, er það kemur saman, ásamt skýrslura þeim, er honum hefir þótt ástæða til að útvega. pingmanndefni og tiWóguskr&r. 23. gr. 20 kjóseudur eða fleiri eiga rjett á að semja tillögu- skrá ti! kosninga, og verða þeir að rita nöfn sin og heimili undir hana, og skulu á henni standa nöfn a!lt að 12 ping-- raannaefna. 8krá þessa skulu þeir senda ráðgjafa og skal henni fylgja tilkynning þingraannaefha þeirra, sem á skránni eru nefndir, UiU, að þeir gjöri kost á sjer til kosningar, nema þingmannaefnin hafi með auglýsingum í blöðum gert framboð sitt heyrum kunuugt, þVí að þá nægir, ef eitt ein- tak þeirrar auglýsingar fylgir skráuni* Eigi má sami kjósandl rita undir fleiri en eina tillöguskrá. —■ 24. gr* Tillöguskrá verður að vera komin í hendúr ráðgjafa að minnsta kosti 15 vikum áður en kosning á frara að íara. ella verður hún eigi tekin til greina. Ráðgjafi skal gefa hVerri tillöguskrá ein- kunnartölu, eptir röð þerri, sem þær koma i til hatts, og birta skrárnar ásamt nöfnum undirskrifenda i fyrsta blaði B. deildar Stjórnartíðindanna, sem út kemur eptir að hver þeirra um sig er komin honum í hendur. Allar skulu tillögu- skrárnar út komnar í Stjórnartíðindunumsvo tímanlega að þær verði sendar út um landið með fyrstu póstferðum, sem falla, eptir að þær eiga allar að vera koranar til ráðgjafa. Kjörfundir og kosningar. 25. gr. Hinn 1. dag júlímánaðar eða næsta virkan dag skulu kosningar fram fara um land allt, nema þingdeildin hafi rofin verið og aukakosningar verið boðaður á öðrum degi. Skal kjörfundur byrja á hádegi á þingstað kjörþing- hárinnar. Skal oddviti kjörstjórnar setja kjörþingið og lesa upp boðskap þann, er skipar fyrir um kosningarnar. Kjör- stjórnin skal framleggja tillöguskrárnar. f>að er eigi nauð- synlegt að kjörgengi þingmannaefna sé sannað fýrir kjör- stjórninni. Komi fram við kosninguna mótmæli gegn kjör* gengi þeirra, getur kjörstjórnin að visu eigi bannað uraræð- ur um það, en heldur eigi fyrir þá sök skoraZt uhdan að bjóða þá fram til kosningar. Alþingi fellir úrskurð um körgengi þeirra, sem kosnir eru. — 26. gr. Kosnihgar gilda vanalega til 6 ára og telst kjörtíminn frá kosningar- degi. Verði deildin rofin, kveður landsstjórnin á uin hve- nær kjósa skuli. — 27. gr. Sé eitt eða fleiri þingmanna- efna á kjörfundi, eiga þau rjett á að taka til máls, og sömuleiðis undirskrifendur tillöguskránna. Að öðru leyti er það á valdi kjörstórnar, að stjórna uraræðum og tak- marka þær eptir þörfum. — 28. gr. f>á er umræðum er lokið, ganga kjósendur til kosningar, en knsning fer tram á þann hátt, að hver kjósandi nefnir einkunnartölu þeirrar tillöguskrár, er hann vill atkvæði greiða. Kjósendur greiða atkvœði í þeirri röð, sem nöfn þeirra standa í ákjörskrá. — 29. gr. Kjörstjórnin skal hafa staðfest eptirrit af kjörskránni, og eina skrá yfir allar tillöguskrárnar. Oddviti kjörstjórnar- innar hefir kjörskráreptirritið og les Upp af því nöfn kjós- enda í röð; annar meðkjörstjóranna hefir sjálfa kjörskrána, og ritar á hana aptan við nafn hvers kjósanda einkunnar- tölu tillöguskrár þeirrar, er kjósandi tilnefnir, Hinn með- kjörstjórinn hefir skrána yfir tillöguskrárnar og ritar hann nafn hvers kjósanda við tillöguskrá þá. er hann greiðir at- kvæði. Kjörstjórnin verður að kannast við hvern kjósanda, eða hafa á annan hátt trygaingu fyrir, að kjósandinn sje sá, sem á skránni er nefndur. Aður en kjósandi gengur frá, skal lesa upp fyrir honum nafn hans og einkunnartölu skrár þerrar, er hann hefir gefið atkvæði, svo að hann kann- ist við. að rjett sje ritað, og til tryggingar því að skránum beri saman. Enginn getur neitt kosningarrjettar sins, nema hann mæti sjálfur á kjörþingi og greiði atkvæði munnlega. f>á er engir fleiri kjósendur gefa sig fram til að greiða at- kvæði, skal oddviti hátt og snjallt skora á þá kjósendur, sem eigi hafa greitt atkvæði, að gjöra það, og skal hann j um leið setja stuttan frest til þess, en frestur þessi má þó ekki, hvernig sem á stendur, vera skemmri en svo, að2klst. líði frá því að kosningargjörðin byrjaði, og þótt sá frestur

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.