Norðurljósið - 17.05.1887, Qupperneq 2
30 —
} ar mætti læra meira ef Vel er áhaldið, en á Íiínum svo
nefndu búnaðarskólum. J>að ætti frekar en gjo'rt er að
koma mönnum til og styrlcja menn til, að útvega og nota
pau áhöld og verkfæri* sem helzt létta undir vinnuna og
flýta fyrir henni, svo sem vagna, kerrur, aktýgi, plóga og
svo ótal margt fleira, sem almenningur pekkir naumast
nafn á. En svo er pað og sjálfsagt, að pegar einstakir
menn eða einstok félög hafa rænu og menningu á, að ráð-
ast í einhver pau fyrirtæki, sem eru efnum peirra og
kröptum ofvaxin, t. d. eins og aðgjörðinar við Staðarbyggð-
armýrar og Safamýri, pá á landsjóður að styrkja pau fyr-
irtæki bæði með lánum og enda verðlaunum pegar verkið
er vel leyst af hendi. Með slíku fyrirkomulagi á styrk-
veitingum pingsins til búnaðarlegra framfara, kynni nokk-
ur árangur að verða af peim með tíð og tíma.
Eins og eg sagði áður, hefir pingið ekki styrkt sjávar-
útveginn hið minnsta, nema ef telja skal að pað ályktaði
1885 að veita mætti lán úr landsjóði allt að 100,000 kr.
til pílskipakaupa. En pessi ívilnun, sem einkum var ætl-
uð sunnlendingum, kom heldur seint, pví langsöm óáran
og fiskileysi hefir dregið svo hug og dug úr sunnlending-
um og vestíirðingum, að fæstir hugsa um annað né meira,
en að bjarga lífinu við hallærislán og önnur óyndisúræði.
En á meðan hagur almennings er svona bágborinn er ekki
að búast við miklum aðgjörðum til framfara úr peirri átt.
Engu að síður er pessi ályktun pingsins rétt og nauðsyn-
leg, pví vonandi er að augu manna fari að opnast fyrir
peím sannleika, að pilskipaveiðarnar eru aðalfóturinn und-
ir sjávarútvegi landsmanna, og að fjölgun pilskipanna
er aðalskilyrðið fyrir pví, að pessi annar aðalbjargræðis-
vegur landsins nái nokkrum vexti og viðgangi. En jafn-
hliða verður að koma upp sjómannaskólum, svo sem eg
hefi áður framtekið, til pess menn geti með léttu mðti
aflað sér nauðsynlegrar pekkingar á pví að færa pilskip,
og fleiru, sem að sjömennskn lítur. |>á held eg að sjó-
menn vorir hefðu gott af að kynnast sjömennsku annara
pjóða, meira en peir gjöra t. d. Norðmanna og annara
pjóða, sem stunda fiskiveiðar hér við land. peimmunekki
veita af að læra hagsýni og prifnað, við meðferð skipanna
og aflans, pví að sögn er petta allt of opt í ekki svo góðu
lagi, sem æskilegt væri. |>að ætti að styrkja úngaogefni-
lega sjómenn til að vera á skipum annara pjóða um tíma
til að læra reglulega sjómennsku m. fl., sem par að lítur,
og mundi pað verða fullt eins affarasælt eins og sá styrk-
ur, sem verið er að veita einstökum mönnum til að nema
búfræði erlendis. Enn fremur verður að hvetja sjávarbænd-
ur fram til meiri dugnaðar og framtakssemi, svo peir að
minnsta kosti standi jafnfætis peim aðskotadýrum, sem hing-
að koma árlega og taka björginu frá landsmönnum rétt
upp í landsteinum. |>að tjáir eigi að vera nð vola og væla
framan í piogið um yfirgang útlendra fiskimanna, pví ping-
ið getur engu við pað ráðið. J>að ræðst eigi bót á peim
meinum til hlýtar, nema landsmönnum vaxi svo fiskur um
hrygg. að peir standi útlendum jafnfætis á sjónum og verji
fiskiveiðar landsins oddi og eggju.
J>að er bæði sögn og sannindi, að vér erum eptir-
bátar annara pjóða í flt-stum greinum, en hvergi höfum
vér dregizt eins aptur úr eins og í öllu pví er lítur að iðnaði.
Einkum er pað tóvinnan, sem eg vildi vekja athygli á. Yér
höfum hið bezta verkeíni í ullinni okkar, og vér gætum
gjört oss margfalt verð úr henni ef vér kynnum með að
fara. En hvað gjörum vér? Vér sendum ullina mest megn-
is óunna útúr landinu, og kaupum i staðinn útlent fttaefni^
margfalt, haldverra og óhagkvæmara, en pað, er vér getum
veitt oss sjálfir. í J>essu efni hefir oss stórum farið aptur
á pessari öld, pví allt fram undir næstl. aldamót var öll
ull unnin í landinu sjálfu, og ekki einn lagður fluttur út ó-
unnin. Nú verður pví ekki kennt um, að vér höfum
færri hendur til að vinna nú en pá, pví landsfólkið er nærri
priðjungi fleirn, og einatt er kvartað um atvinnuleysi, enda
hafa menn lítið annað að gjöra langa kafla úr árinu, en að
fást við inflivinnu. Vér höfum ennfremur við hendina hið
handhægasta og ódýrasta afl til að knýa fram verkvélar;
pað er vatnið, sem mjög hægt er að há í &g notaý náíega
á hverju byggðu bóli. |>að, sera oss varltar. er framtakssemi,
efni og kunnátta, að nota þá krapta, sem oss eru gefnir og
eru rétt við hendina. Hér er mikið verkefni fyrir hendi
fyrir ping og stjórn. ]>að verður að knýa og hvetja lands-
menn til að taka sér fram í öllum verknaði. ]>etta vevður
að gjöra með hagfeldum lögum, styrkveitingum og verð-
launaloforðum, fyrir framúrskarandi dugnað og framtaks-
semi. Reynandi væri, að lögleiða talsverðan aðflutningstoll á
allar aðfluttar vefnaðarvörur, og ætti þá að verja beim tolli
til að innleiða hér ýmsar tóvinnuvélar, og til verðlauna
handa peim, sem taka pær upp eða standa fyrir þeim.
Niðurl. n.
Helztu reglur fyrir ullarverkun.
1. Meðan ullin er á f'enu er áriðandi a ð fjárhúsin séu pur og
hrein, svo að lagðurinn ekki gulni, að úrgangur úr heyi
safnist eigi í garða eða fari niður, svo að sem minns^
mor setjist í ullina, að fénu sé forðað, svo sem unnt er,
við vaðli og bleytum, svo að ullin pófni ekki.
2. pegar ullin er tékin aj jénu er áríðandi a ð pað sé purt,
að valin sé til verksins vel hreinsuð grasflöt eða purt
gólf vel sópað, að ull af hverri kind sé aðskilin svo, að
kviðull og fætlingar verði sér og ekkert mislitt hár lát-
ið vcra saman við hvítu ullina, að ullin sé sem minnst
slitin í sundur, en greitt úr flókum meðan peir.eru volg-
ir, að ullin sé breidd til perris við fyrsta tækifæri og
hrist sem bezt úr henni öll laus óhreinindi, geymd síðan
í bing í purru húsi, eða lauslega lögð niður í poka, og
að sem skemmst sé látið líða pangað til hún er pvegin.
3. Ullin sé þvegin í svo stórum potti, sem kostur er á, og
skal fægja hann sem bezt, svo að ullin litist ekki af
ryðinu. J>vottalögurinn sé settur saman af ^ af hreinni
keitu, helzt 5—6 mánaða gamalli, móti 2/s af hreinu
vatni úr tjörnum eða pollum, síður lindarvatni; lög-
inn skal hita mest 50° R. XJllin sé minnst 15 mínút-
ur niðri í pottinum, en eptir pví lengur sem hún er
sauðritumeiri og óhreinni; rúmt sé um hana og henni
rótað í sífellu með priki.
]>votturinn í kalda vatninu útheimtir mjög mikla
vandvirkni; pá parf að leggja mestu alúð á að greiða
ullina og losa hana við allt annarlegt, pví að pá er pað
auðveldast, einkum í góðri körfu og í pægilegri lækjar-
bunu; pá sjást mishtu lagðarnir einna bezt, jafnvel bet-
ur en eptir að búið er að purka hana. Mislitir lagðar,
pótt smáir séu, eru töluverður galli á ullinni (sbr. Andv.
1886 bls. 101 — 102).
4. TJllin er ekki vel þurkuð, nema ekkert kul finnist á
hlýrri hendinni pegar henni er stungið inn í binginn, og
er mjög áríðandi að pess sé gætt.
5. ]>egar búið er að pvo og purka ullina, parf enn að
skoða hana alla, tína úr henni alla pá lagða, sem ekki
hafa pvegizt vel, greiða sundur flóka, sem enn kunna að
vera eptir, eða sem kunna að hafa orðið til í þvottinum.
]>etta er mikil fyrirhöfn, enda prýðir pað og bætir
ullina furðanlega mikið, svo að ull úr 2 pokum, sem
allt að pessu atriði, hefir verið jafnt meðfarin, verður
bísna ólík vara, sé hún í öðrum pokanum svona yfirfar.
in, en ekki í hinum. Samt skal gæta pess, að greiða
ekki ullina svo, að hún líti út sem táin, eða að tog og
pel hafi verið hrært saman, engan toglagð ætti pví að
greiða sundur. Ullin parf að líta svo út, sem ekki séu
pess konar handaverk á henni, beldur náttúrleg fegurð.
Varast skal að láta haustull eða tog saman við hutu
vorullina, heldur hafa það sér með kviðull, fætlingum og
öðrum úrgangi, en allt sem bezt verkað og engan flóka
með.