Norðurljósið - 17.04.1888, Page 1
NORÐURLJOSIÐ
Stærö: 20 arkir. Verö: 2 krónur.
Borgist fyrir lok júlíui.
7. blað. Akureyri 17. apríl 1888. 3. ál*
F u n d i r.
—0—
(Niðurl.).
Vér getura hugsað oss fyrirkomulag fjórðungafundanna
pannig: Hinir atkvæðamestu pingmenn og aðrir skörungar
í hverjum fjórðungi sjá um að útvega fundarstað og boða
fundinn á hentugum tíma. — Nokkrir menn, ef til vill einn
úr hverjum hreppi, sé kosnir til að mæta á fundinum, sem
fulltrúar kjósanda sinna. — Allir kjósendur hafi svo málfrelsi
á fundinum, en fulltrúarnir einir atkvæðisrétt.
Eg vona, að góðir menn hugleiði pessa tillögu; skal eg
að eins bæta því við, að hægt væri að kjósa 2 eða 3 menn
á hverjum fjórðungsfundi. Skyldu peir mæta í Reykjavík
eða á Júngv Uum fyrir ping 1889 og sameina par tillögur
allra fundanna, til pess pær yrði lagðar fyrir pingið í fullri
samhljóðun og í einum anda.
Um verkefni pessara funda þarí eigi að ræða hér meira.
J>að er brýn og auðsæ nauðsyn til að halda almenna fundi
eða almennan fund. Að gera mönnum fundahaldið sem auð-
veldast, er einnig mjög nauðsynlegt. En pað, sem er aðalat-
riðið, pað, sem er allra nauðsynlegast, er að fá stjórn vorri
breytt, fá hana dregna sem roest úr höndum erlendrar pjóðar.
Yér megum hvorki spara krapta vora né fé, til pess að fá pví
framgengt, sem fyrst.
Stjórnin tálmar oss á ýrnsa vegu frá pví, að gera verzl-
unina innlenda. En enginn pjóð, pótt leitað væri um heim
alian, myndi geta polað pað, að ágóði allur af pví, er hún
framleiðir til verzlunar, rynni til annara pjóða. Hún myndi
veslast upp i fátækt og niðurlægingu.
Eitt af hinum mestu áhugamálum hinna beztu manna
um víðan heim er, að jafna réttindi kvenna og karla. |>að er
synd að segja að alpingi hafi verið of framgjarnt i þvi máli;
en pó hefir stjórnin beitt par ofurvaldi sínu, og gert nálega
að engu hinar litlu tilraunir alpingis er miðað hafa til að
lirinda pvi máli á rétta leið.
J>annig mætti telja svo ótalmargt en pess er engin pörf.
Tilfinningin fyrir pví, að pað sé lífsnauðsyn að fá stjórnar-
breyting, er heit og lifandi í brjóstum hinna beztu manna
vorra, og syndaregistur hinnar dönsku stjóruar fyr og síðar
er ritað með svo skýru letri í hugskot vor og í sögu vorri,
að eigi parf að minna á pað.
Ófeigur í Skörðum.
í blaðinu „ísafoldu 1. des. 1887 er skýrsla um ferða-
kostnað þingmanna árið sem leið; er pað ekki ófróðlegt að
sjá, hvernig þeir útvöldu menn þjóðarinnar, sem tala um að
spara fé landsins, sjálfir spara, þegar þeir ferðast á landsins
kostnað; þessir menn fara þó með þvi trausti kjósendanna á
þing, að þeir, eins og þeir líka sumir hafa orð um, þegar
þeir eru kosnir, inini sjá sem mest um hag þjóðarinnar, og
þá einnig um það, að hún engan óþarfan kostnað hafi. Með
því að kjósa mann til þings, er honum sýnd virðing og traust
kjósendanna, það er því heiðursstaða, sem hvorki eyðslusemi
né gróðafýsn ætti að setja blett^á. Mig furðar á, að ísa-
fold skuli ekki hafa fundið ástæðu til að gjöra neinar frekari
athugasemdir eða útskýringar, því úr því skýrslan kemur fram
finnst mér það hefði verið betra; eg imynda mér samt, að
traust kjósenda lil sumra þingmanna minnki, þegar þeir skoða
betur þessa reikninga, og það því heldur, sem þeir ef til vill
hafa brugðizt kjósendunum i öðru tilliti lika. Eitt er slrax
undrunarvert, og það er ósamkvæmni reikninga þeirra, sem
hafa hér um bil um jafnlangan veg að fara, og í annan
máta, hve ícrðakostnaðurinn fyrir hvern dag er mishár hjá
pessum beztu mönnum þjóðarinnar. Sá billegasti reiknar sér
8 kr. 66 au, á dag, sá dýrasti og líklega sá bezti yfir 22 kr.
á dag; er hugsanlegt að vit sé í þessum reikningum? |>að
er lofsvert að J>orlákur Guðmundsson skuli hafa komizt bara
fyrir sinar 6 kr. á dag milli Kvammkots og Reykjavíkur, en
það er alveg óskiljanlegt samt, þegar binir, sem hafa haft um
viðlika langan veg að fara, þurfa að fá allt að 10 kr. á dag.
þegar vér skoðum reikninga þingmanna að norðan, þá hefir
amtmaðurinn á Akureyri ekki nema 13 kr. 12 aura á dag,
2 gamlir þingmeun úr J>ingeyjairýslu um 14 kr. á dag, Jón
A. Hjaltalín þar á móti yfir 15 kr. og presturinn á Bægisá
nærri 19 kr. á dag. Úr Skaptafellssýslu hefir Ólafur Pálsson
frú Höfðabrekku fyrir 11 daga ferð 245 kr. 16 aur. éða nál.
22,29 aur. á dag, en Sveinn prestur Eirlksson frá Sandfelli
fyrir 21 dag 386 kr. eða c. 18.40 á dag. Úr Rangárvalla-
sýslu er sjálfsagt kostbært að ferðast, því þingmenn þaðan
hafa um 20 kr. á dag; reikningurinn frá Núpakoli er dálítió
meistarasmíði alveg eins og eptir stórkaupmann, það eru 10
dagar á 20 kr. = 200 kr. — Júngmaðurinn 2. úr Suðurmúl-
sýslu helir fengið 453 kr. fyrir 27 daga ferð eða 16.77 aur.
á dag; hann var 4 dögum lengur en þingmaður Kérúlf og
fyrir þessa 4 daga hefir hann haft 78 kr. (19.50 á dag)
meira en Kérúlf.
Eptir hvaða rcglu skoðunarnefnd reikninganna hefirfarið
er oss hér ókunnugt, en að sá mælikvarði hafi verið samkværa-
ur i öllum tilfellum er ekki hægt að sjá, þvi það að minnsta
kosti sýnist órýmilegt, að sá þingmaður, sem hefir 11 daga
ferð, hafi mikið hærri ferðakostnað að tiltölu en sá, sem hefir
21 dags ferð, þegar báðir fara sama veg, eða að sá, sem hefir
20 daga ferð, heimti eins mikið og sá, sem hefir 27 daga
ferð og meira en þeir, sem hafa 23 og 25 daga ferð, J>að
mun enginn hafa á móti, að þingmaður hafi 6 kr. á dag sem
fæðispeninga á ferð; en það er samt fullnóg, því aðrir sem
líka verða að ferðast, hafa ekki það, en að hestar þingmanns
hafi nærri annað eins er „ósæmandi“. Um árið stóð í sunn-
anblaði greiu um ferðakostnað þingmanna; siðan hefir ekkert
heyrzt um það mál, nema hvað mönnum finnst, þegar menn
tala sin á milli, reikningar, einkum sumra þingmanna, allt of
háir, fyr en þetla mál var borið fram á þingi i sumar sem
leið, en af ýmsum ómerkilegum ástæðum og meðfram af því
það mundi lýsa tortryggni, náði pað ekki samþykki þings, og
þvi stendur í sama fari og áður, eins og hinn mikli mismun-
ur á reikningum þingmanna 1887 sýnir. Merkilegt var það.
þó annars, að þetla frumvarp, sem hefir tiltekið pingfarakaup-
ið mjög riflega, skyidi ekki þóknast þingmönnum, því fast á-
kveðinn ferðakostnaður, ef hann er sanngjarn og riflegur,
hlýtur að vera talsvert þægilegri fyrir þingmenn, heldur enn
að þurfa að hafa fyrir að semja reikninga, og i annan máta
er það líka að pingmenn þá geta lagað ferðalag og útgjöld
sín á ferðinni þar eptir. Sumt skrítilegl má sjá i ræðumþeim,
sem hafa orðið útaf þessu máli, t. a. m., að þeir þingraenn,
sem fóru œeð póstskipinu 1886, fengu eptir áliti skoðunar-