Norðurljósið - 17.04.1888, Page 2

Norðurljósið - 17.04.1888, Page 2
— 26 « nefndarionar 4 kr. að auk á dag í fæðispeninga fyrir utan þær vanalegu 6 kr.; hvernig hefir þessi nefnd vald til að gefa þingniönnum meira en þeir eiga að liafa ? hvernig stendur á því, að þingmenu þessir liafa viljað þiggja þetta hjá nefndinni? til hvers áttu þessir þingmenn að brúka hinar 6 krónurnar, sem eru ætlaðar til fæðispeninga ? Uin þetta sést ekkert í þingtiðindunum. — J>að kann að þykja einfalt að spjrja að því, en væri samt gott að fá að vita, hvort reikningar þingmanna með tilliti til ferðakostnaðarins eru fyr- ir þann líma, sem þeir gjöra ráð fyrir að vera á ferð eða fyrir þann tíma, sem þeir eru á ferð; og eiga kjós- endur ekki von á eða rétl til nokkurn tíma að sjá þessa reikn- inga; þegar þingmaðurinn eins og 2 þingmaður hér i sýslu ekki heldur leiðarfund með sýslubúum eptir heimkomu, er ekki tækifæri til að fá upplýsingar þar; það sýnist þó, að liann mundi eins hafa getað komið því við, eins og hann gat varið heilli viku til að vera við prestakosninguna í Fáskrúðsfirði, að sögn til að sjá um hag bróður síns, er sótti um Staðinn. Hann hugsar nú ef til vill, að hann hafi ekki frá miklu að segja, og það getur satt verið, því það helzta, sern hefirgjörzt fyrir Suðurmúlasýslu hin síðustu 2 þing mun vera að leyfi hefir fengizt til að selja Höfðahús; um betri tilhögun ástrand- ferðum, um spitalann og anuað, sem á kjörfundinum voru á- iitin lífsspursmál og mjög áríðandi, heyrist ekkert; og þótt hann hefði enn ekki komizt til að halda fund með oss, hefði hann, úr því blað er til hér eystra, getað skýrt oss frá ýinsu af þingi í því, að minnsta kosti frá hrfngferð sinni ístjórnar- skrármálinu. Niðurl. næst. Suður-Múlasýslu fejir. 1888. Z. Hréf'kafii úr fingeyjarsýslu um verzlunarefni. Síðan eg skrifaði síðast nokkur orð um verzlunarhag „Kaup- félags |>ingeyinga,“ heiir nú, svo sem kunnugt er, skip koinið með vörur til félagsins, og mun mörgum hafa komið það vel, því færri hluti bænda hefir enn numið þá nauðsynlegu bú- skaparreglu, að byrgja sig á haustin til vetrarins að vista- íorða til heimila sinna. jþað hlýtur þó að liggja hverjum manni í augum uppi, að fyrir bændur á Norðurlandi er lítið vit og lítil fyrirhyggja í þ.ví, að eiga ekki á veturnóttum matarbyrgðir nema til miðsvetrar, eða sem því svarar, og þó er þetta búskaparlag margra. Selstöðukaupmennirnir gömlu hafa optastnær haft meiri eða minni byrgðir til að miðlavið- skiptamönnum sínum á vetrum, og af því þetta hefir átt sér stað, hafa margir bændur vanizt á, að nota sér það til að hugsa minna fyrir vetrarbyrgðum, heldur en vera hefði þurft. J>essi regla hefir þó jafnan verið ill og ófarsæl, þótt minna haíi verið skrafað og skrifað um illan og óhyggilegan ásetning mannfólksins heldur en fénaðarins, en hér má þö kalla að sé „hver silkihúfan upp af annari". Um heyásetninginner venju- lega viðkvœðið, að langtum fleiri skepnum þurfi að lóga á haustin, svo nóg fóður geti verið til handa hinum fáu, sem eptir eru. Jpetta er auðvitað rétt og satt; það er vanalega hið eina ráð, sem tekið verður, þegar í ótíma er komið, þó fénaðurinn í landinu sé sannarlega ekki ofmargur í sjálfu sér. En miklu æskilegra væri það, að hafa annað ráð til að bæta heyásetning manna, og það er að hirða betur og auka áburð- inn, rækta betur jörðina, sem allstaðar er vinnandi vegur, og fá þannig miklu meiri uppskeru af skepnufóðri, að nægi- legt sé handa þeim fénaði, sem til er, og sem nú er stofnað í hættu og hordauða með hugsunarlausri og hirðulausri rækt- un jarðarinnar. En hvað inatarásetninginn snertir, þá er fyrst og frernst betri heyásetning bezta ráð til að bæta hanu, eins og hver maður getur skilið. Qg að þyi leyti, sem menn þurfa að kaupa útlendan vistaforða eða matarbyrgðir til búa sinna, þá ættu einnig allir' að geta séð. að hentugra og hyggilegra er að kaupa á haustin, það sem þarf til vetrarins, heldur en að ætla sér að lifa á þeirri völtu von, að allar nauðsynjar fáist, þegar á þarf að halda um háveturiun. Menn berja því venjulega við, að þá vanti efni til að kaupa í einu allarnauð- synjar sínar til alls vetrarins, en optast er þetta ónýt við- bára. Öllum er kunnugt, að fyrri hluti vetrarins er enginn uppskerutími fyrir sveitabóndann, honum innhendast á þeim tíma mjög sjaldan þær tekjur, sem hann getur keypt fyrir nauðsynjar síuar um miðjan vetur; það er snjór en ekki silf- ur, sem þá fellur vanalega úr loptinu. Hið eina, sem í þessu efni getur talizt til afsökunar, er það, að mikill fjöldi bænd- anna er ósjálfbjarga vesalingar, sem að liaustnóttum hvorki eiga sjálfir fé til að kaupa fyrir vetrarforða handa sér og sín- um, né hafa það traust og tiltrú hjá öðrum, að þeir þori að lána þeim það, sem til þe sa þarf. Ráðsmenn útlendra kaup- manna, sem hér hafa í seli, gera vanalega húsbændum sínum grein fyrir því um hvert nýár, hvernig reikningar standa við áramótin, og hve miklar byrgðir þá eru í selinu. Af tvennu, sem hvorugt er gott fyrrir húsbóndann, er þá skárra, að ó- seldar vörur séu meiri til, en útistandandi skuldir minni, einkum ef þær eru á miður vísum skuldastöðum, sem optlega reynist. Af þessum eðlilegu orsökum flýtur það, að menn, sem ekki hafa mikið lánstraust, fá fremur lán síðari hluta vetrar en hinn fyrri, og þannig hefir fjöldi bænda vaniztáþá háskasamlégu búreglu, að byrgja sig ekki að vistaforða lengur heldur eu fram að iniðjum vetri. þeim efnalitlu bænduin, sem hafa allt sitt verzlunarat- hvarf I kaupskaparseljum útlendinga,er þannig nokkur vorkunn, þó þeir byrgi sig ekki á haustin af útlendum matvörum nema til fyrri hluta vetrarins, en ætli sér sjálfum, konum sínum og börnurn og öllu skuldaliði að lifa seinni hlutann á þeirri von, að eitthvað verði þá að fá í selinu. En allt öðru máli er að gegna um kaupfélagsmenn; fyrir þá er óafsakanlegt óvit, að byrgja sig ekki þegar á haustin til alls vetrarins, því að gera það að stöðugri reglu, að fá hingað norður fyrir land vöru- farm um háveturinn , hlýtur að bregðast hraparlega fyr eða síðar, þó það hafi nú heppnast tvo vetur samfleytt hvorn eptir annan. — Allir þeir, sem i kaupfélaginu eru, ættu að hafa ráð til að geta borgað að haustlaginu nauðsynja vör- ur þær, sem þeir þarfnast til vetrarins, enda sýnist það auð- velt, þar sem félagið sætir svo miklu betri kostum í verzlun sinni heldur en aðrir. En þó svo væri, að félagsmenn eigi gætu haft ráð til þess fyrst um sinn, að borga á haustin, það sem þeir þurfa að kaupa til vetrarins, meðan þeir ef til vill eru að losa sig úr öðrum skuldum, þá er efalaust, að þeir geta eins vel I septemb. eins og í jan. eða febr. fengið lán hjá skiptavinuin sínum erlendis, því öðruvísi enn til láns fá þeir ekki vörur með vetrarferð hvort sem er. Sjálfsagt er, að þeir, sem þannig yrðu að fá lán að haustinu, hlyti að borga af því vexti um nokkru lengri tíma, heldur en ef það er fengið svo sem fjórum mánuðnm síðar, en mismunur þessi á vöxtun- um eða peningaléigunni verður sízt meiri en kostnaðarauki sá, er leiðir af sjerstabri vetrarferð. Skip það, sem sækir sauði til félagsins á haustin er að öllu leyti leigt til þeirrar ferðar af félaginu, og félagið verður að borga fyrir ferðina viðlíka mikið hvort sem félagið hefir fullan farm eður ekki. J>að er því auðsær hagur, að farmur skipsins sje sem fyllstur báðar leiðir fram og aptur, svo kostnaðinum verði jafnað niður á sem mestan flutning. En allra nauðsynlegust er þó sú regla að fá allan vetrarforða á haustin, vegna þeirrar tryggingar, sem hún hefir í för með sér, því eins og áður er á vikið, er ekki einungis óvíst, að vetrarferð til Norðurlands heppnist, heldur er það efalaust, að húu hlýtnr að mistakast fyr eða slðar vegna hafíssins, svo framarlega sem lög náttúrunnar eru ekki orðin breytt, það eru þau sannarlega eigi. Eins og þeim er kunnugt, sem blöðin lesa, hafa hér ver- ið að undanförnu talsverðar orðahnippingar milli forgðngu- manna kaupfélagsins á aðra hlið og manna, sem annt er um að viðhalda selstöðuverzlunni dönsku, á hina. J>etta er ekki

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.