Norðurljósið - 14.07.1888, Síða 2

Norðurljósið - 14.07.1888, Síða 2
— 42 — að gjófum handa oss 1784—85. 41535 rd. T7lls sk. gáfust. í Danmörk, sem pá var miklu stærri en nú, og Noregi voru 1786 rúmar 2,100,000 (ísland er hér náttúrlega eigi talið með), þar af ura 748,000 í Noregi, en af þvi eitthvað mun hafa gefizt i Noregi, má telja hann með; hefir þá hver maður gefið á 4. eyri (eða tæpa tvo skildinga), en liafi Noregur ekkert gefið, þá koma rúmir 6 aurar á mann i Danmörku. Nú fór svo að eigi var útbýtt meðal manna á næstu 13 árum nema 9,706 rd. 791/* sk; en eptir stóð á rentu árið 1798 47,822 rd. 53 sk. Var nokkuð af þvi brúkað síðan til að mæ!a strendur íslands, en 4 sumu viturn vér engin skil. 1794 brann Kristjánsborgarhöll 1 Kaupmannahöfn og árið eptir brann mikið af sjálfri borginni. J>ótt Íslendíng- ar væru hvergi nærri búnir að ná sér eptir eldgosið og harðærin miklu, sem leiddu af þrí og verzlunareinoknn- inni, — þeir voru þá eitthvað 43,000 eða um 6—7000 færri en árið 1780, — vildu þeir þó reyna að hjnlpa; skildinguðu þeir þá saman árið 1795, 6611 rd. 79y2 sk. eða rúmlega 30s/4 aur. fyrir nef hvert (rúmir 143/4 sk.). Nú er að því gœtaudi, að peningar voru þá í meira verði en nú, og að hver maður í Darmörku er að meðaltali rík- ari en á íslandi. J>að sem rétt er að leiða útaf þessu er þetta: Danska þjóðin og íslenzka þjóðin hafa á rúmum siðustu 100 árum sýnt optar en einu sinni að þær vilja hjálpa hvor annari, þá er í nauðirnar rekur, og íslenzka þjóðin hefur í þessu efni ekki haft verri vilja eu hin. Aptur á móti er algjörlega rangt, að leiða út af þessu að íslenzka þjóðm sé eigi sjálfbjarga, sé eigi bezt fær um að stjórna málum sínum sjálf. Væri það rétt, þá væri líka alveg rétt að leiða hinar sömu ályktanir út af þessu um dönsku þjóðina, og hver efast um að hún sé bezt fær um að sjórna málum sinum sjálf? Ekki einu sinni rit- stjórar Dagblaðsins og Dagsins nýjunga, né þeir örfáu ís- lendinga ræflar, sem krjúpa fyrir þeim, efast um það. Vér efumst eigi um að þessir ritstjórar hafi gefið sinn skerf til samskotanna síðast til bágstaddra Islendinga, en hafi þeir gjört það til þess að geta hæizt um á eptir, eða til þess, að geta barið því fram, að vér þess vegna værum eigi færir um að ráða málum vorum og ættum eigi að keppa eptir þvi, þá er það hvorki fagurt né göfugt. En það er svo ljóst, hve litilmannlegt og auðvirðilegt það er af íslendingum, að taka í sama strenginn og stað- festa þetta sem íslendingar, — það er auðsætt að vitnis- burður íslendinga sjálfra hefir hér mesta þýðingu, .— að um það þarf engum orðum að eyða. En ótrúlegt er að nokkrir íslendingar skuli vera þau litilmenni, svo örsnauð- iraföllum tilfinningum fyrir hag, framförum og sóma fóst- urjarðarinnar, að þeir skuli geta fengið af sér að gjöra slíkt. Auðvitað eru þier að eins örfáar undantekningar, en slíkar undantekningar finnast þó í þjóðfélagi voru. (Nl. n.). Sýningin í Kaupmannaliöfn. (frá fregnrita „Norður]jóssmsu á sýningunni). I. Eaupmannahöfn 1. júní 1888. Að skriia um nokkuð annað getur nú ekki komið til nokkurra mála. {>ó menn hefði sannfrétt, að Boulanger væri orðinn keisari á Frakklandi, konungurinn á Spáni orð- inn altalandi, páfinn farinn norður og niður og Tyrkjasold- án einkvæntur, þá mundu menn þegja um þetta allt saman. þegar annað eins er að sjá og heyra í köiuðstað Norður- landa eins og nú um þessar mundir, þá er ekki tími til fyrir hugi maana að vera að þjóta i gandreið suður í lönd. Nei, það, sem konan hjalar um við manninn sinn, þegar hún er komin ofan undir, piparsveinarnir masa um á snæð- ingaskálunum, barnið, sem farið er að ganga með, baflar um, kongurinn spjallar um við drottninguna, — það, sem er á allra vörum , — það verður að skrifa um og ekki annað. En hvað er þá það, sem allír tala ura hér í fíöfn Uitl þessar mundir? Hvað annað en hin „stóra- norræna- lista-iðnaðar- og 1 andbú n aðar sýn ingíl. Ykkur þyk- ir nafnið ef til vill nokkuð langt, piltar, en það er cngin von á að það sé styttra. Sýningin er ekkert smárseði. Hún ber fyllilega nafn með rentu. Og ekki nóg með það. J>etta nafn er i raun og veru ekki nóg, þvi sýninain er ekki að eins Norðurlandasýning, heldur líka N orðurálfusýn- i n g eða jafnvel heimssýning. En það höiðu menn ekki hugmynd um, að hún mundi verða, þegar nafnið var búið til. Svo háfleygar voru vonir manna ekki þá. En menn gáðu ekki nægilega að þvi, hve vel Danakonungur er mægður. |>vi það mun óhætt að fullyrða, að tengdir hans við hin voldugustu riki í Norðurálfunni hafi mest stuðlað til að gera sýninguna í Kaupmannahöfn að því, sera hún er: hin fyrsta heimssýning á Norðurlöndum. J>að er eins og einhver dæraalaus heillastjarna hvili yfir þessar sýningu. í allan vetur haía hér verið óvanalega miklir kuldar, snjóar og hörkur. Og eins var vorið. J>að leit þvi ekki efnilega út rétt áður en sýningin var opnuð. Daginn áðar var ekki eitt einasta tré farið að laufgast, að nokkru ráði, og menn hímdu í húsum inni við ofnhita. En oinmitt sama daginn (8. maí) og sýniugin var opnuð, byrj- aði vorbliðan. J>að var eins og Svásúður gamli legði blessun sína yfir þetta stórkostlega fyrirtæki. Hin margþráða upprennandi vorsól varpaði ylblíðu geislahafi yfir bæinn, hver eikin keppt- ist á við aðra að skrýðast sínum iðgræna sumarhjúp, og krýna höfuð sitt með blaktandi laufdjásni. Grasið á skrúð- flötunum kringum sýnishöllina þ lut upp, og blómin í ald- inreitunuiu flýttu sér að opna bikara sína til þess að sýna litprvði sína og láta angan sína rjúka npp í vit hinna kom- andi gesta. J>að var líka hátíðabragur á Kaupmannahöfn þennan dag. Göturnar voru troðfullar af fólki. Allir, sam vetlingi gátu valdið, þustu út úr húsum sinum. J>að var fleira en eitt, sem stuðlaði að því að gera göturnar fjöl- farnar. Unga kvennfólkið hafði ekki fengið tækifæri til að sýna sína Ijósleitu sumarbúninga á Löngu-línu kvöldið fyrir kongsbænadaginn, eins og vant er, því þá var svodd tn bansettur kuldi. En nú var tækifærið komið. Og þær létu það ekki hlaupa frá sér ónottð. Allstaðar sáust flokkar af léttklæddum, léttfættum og léttbrýnura meyjum, sem ýmist- litu með stoltu agnaráði niður á fellingarnar á kjólum síu- um, eða skotruðu augunum broshýrar til hliðar til prúð- búinna yngissveina, eins og til þess að spyrja, hvort þeir gætu nú annað en orðið fangnir í nýja kjólnum. Gegnum göturnar brunuðu skrautvagnar með prúðbúna embættisöld- unga, allagða gullhlöðum og margkrossaða, á leið til sýn- ingarinnar. Gosþróin á Gamla torgi þeytti löðrandi Geysi- stroku í háa lopt, og það einasta, sem vantaði þar á há- tiðabraginn, var að gul'eplin léki í hinum kristaltæru vatns- bogum. En þau sjást þar aldrei nema á kongsins fæðing- ardag. Eptir endilangri megingötu eða Hfæð bæjarins höfðu menn skipast i raðir á táunum til beggja handa og biðu þess að sjá er kongur og drottning æki þar um á leið til sýn- ishallarinnar, því menn bjuggust við, að þau mundu hafa meira við en vant væri. J>að var og orð að sönnu. Liðugri stundu eptir hádegi komu þau akandi í gullvagni og á eptir vagninum reið stór hermannaflokkur í einkenn- isbúningi. Eptir að þau voru komiu til sýnishallarinnar, og menn höfðu skipazt í sæti, byrjaði hátiðin. Yarþarfyrst sungið afarlangt nýort bátíðakvæði af völdum og þaulæfð- um söngflokki. I honum voru 400 manns, karlar og kon. ur, svo hver getur getið sér nærri, hvort ekki muni hafa tekið undir í hallarhvelfingunni, þegar hljóðöldurnrr frá öll- um þessum börkum ruddust út í liana. J>ar næst hélt for-

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.