Norðurljósið - 10.04.1890, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 10.04.1890, Blaðsíða 1
Stærð': 12 arkir. Yerð: 1 króna. Borgist fyrir lok júlí. Verð auglýsingra : 15 aura línan eða 90 a. hver þml.dálks. NORÐURLJÓSIÐ. 2. ltlað. Akureyri 10. apríl 1890. 5. ár. Athugasemdir eptir alþin. Benedikt Sveinsson, um opið bréf alpingismanns Jóns Olafssonar t.il kjósenda hans um stjórnarskrármálið á alpingi suinarið 1889. (Framb). Knginn ímyndi sér samt að eg riti þessar athugasemdir í pví skyni, að bera hönd fyrir höfuð mér eður til pess að trvggja mér kosningu, pví eg er mér pess ekki meðvitandi, að eg liafi gjört ueitt í leyndum eða með brögðum í stjórn- arskrárinálinu utan þings eða innan, og gjöri mig pví full- komlega ánægðan með þá dóma og ályktanir, sem hver og einn skynsamur maður getur dregið út úr alþingistíðindun- um fyr og seinna. Nei! það er vegna málsins sjálfs, og þeirra, sem af ó- kunnugleik kunna að láta leiðast á glapstigu af ýmsu þvi, sem í bréfi þessu stendur, að eg finn hvöt hjá mér til pess, að gjöra það opinberlega að umtalsefni, þó eg gjöri það sár- nauðugur, er sá maður á í hlut, er eg jafnan hefi borið hlý- an hug til og virt mikils fyrir margra hluta sakir. Vil eg nú fara nokkrum orðum um hvern kafla þessa opna bréfs útaf fyrir sig í sömu röð. og þeir eru í bréfinu. Við I. Fjallk. VI. 28. í þessum kafla kennir margra grasa og þeirra ærið ó- sainkynja. f>ingmaðurinn talar fyrst um þá óbæfilegu skip- un efri deildar, að 6 konungkjörnir þingmenn standi þar á móti 6 þjóðkjörnum, svo þeir geti ónýtt sérhverja ályktun þingsins, nema hending ein láti forsetakosning lenda á kon- ungkjörnum þingmönnum. petta er nú líka einmitt ein ríkasta ástæðan, eitthvert besta vopnið til að knýja fram endurskoð- unina. En hvernig á þá að beita þessu vopni? Er það með því, að hinn þjóðkjörni flokkur leggist flatur á fótskör hinna konungk. Nei! því þá fellur öll ástæða til breytingar burtu af sjálfu sér. Eða er það með því að þjóðk. flokkur- inn standi óbifanlega fastur á sönnum og réttum kröfum þjóðarinnar? Einmitt. J>ví með því móti einu fellur öll ábyrgðin á þá konungkjörnu og stjórnina. Með hverri ónýt- ing málsins vex þungi ábyrgðarinnar, unz hún verður stjórn- inni of þung byrði. þetta er sannleikans og frelsisins sig- urleið, þó hún sé hörð aðgöngu, hitt er opin leið til kúgun- ar og pölitískrar glötunar, þó þingmanninum þyki hún þíð- leg. —J>að er sannarlegt gleðiefni fyrir þjóðina að, sjá að þingmaður, sem er ólærður bóndi, og ekki liefir verið talinn hinn einbeittasti endurskoðunarmaður, lætur þenna sannleik ráða við sig, er hann ritar á álit meiri hlutans í efri deild eins og áður er sagt, en hinn víðlesni þingmaður, höfurdur bréfsins, gjörir það ekki! Nú víkur þingmaðurinn sér langt aptur í tímann, og fer að tala um uppruna og höfunda frumvarpsins 1885, því svo vill vel til að hann er sjálfur einn af þeim. — En hann fer dálítið lengra og minnist á Júngvallafundinn rétt á undan, og í sambandi við hann setur hann fram þá aðalstefnu, sem hann hafi haí't fyrir augum sem markmið endurskoðunarinnar, gagnvart þeirri, sem eg hefi haft. Hann hafi viljað byrja hart, en vera mjúkur til samkomulags, en eg hægt, en vera harður í horn að taka til samkomulags. Báðar þessar setn- ingar líta nógu vel út í fljótu bragði, en þær eru svo óákveðnar, að þær þurfa frekari útlistunar við. Eg kannast fyrir mitt leyti, fúslega við það, að eg á einn bóginn vildi ekki og vil enn ekki setja neina þá kröfu í hin endurskoðuðu stjórnarskipunarlög, sem eg ekki treyst- ist til að rökstyðja með góðum og gildum ástæðum, en á hinn bóginn vildi eg ekki og vil enn ekki falla írá þeim, 1. kröfum, sem tryggja landinu fullkomna lausn frá löggjaf- arvaldi, stjórn og dómsvaldi Dana í hinum sérstaklegu mál- efnum þess og 2. alinnlenda þingræðisstjórn, löggjöf, stjórn og dóma i þessum sömu málum. J>etta og ekkert annað, hvorki meira né minna, var og er markmið mitt með endur- skoðuninni. J>að verður því ekki byggt á öðru en ástæðu- lausum ósannindum. sem þingmaðurinn virðist drótta að mér, að eg hafi viljað heimta meir og meir við hverja neit- un frá stjórnarinnarhálfu, enda er hún enn ekki orðin nema ein sjrn sé nóv.auglýsingin 1885. J>esskonar hrossakaupa pólitík eða hvað maður á að kalla það, kemst ekki að minni stefnu, en að hún geti koinið heim við, breytingarsýki og hringlanda- stefnu þingmannsins. — eitt í dag og annað á morgun, — sést bezt á því, að hann beitti henni svo rækilega 1887, að það gerði suma þingmenn fráhverfa málinu, eins og alkunnugt er orðið, enda telur hann þetta sér mjög til gildis, seinna 5 bréfinu, sjá IV. kafla, um leið og hann átelur mig fyrir, að eg hafi viljað halda fram frumvarpinu 1885 óbreyttu. En pá er nú að líta á markmið þingmannsins til samanburðar. Hann telur sér það mjög til gildis að hann hafi fram- fylgt írestandi neitunarv aldi á J>ingvallafundinum 1885 og að það hafi verið samþykkt, með eins atkvæðismun, hann hefði átt að bæta því við : að vísu í einskonar gáska þegar málið var á enda kljáð, til að geðjast hugsjón þingmannsins, sem eins og hann segir, stóð einn uppi með skoðun sína ! En var nú, eða er nú nokkurt minnsta vit í að heimta frest- andi neitunarvald af konungi vorum gagnvart gruodvallar- lögum Danmerkurríkis ? Alls ekki. Danir og íslendingar hafa það sammerkt i stjórnarskipunarlaga kröfum sinnm, að þeir hljóta að byggja þær á því sama einveldisafsali konungs er hann gaf árið 1848 öllum þegnum sínum jafnt og með söinu yfirlýsingu. Meir en jafnrétti við Dani geta íslending- ar þvi enga heimting átt á, enda hefir Dönum aldrei komið til hugar að heimta frestandi neitunarvald. — J>að er þing- ræðisstjórn, sem þeir heimta og með henni vinnst allt liið sama á annan hátt, og það eitt gátum vér líka og getum enn heimtað. J>ingmaðurinn hefði því allt eins vel getað komið með skilnaðarávörpin góðu þegar á J>ingvallafundi 1885. En livar er nú hinn endann að finna i stefnu J>ing- mannsins? Svar: í tillögum meiri hluta nefndarinnar í efri deild í sumar, sem lesa má á tilvitnuðum stað í alþingis tíðindunum, og þar eru hvorki meira né minna en já og amen til auglýsingarinnar 2. nóv. 1885: afsal á sjálfsstjórn fslands og fullkomin pólitísk innlimun í Danmörku. A þessu litla skeiði rennir þingmaðurinn sér undan brekiunni á árunuin 1885 til 1889, svo raikið lag og þiðleik befir hann! En til þess að sýna samkvæmnina, eða hitt þó heldur, bjá þingmanninum, þá hyggi menn að þessum orðum hans í fyrstu ræðunni sem hann hélt um frumv. 1885. Alþtíð. 1885 B. bls 31. gagnvart yfirlýsingu landshöfðingja: sNei! Vér eigum að halda áfram, og frá þvi, eiga undirtektir stjórnarinnar ekki að fæla oss, en þær eiga að vera oss hvöt I til að fara hyggilega og hóglegft i kröfnm vorum* I Kemur nú þetta heim við kröfu um frestandi neitunarvald

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.