Norðurljósið - 28.01.1891, Side 1

Norðurljósið - 28.01.1891, Side 1
Strerrt 24 arkir Verð: 2 krónur. Borgist fyrir lok júli. Verð auglýsmg’a: 15 aura línan eða 90a.hver þml.dálks. 2. blnð. Akureyri 28. janúar 1891. 6. ár. „Norðurljósið4í alls ekki neinir flokkar í orðsins rétta skilningi, þareð i peim Norðurljósið telur ár sitt frá nýári til nýárs.. J>etta úr verður það 24 arkir að stœrð og kostar 2 krönur, sem borgist til eiganda og ábyrgðarmanns blaösins fyrir lok júlímán. n. k. Söluskilmálar: þeir sem selja 10 eint. eða fleiríogborga þau á réttum tíma, fá einn fimmta andviröisins í sölulaun,; en þeir, sém seija 4—9 eint. fá einn sjötta. TJtsölumenn, er útvega öeðafleiri nýja kaupondur að blaðinu, geta fengið, ef þeir œskja þess, eitt eint. af 5. árg. Noröurlj. fyrir lítið eða ekkert verð. Uppsögn er bundin viö áramót og ögild nema bún komi skrifleg til ábyrgðarmanns fyrir nýár. Auglýsingar eru teknar í blaðið fyrir 15 aura hver beil lína og partur úrlínu, af vanalegu letri, eða fyrir90aUra hver þuml, dálks. Éngin auglýsing kostarþóminna en 25 aura. Hið sama gildir og um æfiminnjngar, erfiljóð og þakkarávörp, nema sérstaklega sc um þaö samíð. Aðalatridið. —0 — Með þessari fyrirsögn stendur grein um sljórnarskrármál- iðí ísafold 15. nóv. f. á. (XVII. 92.) og Sveitarmaður undir. Tilgangur greinarinnar er því auðsjáanlega sá, að taka það fram, svo í augun gangi, hvert sé aðalatriöi þessa máls, enda segir greinin með b r e y 11 u letri, að það sé það, aðallir leggist á eitt, það sé höfuðatriðið, sem meira sé varið í en allt annað. Eugum dettur nú í hug að ve- fengja það, hve dýrmæt og áríðandi eindrægni og samheldi sé í hverju máli sem er, og þá ekki sízt í stjórnarskrármál- inu, en engum heilvita manni getur eigi að síður komið það til hugar, að hún sé það höfuðatriði, sem meira sé varið í en a 111 annað. Miðuð við hvaða málefni sem er, verður ein- drægni ekki annað en meðal því til framkvæmda. Sé henni beitt til framkvædar sönnu, góðu og gagnlegu máli, þá verð- ur hún aðalatriði í þjónustu hins góða, en sé málið aptur rangt, ósatt og skaðlegt, verður hún aðalatriði í þjónustu hins illa; og hvernig getur svo Sveitarmaður, eður nokkur annar sagt, að það sé höfuðatriði, sem meira sé varið í eu a 111 annað, að allir leggist á eitt að hafa fram breytingu á stjórnarfyrirkomulagi voru, án alls tillits til hvort sú breyting er til bótar, eður til skaðræðis og óhamingju fyrir land og lýð. Nei! gjörðu svo vel Sveitarmaður góður og sýndu fyrst fram á, hvernig lagaða stjórnarskrárbreyting ísland þarf með til þess að komast úr þeirri stjórnar ánauð, sem það er i — aðalmein allra þess meina — áður en þú ferð að pré- dika um það, að a 111 sé undir því komið að a 11 i r 1 e g g- ist á eitt. Eða skyldi það vera alvara þín, að allir eigi aðleggjastáeitt, að hafa fram þa stjórnarskrárbreyt- ing, sem dregur eptir sér stjórnarfyrirkomulag, sem er engu betra, eða jafnvel enn verra en það sem nú er, en þetta flýtur þó hugsunarrétt af setningu þinni, ef hún á að vera annað en hálfur fiskur, eða hálfur fugl. Má eg spyrja var það höfuðatriðið, sem meira var varið i en allt annað, að íslendingar lögðust allir á eitt að ganga á hendur Nor- egskonungs og aptur ofurselja sig undir einveldi Danakon- unga. En þú munt ef til vill svara, að þetta eigi ekki við, þegar ræðir um ágreiningsefni það, sem nú sé í stjórnarskrár- málinu milli hinna svonefndu flokka, sem þú segir að séu að inér skilst báðum flokkunum — séu menn með s ö m u grundvallarskoðunum á sama máli. J>ú getur þó ekki meint annað með þessu, en sjálfstjórnarflokkinn á einn veg og selstöðu-1 eða Nóvembermanna-flokkinn2 á hinn> sem að vísu nefnir sig miðlunarflokk3 — þú segir sem sé, að munurinn (að mér skilst millum þessara flokka) sé mest og bezt það, að sumir — sjálfsagt sjálfstjórnarflokkurinn — vilji fá allt i d a g , en sumir — sjálfsagt miðlunarflokkur- inn — sumt í dag en sumt á morgun. J>etta væri nú gott og blessað, Sveitarmaður góður I ef þú bara hefðir sýnt og sannað að þetta væri s a 11, en nú er það þvi miður alveg ó s a 11. Og þa» versta er, að þú hefir ekki gjört hina minnstu tilraun til að sýua að þú hefð- ir rétt að mæla; þú sem þykist þó vilja ræða m á 1 i ð s j á 1 f t með ró og spekt, sem er mikið lofsvert, þú byggir á þvi umtals og röksemdalaust, sem þú átt að s a n n a með rök- semdum sem allir skilji. Nei! hafðu þér það hugfast, áður en þú ferð að rita um aðalatriðið í stjórnarskrármálinu næst, að ágrein- ingsefnið milli flokkanna í því risti dýpra en þetta, og að hér er e k ki um s mám u n i að tefla, eins og eittí d a g (o: einn hlutinn í dag) og hinn á morgun. í>ó pað sé nú búið að stagast svo á aðalágreiningsefninu milli greindra flokka, bæði í alþingistíðindunum, blöðunum og öðrum ritum síðan 1889, að engum skynberandi manni, sem annars vill veita nokkra eptirtekt því sem fram hefir íarið, geti verið vorkunn a að vera búinn að gjöra sér það eins Ijóst eins og sólina á loptinu, þá viljum vér þó enn á ný taka það fram, að sjálfstjóruarflokkurinn vill framfylgja þ e i r r i stjórnarskrárbreytmgu, er losi þau löggjaíar o S stjórnarmálefni, sem viðurkennt er að eingöngu varði ísland (eða hin svonefnu, sérstaklegu löggjafar og stjórnarmálefni Islands) algjörlega undan öllum afskiptum stjórnar og rlkisráðs Dan- inerkur, e n leggi þau undiralls óháða stj órn á íslandi sjalfu með fullri stjórnarlegri á- byrgð fyrir alþingi. Hinn flokkurinn þar á móti, hverju nafni sem inaður nú arnars vill kalla hann, vill gefa sig íanginn uudir lullt og endilegt álykt- unaratkvæði stjórnar og ríkisráðs Dana, eins og auglýsingin 2. nóv. 1885 fer fram á, í þessum sömu lög- gjaíar og stjórnarmálefnum Islands, en vill jafnhliða þessutildraupp afardýrri og umfangsmik- illi stjórn á íslandi. sein eptir hlutarins eðli, bæði ílöggjafar og stjórnmálefnum lýtur endilegum úrslitum stjórnar og rík- isráðs Dana, og getur þannig aldrei orðið óháð sljórn, er beri ábyrgð íyrir alþingi ueina að nafninu til heldur myndi hún í reyudinni 1) Selstöunafnið er dregið af {ivi, að þessi flokkur vill hafa stjórnarselstöðu Dana út á íslandi. 2) Nóvembermannanafnið er dregið af því, að flokkurinn beygir sig undir inniimunarsetnmgu auglýsingarinnar 2. nóvbr. 1885. 3) Miðluuarnaínið vitum vér eigi hvernig á að réttlæta, nema maður með orðunum „miðluir1 tákni, að miðlun sé sama sem afsai á eðlllegum sjálfstjórnarkröfuin íslands til handa Dönutn eða Danastjórn, þá er miðlunar nafnið Ijóst sann-nefni, annars ekki.

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.