Norðurljósið - 31.03.1891, Blaðsíða 4

Norðurljósið - 31.03.1891, Blaðsíða 4
24 NORÐURLJÓSIÐ. 1891 veitingar og sömuleiðis fjölda af fullorðnu fólki, er pangað Lafði verið boðið. Samsöng hélt söngfélagið rGiirja“ á Akureyri undir forustu söngkennara Magnúsar organista Einarssonar, 21. og 23. inarz, í húsi L. Jensen liér í bænuin. Tólf lög voru sungin, og pótti söngurinn fara prýðisvel frain. Inngangur- inn kostaði 25 aura, og var söngurinn ágætlega sóttur. Organisti Magnús Einarsson hetir í vetur kennt söng eins og að undanförnu á barnaskóla Akureyrar og gagnfræðaskól- anum á Möðruvöllum, og par að auki tveimur söngfélögum á Akureyri og Oddeyri og einu í Lögmannshliðarsókn, all- staðar fyrir litla borgun; einnig hefir hann kennt piltum orgelspil, og nýtur pó einskis opinbers styrks fyrir starfa sinn. Veðráttufar. Ur pálmasunnudegi spilltist veðrátta, gekk i norðan froststorma með nokkurri snjókomu. Hafis rak hér inn á fjörðinn á skírdag og föstudaginn langa og fyllti hann. I dag hefir honum aptur kippt út, svo fremur eru likur til að eigi séu hafpök, og haft er pað eptir manni frá Hámundarstöðum, sem gekk til fjalls á laugardaginn fyrir páska, að íslaust hafi pá verið á (rrímseyjarsundi, og pað er hann sá til hafs austur og vestur. Með ísnum kom talsvert af höfrungum og hnýsum, en lítil björg varð að pví, pví meginhlutinn mun hafa kafnað undir isnum, af pvi að í frostunum lagði sjóinn milli hafísjak- anna. Sitt úr hverri áttinni. — Tvær ameríkanskar stúlkur börðust í sumar með ber- um hnefum pangað til pær voru uppgefnar. J>ær vildu báð- ar eiga sama piltinn og skyldi sú, er ynni bardagann vera ein um að ná ást mannsins. Svo fóru leikar, að báðar féltu örmagna jafnsnemma og báðar jafnsárar, og var pví dæmt að pær væru jafnar. J>egar pilturinn frétti petta sagði hann að báðar mættu íara; hann skyldi ekki framar lita við peirri, er hann hafði hugsað um áður. Stúlkurnar eru dætur rik- ismanna. — Drykkjuseppi nokkur var að dragast heim af veiti- krónni, en datt á hendurnar ofan i forina á götunni. Mað- ur nokkur gekk hjá, meðan hann var að bograst parna á fjórum fótum, og sagði: <Að hverju ertu að leita parna kunningi?> «Og nefndu pað ekki,» svaraði hinn, „að skiln- 'ingarvitunum; jeg missti pau hérna ofan í forinau. — Skáldið Thackeray getur pess einhverstaðar, að hann hafi einhverju sinni mætt á götu húsgangskerlingu, sem bað hann beininga; hann stakk pegar hendinni í vasa sinn og tók pá kerling til og sagði: „Guð minn góður fylgi yður alla yðar lífdaga — “, en pegar hann tók ekki annað upp en tóbaksdósirnar sínar, pá bætti hún við: „— með sínu hegnandi réttlæti.» — Aðkomukonan: <Hvenær er vant að borða miðdegis- matinn hérna ?“ Barnið: „Mamma segir pað verði, pegar pú ert farin“ — Kona nokkur varð „frú“ af pvi •maðurinn hennar hækkaði einhverja ögn í tigninni; skömmu síðar varð manni nokkrum pað á að nefna hana „madömu“ í ógáti, en bað óðara auðmjúklega fyrirgefningar, en frúin sagði náðulega: „Og pað gjörir ekkert til, pað vill enda stund- um til, að jeg man pað varla sjálf.“ — Kennarinn : <Hvernig haldið pér hefði farið, hefði Hinrik fjórði ekki verið myrtur?* Stúdentinn: „Hann hefði sjálfsagt dáið seinna.» — I samsæti nokkru voru nokkrar frúr að pinga uin vinnukonuhaldið , og óskuðu pess af heilum hug, að pær pyrftu ekki á peim að halda. Eiginmaður einnar peirrar var heldur sinkur, og sagði við pær í háði: „Hvernig komst Eva af vinnukonulaus?“ „það skal jeg segja yður“, svar- aði ein peirra, <maðurinn hennar kom ekki til hennar með götótta sokka og hnappalausar buxur; hann sótaði ekki út gardínurnar raeð tóbaksreyk, og óhreinkaði ekki gólfið með forugum skóm; og svo beimtaði hann ekki lieldur heitt vatn á hverju kvöldi i toddy handa sér». Búnaðarfelagið i Svalbarðsstrandarhrepp, vant- ar búfræðing ali-langan tíma á pessu vori, sami maður getur og fengið atvinnu við barnakennslu næstkomenda vetur. Sá sem vill sæta pessu, gefi sig frain sem fyrst til sýslunefndar- manns Sigurðar Jónssonar í Sigluvík. — Meðlimum lestrarfélaga hér í grendinni tilkynnist, að peir eiga rétt á að fá blaðið íslenzki „Good-Templar“ til að lesa pað, par stúkan ísafold á Akureyri hefur geíið félögunum pað í peim tilgangi. — Nýprentaðir eru KV0LDSÁLMAR eptir Árna þorkelsson bónda í Grímsey. Kosta í kápu 75 aura en innbundnir 1 krónu. Aðalútsala í bókaverzlun Frb. Steinssonar á Akureyri. Vasaúr. Á svæðinu millum Oddeyrarkaupstaðar og Krossaness, hefur fundizt vasaúr, er réttur eigandi getur vitjað til uudir- skrifaðs mót sanngjörnum fundarlaunum og borgi auglýsingu pessa. Syðra-Krossanesi 23. marz 1891, T. Jónsson. Fjármörk. 1. Hjörleifs Sigurjónssonar á Lóni í Keldubverfi: Blaðstýít fr. hægra, blaðstýft apt. vinstra. Brennimark: Hjör. 2. Guðmundar B. Arnasonar á sama bæ: Blaðslýft fr. hægra, blaðstýft fr. vinstra. Brennimark: G B A. 3. Björns Guðmundssonar á sama bæ: Sneitt apt. fjöður fr. hægra. Brennimark: Björn. — NæstliBið haust rar mér dregin hvit lambgimbur, sem eg eigi á, með mínu marki: sýlt hægra, sneitt aptan TÍnstra. Eigandi gefi sig fram. Mýri í Bárðardal 28 janúar 1891, Ingjaldur Jónsson. LEIÐRÉTTING. í 1. bl. „Norðurlj.“ p. á. er pess getið að ágóðinn af skemmtileikjum á Möðruvöllum ætti að falla til bóndans á Hallgilsstöðum, en hann gekk til bóndans á Hyllum. Norðurljósið 1890 borgað af: Jóni Hvassafelli, Halldóri Sandbrekku, Pétri Eggerz, Arna Geitaskarði, Sigurði Yztafelli. — 1891: Vilhjálmi Kaupangi, Hermanni Hólurn, Guðmundi Sörlatungu. Eigandi og ábyrgðarmaður: Frb. Steinsson. Prentsmiðja: B. Jónssonar.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.