Norðurljósið - 28.05.1891, Qupperneq 3
1091
NOHÐURLJÓSÍÐ.
39
peim flestum, vinna okkur og föðurlandinu ómetanlegt
gagn.
þó eg álíti tónrækt og túnasléttun hina áreiðanlegustu
jarðabót, þá skyldi enginn taka orð mín svo, að eg vilji
riða mönnum frá garðræktinni. Nei, eg vil beinlínis skora á
alla þurrabúðarmenn við sjó að stunda hana af alefli, einkum
vegna heilsunnar, en hinum sem hafa tún að hirða, ræð eg
til að hugsa meira um túnin sín, pví að túnræktin er minni
toisfellum undirorpin.
Páll Priðfinnsson.
— Nýprentaðir eru hér á Akureyri: Kvöldsálmar
■eptir Arna porkelsson. f>eir eru 100 að tölu, ætlaðir „til
Wúkunar við lestur í heimahúsum.“ Eg hefi fljótlega yfir-
lesið þessa sálma, og pykir mér peir furðu vel kveðnir og
vandaðir; peir hafa allir pann kost að vera liprir og ljósir og
stuttir; sýna peir að höfundurinn er bæði vel hagorður og
foragfróður; braglýti óvíða, rétt kveðið undir lögum og lögin
víða valin eptir efni. Allt petta er mikil meðmæli sálmunum
og sómi fyrir höfund peirra; munu fæstir hafa búizt við
slíkri kunnáttulist hjá bóndamanni út í Grímsey. Enn má
og pess geta að málið er mjög vandað og hreint — einungis
á sárfáum stöðum finn eg athugaverðar setningar, svo sem:
,.Oss prýtur styrk“; hendingarnar; „og dómsins degi | um
dag hvern pokast nær“ ; „og furðu nakinn klæddi“, og
toáske fleira.
Hvað efni sálmanna snertir, er pað almennt og kristi-
legt og sálmunum skipt í 10 fiokka eptir aðalinntaki peirra,
fyrst: haustið, pá Guð og sköpunarverkið, pá synd
og iðrun, og s. frv. Seinast eru vorsálmar og morgun-
sálmar.
Frumlegur skáldskapur og andriki finnst ekki víða í kveri
■þessu, en víða lagleg vers, guðrækileg og gagnorð. Gagnort
og vel ort er t. d. petta stutta vers:
„Æ sjá, pú leitar lífs hjá dauðum,
pú leitar fjár hjá heimi snauðum,
pér gleymist alveg andi pinn,
pitt eina „jeg“ er líkami>\n“.
Hofundinum hættir við — eins og stundum stærri guð-
íraeðingum — að dýrka Soninn rneir en Föðurinn, tileinka
Æ’oðuTímm „reiðina“ en Syninum ,.náðina.“ Sem dæmi er
fætta veis á bls. 105:
„Líkt sandi peim á sjávarströnd,
vér sjáum bárur hræra,
pér drýgðuð verk með hjarta og hönd,
er heigan drottin særa;
og hans pér ýfðuð hefndargeð,
en hyggið samt, að gæzku með
hann svefnró veiti væra.“ >
Vér óskum og efum ekki að sálmarnir fái góðar viðtökur
hjá almenningi, sem húslestra rækir, pví þar til eru þeir
kjörnir. M.
F r e t t i r
LMinn er Bergur prófastur Jónsson á Vallanesi.
Tlðarfar hefur jafnaðarlega verið kalt frá pví úr bæna-
4egi, og er pví gróðurlítið enn pá.
Hafis hefur iengst af legið norðan við land eg stundum
laudfastur í yztu töngum.
Hákarlaskipin iiafa ekki komizt á venjufeg mið og pví
flest fengið iítinn afla síðan 1. ferð. „Vonin", skipstjúri
Gruðmundur Jónsson Oddeyrn fór austur fyrir land. áður en
ásina rak fast að Lauganesi, og síðan suður og vestur fyrir
land. Hann fékjc þar vestan við ísinn 270 tn. lit'rar. það
er mestur afli, sern nokkurt skip hér hefur komið með í
einu.
Fiski- og síldarafli hefur nú um tíma verið nokkur á
innhluta Eyjafjarðar, en minni á úthluta fjarðarins, en nú er
að aukast par fiskur.
Einkunnir
viö burtfararprúf á Mö&ruvallaskólanum 12. maí 1891.
1. Stefán H. Eiríksson t I. 57 stig.
2. Sigfús Björnsson I. 57 -
3. Halldór Vilhjálmsson I. 53 —
4. Guðmundur Loptsson I. 53 —
5. Skapti Jóhannsson L 51 —•
6. Jón Sigurðsson I. 50 —
7. Tryggvi Konráðsson I. 50 —
8. Björn Sigurðsson I. 49 —
9. Gísli Gestsson II. 47 —
10. Kristján H. Benjamínsson II. 45 —
11. Sigfús Sigfússon III. 33 —
Af Sléttu 7. maí 1891.
Hvað tíðarfarið snertir pá hefir veturinn 1890/91 mátt
kallast einn af peim beztu vetrum sem hér hafa komið. Allt
paugað til snemma í marzmánuði var alltaf frostlitið eða
frostlaust og snjór kom aldrei til muna, enda tók hann jafn-
óðum aptur, að kalla. En pó tíðin væri pannig mjög góð,
var hún fremur óstillt og vindasöm. Með marzmánaðarbyrjun
breyttist tíðarfarið töluvert, pá setti niður atlmikiun snjó með
frostkomu og þá sáu menn fyrst hafísinn, sem þó hvarfiaði frá
en kom þó aptur um páskaleytið. Marzmánuður var lang-
lakasti mánuður vetrarins hvað tíðarfarið snertir. Snemma í
apríl fór ísinn burt í annað sinn. Meiri hluta pess mánaðar
var tíðin góð, pannig voru þá komin hlýindi svo að um 22.
april t, d. var 8 gr. hiti. En rétt á eptir breyttist tiðin og
kuldarnir komu aptur sem síðau hafa haldizt til þessa. Isinri
kom á ný snemma í p. m. og virðist nú vera seztur að
fyrir alvöru.
Sem stendur er útlitið með tíðarfarið mjög ískyggilegt,
sífeldir kuldar og hriðarveður, og haíísinn fyllir hverja vík
og voga, en þegar hafísinn kemur svona seint. er hann
löngum þrásætinn. Skip, sem komu snemma til Norðurlands-
ins mega pví hrósa happi að hafa komizt pangað sem pau
ætluðu og paðan aptur áleiðis til útlanda, áður en ísinn
hepti allar slikar ferðir.
Hinn langhelzti atburður, er siœði á vetrinum hér um
sveitir, er efalaust hinir miklu hvalrekar, sein hafa verið
meiri en menn rekur minni til að nokkurn tíma hafi áður
verið í þessari sýslu. þegar ísinn kom um páskana rak 1
hval í Kelduhverfi, 2 á Sléttu og 1 í þistilfirði. Allir voru
peir heilir. Auk pess rak mesta fjöida at smáhvölum (höfr-
ungum?) 4—6 áina löngum. Auk pess fjölda sein íékkst af
þeim á Kallbak, hafa rekið um 150 i Sandi, um 100 á Sléttu
og yfir 300 í jpistilfirði. Ekki hetir frétzt að neitt hatí rekið
á Langanesi, sem helir pó löngum verið rekasælt.
Allir þessir mikiu hvalrekar hafa orðið mörgam mauni
til mikils gagns. Eigendur höfrunganna nuinu yíir hötuð
hafa selt þá við vægu og .sanngjörnu verði. Af hvöluin peim
er rak á Sléttu koinu 2 á Sigurðarstaði, sem er kirkjujörð
frá Presthólum, en 1 á Rití. Sagt er að eigandi Sigurðai'-
staða hvalanna hafi ætlad sér að selja hvalinn með allháu verði 1
fyrstu, en orðið ad lækka pað, nrest af peim orsökum, uð uin-
ráðamaður Kifshvalsins vildi eigi hækka verðið svo mjög trá
pví sem áður hefir verið venja að selja hval par um sveitir.
ytir höfuð munu skurðarmenn og aðrir tæplega hafa verið
í bezta lagi ánægðir með viðskiptiu við eiganda Sigurðar-
staðahvalanna.