Norðurljósið - 14.09.1891, Blaðsíða 4

Norðurljósið - 14.09.1891, Blaðsíða 4
63 XORÐURLJÓSIÐ. 1691. Sýslumaður mælti fyrir minni prestanna í Eyjafirði, sér- staklega liinna viðstöddu (séra Jakobs, séra Jónasar og séra Matth. Joch.) og kallaði pá menn allvel að sérgjörva, en fann pað til foráttu, að peir og margir aðrir prestar fylgdi illa framsókn tímans, kenndi hégiljur, pótt peir vissi betur, og ,.hukl“ og einarðleysi á prédikunarstólum peirra væri litt polanlegt orðið peim er upplýstari vreri, o. s. frv. Séra J. J. svaraði fyrstur og kvaðst ekki hafa mætt á kirkjupingi, enda vildi hann einskis manns dóm hafa á trú sinni eða skoðunum í stólskenningum. Séra M. J. svaraði í gainni, kvaðst endur fyrir löngu hafa keypt græn gleraugu vestur á Hornströndum, kvaðst bregða peim upp i viðlögum, hefði hann í gegnum pau óðara séð pá innri hiið heiðursgestsins, er að guðfræði sneri, og skyldi játa, að engan valdsmann hefði hann pekkt betur að sér í peirri fræði, en pað fann hann aptur til foráttu, að par sem hinn guðfróði dómari dæmdi um trúarmál, yrði honum stundum að fylgja dæmi valdsmannsins, sem úrskurðaði niðurskurð á sjúku, grunuðu og ekki-grunuðu fé; haun kvað óráðlegt að gefa börnum brennivín, peim væri enn sem íyrri mjólkin hollust. Varð að pessu og öðru hin bezta skemmtun. Eyrir veizlunni stóðu peir Espihóls feðgar, herra Jón Sigfússon og Sigtryggur, og Hallgrimur á Rifkelsstöðum og fleiri. J>að eitt vantaði. að kouur væri i samsætinu. Yeður var hið blíðasta og skildu menn um miðnætti; var veitt af kappi, en enginn maður sást ölvaður að marki. — Annað samsæti héldu Akureyrarbúar til skilnaðar hinura sama; var pað og allmikil veizla og nær 40 borð- gesta. Björu Jónsson prentari hafði ort og prentað kvæði, sem var sungið fyrir minni sýslumanns. Yar honum i pví samsæti sérstaklega pökkuð samvinna hans við stjórnar- menn bæjarins, sem á hans dögum hefir fengið kaupstaðar- rétt og mestan sinn frama og umbætur, pví á peim 26 ára tíma hefir Oddeyri verið byggð með öllum sínum húsum og túnum, bærinn fengið spítala sinn og sparisjóð, verzlun magnast mjög, hin nýja steinbryggja verið stofnuð o. s. frv. Sýslumaður pakkaði og árnaði pessu óskabarni (o: bænum) sínu og héraðsins allra heilla og stórrar framtiðar. Fyrir ýmsum skálum var mælt, og töluðu einkum peir Frb. Steinsson, E. Laxdal og séra Matthías. Séra M. mælti síðast og talaði í gamni og alvöru fyrir minni „bæjarins minnstn og vesælustu manna“; bað menn minnast pess, að hinir síðustu gæti stundum orðið hinir fyrstu, enda væri pað einhver beinasti og styttsti blessunarvegur hvers fé- lags, að leggja sem mesta rækt við munaðarleysingja sína. Bað hann alla amlóða bæjarins sem bezt að lifa og prífast svo. að peir yxi sér sjálfum og öðrum, sem miklir pættist, yfir höfuð. Var ekki grunlaust um, að nokkrir menn mis- skildi pá tölu og gildi ræðumanni litla pökk fyrir pá írammistöðu. Að öðru leyti fór allt vel fram. — —=XoœoX=— Thyra kom hingað vestan um land 4. p. m. Með henni fór héðan sýslumaður Stefán Thorarensen með dóttur sinni ungfrú Solveigu Thorarensen, alfarinn til Kaupmannahafnar Til Seyðisfjarðar fóru kéðan á Gránulélagsfund bóksali Frb. Steinsson á Akureyri og f>orsteinn Daníelsson bóndi á Skipalónj. ICIemens iónsson, hinn setti sýslumaður Eyjafjarðarsýslu, kom hingað I byrjun pessa mánaðar og tók við embætti sínu eins og til stóð. Séra 0. V. Gíslason var á ferð með Thyru síðast til að efla bjargráð og halda fyrirlestra víðsvegar á hafnarstöðum kringum landið, hélt hann hér bjargráðalund og fyrirlestur uin bindindi. Fyrirlestur um kirkjulif hélt séra Mattías Jochumsson á ákureyri á eptir hérajsfundinum 10. p. m. Fyrirlesturiun var framúiskarandi illa sóttur, og má pað merkilegt keita að eins tveir prestar hlýddu á hann. Hinir póttust haf öðru að sinna og báðu sig afsakaða. Fyrirlesturinn líkaði á- keyrendunum ágætlega. Héraðsfundur Eyfirðinga var haldinn á Akureyri 10. dag septembermánaðar. Var hann ekki vel sóttur, pví að meira en priðjungur peirra, er skylt var að koma, vantaði. |>að helzta er par gjörðist var petta: 1. Voru lesnar upp pær safnaðarfundagjörðir, er komnar voru til fundarins. Aðalefni fundargjörða pessara var mest um endurbætur á uppfræðingu ungmenna, og uin söngstjórn í kirkjum. 2. Út af safnaðarfundargerðunum urðu talsverðar umræður um barnafræðslu, og var sampykkt með porra atkvæða að sá siður yrði almennt innleiddur, að prestar spyrji börn frá föstubyrjun til veturnótta, og að skora á presta að fylgja meira í barnafræðslu sinni skýringum yfir biflíuna, en að binda sig við að börnin læri orðrétt og skora á presta með hjálp sóknarnefnda að taka upp pann sið að halda próf yfir börnutn 11—16 ára um kross- messuleyti á vorin 3. Var lesið upp biskupsbréf dagsett 12. ágúst p. á. um ýins mál, einkum endurskoðun handbókarinnar, tilhögun kirkjureikninga o. fl., um endurskoðunina voru sam- pykktar nokkrar breytingar, einkum um að fá fleiri textaraðir o. fl., nokkrar tillögur uin breytingar á kirkjureikninguin o. fl. 4. Síðast var mælt af prófasti með hinu nýja kirkjublaði. 5. Sampykkt var og að héraðsfundur skyldi framvegis byrja með ræðu í kirkjunni. 11151 Cáóklll íslenzkur sexróinn fiskibátur með veiðar- -H-ll Olflll færum og norskur fjórróinn netjabátur. Lysthafendur snúi sér til Dúa Benediktssonar á Oddeyri. Nýkomnar bækur til bökaverzlunar Frb. S teina sonar á Akureyri: S ý n i s b ó k íslenzkrabókmenntaá 19. öld eptir B. Th. Melsted. Draupnijr, ársrit eptir Torfh. J>. Holm. Safn af skáld- sögum og sönnum sögum o. fi, I. ár. Islendingajsögur I—II. hepti. Reikningsbók handa alpýðu eptir Mortein Hansen barnakennara í Reykjavík. Timarit um uppeldi og menntamál IV. ár. Sunnanfari, íslenzkt myndablað gefið út í Kaup- m annahöfn. Askrifendum við bókaverzlun Friðbjarnar Steins- sonar að „íslendingasögum“ tilkynnist aðl.—II. hepti (íslendingabök og Landnáma) eru komin, og eru peir vin- samlega beðnir að vitja peirra sem fyrst og borga pau um leið. Verð 85 au. L ö g b e r g“. J>eir som gjörast áskrifendur að Lögbergi fyrir næsta ár, mega eiga von á að fá blaðið frítt sent frá 8. júli s. 1. Alþingistíðindi. J>eir sem óska hér nærsveitis eptir pví, að fá tíðindin frá síðasta alpingi keypt hjá bókaverzlun Frb. Steinssonar verða að gefa pað til kynna hið bráðasta. Hafsíldarneta - slongur selur J. V. Havsteen á Oddeyri Fjármark Jóns Halldórssonar áOddeyri: hálft af apt., biti f'ram. hœgra, gagnbitað vinstra. Brennimark: I H. ---síra Jóns Arasonar á Húsavík: Greirstýft bæði eyru. Brennimark: sr J A. Eigandi og ábyrgðarmaður Frb. Steinsson. Prentsmiðja B. Jónssonar.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.