Norðurljósið - 05.11.1891, Síða 2

Norðurljósið - 05.11.1891, Síða 2
78 NORÐURLJÓSm 1891 deila um gaffalinn. Um aldamótin 1600 höfðu hinir hæ- versku Italir fundið upp panu sið, að hafa sviplíkt verkfæri í höndum, er þeir bituðu mat sinn. En svo liðu allmars’ir manns;i]drar áður en Eii£lendingar túku að borða með gaffli. Og í fyrstu þrumuðu prestarnir móti slíkri sundur- gerð. „Að viðhafa gaffal — sagði einn — er að gjöra gys að almættinu, sem oss hefir lánaða fjóra fingur og pumalinn á móti“. Fyrst voru pessi verkfæri tvíydd, svo þríydd og seinast ferydd. Sú endurbót kvað Vera Frökkum að þakka. í Lundúnaborg hefir pað verið gamall siður, að borg- lávarðurinn (Lord Mayor) haldi dýrðlegar höfðingjaveizlur. Maður nokkur, sem sat í slíku boði 1663. segir: sþað þótti okkur að, sem ekki sátum við lávarðaborðið (o: háborðið), að engir voru pentudúkarnir, og að ekki var skipt um diska; voru pó réttirnir ekki færri en tíu; drukkum við úr leir- krúsuin og átum af trédiskumc. Um gaffla var ekki að tala. Sjálfskeiðinga eða týgilknífa báru allir og heldri menn b r ý n i lika, og hvorttveggja í reim eða huistri. M. >ýr linskóli a Norðurlöiidiini. Eins og kunnugter, er nú einn háskóli i allri Danmörku (síðan Kílarháskólinn fóv með hertogadæmunum), Norðmenn eiga ekki beldur utan pann eina (í Kristianiu), en Svíarbafa lengi átt tvo, Uppsalaháskólann og pann i Lundi. Nú hafa þeir eignast hinn priðja. J>að er hinn nývígði háskóli í Gautaborg; er pað hinn eini á Norðurlönduin. sem ekki er stolnaður með ríkisfé. Fyrsti og merkasti hvatamaður pessa fræga og mikla stórvirkis er binn nafntogaði ritstjóri „Gauta- borg.Tiðindanna“. S. A. Hedlund. Lagði hann grundvöll- inn fyrir mjög mörgum árum siðan ipeð pví að stofna íyrir- lestrarnefnd par i borginni, sem síðan starfaði duglega i 14 ár og vakti áhuga almennings. Einkum voru pað pó auð- menn borgarinnar, sem settu allt i gang. Fyrstir gáfu þeir kaupmennirnir, F. Lundgren og E. Magnús, hinn fyr- nefndi 400 púsund, en hinn 200 púsund krónur. Siðan gáfu aðrir stórfé, enginn pó meira en bruggarinn Davíð Camigil hann gaf hálfa milíón. Konsúl Ekuran gaf 200 púsund. Nú er stofnfé háskólans orðið hátt á aðra milión. llektorinn heitir Hjálmar Edgren, sem lengi hefir verið kenuari við há- skóla einn i Bandarikjunum. Hinir hafa verið kennarar inn- an'ands og eru flestir nafnkunnir menn, svo sem Ernst Carlson (kennari í sögu) og Yitalis Nordström (í heimspeki). M. Fréttirnar í seliim. (Upphaf af óprentaðri sögu.) (Niðurlag). Eg sá engan par inni, og fór pví að næstu dyrum og sá par kerlingu eina, sem var að renna trogi; eg kallaði óðara til hennar og sagði: „Gáðu að katlinum, pað er að sjóða upp úr hontim!“ Kerling bað fyrir sér, leit við og varð svo hverft, að hún var nærri búin að missa niður trogið. En eg beið ekki boðanna, af pví að eg sá, að hún var vant við látin, en brá mér sem skjótast út I kofann aptur, og bjargaði katlinum, mætti kerlingu með hann í dyruninn, heilsaði henni hlæjandi og fekk henni pann svarta. Kerling tök mér vel; hún hafði einhvern tima séð mig áður, og pokkti mig, og tók mér pví eins og gömluin kunningja, enda liefi eg ætíð átt pví láni að fhgna :tð vera átriinaðargoð allra kerlinga, sem eg kynntist. Hún byrjaði íheð pví að bjóða mér skvr og rjóma, og var eg fljótur að fallast á, að slikt væri öllum jarð- neskum gieðum ágætara, pegat komið væri í brunasólskins- hita ofan af heiðinni. Meðan eg geytíaði á skyrinu spurð- urast við almæltra tíðinda, en fátt bar par pó sogulegt á góma. Mest spunnust ræðurnar út i pað, livernig mjólkaði par í selinu; bezt sagðí hún mér mjólkaði ef fénu væri haldið frammi i Borgarrústum, en langmest væri smjörið ef pvi væri haldið í Viðirlágunutn og Grenishólunum, en samt heyrðist mér á henni, að húsmóðuriniíi pætti pað aldrei vera um of, og fannst mér pað mjög náttúrlegt. J>egar eg var búin með nægju niína af skyrinu, var kerling búin að hella á könnuna, og sýndíst mér hún renna til hennar harðla hýru auga. J>að leið ekki heldur á löngu áður en kaffið kom, og væri synd að segja annað en að það væri vel úti látið, pví bæði voru pörin í vænna lagi. og svo þekktist ekki sú tízka parna uppi í óbyggð- um, að hafa borð á bollana, pvi að undirskálin var líka nærri barmafull. Skjóni stóð úti og nagaði grængresið úr selbrekkunnif pó að pað væri snöggt. Mér þótti synd að ónáða hann undir eins, og sat pvf enn á meðan kerling var að búa í strokkinn. Eg varð lika feginn að hvíla mig ofurlítið. Allt í einu snöri kerling sér að mér upp úr ein- hverju lokleysuskrafi og sagði: „Hafið 1 ér heyrt pað, að liann er nýdáinn hann Jón gamli halti, sem hefir verið á Dynjanda í nokkur ár?“ »Hann Jón halti? eg held eg pekki hann ekki — livaða maður var pað?« spurði eg. „Ja — pekktuð pér ekki hann Jón halta? — eg hélt allir hefðu pekkt hann karlugluna“, sraraði kerling, ,.pað er gott ef pað á ekki að jarða hann í dag“. »Bjó hann á Dynjanda pessi Jón?« „Ja—nei—nei, hann hefir aldrei tímt að búa á æfi sinni; hann vantaði annan fótinn, og gekk á tréfæti — ja pvílíkt!“ »Var hann pá á sveit?«. „Nei. eg held siður; petta var fofríkur skratti pó að pað sæi ekki á honum — ekki eyddi hann pví í stássið. Hann átti margar jarðir, og lifði á þeim, og nurlaði svo saraan pað sem hann gat par fyrir utan; pað var undar- legur karl“. Eg hafði gaiuan af að láta kerlinguna rausa, og ól pvi ögn á henni og sagði: »Ja pað er rétt — í hverju helzt?« «Já par er nú ekki gjört i cinu að telja pá upp, taktana hans Jóns, peir voru svo margir, fyrst kól liann og missti fótinn, þegar hann var um tvitugt, en ekki man eg nú alminnilega livernig pað vildi til, en eitthvað liefi eg samt heyrt um pað, að það hafi verið sjálfum honum að kenna, — já, pað var alveg satt, nú man eg það — hún Jrárkatla á Breiðamó sagði mér, og hafði pað eptir óskreytnum kvennmanni, að hann hefði komið að bæ, eg man ekki hvar, í hríðarkalsaveðri og verið illa útbúinn; fólkið hafði ómögulega viljað láta hann fara lengra, en honum leizt nú að hafa pað öðru vísi, og dreif sig parna út í hriðina að öllum nauðugum. og ætlaði að ná til næsta bæjar. en par var trú eg vinnukonukind, sem hann var að liugsa upp á; en langt hvað vera á milli bæjanna, og vondur lækur á milli. En hvað sem fyrir hefir nú komið, pá fannst hann trú eg i stekknum frá hinum bænum undir kvöld deginum eptir, pá nær dauða en lífi og skaðkalinn á báðum fótum, parna lá hann svo allan veturinn og fram á sumar, og misti parna annan fótinu upp undir hné, en liinn ofan við tærnar. Stelpugreyið vildi svo ekki sjá hann pegar hann var orðinn svona, og pá varð liann hálfvitlaus út úr öllu saman og var svo fluttur á sinn hrepp, og par var hann á hreppnum nokkur ár. En svo hlotnaðist hon- um gríðar mikill arfur, og pá fór hann að sjá um síg

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.