Norðurljósið - 31.12.1891, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 31.12.1891, Blaðsíða 1
9 Stærð ‘24 arkir. Veri’l: 2 krónur. Borgist fyrir lok júli. Verð auglýsinga. 15 aura línan eða 90 a. hver þml. dálks. 24. blað. Akurcyri 31. desember 1891. 6. ár. Korðurljósið. Vér finnum oss skylt, að pakka hinum heiðruðu kaup- endum Norðurljóssins fyrir liðið ár, um leið og vér biðjuiu þá að virða á betri veg tilraun vora að halda út blaðinu. J>að getur enginn fundið betur en vér, hve hlaði voru hefir í mörgu tilliti verið ábótavant við pað sem það ætti að vera, og gæti verið ef það nyti þeirrar aðhlynningar, sem vér | gátuin vænztaf Norðlemlingum. En því iniður hafa vorar góðu vonir í þessu efni brugðist talsvert, bæði hvað snertir kaup- endatölu, og einnig greiðslu á andvirði blaðsins, sem nokkuð mun nú stafa af hinu mikla peningaleysi, er dundi ytír seinni hluta ársins; en einkum hetir oss þó brugðizt von vor uin liðveizlu niarga ritfærra manna hér nyrðra. Jpeir hafa dregið sig mjög í hlé uú í seinni tíð. Aður var það alltítt, að einbættismenn og bændur sendu blöðum hér ritgjörðir um almenn mál. Og að voru áliti er það eitt aí aðalskil- yrðunum fyrir því að biöð geti orðið að fullu gagni, að sem flestir riti í þau og láti skoðanir sínar í Ijósi á þeiiu málum, sem almenning varða. Auðvitað er það, að blað, sem hetír einhverja ákveðua stefuu, getur ekki ætíð fellt sig við að taka ailt, sein að því berst, enda er sumt svo ruikið sorp, að það er ekki almenningi bjóðandi, t. a. m. fúkyrði um einstaka menn út af málefnum, sem alþýðu varðar ekkert um. Vér höfum viijað leitast við að halda blaði vo.u. frá hnippinguin einstakra manua, sem ekki snerta almenn lands- mál, og hefur því ekki verið þægð í að fá slíkar ritgjörðir, enda höfum vér nóg af því góðgæti í sumum hinum biöð- ui.um. Beiskyrði utn einstaka menn, er ritað er um landsinál, geta að vísu komið opt fyrir, og viljum vér ekki mjög átelja það, ef það er í samhengi við efui málsins. Iin opt gætu blöðin gætt betur liófs í því efni. Beiskyrði og særandi orð munu sjaldan mýkja mótstöðuineunina, eða hrinda málefniuu áfram. Kurteys röksemdaleiðsla og alvarleg, föst stefna er það, sem ylirstígur hverja mótstöðu fyr eða síðar, þegar um góð og rétt mál er að ræða. En það er ekki til þess að ætlast, að ein hönd afkasti miklu, en aptur á móti vinna mapgar höndar Jétt verk. Væru menn samhuga i því, að leitast við að ræða og rita um þjóðmál vor, og ætluðu það ekki allt einstökum mönnuin, inundu þau verða mörgum Jjósari og fá rneira fylgi manna og fijótari framgang. J>etta ættu menn að sjá og ekki liggja á iiði sínu, er liðveizla þeirra er nauðsynleg og gagnleg fyrir velferð þjóðarinnar. Vér vonum, að Norðlendingar verði framvegis viljugri en híngað til að senda blaði voru ritgjörðir um almenn mál, og sýni það, að þeir hatí enn áhuga á þjóðmálum vorum, og vilji leitast við að styðja að framgangi þeirra, eins og þeir liafa svo opt áður gjört vel og drengilega. Munum vér með þökkum veita móttöku í blað vort hverri velsaminni grein um ahnenn mál að svo rniklu leyti, sem rúm leylir. Mun- uni vér leggja fram vora krapta til að lialda blaðinu áfram og gjöra það sem fullkomnast að oss er hægt, því þrátt fyrii' það, þótt blöðiii séu nú orðin ærið mörg, og allt af verði á ýmsan hátt erfiðara að halda út blöðum, þá finnst oss sjállsagt að halda ,,Norðurljósinu“ áfram næsta ár og hlynna að því eptir föngum. Vér vonum að almenningur verði oss samdóma um það, að það sé þó nauðsynlegt að hafa hér blað nú, ekki siður en þau 40 ár, sem nú eru liðin frá þvi að blað var fyrst stofnað hér. Kaupmaður B. Steincke. (Framhald frá síðasta blaði). II. £>egar Akureyrarkirkja var byggð, og átti að vígja hana, var að því koinið að messufall yrði vegna forsöngvara- og söngmannaleysis. þelta sárnaði Steincke mjög, pví hann var fyrirtaks söngmaður og söngfræðingur. Byrjaði hann þá þegar að kenna söng og hélt því áfram í mörg ár upp frá því, einu sinni í viku að vetrinum. Kenndi hann fyrst sálmasöng og síðan aðra söngva. Allir voru velkomnir, sein vildu taka þátt í þessu, kostaði það og ekkert, framar en annað þessleiðis, sem Steincke vanu að. Var ávallt húsfyllir, þó fengin væru hin stærstu herbergi, sem til voru í bæuum, og varla var svo vont veður, að ekki kæmu í hvert skipti íleiri en færri ungmenni úr sveitinni á þessar sainkomur. Munu allir hiuttakendur ávallt minuast þeirra með ánægju og þakklæti við kennaraun. Gleðiieikafélag stofnaði Steincke á Akureyri skömmu eptir komu sína 1 siðara skiptið, og gekkst fyrir þvi, að leikið var flesta vetur meðan hanu var hér. Dans keundi hami ungmennum bæjarins í 2 eða 3 vetur. Margt mætti fleira tilnefna, sem til gagns og sóma var, er Steincke vauu að. Má svo að orði kveða, að ekki þætti ráð ráðið í þaun tíma, nema hans atkvæðis væri leitað. Bænd- ur byggðn svo varla fjárhús, að þeir ekki töluðu um fyrir- komulagið við hann og hlíttu þeir jafnan hans tillögum. Hiuir beztu uieun voru ávallt reiðubúnir til aðstoðar við íramkvæmdir fyrirtækja hans, því þau miðuðu ávallt al- menuingi til gagns eða sóma. jpað var vissulega sannmæli, sem Eiuar í Nesi sagði í samsæti því, er Akureyrarbúar héldu Steineke að skilnaði: e/ Idand eignað/d marga sonu, eius og þennan fósturson þess, þá mundi hagur þess batna*. Steiucke giptist árið 1863, Pálinu dóttnr kaupmanns Möllers á Akureyri. Litír hún eun, ásamt 7 uppkomnum, manuvænlegum börnum þeirra hjóna. Hann mun hafaverið rúnua 67 ára, er hann andaðist. ......— ------------- F r é t t i r. Strandferðirnar 1892 verða hér 3, líkt og árið 1889. þó er Berufirði og Reykjartirði sleppt úr áætluninni. Auk þessa á „Laura“ að fara 3 ferðir frá Reykjavík til vesturhafnanna. „Thyra“ verður strandferðaskip eins og áður. Fyrir þessar strandferðir fær „hið sameinaða gufuskipafélag“ engan styrk úr laudssjóði, því styrkveitingin var bundin því skilyrði, að full- nægt yrði þeim reglum, er þingið í sumar samdi um ferðir skipanna. En að því vildi félagið ekki ganga. Thyra fer frá Kaupm.hötn 5. maí, 30. júni. 6. seplemb., kemur til Akureyrar austan um land 18. inaí, ll.júlí, 16. sept.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.